Morgunblaðið - 12.02.1987, Side 20

Morgunblaðið - 12.02.1987, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 Nýtt heilsuræktarhús: Dansstúdíó Sóleyjar byggir, breytir og* bætir Rætt við systkinin Sóleyju, Helga og Pétur, eigendur hins nýja húss DANSSTÚDÍÓ Sóleyjar flutti nýlega starfsemi sina í nýtt hús við Engjateig í Reykjavík, sem er i Sigtúnsreitnum svokallaða milli Suðurlandsbrautar og Sigt- úns.. Hið nýja húsnæði er 1600 fermetrar að stærð, á þremur hæðum og þar er nú boðið upp á ýmis konar heilsurækt. Það eru þijú systkini, þau Sóley Jóhanns- dóttir, Pétur Jóhannsson og Helgi Jóhannsson, sem hafa byggt og reka þetta nýja heilsu- ræktarhús. Morgunblaðið hitti þau að máli og spurði þau m.a. um starfsemina sem þarna fer fram. Við byijuðum á að skoða húsið, sem arkitektinn Valdimar Harðar- son hannaði. í kjallara þess er búningsaðstaða, gufuböð, ljósa- Hópur yngri nemenda einbeitir sér við æfingarnar Systkinin Pétur, Sóley og Helgi. Morgunblaðið/Þorkell bekkir og nuddstofa. Þar er einnig stór æfingasalur og um áttatíu fer- metra herbergi þar sem loftræsti- kerfi hússins er. „Við leggjum mjög mikla áherslu á góða loftræstingu," sagði Pétur.„Við vitum að oft er verulega miklu ábótavant í þeim efnum.“ A aðalhæðinni eru 2 stórir kennslusalir og veitingasalur þar sem á boðstólum er ýmis konar heilsufæði. Þessi hæð sem er á þremur pöllum er sérstaklega hugs- uð sem sýningarhæð, fyrir ballet- sýningar og hvers konar danssýn- ingar, að sögn Sóleyjar. A efstu hæðinni eru 4 veggjaboltasalir og þar er einnig fýrirhugað að starf- andi verði íþróttalæknar og sjúkra- þjálfarar. „Það er þjónusta sem við viljum endilega að verði hér í hús- inu,“ sagði Helgi. „Þegar við fengum lóðina héma fæddist sú hugmynd að koma hér upp því sem við viljum kalla fyrirbyggjandi heilsugæslu. Þetta er hugmynd sem við viljum gera að vemleika. Fram- tíðarsýnin er sú að fólk geti gengið hér inn og fengið ráðgjöf um hvem- ig það eigi að byggja sig upp, með hvernig æfingum og hversu mikið það þoli.“ Nú er aðeins mánuður síðan þið opnuðuð, hvernig hafa undirtektim- ar verið? „Alveg með ólíkindum. Það kem- ur hingað fólk á öllum aldri. Við höfum opið frá átta á morgnana og fólk kemur bæði í veggjabolta og leikfimi áður en það fer í vinn- una. Yngstu nemendumir eru fimm ára og við erum eitthvað fýrir alla aldurshópa, jassballet og klassískan ballet, sem er óvenju vinsæll, nú- tímaballet og ýmis konar leikfimi," segir Sóley og bætir við að sjúkra- þjálfari sjái um leikfimi fyrir full- orðna. Þetta hlýtur þetta að vera óhemju dyrt fyrirtæki og húsið spratt upp á skömmum tíma. Hvemig fóruð þið að? Pétur verður fyrir svömm og segir kostnaðinn vera á við verð á góðum loðnubát. „En við áttum húsnæði niðri í Sigtúni sem við seld- um svo við komumst vel af stað, Aðalfundur Manneldis- félags íslands AðALFUNDUR Manneldisfélags íslands áríð 1987 verður haldinn í kvöld, 12. febrúar, í stofu 101 í Odda, húsi Háskóla íslands, og hefst hann kl. 20.30. Að loknum aðalfundarstörfum verður almennur félagsfundur og mun þá Magnús Gíslason yfirtann- læknir hjá heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu flytja erindi er hann nefnir Tannskemmdir og neysluvenjur. Kaffí í boði félagsins verður framreitt í kaffístofu Odda frá kl. 20.00. Ný graf ík- mappa í Gallerí Svart á hvítu ÚT ER komin grafikmappa með 10 verkum eftir Daða Guðbjörns- son og Helga Þorgils Fríðjóns- son. í þessari möppu em 6 litógrafíur sem listamennimir hafa unnið sam- an á ámnum 1984-1986. Myndimar em þrykktar í 10 eintökum en einn- ig er í hverri möppu ein fmmmynd unnin af þeim félögum í samein- ingu. Mappan er til sölu í Gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg. Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! SVONA GERUM VIO

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.