Morgunblaðið - 13.02.1987, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 13.02.1987, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 25 Fyrsta tapárið hjá Norsk Hydro Osló, Reuter. NORSK Hydro tilkynnti í gær að tap hefði orðið á rekstri fyrir- tækisins í fyrra, en það er í fyrsta sinn frá árinu 1944, sem halli verður á rekstrinum. Gífurlegar sveiflur urðu í rekstri Norsk Hydro milli ára. Tapið í fyrra nam 324 milljónum norskra eða nímlega 1,8 milljarði ísl. króna. Árið 1985 skilaði fyrirtækið hins vegar miklum hagnaði, 2,08 mill- jörðum norskra króna, eða jafnvirði 11,7 milljarða ísl. króna. Torvild Aakvág, forstjóri Norsk Hydro, sagði í gær að helztu ástæð- ur fyrir tapresktrinum í fyrra væru lágt olíuverð og samdráttur í áburð- arsölu. Hann sagði að dregið yrði saman í rekstri fyrirtækisins vegna útkomunnar á síðasta ári. Mun það einkum bitna á umsvifum fyrirtæk- isins í Frakklandi og Noregi. Ráðstafanimar myndu miðast við að spara sem næmi einum milljarði norskra króna, tæplega sex mill- jörðum ísl. kr., á næstu misserum. Norsk Hydro stundar olíu- og gasvinnslu í Norðursjó og er einnig umsvifamikill ál- og áburðarfram- leiðandi. Tekjur fyrirtækisins af olíu- og gassölu minnkuðu um Í42ár 44,7% í fyrra, en þá lækkaði olíufat- ið úr tæplega 30 dollurum í 9 dollara. Námu tekjur Norsk Hydro af olíu og gassölu 2,08 milljörðum norskra króna í fyrra. Eftirspum eftir áburði var lítil í Evrópu í fyrra og nam áburðarsala fyrirtækisins aðeins 11 milljónum norskra króna miðað við 1,14 mill- jarð árið áður. Norsk Hydro keypti margar áburðarverksmiðjur í Vest- ur-Evrópu í fyrra og telja stjómend- ur fyrirtækisins að það eigi eftir að verða því til framdráttar þegar fram í sækir. Færeyingar töpuðu um 160 milljónum á skipasölunni Fœreyjum, frá Hilmari Jan Hansen, fréttaritara Morgunblaðsins. FÆREYSKA landssljórnin tapaði í það minnsta 22 millj- ónum d. kr. (um 110 millj. ísl.) þegar tvö kaupskip hlutafé- lagsins Transmar voru seld á uppboði í Rotterdam á mið- vikudag. Færeyski sjóvinnu- bankinn átti 10 milljónir danskra króna hjá skipafélag- inu og fæst sú skuld að líkindum aldrei greidd. Svo sem fram hefir komið í frétt- um vom skipin tvö, Markland og Vínland, seld á uppboði á miðviku- dag og var kaupverð þeirra samtals 101 milljón danskra króna (tæpar 580 millj. ísl). Verðið sem fékkst fyrir skipin nægir til að greiða skuldir fýrsta kröfuhafa. Þar með þykir ljóst að landsstjómin og Sjó- vinnubankinn hafa orðið fyrir miklum fjárhagslegum skakkaföll- um. Hollenskt hlutafélag keypti skip- in en nú gengur sá orðrómur fjöllum hærra að danska hlutafélagið Kos- angas hyggist kaupa þau. Meðlimir landsstjómarinnar hafa fundað dag og nótt undaníarna daga og reynt að finna leiðir til að forða fleiri færeyskum skipum frá því að vera seld á nauðungampp- boði. Svo virðist sem ágreiningur sé uppi í stjóminni og hafa heyrst raddir um að hún kunni að klofna. Þó hafa embættismenn ennþá ekki gefð yfirlýsingar sem benda fil þessa. Gengi gjaldmiðla London, AP. GENGI Bandríkjadollara ýmist hækkaði eða lækkaði gagnvart helstu gjaldmiðl- um í gær. í Tókýó kostaði dollarinn 153,85 japönsk jen (152,95). í London kostaði sterlings- pundið 1,5235 dollara (1,5225). Gengi annarra helstu gjald- miðla var á þann veg að dollarinn kostaði: 1,8165 vestur-þýsk mörk (1,8180), 1,5355 svissneska franka (1,5345), 6,0395 franska franka (6,0475), 2,0455 hol- lensk gyllini (2,0459), 1.291,25 ítalskar límr (1.289,25) og 1,34375 kanadíska dollara (1,3395). Egyptaland: Þjóðaratkvæði um þingrof og kosningar Kairó, Reuter. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í Egyptalandi í gær. Kosið var um tillögu Hosnis Mubarak forseta þess efnis að þing skuli rofið og efnt til kosninga í aprílmánuði. Ítalía: Sovéskar flug- vélar á sveimi Napólí, Reuter. ÍTALSKAR orustuþotur flugu í gær veg fyrir tvær sovéskar flugvélar skammt utan lofthelgi Italíu. Að sögn heimildarmanna innan flughersins voru sovésku vélarnar af gerðinni Tupolev. Herþotumar vom sendar á loft eftir að sovésku flugvélamar höfðu komið fram á ratsjá og vom þær þá staddar yfir Adríahafi. Þotumar flugu samhliða sovésku flugvélun- um og tóku ítölsku flugmennimir myndir af þeim. Tubolev-vélamar snem loks frá og héldu í austurátt. Líklegt er talið að sovésku flug- vélamar hafi verið að fylgjast með umsvifum Bandaríkjaflota í ná- grenni Líbanon. Hosni Mubarak Egyptalands- forseti greiðir atkvæði sitt á kjörstað í Kairó í gær. 13 milljónir manna vom á kjör- skrá og er búist við að tillaga forsetans verði samþykkt. Taln- ingu atkvæða mun að líkindum ljúka á morgun. Mubarak boðaði til þjóðarat- kvæðagreiðslunnar fyrir rúmri viku. Þingmenn em almennt hlynntir því að þingið verði rofíð. Fréttaskýrendur segja að forsetinn hyggist með þessu tryggja endur- kjör sitt í nóvember þegar þingið kýs nýjan forseta til sex ára. 448 menn sitja á þingi og em þeir kjömir til fímm ára. Þingkosningar fóm síðast fram árið 1984 og fékk flokkur Mubaraks 391 mann kjör- inn. Mubarak sagði atkvæða- greiðsluna styrkja lýðræðiskennd þjóðarinnar og vísaði á bug ásök- unum um að lýðræðið væri fótum troðið í Egyptalandi. Kosningamar fóm friðsamlega fram en þátttaka var fremur dræm fram eftir degi. Hreínar, faUegar og jafnstórar Miit K Trtfpffi Tmfmt a> mTjuTT m TfFrjlTU S2 iT lijiTffTííTí]! íí i j í fi i fm liuMji * i'1 j i 21 S2 «s S=| íoíU. ULj r r f r í f I imliiii itlHim fULlU.LL inilim,. JLUliiUl / "V Y v \ / a 'ngki . •/ \ \ I 4 Y' « 1 ■ m: I t / / ■ ■ | Æ °0 o 3 < PÖKKUN OG DREIFING: ÞYKKVABÆJARKARTÖFLUR HF, GILSBÚÐ 5, GARÐABÆ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.