Morgunblaðið - 11.02.1987, Síða 23

Morgunblaðið - 11.02.1987, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 23 Eyðni og sið- ferðileg ábyrgð eftir Björn Bjömsson Mönnum er að verða ljóst að þvílíkum vágesti, sem eyðni er, verður að mæta með samstilltu átaki margra fræðasviða. Eðlilega vænta menn mikils af læknavísind- unum, en áreiðanlegt er að hlutur annarra mannvísinda og félagsví- sinda, og þá ekki síst siðfræðinnar, á eftir að stóraukast. Það á reyndar við um fleiri sjúkdóma en eyðni. Viðhorf til sjúkdóma og heilsu- fars hafa breyst. Æ meiri áhersla er nú lögð á að koma í veg fyrir sjúkdóma og heilsutjón með mark- vissu forvamarstarfí. Sú áherslu- breyting gefur glöggt til kynna að samband sé á milli sjúkdóma og félagslegra þátta, t.d. lifnaðarhátta. Þá er orðið skammt jrfír í spuming- ar um þá ábyrgð, siðferðilega umfram allt en jafnvel lagalega einnig, sem menn bera á sínum eig- in lifnaðarháttum og afleiðingum þeirra yfír aðra. Ekki síst vegna þessara nýju við- horfa telja heilbrigðisstéttir nú eðlilegt að leita út fyrir sínar raðir til eflingar á vömum gegn sjúk- dómum. Þar koma margir við sögu, og þegar grannt er skoðað er eng- inn undanskilinn sem kominn er til vits og ára. Öflugasta vöm gegn sjúkdómum kann að reynast hver sá einstaklingur sem hefur til að bera heilbrigða siðferðilega dóm- greind. Líkamlegt heilbrigði er ekki svo lítið undir því komið. Dómgreind byggir á þekkingu. Það er á ábyrgð opinberra aðila, í þessu tilviki fyrst og fremst starfs- manna heilbrigðis- og menntakerf- isins, að miðla þeirri þekkingu. Það fer eftir eðli þess sjúkdóms sem um er að ræða hveiju sinni, á hvaða þætti þekkingar helst ber að leggja áherslu, til þess að forvamarstarf skili sem bestum árangri. Eyðni hefur þá sérstöðu, að smitleiðir eru í ríkum mæli með kynmökum. Þess vegna beinist þekkingarmiðlunin að því að upplýsa fólk um nauðsyn þess að nota gúmmíveijur. Ekki skal dregið úr gildi þessarar fræðslu. Þó hygg ég að lang stærsta fræðsluátakið er hafí varanlegt for- vamargildi sitji enn á hakanum, eins og það heftir löngum gert varð- andi kynfræðslu. Hér er átt við að fræða alla, ekki bara böm og ungl- inga, um þá siðferðilegu ábyrgð sem fylgir því að iifa lífínu sem mann- eskja í samskiptum við aðra. Þær ranghugmyndir vaða uppi að kynlíf sé tækni og þá um leið að fari eitthvað úrskeiðis þá hljóti að vera til á því tæknilegar lausnir. Það er gott og gilt að fræða tán- inga um forvamargildi veija, en hversu miklu meira virði væri ef takast mætti að ala með þeim virð- ingu á siðrænum gildum er veittu þeim leiðsögn um vandrataða stigu lífsins, þar á meðal kynlífsins, svo að þeir yrðu hvorki sjálfum sé né öðrum að tjóni, jafnvel flörtjóni. Það er ábyrgðarleysi að fræða böm og unglinga um tæknihliðar kynlífsins án þess að kenna þeim um leið undirstöðureglur mannlegra sam- skipta. Það er nánast sama og að kenna mönnum á bfl en láta undir höfuð leggjast að kenna þeim um- ferðarreglur. Gætum að því, að þótt líkamsrækt sé góð, þá er mann- rækt enn betri og brýnni. Mikilvægur þáttur í siðferðilegri ábyrgð opinberra aðila gagnvart eyðni er mótun almenningsálits. Þar er einkum um að ræða miðlun þekk- ingar sem nauðsynleg er til að efla dómgreind fólks og til að vinna gegn fordómum. í fræðsluefni frá Landlæknisembættinu segir að réttara sé að tala um áhættuhegðun en áhættuhópa, með tilliti til líkinda á smitun. Þetta er mjög mikilvæg ábending sem þarf rækilega að undirstrika, bæði vegna andvara- leysis þeirra sem ekki telja sig vera í tilteknum áhættuhópum og ekki síður vegna hinna títt tilgreindu áhættuhópa. Umræða um eyðni, og það ólánssama fólk sem haldið er sjúkdómnum, er yfirfull af hleypi- dómum og stundum einnig af mannfyrirlitningu. Það stendur ótvírætt öflugu forvamarstarfí mjög fyrir þrifum, hversu örðugt fólki er gert að gefa sig fram, ótt- ist það að vera smitað af þessum sjúkdómi. Óttinn er ekki aðeins við það að vera haldinn skelfílegum sjúkdómi, heldur ekki síður að vera haldinn þessum eina sjúkdómi sem fyrst sviptir manninn ærunni og síðan lífínu. Það er hörmulegt til þess að vita, að sú ógæfa sem fylg- ir þessum vágesti skyldi verða mun meiri fyrir þá sök að fyrst í stað lagðist sjúkdómurinn á afmarkaða hópa manna. Um leið voru allar forsendur fyrir hendi til þess að leysa úr lseðingi lægstu kenndir allra hinna, sem þökkuðu guði fyrir að vera ekki eins og „þessi syndari og tollheimtumaður". Það er í raun ósæmandi í siðuðu þjóðfélagi að draga sjúkdóma í dilka eftir siðgæðislegu gildismati. Sé það gert hefur það ekkert nema illt í för með sér. Annars vegar verður allt forvamarstarf erfítt og hins vegar er lagður á sjúklinginn sá þjmgsti áfellisdómur sem hægt er að hugsa sér, að vera gerður útlæg- ur úr mannlegu samfélagi eins og hinir líkþráu forðum daga. Vilji menn leggja stund á þá iðju að rekja samband á milli sjúkdóms og sektar er rétt að minna þá hina sömu á orð frelsarans: „Sá yðar sem sjmdlaus er kasti fyrsta steininum". Nauðsjmlegt er að ræða þá sið- ferðileg u ábyrgð sem hver maður ber sem einstaklingur. Opinberar Dr. Björn Björnsson aðgerðir, svo sem fræðslu, áróður og mótun almenningsálits, ber ein- mitt að skoða sem stuðning við einstaklinga, til þess að auka skiln- ing þeirra og leggja gmnn að myndun heilbrigðrar dómgreindar. í því sambandi vil ég árétta að sterkasta vömin gegn ýmsum sjúk- dómum, og sérstaklega gegn eyðni eins og sakir standa, eru þeir sem hafa til bmnns að bera þroskaða siðferðilega dómgreind. í krafti slíkrar dómgreindar munu þeir lifa í samræmi við það, að kjmhegðun þeirra skal lúta þeim lögmálum mannlegra samskipta sem byggjast á gagnkvæmri virðingu og gagn- kvæmu trausti. Þetta mætti einnig orða á þá leið að það er ást og umhyggja fyrir velferð ástvinarins sem á að ráða gjörðum okkar f kynlífinu, eins og kærleikur til ná- ungans á að móta líf okkar að öðm leyti. Ábyrgð okkar sem einstakl- inga verður að þessu lejrti seint ofmetin. Sé hún að engu höfð með siðlausu lífemi er voðinn vís. Til þessa hefur sá voði birst í margvís- legri mannlegri neyð, svo sem upplausn heimila og félagslegum vandamálum af ýmsum toga. Nú getur lffsháski fylgt ábyrgðarleys- inu, ekki aðeins fyrir þann sem gerir sig sekan um slíkt, heldur einnig fyrir þann sem hann smitar. Haft er á orði að gegn eyðni dugi ekkert minna en að breyta kynhegðun fólks. En það er ekki nóg að grípa til tæknilegra lausna. Málið snýst ekki fyrst og fremst um kynhegðun, heldur um mann- skilning og manngildi. Kynhegðun, jafnt sem hver hegðun önnur, ræðst af því, hvem mann menn hafa að gejmia. Það er maðurinn sem þarf að brejrtast, þá fyrst brejrtist hegð- un hans til hins betra. Höfundur er prófessor í siðfræði við guðfræðideild Háskóla ís- lands. Grein þessi er útdráttur úr erindi sem flutt vará borgara- fundi um eyðni íReykjavík í desember 1986. VESTMANNAEYJAR SUÐURNES ÍSAFJÖRÐUR EGILSSTAÐIR AKUREYRI VIKJUM EKKI AF RÉITRI LEIÐ Porsteinn Pálsson í upphafi kosningabarátlunnar SUÐURNES í félagsheimilinu Stapa miðvikud. 11. feb. kl. 20.30. ÍSAFIRÐI á Hótel ísafirði laugard. 14. feb. kl. 13.30. EGILSSTÖÐUM í Valaskjálf föstud. 20. feb. kl. 20.30. AKUREYRI laugard. 21. feb. kl. 16.00. Fundarstaður auglýstur síðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.