Morgunblaðið - 13.02.1987, Side 15

Morgunblaðið - 13.02.1987, Side 15
+. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 15 Sýnir í Gallerí Svart á hvítu SÝNING á olíumálverkum Krist- ins Harðarsonar opnar í Gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg laug- ardaginn 14. febrúar kl. 14.00. Kristinn er fæddur 1955 og stundaði nám við MHÍ 1973 til 1977. Frá 1977 til 1978 var hann við nám í De stichting de Vrije Academie voor Beeldende Kunsten í Haag í Hollandi. Hann hefur tek- ið þátt í samsýningum hér heima og erlendis, af helstu samsýningum má nefna Basel Art Fair 1982, XII Biennale de Paris 1982 í Musée d’art Modema í París, Museum Fodor Amsterdam 1983, Franklin Fumance New York 1984, Lista- safn íslands 1984 og Malmö Konsthall Malmö 1984. Þá eru verk eftir Kristinn í KEX (Konst fran Island och Norge) sem er samsýning ungra myndlistar- manna sem opnaði í Stokkhólmi í lok janúar sL Þetta er farandsýning sem sett verður upp í öllum Norður- löndunum. Fyrstu einkasýningu sína hélt Kristinn í Gallerí Suður- gata 7 árið 1979 en hann hefur einnig haldið einkasýningar í Ný- listasafninu (1983), Gallerí Gangin- um (1985), Studio Arti Visive, Siracusa, Ítalíu (1983), Studio Halle de I’lle, Genf, Sviss (1984) og Lens-rifazioni, Parma, Italíu (1986). Lionessur með flóamarkað Lionessuklúbbur Reykjavíkur heldur sinn árlega flóamarkað Iaugardaginn 14. febrúar kl. 14.00 í Lionsheimilinu Sigtúni 9, Reykjavík. Allur ágóði rennur til líknarmála. y= í Kaupmannahöfn FÆST Í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁOHÚSTORGI Kristinn hefur einnig gefið út ljóðabókina „Eilífir sólargeislar" (1986) og unnið fyrir leikhús. Á sýningunni í Gallerí Svart á hvítu sýnir Kristinn olíumálverk frá ámnum 1984 til 1986. Sýningin stendur til 1. mars og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14.00 til 18.00. Einnig er í Gallerí Svart á hvítu verk eftir ýmsa listamenn í umboðssölu gallerísins. Unglingamót í f imleikum í Laugardalshöll UNGLINGAMÓT í fimleikum verður haidið laugardaginn 14. febrúar í Laugardalshöll og hefst kl. 14. Keppnin er tvískipt. Kl. 14 er keppt í 4. þrepi íslenska fimleika- stigans og kl. 16 er keppni í 3. og 2. þrepi. Álls munu keppendur verða um 200 piltar og stúlkur. Kristinn Harðarson við nokkur verka sinna. Afhenti trúnaðarbréf HINN 6. febrúar sl. afhenti Páll Ásgeir Tryggvason, sendiherra, dr. Richard von Weizsaecker for- seta Sambandslýðveldisins Þýskalands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands í Sam- bandslýðveldinu Þýskalandi. amm m—íl Fra aiaugardögum Aukin þfónusta Bílavarahlutaverslun Heklu hf. verður framvegis opin á laugardögum frá kl. 10°°-1300, auk venjulegs opnunartíma virka daga frá kl. 830-1800. í varahlutaverslun okkar eru sérhæfðir afgreiðslumenn ávallt reiðubúnir til aðstoðar, hvort sem þig vantar varahluti, auka- hluti eða upplýsingar varðandi viðhald bílsins. Til að tryggja gæðin verslum við eingöngu með viðurkenndar vörur með árs ábyrgð gagnvart göllum. Nú bjóðum við viðskiptavinum okkar úti á landi, að fá alla algengustu bílavarahlutina, án flutningskostnaðar hvert á land sem er. Beinn sími sölumanna í varahlutaverslun er: (91) 695650. Verið velkomin. MfTSUBISHI RAIMGE ROVER fulHEKIA t:, L« I Laugavegi 170-172 Sfm HF i 69 55 OO

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.