Morgunblaðið - 11.02.1987, Síða 24

Morgunblaðið - 11.02.1987, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 Starf sfólki á Hlemmi hótað líkamsmeiðing- um og jafnvel lífláti ÁSÓKN utangarðsmanna í bið- skýli Strætisvagua Reykjavíkur við Hlemmtorg hefur allt frá því það var opnað fyrir um sjö árum verið til vandræða fyrir farþega sem eiga leið þar um. Heilbrigð- iseftirlit Reykjavíkursvæðis hefur sent borgarráði Reykjavík- ur bréf þar sem vakin er athygli borgaryfirvalda á umgengninni við Hlemm. I gærmorgun ræddi blaðamaður Morgunblaðsins við starfsfólk i biðskýlinu um ástandið. Að einum starfsmanni undanskildum gáfu þeir ófagra lýsingu á ástandinu og enginn sem talað var við vildi koma fram undir nafni né að mynd yrði birt af þeim af ótta við hefndarað- gerðir „fastagestanna", enda ekki óalgengt að starfsmönnum sé hótað líkamsmeiðingum og jafnvel lífláti. „Það er tæpast hægt að vinna hérna lengur eins og ástandið er búið að vera undanfarna daga,“ sagði einn viðmælanda. Þegar okk- ur bar að garði var lögreglan að fjarlægja sex úr hópi svokallaðra utangarðsmanna. Klukkan var rétt um tíu og þetta var þriðja ferðin sem lögreglan fór frá Hlemmi inn í Síðumúla þennan morguninn. „Þetta var ekkert betra í gær þá voru líka farnar þijár ferðir. Ef ég þyrfti ekki að vera hér kæmi ég ekki nálægt þessum stað,“ hélt hann áfram og annar bætti við: „Um leið og skýlið opnar á morgn- ana þyrpast þeir inn, sem beðið hafa fyrir utan, stundum alla nótt- ina. Þetta fólk, og ég vil taka það fram að hér er ekki eingöngu um unglinga að ræða, hangir hér inni allan daginn öðrum til ama. Far- þegar forðast að koma inn og eldra fólk kýs heldur að fijósa úti en koma inn í hlýjuna," sagði þessi starfsmaður sem unnið hefur á Hlemmi í nokkra mánuði. „Við þurf- um oft á lögregluaðstoð að halda þegar menn gerast of uppivöðslu- samir." Það starfsfólk sem lengst hefur unnið í biðskýlinu segir að ástandið í dag sé samt ekki eins slæmt og það hafi áður verið. Meginmunurinn er að áður komu „fastagestirnir“ í hópum og enginn einn gat ráðið við þá sem höfðu sig í frammi. Einn starfsmanna sagðist ekki vera frá því, að svipaður hópur væri að myndast núna. Hópur iðjuleysingja, allt frá unglingum upp í fullorðið fólk, sem hefði yfir sér ákveðið yfir- bragði. Situr eða liggur á gólfunum illa lyktandi og er með háreysti, að hans sögn. Annar starfsmaður lét þá skoðun í ljós að lögreglan væri oft lengi að sinna kalli þegar eitthvað væri um að vera. „Þetta er ekkert starf fyrir fullorðna menn að sjá um að kveða niður ólæti. Til þess þarf fullfríska menn,“ var álit eins starfsmanns. Fjórir menn, sem eru starfsmenn Reykjavíkurborgar, vinna á vöktum á Hlemmi við eftir- ■lit og þrif og er einn þeirra á vakt í einu. Biðskýlið við Hlemm: Lögregluvörður leysir engan vanda - segir Böðvar Bragason lögreglustjóri „VIÐ þurfum fyrst og fremst að athuga hvort ekki er hægt að beina því fólki sem á í erfiðleik- um eitthvað annað en i biðskýlið á Hlemmi þangað sem það leitar alltaf inn,“ sagði Böðvar Braga- son lögreglustjóri í Reykjavík þegar hann var spurður álits á ástandinu í biðskýli Strætisvagna Reykjavíkur við Hlemm. Böðvar benti á að vandamál í líkingu við þau sem glímt væri við á Hlemmi væru alþekkt víða erlend- is við samgöngu- og jámbrauta- stöðvar þar sem almenningi er boðið upp á svipaða þjónustu. „Slíkir stað- ir virðast hafa mikið aðdráttarafl fyrir fólk sem hefur lítið fyrir sig að leggja. Það þurfa allir einhvern samastað en augljóslega fer sú starfsemi, sem fram á að fara við Hlemmi ekki saman við þarfir þessa fólks. Það þarf að sinna fólkinu og athuga hvort ekki er hægt að beina þeim annað úr því það sækist eftir félagsskap hvers annars. Vanda- málið er til og það þarf að leysa, en ekki að láta eins og ekkert sé,“ sagði Böðvar. „Miðað við þau ráð sem hingað til hefur verið beitt þarf augljóslega að leita annarra leiða ef biðskýlið á að geta gegnt því hlutverki sem því er ætlað. Það er ekki hægt að hafa lögregluvörð við skýlið allan daginn. Slíkt leysir engan vanda.“ Kjarnf óðurnotkunin minnkaði án þess að það kæmi niður á afurðum SAMDRÁTTUR í mjólkurframleiðslunni og stjórnunaraðgerðir koma skýrt fram í niðurstöðum skýrslna nautgriparæktarfélaganna árið 1986 sem Jón Viðar Jónmundsson ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Islands hefur tekið saman. Til dæmis minnkaði kjarnfóðurnotkun um 115 kg á árskú miðað við árið á undan, úr 667 kg í 552 kg, án þess að það kæmi fram svo neinu næmi i afurðum á árskú. Meðalaf- urðirnar voru 3.936 kg, sem er aðeins 12 kg minna en árið 1985. Kjarnfóðurnotkunin fór í 807 kg á árskú árið 1983 og var því í fyrra aðeins um 68% af því sem þá var. Jón Viðar sagði í samtali við Morg- unblaðið að bændur hefðu náð að nýta sér heimafengið fóður mjög vel og aukið hlutdeild þess í framleiðslunni. Það hefði verið eitt af markmiðum stjómunarinnar. Þá hefði hagstætt árferði hjálpað mjög til við að auka rekja til framleiðslustjórnunarinnar að einhveiju leyti: Þó að kúm sem koma á skýrslur fjölgi örlítið á milli ára og hafi aldrei verið fleiri, þá fækkar reiknuðum árskúm nokkuð. Þetta sagði hann að væri mælikvarði á þá geysilega miklu hreyfingu gripa sem hlutdeild heimafengins fóðurs. var • á skýrslum og hve mikil förgun á Jón benti á annað sem einnig má kúm hefur verið á árinu. Yfirlit um nautgriparæktarfélögin Fjöldi Meðaltal Kjarn- skýrslu- Kýr Árs- mjólk fóður Héruð haldara alls kýr kg kg Kjalarnesþing 8 258 183,0 3874 475 Borgarfjörður 94 2642 1976,3 3837 461 Snæfellsnes 36 942 685,9 3962 600 Dalasýsla 21 470 356,6 3885 498 Vestfirðir 47 726 571,5 4020 601 Strandasýsla 1 23 21,0 4253 516 V-Húnavatnssýsla 15 394 311,8 3971 586 A-Húnavatnssýsla 40 998 791,5 3806 715 Skagafjörður 51 1374 1090,2 3972 509 Eyjafjörður 166 5701 4482,5 4008 556 S-Þingeyjarsýsla 87 1841 1507,2 4158 700 N-Þingeyjarsýsla 3 80 67,5 4141 711 Austurland 25 501 399,9 3780 566 A-Skaftafellssýsla 7 234 148,3 3842 808 V-Skaft. og Rangárv.s 107 3300 2470,9 3938 464 Árnessýsla 161 5806 4168,0 3838 544 Landið allt 869 25290 19232,1 3936 552 Afurðahæstu búin 1986 Kjarn- Mjólk fóður Bú með yfir 10 árskýr Árskýr kg kg Guðmunda Tyrfingsdóttir, Lækjartúni, Ásahreppi... . 15,6 6114 Félagsbúið, Baldursheimi, Mývatnssveit 14,8 5971 1107 Jón og Sigurbjörg, Búrfelli, Y.-Toi íust.hr . 21,9 5896 1038 SturlaugurEyjólfsson, Efri-Brunná, Saurbæ . 27,5 5836 833 Sverrir Magnússon, Efra-Ási, Hólahreppi . 27,9 5652 851 Rósa Guðmundsd., Geirshlíð, Reykh.d.hr . 22,9 5524 Félagsbúið, Hríshóli, Saurbæjarhr . 34,8 5452 594 Kristján B. Pétursson, Y-Reistará, Amameshr 12,6 5430 1028 Viðar H. Steinarsson, Kaldbak, Rangárv.hr. . . 10,1 5418 668 Guðlaugur Jónsson, Voðmúlastöðum, A-Landeyjum . 23,8 5257 905 Bestu kýrnar Nafn Faðir Mjólk Fita Mjólkur- Bær kg % f ita kg Skvetta 88 Vaskur 71007 8914 3,87 345 Syðri-Bægisá, Öxnadal Líf 17 Brúskur72007 8827 4,07 357 Efri-Brunná, Saurbæ Kotasæla 48 Njörður 77004 8811 3,78 333 Búrfell, Y.-Torfustaðahr. Freyja 28 Sokki 59018 8492 3,91 332 Sólheimum, Staðarhreppi Dimma45 Sokki 59018 8460 3,50 296 Y.-Reystará, Amam.hr. Kolbrá 136 Dofri 70011 8348 3,46 289 Lækj artúnl, Ásahreppi Mína 143 8180 4,05 331 Lækjartún, Ásahreppi Dimma27 Brúskur 72007 8143 4,29 349 Efri-Brunná, Saurbæ Snót 27 Virkir 75008 8060 3,72 300 Geirshlíð, Reykh.d.hr. Snegla231 Hringur 76019 8005 4,91 393 Hjálmholtl, Hraungerðishr. Sam vinnuf erðir/Landsýn: Boðið upp á sum- arhús í Skírísskógi „Þrátt fyrir gengissig og verðbólgu eru mörg dæmi um það að ferðir á okkar vegum séu á lægra verði í ár en þær voru síðastliðið sumar,“ sagði Helgi Jóhannsson, forstjóri ferðaskrifstofunnar Sam- vinnuferða/Landsýnar, þegar hann var spurður um ferða- áætlun sumarsins. Hann sagðist búast við mikilli eftir- spurn og sennilega yrði að bæta við aukaferðum. „Við höfum aldrei áður orðið fyrir því að fólk heimti að fá að bóka sig í ferðir áður en sumar- áætlunin er gefin út,“ sagði Helgi. „Þegar hafa hundruð far- þega verið bókuð í sumarhús í Hollandi og uppselt var í ferðir til Kanada án þess að þær hafi verið auglýstar." Meðal nýjunga, sem boðið er upp á, eru sumar- hús í Skírisskógi, skógi Hróa Hattar, í Nottingham í Eng- landi. Húsin eru í eigu og rekin af sömu aðilum og sumarhúsin í Hollandi. I Grikklandi er boðið upp á tvo nýja dvalarstaði og er ann- ar, Porto Heli, nokkra kflómetra frá Aþenu. Hinn er eyjan Mikon- os, sem er vel þekkt meðal Norðurlandabúa. Þá er boðið upp á svokallaðar SL-ferðir til Majorka og Rimini en síðastliðið sumar var fullbókað í slíkar ferð- ir til Majorka á mjög skömmum tíma. Bókunin felur í sér gist- ingu á góðu hóteli með morgun- verði. Hótelið er við strönd en ekki er gefíð upp nafn þess fyrr en nokkrum dögum fyrir brött- för. Morgunblaðið/Ami Sæberg Mikið var að gera hjá Samvinnuferðum siðdegis á sunnudag þeg- ar fyrirtækið kynnti sumaráætlun sína. Bjössi bolla skemmti þeim yngstu. Meðalverð fyrir þriggja vikna ferð í sumar, án afsláttar, er um 26 þúsund krónur á mann en hægt er að fá tveggja vikna ferð fyrir tæpar 20 þús. kr. Dýrasta ferðin kostar tæplega 39 þús. kr. fyrir þtjár vikur. Sumaráætlun Samvinnu- ferða/Landsýnar var kynnt sl. sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.