Morgunblaðið - 25.02.1987, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.02.1987, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Guðmundur Bárðarson ökumaður við bifreiðina sem er nokkuð skemmd eftir ferð g-egnum tvo garða. ’W' f r F *. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl voður Akureyri -1 alskýjað Reykjavfk 3 skúr Bergen 0 snjókoma Helsinki -6 snjókoma Jan Mayen -16 renningur Kaupmannah. 2 láttskýjað Narssarssuaq -2 skýjað Nuuk -8 láttskýjað Osló -4 snjókoma Stokkhólmur -3 láttskýjað Þórshöfn 6 skýjað Algarve 16 þokumóða Amsterdam 2 skýjað Aþena vantar Barcelona vantar Berlín 1 láttskýjað Chicago -3 þokumóða Glasgow 3 snjókoma Feneyjar 3 skýjsð Frankfurt -1 láttskýjað Hamborg 1 láttskýjað Las Palmas vantar London 4 skýjað Los Angeles 7 láttskýjað Lúxemborg -2 láttskýjað Madrfd vantar Malaga vantar Mallorca vantar Miami 22 skýjað Montreal -9 skýjað NewYork 0 haiðskfrt ParÍB 2 skýjað Róm 13 helðsklrt Vín -2 léttskýjað Washington 2 heiðskfrt Winnipeg -7 snjókoma Selfoss: Fór yfir gangstétt og í gegnum tvo garða Ungur ökumaður missti stjórn á bíl sínum er hann sveigði frá barni Selfossi. UNGUR ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Selfossi með þeim afleiðingum að hún fór yfir gangstétt, í gegnum tvo garða og hafnaði í þeim þriðja. Oku- manninn sakaði ekki. Bifreiðinni var ekið á mikilli ferð eftir Engjavegi í vesturátt. A mót- um Kirkjuvegar og Engjavegar sveigði ökumaðurinn bílnum til þeg- ar bam gerði sig líklegt að hlaupa yfir götuna. Við þetta missti hann stjóm á bílnum sem hentist yfir gangstétt, á húsvegg, í gegnum tvo garða og stöðvaðist í þeim þriðja eftir að hafa farið í gegnum þétt limgerði. „Ég sveigði bflnum til svo hann lenti ekki á krakkanum. Mér tókst svo að sveigja honum frá húsinu svo hann stoppaði ekki á því. Það eina sem ég hugsaði var bara hvar þetta endaði eiginlega, maður gat ekkert gert. Ég var auðvitað á of mikilli ferð,“ sagði Guðmundur Bárðarson ökumaður. Hann sakaði ekki þó svo hann ræki höfuðið í hliðarrúðuna og hún brotnaði. Sig.Jóns. Borgarrað: Skólamálaráð starfar áfram TILLAGA minnihlutaflokkanna í borgarráði um, að fella niður sam- þykkt fyrir skólamálaráð Reykjavíkur, var felld á fundi borgarráðs í gær. I tillögunni var gert ráð fyrir að í Reykjavík yrði eingöngu starfandi fræðsluráð samkvæmt hlutverk skólanefndar. í bókun fulltrúa minnihlutans segir að tillagan sé felld þrátt fyrir ítarlega álitsgerð Lagastofnunar Háskóla íslands, þar sem fram komi meðal annars að „Lögskipuð verk- efni fræðlsuráðs verði ekki frá ráðinu tekin og færð í hendur öðrum ráðum að óbreyttum lögum." í öðru lagi, „Þá ber formanni fræðsluráðs skylda til að kveðja ráðið saman til funda svo sem lög kveði á um.“ í þriðja lagi er bent á að „Fræðslu- stjóri og fulltrúar kennara í fræðs- luráði myndu njóta allra sömu réttinda í skólamálaráði og þeir nutu í fræðsluráði, ef um sameinaða nefnd hefði verið að ræða...“. Davíð Oddsson borgarstjóri lét þá bóka, að álit félagsmálaráðu- neytisins á erindinu hefði komið fram í bréfi til Áslaugar Brynjólfs- dóttur, Þorbjöms Broddasonar og Kennararfélags Reykjavíkur. Erindi Þorbjamar Broddasonar og Kenn- arafélags Reykjavíkur er vísað frá en varðandi erindi Áslaugar Bry- njólfsdóttur segir félagsmálaráðu- neytið að Reykjavíkurborg hafi lögum, sem jafnfraint færi með verið heimilt að stofna skólamála- ráð og skólaskrifstofú og fela þeim ákveðin verkefni. .Þá segir að um verkaskiptingu milli félagsmálaráðs og skólamála- ráðs fari sem hingað til eftir samningi menntamálaráðherra og borgarstjóra. Tekið er fram að menntamálaráðuneytið og félags- málaráðuneytið séu hliðstæð stjóm- völd. Bréf félagsmálaráðuneytis beri það með sér, að því er ljóst að það fer ekki með úrskurðarvald um malefni á sviði menntamála- ráðuneytisins. Vitni óskast Lögreglan óskar eftir vitnum að árekstri sem varð á mótum Mi- klubrautar og Grensásvegar í gær, um klukkan 18. Bílamir sem þama skullu saman vom rauður Daihatsu og grár Mercedes. Vitni em beðin um að hafa samband við Slysarannsóknar- deild lögreglunnar í Reykjavík. Alberta Albertsdótt- irfrá ísafirði látin ALBERTA Albertsdóttir, ekkja hins landskunna athafnamanns Marsellíusar Bernharðssonar á ísafirði lést í gær, 24. febrúar, 88 ára að aldri. Alberta fæddist 11. febrúar árið 1899 á Isafirði. Foreldrar hennar vom hjónin Messíana Sæmunds- dóttir og Albert Brynjólfsson skipstjóri. Ung giftist hún Kristjáni Stef- ánssyni stýrimanni. Hann fórst með vélbátnum Gissuri hvíta árið 1924. Þau áttu þrjú böm sem öll vom í æsku er faðir þeirra lést. 3. júní 1927 giftist hún Marsellíusi Bem- harðssyni sem gekk bömunum í förðurstað. Hann varð landskunnur athafnamaður, sem hófst af sjálfum sér, byggði upp stórt og öflugt skip- asmíða- og skipaviðgerðarfyrirtæki sem þekkt var um land allt. Alberta og Marsellíus eignuðust 10 böm. Tvö þeirra dóu í æsku. Marsellíus andaðist 2. febrúar árið 1977 á 80. aldursári. Öll hjú- skaparár þeirra Albertu og Marsel- Alberta Albertsdóttir líusar veiti hún forstöðu og stóm og erilsömu heimili, sem þekkt var af rausn og myndarskap.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.