Morgunblaðið - 25.02.1987, Síða 4

Morgunblaðið - 25.02.1987, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Guðmundur Bárðarson ökumaður við bifreiðina sem er nokkuð skemmd eftir ferð g-egnum tvo garða. ’W' f r F *. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl voður Akureyri -1 alskýjað Reykjavfk 3 skúr Bergen 0 snjókoma Helsinki -6 snjókoma Jan Mayen -16 renningur Kaupmannah. 2 láttskýjað Narssarssuaq -2 skýjað Nuuk -8 láttskýjað Osló -4 snjókoma Stokkhólmur -3 láttskýjað Þórshöfn 6 skýjað Algarve 16 þokumóða Amsterdam 2 skýjað Aþena vantar Barcelona vantar Berlín 1 láttskýjað Chicago -3 þokumóða Glasgow 3 snjókoma Feneyjar 3 skýjsð Frankfurt -1 láttskýjað Hamborg 1 láttskýjað Las Palmas vantar London 4 skýjað Los Angeles 7 láttskýjað Lúxemborg -2 láttskýjað Madrfd vantar Malaga vantar Mallorca vantar Miami 22 skýjað Montreal -9 skýjað NewYork 0 haiðskfrt ParÍB 2 skýjað Róm 13 helðsklrt Vín -2 léttskýjað Washington 2 heiðskfrt Winnipeg -7 snjókoma Selfoss: Fór yfir gangstétt og í gegnum tvo garða Ungur ökumaður missti stjórn á bíl sínum er hann sveigði frá barni Selfossi. UNGUR ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Selfossi með þeim afleiðingum að hún fór yfir gangstétt, í gegnum tvo garða og hafnaði í þeim þriðja. Oku- manninn sakaði ekki. Bifreiðinni var ekið á mikilli ferð eftir Engjavegi í vesturátt. A mót- um Kirkjuvegar og Engjavegar sveigði ökumaðurinn bílnum til þeg- ar bam gerði sig líklegt að hlaupa yfir götuna. Við þetta missti hann stjóm á bílnum sem hentist yfir gangstétt, á húsvegg, í gegnum tvo garða og stöðvaðist í þeim þriðja eftir að hafa farið í gegnum þétt limgerði. „Ég sveigði bflnum til svo hann lenti ekki á krakkanum. Mér tókst svo að sveigja honum frá húsinu svo hann stoppaði ekki á því. Það eina sem ég hugsaði var bara hvar þetta endaði eiginlega, maður gat ekkert gert. Ég var auðvitað á of mikilli ferð,“ sagði Guðmundur Bárðarson ökumaður. Hann sakaði ekki þó svo hann ræki höfuðið í hliðarrúðuna og hún brotnaði. Sig.Jóns. Borgarrað: Skólamálaráð starfar áfram TILLAGA minnihlutaflokkanna í borgarráði um, að fella niður sam- þykkt fyrir skólamálaráð Reykjavíkur, var felld á fundi borgarráðs í gær. I tillögunni var gert ráð fyrir að í Reykjavík yrði eingöngu starfandi fræðsluráð samkvæmt hlutverk skólanefndar. í bókun fulltrúa minnihlutans segir að tillagan sé felld þrátt fyrir ítarlega álitsgerð Lagastofnunar Háskóla íslands, þar sem fram komi meðal annars að „Lögskipuð verk- efni fræðlsuráðs verði ekki frá ráðinu tekin og færð í hendur öðrum ráðum að óbreyttum lögum." í öðru lagi, „Þá ber formanni fræðsluráðs skylda til að kveðja ráðið saman til funda svo sem lög kveði á um.“ í þriðja lagi er bent á að „Fræðslu- stjóri og fulltrúar kennara í fræðs- luráði myndu njóta allra sömu réttinda í skólamálaráði og þeir nutu í fræðsluráði, ef um sameinaða nefnd hefði verið að ræða...“. Davíð Oddsson borgarstjóri lét þá bóka, að álit félagsmálaráðu- neytisins á erindinu hefði komið fram í bréfi til Áslaugar Brynjólfs- dóttur, Þorbjöms Broddasonar og Kennararfélags Reykjavíkur. Erindi Þorbjamar Broddasonar og Kenn- arafélags Reykjavíkur er vísað frá en varðandi erindi Áslaugar Bry- njólfsdóttur segir félagsmálaráðu- neytið að Reykjavíkurborg hafi lögum, sem jafnfraint færi með verið heimilt að stofna skólamála- ráð og skólaskrifstofú og fela þeim ákveðin verkefni. .Þá segir að um verkaskiptingu milli félagsmálaráðs og skólamála- ráðs fari sem hingað til eftir samningi menntamálaráðherra og borgarstjóra. Tekið er fram að menntamálaráðuneytið og félags- málaráðuneytið séu hliðstæð stjóm- völd. Bréf félagsmálaráðuneytis beri það með sér, að því er ljóst að það fer ekki með úrskurðarvald um malefni á sviði menntamála- ráðuneytisins. Vitni óskast Lögreglan óskar eftir vitnum að árekstri sem varð á mótum Mi- klubrautar og Grensásvegar í gær, um klukkan 18. Bílamir sem þama skullu saman vom rauður Daihatsu og grár Mercedes. Vitni em beðin um að hafa samband við Slysarannsóknar- deild lögreglunnar í Reykjavík. Alberta Albertsdótt- irfrá ísafirði látin ALBERTA Albertsdóttir, ekkja hins landskunna athafnamanns Marsellíusar Bernharðssonar á ísafirði lést í gær, 24. febrúar, 88 ára að aldri. Alberta fæddist 11. febrúar árið 1899 á Isafirði. Foreldrar hennar vom hjónin Messíana Sæmunds- dóttir og Albert Brynjólfsson skipstjóri. Ung giftist hún Kristjáni Stef- ánssyni stýrimanni. Hann fórst með vélbátnum Gissuri hvíta árið 1924. Þau áttu þrjú böm sem öll vom í æsku er faðir þeirra lést. 3. júní 1927 giftist hún Marsellíusi Bem- harðssyni sem gekk bömunum í förðurstað. Hann varð landskunnur athafnamaður, sem hófst af sjálfum sér, byggði upp stórt og öflugt skip- asmíða- og skipaviðgerðarfyrirtæki sem þekkt var um land allt. Alberta og Marsellíus eignuðust 10 böm. Tvö þeirra dóu í æsku. Marsellíus andaðist 2. febrúar árið 1977 á 80. aldursári. Öll hjú- skaparár þeirra Albertu og Marsel- Alberta Albertsdóttir líusar veiti hún forstöðu og stóm og erilsömu heimili, sem þekkt var af rausn og myndarskap.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.