Morgunblaðið - 12.02.1987, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987
27
Connie Hedegaard,
ræðir um NATO
og Norðurlöndin
VARÐBERG og Samtök um
vestræna samvinnu (SVS)
halda sameigfinlegan hádegis-
fund í Átthagasai Hótel Sögu,
suðurenda, laugardaginn 14.
febrúar nk. Salurinn verður
opnaður kl. 12.00.
Framsögumaður á fundinum
Connie Hedegaard
verður Connie Hedegaard, þing-
maður á danska þjóðþinginu,
og flytur hún erindi á ensku um
NATO og Norðurlönd. Að erind-
inu fluttu svarar hún fyrirspurn-
um og tekur þátt í umræðum.
Fundurinn er aðeins ætlaður
félögum í Varðbergi og SVS,
svo og gestum félagsmanna.
Connie Hedegaard er fædd í
Kaupmannahöfn 15. september
1960. Hún hefur setið í Folke-
tinget fyrir íhaldsflokkinn í
Kaupmannahöfn frá 1984. Hún
á sæti í utanríkismálanefnd
þjóðþingsins, menntamálanefnd
og menningarmálanefnd, og
hún er varamaður í varnarmála-
nefnd. Helstu viðfangsefni
hennar í stjómmálum hafa verið
utanríkis- og varnarmál. Hún
hefur lagt stund á nám í bók-
menntum og sögu við Háskól-
ann í Kaupmannahöfn, er
formaður danskra íhaldsstúd-
enta, situr í stjórn íhaldsflokks-
ins og er formaður í Atlantic
Association of Young Political
Leaders.
(Fréttatilkynning)
Eyjólfur Ágústsson bóndi við holuna þar sem heita vatnið er tekið.
Landsveit:
Lagði hitaveitu
Nægir til að hita 10 hús
Selfossi.
HITAVEITA var lögð að Hvammi í Landsveit í lok sumars
á liðnu ári að frumkvæði bóndans þar, Eyjólfs Ágústssonar.
Vatnið er leitt um 900 metra leið að bænum og er mikil
búbót því. Áður var notuð olia og rafmagn til upphitunar
auk þess sem flytja þurfti kalt vatn um 6 kílómetra leið.
„Ætli það hafi ekki verið um
1930 sem afi gamli, Eyjólfur Guð-
mundsson, var að grafa þarna með
höndunum og fékk enga nema okk-
ur krakkana í lið með sér. Hann
var svo viss um að þarna væri heitt
vatn að hann fékk kunningja sinn
til að sprengja þarna og átti aðeins
eftir tvo metra niður á vatn þegar
hann hætti,“ sagði Eyjólfur bóndi
þegar hann var spurður um upphaf-
ið að því að hann leitaði að heitu
vatni á jörðinni.
„Annars er þetta allt Páli Krist-
inssyni vatnsveitustjóra á Selfossi
að þakka. Hann var hérna ásamt
nokkrum vinum sínum í kaffi og
veitti þá athygli gufustrókum þarna
við Baðhúsin eins og staðurinn heit-
ir. Þegar ég hafði sagt honum frá
staðnum þá varð honum að orði:
„Nú tala ég við hann Óla hjá Rækt-
unarsambandinu". Ólafur kom
síðan með bor og það tók ekki nema
stund úr degi að bora niður á vatn-
ið á 9 metra dýpi.“
Frá fundi ferðamálasamtaka Suðurlands. Morgunbiaðið/SigurðurJónsson
Suðurland:
Mikil uppbygg-
ing í ferðamálum
MIKLAR framkvæmdir hafa ver-
ið undanfarin ár í uppbyggingu
ferðaþjónustu á Suðurlandi. Ný
hótel hafa risið, sumarhúsagisti-
staðir, skemmtigarður og í
Boraðar voru tvær holur 26 og
29 metra djúpar og úr báðum kom
57 stiga heitt vatn. Ytt var ofan
af holunum og þær víkkaðar og
fóðraðar niður á 17 metra. Vatni
er dælt úr annarri holunni með lítilli
dælu og það leitt heim að bænum
um 900 metra leið. Holan gefur tvo
og hálfan sekúndulítra með þessari
dælu.
Það var Árni Gunnarsson verk-
fræðingur sem hannaði veituna og
Magnús Ólafsson jarðfræðingur sá
um sýnatöku af vatninu og um
prufudælingu úr holunni. „Það var
23. október sem vatnið kom heim
í hús og hefur ekki slegið feilpúst
síðan," sagði Eyjólfur.
„Þetta er bara allt annað líf. Ég
nota heita vatnið í skepnurnar og
bæði kýrnar og ærnar taka því
byggingu er nýr sumardvalar-
staður á Seljavöllum. Einnig má
gera ráð fyrir að á næstunni
verði nýtt samgöngutæki í hrað-
ferðum milli lands og Eyja. Þetta
mjög vel að fá vatnið heitt. Annars
keyrði ég allt vatn úr Fellsmúlalæk
um 6 kílómetra héðan. Þetta gjör-
breytir öllu og ég er auðvitað mjög
ánægður með að þetta skyldi ræt-
ast. Þetta kostar jú allt eitthvað,
svona eins og góður bíil,“ sagði
Eyjólfur og kona hans Guðrún Sig-
ríður Kristinsdóttir tekur undir
þessi orð hans. Rétt við bæinn hafa
þau hjón komið fyrir heitum potti
sem afrennslið frá húsinu rennur
í, um 40 stiga heitt. Auk þess að
vera þeim Eyjólfi og Guðrúnu
Sigríði búbót gerir heita vatnið jörð-
ina betri til ábúðar og einnig
nærliggjandi jarðir því vatnsmagnið
úr holunum er sagt nægja til að
hita upp 10 hús.
Sig. Jóns.
kom fram í máli Eiríks Eyvinds-
sonar formanns Ferðamálasam-
taka Suðurlands á aðalfundi
samtakanna laugardaginn 7.
febrúar. Á fundinum var skorað
á ráðamenn að huga betur að
svæðum við Gullfoss og Geysi.
Ferðamálasamtök Suðurlands
hafa eins og sams konar samtök í
öðrum landshlutum verið að feta
sig inn á ákveðna braut í starfsemi
sinni. Samtökin eru fyrst og fremst
kynningarsamtök sem vinna að því
að koma á framfæri upplýsingum
um ferðamöguleika í landshlutan-
um. Auk þess sem þau eru
hagsmunasamtök og samræming-
araðili aðila í ferðaþjónustu.
Samtökin réðu sér ferðamálafull-
trúa í fjóra mánuði á árinu og á
aðalfundinum var samþykkt að ráða
slíkan starfskraft einnig á þessu
ári og þá helst þannig að um heils-
ársstarf væri að ræða.
Á liðnu ári hélt ferðamálafulltrú-
inn þrettán fundi vítt og breitt um
kjördæmið þar sem ýmsar hug-
myndir voru ræddar varðandi
möguleika einstakra staða til að
auka ferðaþjónustuna. Samtökin
tóku þátt í alþjóðlegri ferðakaup-
stefnu í Reykjavík á árinu þar sem
kjördæmið fékk góða kynningu.
Á aðalfundinum var samþykkt
að samtökin gerðust aðili að Land-
vernd. Einnig var lögð áhersla á
að sem nánast samstarf yrði haft
við Ferðaþjónustu bænda. Sam-
þykkt var að endurútgefa kynning-
arbækling samtakanna og þeim
tilmælum beint til sveitarfélaga að
þau létu Ferðamálasamtökin njóta
þess fjármagns sem varið er til
kynningar. Samþykkt var að gera
skipulagsbreytingar á samtökunum
og ná fram virkara starfi. Þá var
skorað á þingmenn kjördæmisins
og Ferðamálaráð að beita sér fyrir
því að skipulagi á svæðum kringum
Gullfoss og Geysi verði lokið og fjár-
magn útvegað til nauðsynlegra
framkvæmda þannig að þessir stað-
ir geti tekið á móti auknum ferða-
mannastraumi án þess að
náttúruspjöll hljótist af.
Jóhannes Sigmundsson sumar-
hótelstjóri á Flúðum var kjörinn
formaður. Aðrir í stjórn samtak-
anna voru kjörnir: Álda Andrés-
dóttir, Hveragerði, Sigurður
Jónsson, Selfossi, Valgeir Ingi Ól-
afsson Kirkjubæjarklaustri, Þor-
finnur Þórarinsson, Spóastöðum,
Arnaldur Bjarnason, Vestmanna-
eyjum, Ólafur Sigfússon, Hvolsveili,
Gunnar Bragason, Hellu og Kolbrún
Hjörleifsdóttir, Ketilsstöðum. Full-
trúar í Ferðamálaráði eru Bragi
Einarsson Eden og Jón Óskarsson
Hellu.
Sig.Jóns.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Eyjólfur og Guðrún Sigríður kona hans við heita pottinn í Hvammi.
að bæ sínum