Morgunblaðið - 13.02.1987, Síða 29
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987
29
fltofgtiitlilfifeife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið.
Framkvæmd vaxta-
frelsis lögfest
AAlþingi er nú til meðferðar
frumvarp Matthíasar
Bjamasonar, viðskiptaráðherra,
til vaxtalaga. Frumvarpið á rætur
að rekja til dóms Hæstaréttar
hinn 19. desember síðastliðinn í
svonefndu okurmáli. í greinar-
gerð frumvarpsins segir meðal
annars: „í kjölfar þeirrar hröðu
þróunar, sem átt hefur sér stað
í vaxtamálum og bankalöggjöf
síðan um mitt ár 1984, er mikil-
vægt að renna nýjum stoðum
undir réttarreglur um vexti, end-
umýja sumt miðað við breyttar
aðstæður, lögfesta annað, sem
hefð er komin á, og loks að bæta
við nýjum ákvæðum í því skyni
að bæta þjónustu við almenning,
auka aðhald í lánsviðskiptum og
treysta réttaröryggi manna gegn
misnotkun hins nýfengna samn-
ingafrelsis um vaxtakjör."
Náist þau markmið, sem lýst
er í hinum tilvitnuðu orðum, með
því að lögfesta frumvarp við-
skiptaráðherra er merkum
áfanga náð. Ekki var við því að
búast að frelsi í vaxtamálum
kæmist á hérlendis frekar en
annars staðar án vaxtarverkja. í
þessu efni eins og öðrum er mesta
hættan sú, að menn kunni ekki
með frelsið að fara, komið verði
óorði á það með ósæmilegum
hætti og það verði síðan vatn á
myllu þeirra, sem telja allt og
alla best komna undir forsjá ríkis-
ins og misviturra stjómarherra.
í frumvarpinu er byggt á því,
að ákvarðanir um vexti séu
hvorki teknar af ríkisstjóminni
né öðrum stjómvöldum. Almennir
vextir (samningsvextir) eru
frjálsir samkvæmt frumvarpinu
að því Ieyti, eins segir í greinar-
gerð þess, að almennt má semja
um vaxtahæð og önnur vaxta-
kjör, en farin er sú millileið til
vemdar lántakendum að tak-
marka frelsið við ákveðið vaxta-
mark, ef frelsið er misnotað.
Misneyting er í því fólgin, að
hagnýta sér á óréttmætan hátt
fjárþröng viðsemjanda síns eða
aðstöðumun þeirra að öðra leyti.
Þetta atferli þarf að beinast að
því að áskilja sér vexti eða annað
endurgjald fyrir lánveitingu um-
fram gildandi vaxtamörk
sambærilegra útlánsvaxta hjá
bönkum og sparisjóðum. Til að
almenningur, viðskiptalíf og
dómstólar hafi öraggar og að-
gengilegar upplýsingar um
vaxtakjör innlánsstofnana á föst-
um og reglulegum tímum, er
viðskiptabönkum og sparisjóðum
gert skylt að tilkynna Seðlabanka
vaxtakjör og Seðlabankinn á
birta mánaðarlega tilkynningu í
Lögbirtingablaði öll almenn
vaxtakjör þessara aðila.
Þessi stutta lýsing á efni fram-
varpsins sýnir, að það er lagt á
herðar einstaklinga og fyrirtækja
í viðskiptalífi að semja um vexti.
Hámark þeirra er ekki ákveðið
með lögum. Það er ekki hæð
vaxta í sjálfu sér, sem ræður
því, hvort þeir era ólögmætir,
heldur aðstæður í samskiptum
aðila.
Hér á landi hefur sú skipan
gilt um árabil, að ríkið hefur
haft forsjá í vaxtamálum. Það
kemur alls ekki á óvart, að marg-
ir vilji óbreytt ástand í þessum
efnum eins og öðram. Þegar
ákvarðanir vora teknar um af-
nám verðlagshafta töldu ríkis-
forsjársinnar, að verðbólga færi
úr böndum. Þegar ákvarðanir
vora teknar um afnám gjaldeyris-
hafta, töldu ríkisforsjársinnar, að
öllum gjaldeyri yrði eytt á svip-
stundu. Nú þorir enginn að tala
fyrir upptöku verðlagshafta og
gjaldeyrishafta. Morgunblaðið er
þeirrar skoðunar, að hið sama
verði uppi á teningnum í afstöð-
unni til vaxtahafta.
Endurreisn
í Reykholti
Aform era uppi um endurreisn
í Reykholti. Það er ekki
vansalaust, að þessi sögufrægi
staður sé ekki byggður í sam-
ræmi við þann merkilega sess,
sem hann skipar í þjóðarsögunni.
Nú er ætlunin að reisa þar nýja
kirkju og Snorrastofu. Ber að
fagna þessu framkvæði heima-
manna og ætti öll þjóðin að leggja
þeim lið við framkvæmdina.
Menntamálráðherra hefur falið
sérstakri nefnd að fjalla um mál-
efni Reykholtsstaðar en þar hefur
verið starfræktur skóli og er nú
þannig komið, að skólahúsið, sem
veitir staðnum sterkan svip, er í
niðumíðslu og raunar stór-
skemmt. Er nú unnið að því af
embætti húsameistara ríkisins að
semja áætlun um viðgerðir er
miða að því að koma skólahúsinu
í uppranalegt horf. Hér þarf að
standa stórmannlega að verki.
Sverrir Hermannsson,
menntamálaráðherra, segir, að
hann vilji, að í framtíðinni verði
Snorrasetur í Reykholti og að
skólanum verði breytt í endur-
menntunarskóla fyrir kennara.
Falla þessar skoðanir ráðherrans
saman við hugmyndir nefndar-
innar, sem starfar undir for-
mennsku Haralds Blöndal,
hæstaréttarlögmnanns. Færi vel
á því að nýta skólahúsið í Reyk-
holti með þessum hætti og er
æskilegt, að sem fyrst verði tekið
af skarið um þetta mál með góðri
samstöðu þeirra, sem hlut eiga
að því.
Óstaösettir í Reykjavík 0,3%
<1
Vesturbær
15,6%
Mannfjöldi
í Reykjavík
1. des. 1986
Hlutfall 1986
eftir hverfum
Byggð og atvinnulíf 1981-1985:
Þúsund ársverka
fækkun í landbúnaði
Búferlaflutningarfrá landsbyggðinnitil höfuðborgarsvæðisins 1971-1985
1971 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 1985
400
200
-200 ■■
■400
Á ÁRABILINU 1981-1985 jókst vinnuframlag fólks sem svarar
10.900 ársverkum eða um 10%. Meðalaukning ársverka var um 2,4%
á ári. Skráð ársverk á íslenzkum vinnumarkaði vóru 119,125 árið
1985 og hafði fjölgað um 4,200 (3,6%) frá árinu áður, að þvi er segir
i „Byggð og atvinnulíf 1985“, heimildarriti Byggðastofnunar.
Mannfjöldi meö lögheimili
Aldursskipting,%
1980 1986 Kariar Konur 0-6 ára 7-18 ira 18-66 ára 67ára ogoldri
Reykjavík 83.449 91.394 44.270 47.124 11 18 60 11
Vesturbær 12.540 14.293 6.760 7.348 11 14 60 15
Austurbær 16.218 16.502 7.877 8.625 9 11 61 20
Norðurbær 13.979 13.270 6.288 6.982 9 14 60 18
Suðurbær 14.530 14.575 7.058 7.517 8 16 65 11
Árbær 3.959 8.068 4.057 4.011 16 23 58 3
Breiðhoit 22.010 24.409 12.355 15.940 13 25 58 3
íbúum í Reykjavík fjölgaði
um tæp 8 þúsund frá 1980
Hagstofa íslands hefur sent
frá sér skýrslu um íbúafjölda
i Reykjavík og er götum rað-
að eftir hverfum. Þar kemur
fram að íbúum hefur fjölgað
úr 88.449 árið 1980 í 91.394
árið 1886. Sýnd er hlutfalls-
leg skipting íbúana í fjóra
aldursflokka. Miðað er við
aldur í árslok 1986 og eru því
71% íbúanna á kosningaraldri
árið 1987.
Á fyrrgreindu árabili
(1981-1985) fækkaði ársverkum í
frumvinnslugreinum um 1200, þar
af var yfir 1000 ársverka fækkun
í landbúnaði. Hinsvegar fjölgaði
Fundur
um bók-
mennta-
gagnrýni
FYRSTI fundur Félags áhuga-
manna um bókmenntir á þessu
ári verður laugardaginn 14. fe-
brúar. Fundarefni er bók-
menntagagnrýni.
Framsögumaður á fundinum
verður dr. Örn Ólafsson, en auk
hans munu tveir rithöfundar og
tveir gagnrýnendur ræða efnið. Rit-
höfundarnir eru Sigurður A.
Magnússon og Steinunn Sigurðar-
dóttir og gagnrýnendumir Páll
Valsson og Súsanna Svavarsdóttir.
Fundurinn verður í Odda, húsi
Háskóla íslands, og hefst kl. 14.00.
Fundurinn er öllum opinn.
Norræn nýlist-
arsýning á
Christianshavn
Jónshúsi, Kaupmannahöfn.
NOKKUR hundruð manns voru saman komin í nýinnréttuðu sýninga-
húsi danska menningarmálaráðuneytisins á Christianshavn 23. janúar
sl. Þar var verið að opna með viðhöfn fyrstu sýninguna í sölum
þessum, sem eru í gömlu húsi við síkið, Overgaden neden Vandet,
ská á móti Bröstegarðinum, þar sem bjartsýnisverðlaunin þekktu
eru afhent árlega. Var Overgaden, Kulturministeriets Udstillings-
bygning for Nutidig Kunst, eins og húsnæðið heitir, vígð í nóvember
sl., þótt ekki væri sett upp sýning þá.
Overgaden er rúmlega aldargam- verkum mínum koma af innri þörf,
alt hús og var þar prentsmiðja hin
síðari ár, en áður veitingastaður
eins og flísalagt gólfið ber vott um.
Rúmgóðir salimir eru á tveim hæð-
um. Var norrænu listamönnunum
fjórum, sem verða þess heiðurs að-
njótandi að sýna þama fyrst manna,
b»oðið að sýna, en sýninguna styrk-
ir Norræni menningarsjóðurinn og
afmælissjóður danska þjóðbankans.
Ætlunin er, að listamenn sæki síðan
um að fá að sýna í Overgaden og
hefur verið stofnuð nefnd þriggja
myndlistarmanna til að stjóma sýn-
ingarhaldi þar í samráði við
menningarmálaráðuneytið.
Listakonumar fjórar eru raunar
ekki sín frá hvoru Norðurlandanna,
þrjár þeirra eru danskar, en þar af
ein búsett í Noregi, Elsebeth Rahlff,
en hinar heita Annette Haldensen
og Anne Vilsböll. En ísland á þama
sinn verðuga fulltrúa, Rögnu Ró-
bertsdóttur, sem sýnir 8 verk sín
ónafngreind, unnin úr manilla reipi
og steinplötum. Veglega sýningar-
skrána prýða margar myndir af
listaverkunum og þar lýsir Grethe
Grathwol verkunum og listamönn-
unum. Þær segja líka sjálfar frá í
skránni og ritar Ragna meðal ann-
ars á þessa leið: „Ég skapa ekki til
að útskýra neitt. Ástæður fyrir
sem ég get ekki skilgreint. Verk
mín eru fremur trúarlegs eðlis en
pólitísk."
Ragna er rúmlega fertugur
Reykvíkingur, sem stundaði nám
við Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands í 6 ár og lauk námi 1970.
Árið á eftir lærði hún við Konstfack
í Stokkhólmi. Hún hefur kennt við
textíldeild Myndlistaskólans, verið
teiknikennari og í dómnefndum og
tekið þátt í fjölda samsýnin'ga víða
um lönd frá 1975. Má þar nefna
sýninguna á Scandinavia To-day
víða í Bandaríkjunum, Form Island
á Norðurlöndum 1984-85, 12. al-
þjóðlega „biennalinn" í textíl í
Lausanne og víðar 1985 og ’86,
alþjóðlega „biennalinn" í smærri
textíl í Ungveijalandi 1986. Einka-
sýningu hélt Ragna Róbertsdóttir í
mars í fyrra í Nýlistasafninu í
Reykjavík.
Elsebeth Rahlff á heima í Berg-
en, en stundaði listnám í textfl og
grafík í Kaupmannahöfn og París.
Hún vinnur listaverk sín í bómull
og hafa flögginn hennar vakið at-
hygli víða um Evrópu. Fyrstu
sýningamar, sem hún tók þátt í
voru 1963 í París og Lubljana í
Júgóslavíu. Frá 1970 hafa flögg
Verk eftir Elsebeth Rahlff: Fánar.
Verk eftir Rögnu Róbertsdóttur, ónafngreint.
verið aðalviðfangsefni hennar og
mæta þau auganu á sýningunni
strax fyrir utan Overgaden, tvö
svört og eitt hvítt. Mótiv er kross-
fáninn, en götin gerir hún með
sýruaðferð og skolun. Sérstæð lista-
verk með hrífandi blæ.
Annette Holdensen er fædd 1934
og býr í Odense. Hún lærði við
skóla í Danmörku og Bandaríkjun-
um og sýnir hér eingöngu verk
unnin úr basti. Heilan skóg af
mannhæðarháum körfum af
margvíslegri lögun. Annette á lista-
verk í 5 söfnum og hefur haldið
margar sýningar, einkum á Norð-
urlöndum, þ.á.m. í Norræna húsinu
í Reykjavík.
Verk Anne Vilsböll eru flest úr
pappír, sem er límdur á glerplötur
og verður áferðin líkt og á perga-
menti. Listnám sitt stundaði hún í
Frakklandi, Bandaríkjunum og
Danmörku. Hefur hún tekið þátt í
fjölda sýninga eins og hinar lista-
konumar og gefíð út bækur um
handunninn pappír. Er stíll yfir
verkum Anne og eins og hún segir
sjálf í sýningarskrá: „Ork af hand-
unnum pappír er ekki bara
pappír..."
Sýningin í Overgaden er opin
daglega nema mánudaga frá kl.
12.00 til 18.00 og stendur hún til
15. febrúar.
G.L.Ásg.
ársverkum í úrvinnslugreinum um
1,880 og í þjónustugreinum um
10,190. Hrein aukning er því nær
öll (94%) í þjónustugreinum. Rekja
má 3,700 ársverk í þessarri aukn-
ingu í þjónustustörfum til „vaxtar
í opinberri stjómsýslu og opinberri
þjónustu..".
„Flutningur vinnuafls úr fmm-
vinnslugreinum í úrvinnslu- og
þjónustugreinar er eitt helzta ein-
kenni vinnumarkaða þeirra ríkja
þar sem mestur hagvöxtur hefur
verið...“, segir í ritinu.
Aukning ársverka í öðmm grein-
um en landbúnaði 1981-1985
(11.900) varð mest á suðvestur-
homi landsins, Reykjavík og
Reykjanesi, eða nærri 9.000 árs-
verk. í hlut annarra landshluta
komu tæplega 3.000 ársverk. Ef
landbúnaður er tekinn með verður
hlutdeild Reykjavíkur og Reykja-
ness í aukningunni 82% en lands-
byggðar 18%.
Atvinnuþátttaka karla 1985 var
87,6% en atvinnuþátttaka kvenna
72,3%. Meðallaun karla á hvert árs-
verk vóru 59% hærri en kvenna
þetta ár, en hærra hlutfall kvenna
vinna hlutastörf. Langhæstu meðal-
laun 1985 vóm í fiskveiðum.
Atvinnuþáttaka kvenna hefur auk-
ist en atvinnuþátttaka karla stendur
í stað. Atvinnuþátttaka er meiri á
landsbyggðinni en á höfuðborgar-
svæðinu.
Á árunum 1983-1985 fluttu að
meðaltalai 1.000 manns frá lands-
-600
-800
-1000
-1200
—rh--il ■= I H--H--H
o.
I |l| I I1 :'11I |H
Meðfylgjandi töflur sýna áætlaða mannfjöldaþróun 1970-2000 og
búferlaflutning frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins
1971-1985.
Dr.Sveinbjörn Blöndal
Doktor
í Þjóð-
hagfræði
SVEINBJÖRN Blöndal hefur
varið doktorsritgerð í þjóðhag-
fræði við háskólann í Cambridge
í Englandi. Nefnist ritgerðin
„Export supply shocks, credit,
and macroeconomic policy in a
small, open economy: Iceland
1960-80“.
Ritgerðin fjallar um áhrif útflutn-
ingssveiflna, stefnu í lánamálum og
hagstjómar almennt í litlu, opnu
hagkerfi með lítt þróaðan §ár-
magnsmarkað. Þessi áhrif eru
rannsökuð í stærðfræðilegu og töl-
fræðilegu líkani af íslenska hag-
kerfinu á árunum 1960 til 1980.
Sveinbjöm lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Sund 1978,
BA prófi frá heimspekideild Há-
skóla íslands 1981 og stundaði
framhaldsnám í þjóðhagfræði í
Cambridge frá þeim tíma. Hann
starfar nú við hagfræðideild Efna-
hags- og þróunarstofnunarinnar
(OECD) í París. Foreldrar Svein-
bjöms em Ragnheiður og Gísli
Blöndal, sem búsett em í Banda-
ríkjunum.
Fólksfjöldi
180,000
160,000 -
140,000 ■ HöfuiborgarsvæóiS
-120,000 - __
100,000 ■
80,000 • Landsbyggöin
60,000 ■
40,000 ■
20,000 ■
0 I i ■ ...................
MANNFJOLDINN 1970-2000
meöflutningum
án flutninga
meó flutningum
1970
1975
1980
1985
1990
1995
2000
byggðinni til höfuðborgarsvæðisins.
Allar götur frá 1971 hafa aðeins
þrjú ár sýnt flutninga til lands-
byggðar, umfram brottflutta:
1976,1977 og 1978.
I ritinu er framreikningur íbúa í
landinu til ársins 2.000. Samkvæmt
þeim spám og miðað við líklegan
búferlaflutning milli landssvæða
verða íbúar höfuðborgarsvæðisins
25,6% fleiri í árslok árið 2000 en
þeir nú era. Verði hinsvegar jöfnuð-
ur í fólksflutningum milli landshiuta
verða Reykvík- og Reyknesingar
aðeins 13,7% fleiri í árslok árið
2000 en þeir era nú.
Ekki sérlega vel
imdirbúið þingmál
- segir Jón Sigurðsson um tillögu um
að leggja Þjóðhagsstofnun niður
„MÉR FINNST þessi tillaga
heldur þunn í roðinu, ekki sér-
lega vel undirbúnið þingmál.
Hún ber ekki vitni um vandlega
athugun á efni málsins,“ sagði
Jón Sigurðsson, sem er í leyfi
frá starfi forsíjóra Þjóðhags-
stofnunar, þegar leitað var álits
hans á þingsályktunartillögu
átta þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins, þar sem lagt er til
að hafinn verði undirbúningur
þess að leggja Þjóðhagsstofnun
niður.
Jón sagði að tillagan væri ekki
álitleg, hvorki að formi né efni.
Skipulag stofnana hins opinbera
verði varla bætt með tillöguflutn-
ingi af þessu tagi. „Mér finnst vel
koma til greina að athuga verka-
skiptingu á milli efnahagsstofn-
ana ríkisins, til dæmis við
þjóðhagsreikningagerð. Því verki
var komið á í Þjóðhagsstofnun og
ef til vill mætti hugsa sér að af-
henda hluta af því til Hagstofunn-
ar. En eins og lögin era nú er
þetta verkefni falið Þjóðhags-
stofnun og er að mörgu leyti
heppilegt að hafa það þar, enda
er þar unnið að gerð þjóðhags-
áætlana.
Það er nauðsynlegt að greina
á milli hreinnar skýrslusöfnunar,
eins og til dæmis Hagstofan ann-
ast, og faglegrar úrvinnslu úr
gögnum, sem meðal annars felst
í gerð þjóðhagsreikninga. Þjóð-
hagsspár og áætlanir byggja
óhjákvæmilega á slíkri úrvinnslu.
Verkefni Þjóðhagsstofnunar eins
og þau era nú skilgreind í lögum
era þríþætt: að fylgjast með ár-
ferði og afkomu þjóðarbúskaps-
ins, meðal annars á grandvelli
þjóðhagsreikninga, að vinna að
hagrannsóknum og að vera al-
þingi og ríkisstjóm til ráðuneytis
í efnahagsmálum. Stjómvöid hafa
lengi lagt megináherslu á nauðsyn
þess að starfrækja hér á landi
sjálfstæða efnahagsstofnun af
þessu tagi. Ef áform flutnings-
manna tillögunnar er að koma
nýju skipulagi á almenna hag-
skýrslugerð í landinu og þjappa
henni saman á einn stað þyrfti
stík endurskoðun að ná til miklu
fleiri stofnana en Þjóðhagsstofn-
unar og Hagstofu. Það má vel
kanna, en ég ítreka að það er
engin knýjandi fagleg þörf á
flutningi þjóðhagsreikninganna til
Hagstofu og raunar virðist það
fremur óhagkvæmt og kostnaðar-
samt.
Endurskoðun á þessum þætti í
ríkiskerfínu hefur farið fram oftar
en á flestum öðrum. Ég tel að það
séu ekki alls kcstar heppileg
vinnubrögð hjá þingmönnum að
•eggja til athugun á verkaskipt-
ingu á einum stað í kerfinu en
gefa sér niðurstöðuna fyrirfram,"
sagði Jón.
I þingsályktunartillögunni segir
að ekki verði séð að svokölluð
efnahagsráðgjöf Þjóðhagsstofn-
unar hafi orðið til heilla. Aðspurð-
ur um þetta atriði sagði Jón: „Það
virðist hafa tekið þessa sjálfstæð-
isþingmenn ákaflega langan tíma
að komast að þessari niðurstöðu.
Þjóðhagsstofnun hefur unnið fyrir
mörg ráðuneyti sem sjálfstæðis-
menn hafa veitt forystu. Tillögu-
flutningurinn er þessum mönnum
ekki til sóma og hefur þingið
áreiðanlega mörg mikilvægari
mál að fást við en þetta."
Komliin tíitii til
að endurskoða
starfsemina
- segirÞórður
Friðjónsson forstjóri
Þjóðhagsstofnunar
„ÞAÐ ER timi til kominn að
endurskoða starfsemi Þjóð-
hagsstofnunar en ástæðulaust
að gefa sér niðurstöðurnar fyr-
irfram. Eðlilegast er að skoða
það með opnum huga hvernig
starfseminni verði best fyrir
komið,“ sagði Þórður Friðjóns-
son, forstjóri Þjóðhagsstofnun-
ar, þegar leitað var álits hans
á tillögu nokkurra þingmanna
Sjálfstæðisflokkins að hafinn
verði undirbúningur þess að
leggja stofnunina niður.
Þórður sagði einnig: „Kjami
málsins er hvort núverandi fyrir-
komulag hentar miðað við
aðstæður í dag og hvemig hagan-
legast er að tengja þessa starf-
semi stjómkerfínu. Það er hægt
að gera með margvíslegum hætti.
Ég tel að rökstuðning fyrir breyt-
ingum sé ekki endilega að sækja
til fortíðarinnar. Vel getur verið
að skipulagið sem áður var henti
okkur ekki lengur vegna breyt-
inga sem orðið hafa. En við
endurskoðun sem þessa er ekki
rétt að gefa sér fyrirfram eina
niðurstöðuna frekar en aðra.
Varðandi flutning á verkefnum til
Hagstofunnar tel ég nokkuð sterk
rök fyrir því að Hagstofan annist
hluta af þeim verkefnum sem nú
eru hjá Þjóðhagsstofnun og snúa
að fortfðinni, það er þjóðhags-
reikningagerð og atvinnuvega-
skýrslur. Það eru þó einnig rök á
móti svona breytingum, sérstak-
lega er hætt við að þær feli í sér
kostnaðarauka. Þetta þarf því að
skoða vandlega."