Morgunblaðið - 13.02.1987, Side 13

Morgunblaðið - 13.02.1987, Side 13
81 flUDAQUT laKUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 13 Dr. Bjarni Ásgeirsson lífefnafræðingur vinnur við hreinsun ensíma með próteinþáttunarsúlum hjá Raunvísindastofnun Háskólans. einir sér, geti komið að gagni við ýmsa þætti fiskvinnslu. Hefur í því sambandi verið nefnd roðfletting, síldarverkun, rækjuvinnsla, vinnsla gelatíns úr hrognkelsum og fleira. Notkun ensímanna í mjólkuriðnaði þykir koma til athugunar, t.d. við meltu undanrennudufts og við að bragðbæta geymsluhæfa mjólk. Áður var greint frá notkun pepsíns við ostagerð. í fóðuriðnaði eru áhugaverðir möguleikar. Bent hefur verið á bætta fóðumýtingu alifugla ef trypsín er blandað fóðrinu. Kost- ir lághitapróteasa í þvottaefnaiðn- aði eru eftirtektarverðir, t.d. við iðnaðarþvotta, þar sem orkusparn- aður skiptir miklu máli. Þá má nefna að Japanir þvo fatnað við herbergishita og hafa því lítið gagn af þeim ensímum sem nú eru í þvottaefnum. Við vín- og bjórgerð er þörf fyrir kuldavirk ensím og sömuleiðis við framleiðslu aldin- safa. I skinna- og leðuriðnaði eru notuð ýmis próteinkljúfandi ensím og þykir eftirsóknarvert að geta notað þau við lágt hitastig. Efnaiðn- aður ýmiss konar notar nú ensím í auknum mæli og hefur verið bent á ýmsa hugsanlega kosti þorsk- próteasa í tengslum við efnasmíði peptíða og estersambanda. í lok þessarar upptalningar er rétt að benda á margvíslega og vaxandi notkun próteasa af þessari gerð við mælingar og rannsóknir í heilbrigð- isþjónustu og vísindum. Rannsóknir á vinnslu próteasa úr þorskslógi og eiginleikum þeirra eru hluti af samstarfsverkefni i líf- tækni, sem heitir „Ensímvinnsla úr íslensku hráefni" og hlotið hefur styrk úr Rannsóknasjóði sem Rann- sóknaráð ríkisins veitir. Tilrauna- stofuvinnsla og rannsóknir á eiginleikum ensímanna fara fram á Raunvísindastofnun Háskólans en frumvinnsla og tilraunavinnsla fer fram við Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins. Rannsóknir á notkun þeirra í fiskiðnaði fara fram hjá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins en frekari athuganir á notkunarmögu- leikum og markaðshæfni verða framkvæmdar í samvinnu við inn- lenda og erlenda aðila, væntanlega á vettvangi íslensks líftæknifyrir- tækis. Höfundur er prófessor í lifefiía- fræði við Háskála íslsnds. Ferðastyrkir úr Letterstedtska sjóðnum ÍSLANDSNEFND Letterst- edtska sjóðsins hefur ákveðið að veita ferðastyrki á árinu 1986 til íslenskra fræði- og vísinda- manna, sem ferðast vilja til Norðurlanda á árinu i rannsókn- arskyni. Ekki er um eiginlega námsferða- styrki að ræða, heldur koma þeir einir til greina, sem lokið hafa námi en hyggja á frekari rannsóknir eða þekkingarleit á sínu sviði. Umsóknir skal senda til Islands- nefndar Letterstedtska sjóðsins, c/o Þór Magnússon, Þjóðminjasafn ís- lands, pósthólf 1489, 121 Reykjavík, fyrir 15. mars nk. Þór Magnússon veitir einnig nánari upplýsingar. (Fréttatilkynning) ÁSKRIFENDUR AÐEINS EITT SÍMTAL 691140 691141 Með einu símtali er hægt að breyta innheimtuað- ferðinni. Eftir það verða áskriftargjöldin skuldfærð á viðkomandi greiðslukortareikning mánaðarlega. fHiuujtmtiTuíiiíí SONV1SI Ekkert slor eða þanníg, því nú verður fyrstí vínníngurinn tvöfaldur eða ? Slepptu þcssu tækífæri, ef þú þorírí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.