Morgunblaðið - 13.02.1987, Side 32

Morgunblaðið - 13.02.1987, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987 Birgir ísleifur um Jón Baldvin: „Hvítur stormsveip- ur reynist kerfiskarl“ Eyjólfur Konráð vill leggja Þjóðhagsstofnun niður Eyjólfur Konráð Jónsson (S.- Nv.) mæiti í gær í sameinuðu þingi fyrir þingsályktunartil- lögu, sem hann flytur ásamt sjö öðrum þingmönnum Sjálfstæð- isflokks: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta þeg- ar hefja undirbúning þess að Þjóðhagsstofnun verði lögð nið- ur“. Upphófst síðan hörð rimma milli þingmanna Alþýðuflokks, sem slógu skjaldborg um Þjóð- hagsstofnun, og þingmanna Sjálfstæðisflokks, er töldu tíma- bært koma í veg fyrir að margar ríkisstofanir væru að „bjástra við sömu eða náskyld verkefni" á kostnað skattborg- ara. Hagstofan réttur vettvangur Eyjólfur Konráð Jónsson (S.- Nv.) sagði m.a. efnislega að í „kerfínu" væru margar stofnanir að bjástra við sömu eða náskyld verkefni. Þjóðhagsstofnun hafí á annan áratug haft með höndum verkefni sem eðlilegast væri að Hagstofan annist, auk umdeildrar efnahagsráðgjafar. Tímabært sé að fara ofan í sauma á þessum málum, hagræða og samhæfa starfsemi, til að nýta betur starfs- krafta og skattfé. Hann vitnaði fyrst til framsögu sinnar fyrir þingsályktunartillögu hans og Péturs Sigurðssonar um spamað í fjármálakerfinu (í marz 1978), þar sem hann rökstyður nauðsyn þess að sjóðakerfíð og hagstjómarbáknið í heild verði tekið til gagngerðrar endurskoð- unar, enda enginn vafí á því, að þann fmmskóg megi grisja, eng- um til meins en ölium til góðs. „Þessi aðgerð þyrfti að spanna allt sviðið frá Þjóðhagsstofnun til minnsta sjóðsins", sagði Eyjólfur Konráð þegar árið 1978. Síðan vitnaði Eyjólfur til viðtals við Þórð Friðjónsson, sem nú gegnir stöðu forstöðumanns Þjóð- hagsstofnunar, í Morgunblaðinu fyrir skemmstu. í viðtalinu komi fram að verksvið stofnunarinnar sé efnahagsráðgjöf, hagskýrslu- gerð og hagrannsóknir. Einnig að þessi verkefni skarist við viðfangs- efni Hagstofu íslands, hagdeildar Seðlabankans og hugsanlega fleiri stofnana. Eyjólfur vitnaði til orða Þórðar, þessefnis, „að tími væri kominn til, að taka þessa starfsemi til endurmats og ef til vill að stokka hana upp. Sú breyting, sem orðið hefur á yfírstjóm Þjóðhags- stofnunar, er svo önnur ástæða, sem gefur tilefni til þess, að að skoða þessi mál frá grunni". Eyjólfur sagði Þórð einnig tala um hugsanlegar „breytingar á skipan efnahagsráðgjafar og hag- sýslugerðar", „eðlilegt væri að sníða þessa starfsemi að þörfum hvers tíma“, auk þess sem hann taii um hugsanlega tilfærslu á verkefnum milli Þjóðhagsstofnun- ar, Hagstofu og Seðlabanka. Tillaga sú, sem hér liggur fyrir, sagði Eyjólfur efnislega, fjallar um þetta efni, það er að stokka þessa starfsemi þann veg upp, að ekki verði um tví- eða margverknað að ræða; nýta betur starfskrafta og skattfé fólks. Tiliagan felur í sér eitt skref af mörgum sem stíga þarf í hagræðingarátt í hinu opin- bera kerfí. ÞJóðhagsspár Þjóðhagsstofnutiar ■'+sm á að spárnar séu vitlausar Á spástefnu Stjómunarfélags ls- lands fyrr í vetur sagði Ragnar Am*»oo, hatfrsbðmgur og lektor, ura þjóðhÓKWf iá r Þyóðhagwtofnunar að avo Bóö Mmnemi vrari milli spánna og raunveruJuikan* að ekki mætti einu sinni treysta því að þær væru vitlausar. Hjó hagfræðideild Seölabankans liggur fyrir athugun á þessum spóm fyrir árin 1974-1983. Athugunin tek- ur aðallega til Qármunamyndunar, útflutnings, innflutnings, einka- neyslu, þjóöarframleiðelu og þjóðar- tekna. Fram kemur að einungis spár um einkaneyslu þykja góðar. Samt felst í þeim kerfrsbundið vanmat á einkaneyslunni, sem telja veröur al- varlegan galla. Ljóst þykir að útflutningsspár Þjóðhagsstofnunar hafi misheppn- ast, en bent er á að ekki verði hægt að spá sæmilega um útflutninginn þar sem sjóvarafli vegi þungt og erf- iðlega hafr gengið aö sjó aflabrögð fyrir. Fjárfesti ngarapáin reyndist einnig slök, þó betri en engin þegar spáð var á miðju spóári, en spáð er einu sinni fyrir hvert spáár og spáin venjulega endurskoöuö þrisvar á árinu. Fyrsta s|>á um innflutning hefur reynst sk>k <>g |>.ið talið stafa af lé- legri flárfestingarspá þar sem Qár- festingarvörur eru þriðjungur innflutningsins. Loks kemur í Ijófi að spór um þjóðarframleiöslu og þjóðartekjur, sem byggjast að sjálf- sögöu ó hinum spánum, þykja betri en engar, þóu þar komi raunar fram sama kerfisbundna vanmatið og f einkaneysluspánum, scrstaklega ó spóárinu sjálfú. Af þessurn niðurstoðum má draga þó ályktun að spámennsku Þjóö- hagsstofriunar hafi verið verulega ábótavant á þvi 10 ára tímabili, sem um er Qallað. Ekki þykir líklegt aö þær hafi brey6t í eðli sínu síðustu tvö ánn, þótt samanburöur liggi ekki fyrir vegna þess túgal Þ fræðingar sem DV ræadi við um þetta töldu ýmist að spéniar hefðu verið skárri en engar og’npthæfhjál- partæki eða að þær héfðu veriö of gallaöar og beinlínis blekkjandi í veigamiklum atriðum. Niðurstaða eins hagfræðingsins í kerfinu var raunar sú, að þjóöhags- spámar heíðu greinilega verið notaðar beinlínis í þágustjómvalda, þar sem þær sýndu siiæk vanmat á einkaneyslu, þjóðarfrumpið^u og ■ þjóöartekjum. Þannig!fiafi þfer óu að virka eins og bremsa'áltriitfúgerð og þó um leiö bjartsýni manna. En hvorki þessi hagfræðingur né aörir voru tilbúnir til þess aö ræða spó- dóma Þjóðhagsstofriunar í eigin nafni að svo komnu málL Þessi spá- mennska þykir þvi greinilega fremur viðkvæmt efrii til opinberrar um- fjöllunar í hópi hagfræöinganna. -HERB Fréttín úr DV sem Eyjúlfur Konráð las úr ræðustól þingsins. 177 í hagsýslustörfum Jón Baldvin Hannibalsson (A.-Rvk.) kvaðst óviss um, hvort taka eigi tillögu þessa alvarlega. Framsaga fyrir henni hafi annars- vegar verið þingræða frá 1978, hinsvegar upplestur á blaðaviðtali. Hann lét að því liggja að tillagan væri flutt í pólitísku árásarskyni. Þingmaðurinn vitnaði til grein- argerðar: „Nú vill svo til að forstjóri Þjóðhagsstofnunar er að láta af störfum vegna stjómmála- afskipta og er þá kjörið tækifæri til að afnema stofnun hans“. Hér væri fjallað um mann sem nyti viðurkenningar sem einn fremsti hagfræðingur þjóðarinnar. Jón Baldvin lagði sérstaka áherzlu á að talað væri „um stofnun hans“. Hann kvaðst ekki ætla að vera með getsakir í garð flutnings- manna um tilgang með tillögu- gerðinni, en í greinargerð væri enginn marktækur rökstuðningur fyrir henni. Jón Baldvin sagði Þjóðhags- stofnun hagdeild stjómarráðsins. Hann spurði hvert ætti að flytja verkefni stofnunarinnar. Á e.t.v. AIMAGI að stofna hagdeild við hvert og eitt ráðuneyti? í máli Jóns kom og fram að 137 sérfræðingar störfuðu að hagsýsluverkefnum í stjómkerfínu. Hann sagði tillöguna sýndar- plagg, illa grundaða og illa unna. Fljótræöistillaga Eiður Guðnason (A.-Vl.) sagði m.a. að þessi tillaga, sem væri ein og hálf lína, og greinargerð, sem spannði tíu línur, væri flótræðis- verk. Hann staðhæfði að Efna- hagsstofnunin, sem var forveri Þjóðhagsstofnunar, hafí verið komið á mót að frumkvæði við- reisnarstjómar, m.a. dr. Bjama Benediktssonar, fyrrverandi for- manns Sjálfstæðisflokksins. Eiður sagði að ef grannt væri gáð væri þessi tillaga mikil viður- kenning á Jóni Sigurssyni, sem gegnt hafí starfi forstöðumanns stofnunarinnar til skamms tíma. Hvítur stormsveipur eða kerf iskrati? Birgir ísleifur Gunnarsson (S.-Rvk.) sagði formann Alþýðu- flokksins hafa farið eins og hvítan stormsveip um land allt, lofandi því að bijóta kerfísmúrinn og fylgja fram hagræðingu og spam- aði í ríkiskerfínu. Þegar þessi meinti baráttu- og byltingarmaður stæði síðan frammi fyrir hagræð- ingartillögu reyndist hann hrein- ræktaður kerfískarl. Ástæðan væri sú ein að kerfís- krati sæti á fleti fyrir. Við kerf- iskrötum má ekki hrófla. Hér er hinn hvíti stormsveipur í hlutverki varðhundar kerfísins. Er nú slíkur maður líklegur til að taka til hendi í stjómkerfínu? Að bijóta ríkisafskipta- múrinn! Gunnar G. Schram (S.-Rn.) sagði það koma á óvart, hve hart þingmenn Alþýðuflokks bregðist við til vamar kerfinu. Þeir tala ekki nú um hagræðingu, ráðdeild og spamað. Þeir tali ekkj nú upp að brjóta kerfismúrinn. í þessari umræðu séu þeir sjálfur kerfís- múrinn. Orð og- efndir Pétur Sigurðsson (S.-Rvk.) ræddi fyrst um bankakerfíð, en þjónusta þess aukist stöðugt á öll- um sviðum. Hann minnti á að Landsbankinn hafí á sínum tíma tekið á sig sjávarútvegsviðskipti á AustQörðum, til að létta á Útvegs- banka. Búnaðarbanki gæti hugs- anlegan axlað sjávarútvegsvið- skipti á Suðumesjum. Ef slík samhæfíng kæmist á mætti hugs- anlega fækka útbibúum þar tveir eða jafnvel þrír bankar hefðu útibú nú. Pétur sagði Jón Baldvin tala tungum tveim, annarri á funda- herferð um landið, hinni hér í þingsölum. Kerfishag-smunir Kristin HaUdórsdóttír (Kl. Rvk.) taldi þingheim eyða tíma í pólitískan skollaleik með þessari umræðu. Tilverurétt Þjóðhags- stofnunar má endurskoða sagði hún og raunar fleiri ríkisstofnana. Hún kvaðst þó efast um heilindi flutningsmanna, með hliðsjón af fortíðinni. Afstaða Alþýðuflokks- ins sýndi hinsvegar að gömiu flokkamir væri margflæktir í kerf- ishagsmuni, sem blindi þeim sýn, þegar til kasta komi. Gunna og launsátur Sumir framangreindra þing- mann töluðu oftar en einu sinni. Jón Baldvin áréttaði að ekki væri við hæfí að tala um Þjóð- hagsstofnun sem „stofnun hans“ [Jóns Sigurðssonar]. Hann sagði tillöguflutninginn pólitíska árás gerða úr launsátri. Eyjólfur Konráð sagð þingmenn oft tala um kjördæmi sitt eða kjör- dæmi hans, prestar töluðu um sína sókn eða sókn annars, skipstjórar töluðu um skip sitt eða skip ein- hvers annars. Það væri því ekkert óvenjulegt þó þannig væri tekið til orða: „stofnun hans“_, eins og gert væri í greinargerð. I kunnum dægurlagatexta stæði jafnvel: „Gunna var í sinni sveit, saklaus prúð og undirleit". Það væri hinsvegar ekki orða- lagið heldur efnisatriðin sem skiptu meginmáli, þ.e. hagræðing í stjómkerfínu. Eyjólfur las upp frétt úr DV, þ.e. ummæli Ragnars Ámasonar, hagfræðings og lektors, á spá- stefnu Stjómunarfélags íslands, þessefnis, að svo lítið samræmi væri milli þjóðhagspár Þjóðhags- stofnunar og raunveruleikans, „að ekki mætti einu sinni treysta því að þær væru vitlausar". Eyjólfur mótmælti harðlega fullyrðingu Jóns Baldvins þessefn- is að flutningsmenn tillögunnar væru að vega úr launsátri að ein- um eða neinum. Hvert er þetta launsátur? Alþingi, þar sem tillag- an er flutt? Umræðunni lauk án þess að þeirri spumingu væri svarað. Skammstafanir í stjórnmálafréttum í stjórnmálafréttum Morgunblaðsins eru þessar skammstafanir notaðar. Fyrir flokka: A.: Alþýðuflokkur Abl.: Alþýðubandalag Bj.: Bandalagjafnaðarm. F.: Framsóknarflokkur Kl.r Kvennalisti Kf.: Kvennaframboð S.: Sjálfstæðisflokkur Fyrir kjördæmi: Rvk.: Reykjavík VI.: Vesturland Vf.: Vestfirðir Nv.: Norðurland vestra Ne.: Norðurland eystra Al.: Austurland Sl.: Suðurland Rn.: Reykjanes Tekjustofnar sveitarfélaga: Færðir að staðgreiðslukerfi Fram var lagt á Alþingi í gær stjórnarfrumvarp til breytinga á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga, það er um samræmingu þeirra að ráðgerðu staðgreiðslukerfi. Meginbreytingarnar eru þrenns konar: 1) á fyrirkomu- lagi álagningar útsvara, 2) á fyrirkomulagi innheimtu út- svara og 3) á innheimtu aðstöðugjalda. Samkvæmt frumvarpinu verð- ur álagningarstofn útsvars hinn sami og tekjuskatts [tekjuskatts- stofn]. Útsvar má ekki vera hærra en 7% af útsvarsstofni og skal sami hundraðshluti lagður á tekjur allra manna í sama sveitarfélagi. Útsvar af tekjum bama skal verða 2% af. útsvars- stofni. Sá hundraðshluti af tekjum, sem innheimtur er jafnóðum til greiðslu útsvars hvers árs, skal ákveðinn í reglugerð sem félags- málaráðherra setur. Við samningu fjárhagsáætl- unar fyrir hvert almanaksár ákveður sveitarstjóm hver hundraðshluti verði lagður á tekjur manna á því ári. Að lok- inni afgreiðslu fjárhagsáætlunar skal tilkynna ríkisskattstjóra um ákvörðun sveitarstjómar. Sveit- arstjóm getur hækkað eða lækkað útsvar um allt að 10% að fegnu samþykki félagsmála- ráðherra. Sveitarstjóm annast inn- heimtu útsvara að svo miklu leyti sem hún er ekki sérstaklega fal- in öðrum, samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Hver gjaldandi skal á tekjuári inna af hendi bráðabirgða- greiðslu upp í útsvar, samkvæmt sömu lögum. Gjaldendur sem reynast skulda útsvar að lokinni álagningu skulu greiða það sem vangoldið er á þeim gjalddögum sem sveitarstjóm ákveður. Sveitarstjóm annast inn- heimtu aðstöðugjalda. Gjalddag- ar eru tíu á ári hveiju, hinn fyrsta dag hvers mánaðar nema janúar og júlí. Sveitarstjóm skal þó heimilt að ákveða að aðstöðu- gjald skuli greiðast á einum eða tveimur gjalddögum, 15. júlí og 15. október.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.