Morgunblaðið - 11.02.1987, Side 59

Morgunblaðið - 11.02.1987, Side 59
MORGUNBLAÐiÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 59 • Þórdís Gísladóttir keppir i hástökki á Norðurlandamótinu innanhúss í frjálsum íþróttum um helgina. Handbolti: Tveirleikirí - bikarnum í lcvöld í KVÖLD verða tveir leikir í bikar- keppni karla i handbolta. Breiða- blik og ÍS leika í Digranesi og hefst leikurinn klukkan 20, en við- ureign ÍBK og KR byrjar klukkan 20.30 í Keflavík. Ætlunin er að Ijúka fyrstu um- ferðinni fyrir 20. febrúar. Dagsetn- ingar eru þó ekki komnar á alla leikina og Ijóst er að Fram getur ekki leikið fyrr en eftir tilgreindan tíma. í fyrstu umferð drógust ann- ars saman: FH-b - Fram Ármann - Stjarnan ÍS - UBK ÍBV - KA ÍBK - KR Fylkir - ÍR Hveragerði - Vikingur Ármann-b - Árvakur UMFA - Haukar UMFN - FH-a Grótta ÍA Selfoss og Valur-b hafa þegar leikið og vann Valur 26:21. Liðin sem sitja hjá eru Valur, Reynir, HK og ÍH. - - Hjá konunum leika eftirtalin lið saman: ÍBK - FH Valur - Þróttur UMFA - Ármann Þór - Fram UBK - KR Stjarnan, Víkingur og Haukar sitja hjá í fyrstu umferð. Sex keppendur á Norðurlandamót SEX íslenskir frjálsíþróttamenn taka þátt í Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum innanhúss, sem fram fer í Noregi um næstu helgi. Margir af bestu frjálsíþrótta- mönnum Norðurlanda taka þátt í mótinu í Osló, en sex íslendingar verða á meðal þátttakenda, þrjár stúlkur og þrír karlar. Stúlkurnar eru Svanhildur Krist jónsdóttir, UBK, sem keppir í spretthlaupum, en um síðustu helgi jafnaði hún íslandsmetið í 50 m hlaupi og hljóp á 6,3 sekúndum. Þórdís Gísladóttir, HSK, keppir í hástökki, en þar á hún best 1,88 m inni, og Oddný Árnadóttir, ÍR, keppir í 400 m hlaupi, en hún á íslandsmetin bæði úti og inni. Karlarnir eru Sigurður T. Sig- urðsson, FH, og Kristján Gissurar- son, KR, sem keppa í hástökki, og Hjörtur Gíslason, KR, tekur þátt í 60 m grindahlaupi. Knattspyrna: Magnús í Þór Hjalti Árnason. Morgunblaðið/Einar Falur MAGNÚS Magnússon, miðvörð- ur úr Breiðablik, leikur með 1. deildarliði Þórs í knattspyrnu í sumar. Magnús var einn traustasti maður Blikanna í fyrra, en hann hefur ákveðið að leika með Þór og flytur norður á næstu dögum. Fyrr í vetur gengu Guðmundur Valur Sigurðsson, áður UBK, og Óskar Oskarsson, markakóngur 4. deildar úr Aftureldingu, til liðs við Þór. Bikarkeppnin íhandbolta: UMFNstóðíFH FH vann Njarðvík 23:19 i' bikar- keppni karla í handbolta í gærkvöldi og Víkingur sigraði Hveragerði 40:18. Njarðvíkingar komu sannarlega á óvart og stóðu í Hafnfirðingun- um, sem voru 12:7 yfir í hálfleik. í seinni hálfleik voru heimamenn mun grimmari, en náðu samt ekki að brúa bilið. Pétur Ingi Arnarson var bestur Lottó: ÖBÍ fær 40% af hagnaði í Morgunblaðinu í gær víxluðust nöfn Ungmennafélags íslands og Öryrkjabandalags íslands í töflu um skiptingu hagnaðar í lottóinu. Hið rétta er að UMFÍ fær 13,33% og ÖBÍ 40% af hagnaðinum eins og reyndar kemur fram í texta og er beðist velvirðingar á þess- um mistökum. heimamanna, en Héðinn Gilsson hjá FH. Fjöldi áhorfenda var á leik Hveragerðis og Víkings og skemmtu sér vel. Víkingar léku á fullu allan leikinn, skiptu lítið inná og sigruðu með 22 marka mun, en staðan í hálfleik var 22:7. Stefán Halldórsson lék ekki með heimamönnum vegna meiðsla, en Ólafur Jósefsson var þeirra marka- hæstur með 5 mörk. Hjá Víkingum skoraði Bjarki Sigurðsson 9 mörk, en aðrir færri. 1. deild kvenna: KR og Fram sigruðu TVEIR leikir fóru fram í 1. deild kvenna í handbolta f gærkvöldi. KR vann Val 23:19 og Fram sigr- aði Stjörnuna 25:18. Víkingur AÐALFUNDUR knattspyrnudeild- ar Víkings verður haldinn í Víkingsheimilinu fimmtudaginn 12. febrúar og hefst kl. 20. Kraftlyftingar: Hjalti Árnason á 8 íslandsmet Handbolti: ÍR-ingar efstir ÍR hefur enn örugga forystu í 2. deild karla í handknattleik. Staðan er nú þessi: ÍR 12 9 2 1 293:224 20 Afturelding 12 7 2 3 286:248 16 Þór Ak. 12 7 2 3 267:254 16 ÍBV 12 7 0 5 276:252 14 ÍBK 12 5 2 5 259:246 12 ReynirS. 12 4 4 4 277:306 12 HK 13 6 0 7 326:283 12 Grótta 12 4 1 7 262:303 9 Fylkir . 12 3 1 8 234:278 7 ÍA 11 1 0 10 221:307 2 í UMSÖGN Morgunblaðsins af íslandsmóti unglinga í kraftlyft- ingum í blaðinu í gær var sagt að Torfi Ólafsson ætti öll íslands- metin í yfir 125 kg flokki. Það er ekki rétt þvf Hjalti Árnason á tvö þeirra. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Hjalti á metið í bekkpressu, 230 kg og samanlagt hefur hann lyff'* 930 kg. Hann á alls átta gildandi íslandsmet, þrívegis hefur hann verið útnefndur besti unglingur íslandsmótsins. Hjalti var stiga- hæsti einstaklingur Reykjavíkur- mótsins sem fram fór fyrir skömmu. 1X2 ■o <5 •Q c 3 O) o 5 > Q c c [É f- c c > i a Dagur Ríkisútvarpið Bylgjan Sunday Mirror Sunday People News of the World Sunday Express Sunday Telegraph SAMTALS 1 X 2 Coventry — Chelsea X X 1 X 1 1 1 — — — — — 4 3 0 Luton — Aston Villa 1 1 1 X 1 1 1 — — — — — 6 1 0 Man. United — Watford 1 1 1 1 X 1 1 — — — — — 6 1 0 Norwich — Man. City X 1 X 1 X 1 1 — — — — — 4 3 0 Nottingham — West Ham 1 1 1 i 1 1 1 — — — — — 7 0 0 Oxford — Everton 1 2 2 2 2 2 2 - — — — — 1 0 6 QPR — Newcastle 1 1 1 1 1 1 1 — — — — — 7 0 0 Sheff. Wed. — Arsenal 2 1 X 2 X 2 2 — - — — — 1 2 4 Tottenham — Southampt. 1 1 1 1 1 1 1 — — — — — 7 0 0 Oldham — Ipswich 1 X 1 X X X 1 — — — — — 3 4 0 Sunderland — Derby 1 X 2 2 2 1 2 — — — — — 2 1 4 WBA - Stoke 1 1 1 X X 1 X - - - - - 4 3 0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.