Morgunblaðið - 12.02.1987, Síða 5

Morgunblaðið - 12.02.1987, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 5 Heimsreisuklúbbur Útsýnar: Kínaferð í haust Kynnt á árshátíð Heimsreisu- klúbbsins á Hótel Sögu á sunnudag ATTUNDA heimsreisan á veg- um Útsýnar verður farin í haust undir kjörorðinu Kína- ferðin mikla á slóðir Marco Polo. Eins og í fyrri heimsreis- um verður lögð áhersla á fullkomnasta aðbúnað farþeg- anna. Kínaferðin hefst í bytjun nóv- ember og verður alls 24 dagar. Farið verður til allra frægustu staða í Kínaveldi og dvalist í borg- unum Peking, Xian, Guilin, Shanghai og Guangzhou. Hér bætast frægir staðir í safn heims- reisufara, svo sem Kínamúrinn og „hlið hins himneska friðar" að viðbættum óteljandi listfjársjóð- um í einu elsta og merkasta menningarríki heims. Flogið er um Hong Kong og dvalist þar í 3 daga. Einnig er höfð viðdvöl í Thailandi og geta heimsreisufarar hvílt sig á Pattay-ströndinni í viku í lok ferðar. Kynning á Kínaferðinni fer fram á árshátíð Heimsreisu- klúbbsins sem haldin verður á veglegan hátt í Súlnasal Hótel Sögu nk. sunnudagskvöld. Félag- ar Heimsreisuklúbbsins hafa forgang um miða, en annars er öllum heimill aðgangur að kynn- ingunni og margrétta veislukvöld- verði í heimsreisustíl, sem hefst kl. 20.00. Sölustjóri flugfélagsins THAI og umboðsmaður fyrir Kínaferð- ina mæta til veislunnar með kynningarefni og austurlensk blóm handa öllum veislugestum. Margt verður til skemmtunar á hátíðinni og verðlaun veitt fyrir spumingakeppni um Kína og úr síðustu heimsreisu til Vestur- heims og Hawaii. Myndir verða sýndar og minningar rifjaðar upp úr síðustu heimsreisu, heims- söngvaraefni syngur vinsæl lög og aríur og margt fleira verður til skemmtunar á Hótel Sögu á sunnudagskvöldið. (Fréttatilkynning frá Útsýn) Kammersveit Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum Kammersveit Reykjavíkur, lield- ur tónleika á Kjarvalsstöðum í kvöld og hefjast þeir klukkan 20.30. Leikin verða þijú verk eftir Villa—Lobos, Blásarakvintett í Cho- ros—stíl, Bachianas Brasileiras nr. 1 og Bachiana Brasileiras nr. 5. Eru seinni verkin tvö fyrir átta selló, en Bachiana nr. 5 er auk þess fyrir einn sópran og syngur Elín Osk Óskarsdóttir með kam- mersveitinni í kvöld. Sjá ennfremur viðtöl á blaðsíðu 17. Ekkí gott að verða bara teoríuhestur segir Hannes Hlífar Stefánsson, fimm- faldur Norðurlandameistari í skólaskák HANNES Hlífar Stefánsson heitir 14 ára gamall piltur sem undanfarið hefur vakið athygli fyrir góðan árangur í skák og meðal annars vann hann sinn aldursflokk á Norðurlanda- mótinu í skólaskák fyrir skömmu, fimmta árið í röð. „Mér fannst ég ekki þurfa að því þar tefldi ég við fjóra stórmeist- hafa jafn mikið fyrir sigrinum nú og í fyrra, en þetta er líka í seinna skiptið sem ég tefli í flokki 13-14 ára,“ sagði Hannes þegar Morgun- blaðið ræddi við hann. „Aðstaðan og framkværriuin hefur hinsvegar aldrei verið betri en nú. Mótið var haldið í Otta í Noregi og við bjugg- um á sama hóteli og við tefldum, það var gefið út mótsblað á hveijum degi og verðlaunin voru veglegri en venjulega." Hannes segist hafa lært að tefla fimm ára gamall af bræðrum sínum. Hann fór snemma að tefla í Taflfélagi Reykjavíkur og er nú meistari félagsins. „Við fengum góða þjálfun í Taflfélaginu enda teflir þar mikið af strákum,“ sagði Hannes. „Þar eru unglingaæfingar á laugardögum og síðan geta þeir tekið þátt í mótum félagsins og teflt þar við eldri og sterkari and- stæðinga. Við fáum mun meiri tækifæri á þesum aldri hér á Is- landi en til dæmis á Norðurlöndun- um en þar keppa jafnaldrar okkar eingöngu á mótum innan skól- anna.“ Hannes vakti fyrst athygli þegar hann varð í öðru sæti á Reykjavík- urmótinu í skák, veturinn 1985-86, á eftir jafnaldra sínum, Þresti Árna- syni. Hannes og Þröstur hafa, ásamt Sigurði Daða Sigfússyni.sem einnig er 14 ára, náð góðum ár- angri í skákinni og borið talsvert af jafnöldum sínum hérlendis.. Þetta varð til þess að Hannesi og Þresti var boðin þátttaka á Reykjavíkurskákmótinu síðar um veturinn og síðan kepptu þeir í landsliðsflokki á íslandsmótinu sem haldið var í Grundarfirði síðastliðið sumar. „Það var bæði gott og skemmti- legt að taka þátt í Reykjavíkurskák- mótinu," sagði Hannes. „Þar tefldi ég við tvo stórmeistara og fékk talsverða reynslu. En það var ekki síður gott að tefla á íslandsmótinu ara. Það er ekki svo oft sem maður fær tækifæri til að tefla við íslensku stórmeistarana, nema þá í hrað- skákmótum, því þeir keppa ekki nema annað hvert ár á íslandsmót- unum þegar Olympíuskákmótin eru.“ Hannes sagðist ek’ki vera búinn að setja sér nein markmið í sam- bandi við skákina, það væri of snemmt að hugsa um slíkt og yrði að koma í ljós með tímanum. Hann viðurkenndi líka að hann ætti eftir að læra ýmislegt til að geta staðið jafnfætis stórmeisturunum. „Ég kann lítið í byijunum og ég þarf að skoða endatöflin betur; ég keypti mér einmitt tvær endataflabækur um daginn. Ef maður vill komast langt þarf að leggja mikla vinnu í þetta og stúdera mikið. Það er þó ekki gott að verða bara teoríuhestur og kunna ekkert annað,“ sagði Hannes. Engin mót eru fyrirsjáanleg í náinni framtíð sem Hannes stefnir á. Hann sagði að til dæmis heims- meistaramót unglinga undir 16 ára Morgunblaðið/Júlíus Hannes Hlífar Stefánsson, fimm- faldur Norðurlandameistari i skólaskák. væru yfirleitt haldin á fjarlægum stöðum á hnettinum og það væri því of dýrt að sækja þau. En næg- ir honum að beija á jafnöldrum sínum á Norðurlöndum, sem standa honum varla jafnfætis? „Ég veit það ekki. Ég get keppt á mótinu í fimm ár í viðbót og það verður sennilega erfiðara seinni árin. Og svo er ekki einu sinni víst að ég komist í liðið," sagði Hannes Hlífar Stefánsson. Innbrot í íbúð í Hlíðunum BROTIST var inn í mannlausa ibúð í Bólstaðahlíð síðastliðinn þriðjudag og stolið þaðan um 26 þúsund krónum í peningum. Lögreglunni barst tilkynning um innbrotið laust eftir kvöldmat er húsráðendur komu heim og upp- götvuðu að brotist hafði verið inn í íbúðina. Höfðu þjófarnir komist inn um kjallaraglugga, sem að öll- um líkindum hefur verið skilið eftir opinn, og létu greipar sópa um íbúð- ina, sem er á jarðhæð. Rannsóknarlögregla ríkisins hef- ur nú til meðferðar fjölmörg innbrot og skemmdarverk sem framin hafa verið á höfuðborgarsvæðinu undan- farna daga. Eins og fram hefur komið í frétt Morgunblaðsins voru tveir ungir menn handteknir á þriðjudag, grunaðir um að eiga aðild að einhveijum þessara af- brota. Þeir voru í yfirheyrslum hjá RLR í gærdag, en ekki fengust nánari upplýsingar um gang rann- sóknarinnar. Auðveld og hröð lánafyrirgreiðsla Eigendur TT-reiknings eiga kost á Hraðláni, að ákveðnu hámarki. Hrað- lánið er tveggja mánaða víxill. Þetta lán fæst afgreitt í afgreiðslu bankans án milligöngu bankastjóra. Ennfremur eiga TT-reikningseig- endur kost á Launaláni, sem er skuldabréfalán, að vissu hámarki. Launalánið er til allt að átján mánaða og er einnig afgreitt í afgreiðslu bank- ans án heimsóknar til bankastjóra. í þessu tvennu felst jafnt öryggi sem tímasparnaður. V/6RZUJNRRÐRNKINN -vúmtcitHeðftét! Tækifæristékkareikningur ...með allt í einu hefti! Hraðlán og Launalán

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.