Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 15 ár“, eins og segir í Hauksbók, en í Melabók er landnám hans talið hafa náð frá Enni „allt til Stodar". Ólafur Lárusson hefur flallað um landnám í Ólafsvík í riti sínu Landnám á Snæfellsnesi. í Landnámu er víkin talin draga nafn af Ólafí belg, eins og tveir aðrir staðir á landinu, því Ólafur var tvívegis rekin úr land- námum sínum. FVá Ólafsvík hraktist hann undan Ormi hinum mjóva inn í Saurbæ og byggði Belgsdal. Þaðan þokaði hann undan Þjóðreki Sléttu- Bjarnasyni, en tók sér þá bú í Ólafsdal og var í friði upp frá því. Nýlega hefur Þórhallur Vilmundar- son, sem fjallað hefur um örnefni víðs vegar um land út frá „Náttúru- nafnakenningu" sinni, getið þess til að víkin hafi í upphafi heitið Ólagsvík, þ.e. „fjörður og vík þar sem ólendandi er sökum brims“ (Grímnir 2, bls. 116.) Ólafsvíkur er getið á fáeinum stöðum í Fombréfasafni, en fyrst tekur að ráði að gæta heimilda um byggð þar eftir að konungur heimil- aði verslun á jörðinni. I jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín er Óiafsvík svo lýst árið 1709: Það er sjerdeilis einn bær með sínum hjáleigum og búðum og fyrir þessarar jarðar landi er höfn- in Ólafsvík, þar sem fyrir vel 20 árum er upptekin höfn fýrir þaug dönsku kaupför, sem besigla þá aflögðu Rifshöfn og hafa, síðan Rifshöfn var so hættilig orðin, sett hjer á kóngsjörðunni Ólafsvík sitt pakkhús til að leggja á land bæði þá dönsku vöru og hina íslensku, meðan hver fyrir sig yrði að bíða þess tækifæris að hún mætti hjeðan á farmskipum færð verða til Rifskaupstaðar, þar sem enn í dag er sú ijetta krambúðin og kauhöndlunar plátsið. Eins og ráða má af þessari frá- sögn var lítið verslað í Ólafsvík í upphafi 18. aldar. Staðurinn þjónaði einkum sem umskipunarhöfn fyrir verslunina, sem enn hafði höfuð- stöðvar á Rifi. Sem verslunarstaður hafði Ólafs- vík ýmsa annmarka. Hinn alvarleg- asti á 18. öld, eins og jafnan síðan, var hversu innilokuð víkin var og lá illa við samgöngum á landi. Til Rifs og Sands varð að fara fyrir Enni, lífshættulega stigu. Leiðin til aust- urs í átt til Grundarfjarðar var torfær og ferðalöngum hætt yfir Fróðarheiði til suðurs. Loks var sigl- ing til Ólafsvíkur og lending smærri báta þar ekki hættulaus í ágjöf. Akkerisbotn reyndist þar haldminni en heimildir Höyers hermdu, eins og skipskaðar á höfninni allt fram á þessa öld staðfesta. í handbók fyrir sjófarendur („Den isl. Lods“) frá 1917 er varað við þeim hættum sem skipum var búin á legunni í Ólafsvík. Eiginlegar hafn- arframkvæmdir hófust ekki í Ólafsvík fyrr en eftir 1920. Fram yfir 1950 lögðust strandferðaskip og kaupför við festar á víkinni og var vöru skipað úr þeim og í á svo- kölluðum „bringingarbátum". Þrátt fýrir þessa annmarka fór svo að verslun lagðist smám saman af á Rifí, en efldist að sama skapi í Ólafsvík, enda hentugra að hafa verslunarumsvifin öll á einum stað í námunda við höfnina. Um miðja 18. öld hafði öll verslun flust til Ólafsvíkur, en miklu fyrr, eða þegar í lok 17. aldar hafði verið reist þar myndarlegt verslunar- og pakkhús. Fríhöndlun og Clausen- verslun 1805—1890 Árið 1787 leysti fríhöndlunin svo- nefnda einokunarverslun af hólmi. Fríhöndlunin stóð til ársins 1855 er verslunin var að fullu gefin ftjáls. Með fríhöndluninni var íslending- um heimilað að versla við alla þegna Danakonungs og ákvæði um kaup- svæði féllu úr gildi. Voru eignir konungsverslunar (krúnan hafði síðast rekið Islandsverslunina) hér á landi boðnar til sölu og keypti Jakob Plum, sem verið hafði faktor í Olafsvík, eignir verslunarinnar þar. Um Plum hefur Einar Bragi ritað bókina „Hrakfallabálkinn“. Plum ritaði sjálfur tvær bækur er tengjast veru hans í Ólafsvík. Er önnur lýsing -V . „ ■■■;■■»*fJj/Zi á Nesþingum en hin raunasaga við- skipta hans undir Jökli. Gekk verslun hans illa og fór svo að hann gafst upp á rekstri sínum laust fyrir alda- mótin 1800. Keypti verslunina þá danskur kaupmaður, Ernst Hede- mann, sem verslað hafði á Isafirði. Hann var kvæntur íslenskri konu, Valgerði Pétursdóttur frá Hnífsdal. Hedemann fórst á skipi sínu á sigl- ingu frá Ólafsvík aldamótaárið 1800 og tók Valgerður kona hans þá við versluninni og rak hana næstu 5 ár. Að þeim tíma liðnum giftist hún dönskum kaupmanni, Holger Peter Clausen, og tók hann þá við rekstri Ólafsvíkurverslunar. Holger P. Clausen og síðar sonur hans, Hans A. Clausen, ráku umsvifamikla verslun á Snæfellsnesi og víðar um land á 19. öld. Oscar Clausen getur þess í söguþætti um Ólafsvík að Hans A. Clausen hafi á tímabili átt 7 verslanir á Islandi og 31 skip í förum (Sögur og sagnir af Snæ- fellsnesi II). Frægasta skip í eigu hans var vafalaust „Svanurinn" eða „Ólafsvíkur-Svanurinn", eins og skipið var oftast nefnt, en það sigldi til landsins í samfellt 116 ár. Var skipið óvenju vel búið, innanborðs sem utan, miðað við Islandsför þeirr- ar tíðar, enda oft eina farþegaskipið sem sigldi frá Vesturlandi til Kaup- mannahafnar. Svanurinn hlaut þau örlög að reka upp í fjöruna við Ólafsvík og brotna hinn 6. október 1893. Hann var þriðja skipið sem Frá höfninni, bærinn í baksýn. strandaði í Ólafsvík á tæpum mán- uði þetta haust og átti ekki aftur- kvæmt á sjó. Holger P. Clausen lést árið 1826 og tók Hans A. Clausen þá við versl- uninni. Hann jók mjög verslunarum- svif föður síns. Meðal annars sigldi hann sjálfur með saltfiskfarm til Spánar árið 1828. Hann stóð einnig fyrir umtalsverðri útgerð í Ólafsvík, þó sú saga verði ekki rakin lengra hér. Um verslun hans og útgerð hefur Oscar Clausen fjallað í fyrr- greindu riti sínu og Gils Guðmunds- son í Skútuöldinni. Hans A. Clausen settist að í Kaupmannahöfn árið 1839 og önnuðust danskir og íslenskir verslunarstjórar verslun hans eftir þann tíma. Merkastur þeirra þótti Torfi Thorgrímsen, sem lengi fór með verslunarstjómina. Annar verslunarstjóri Clausen-versl- unar, Frydenlund að nafni átti frumkvæði að því að hafist var handa um að safna fé til bamaskóla- halds í Ólafsvík. Var þetta gert með samskotum og varð 19 ára stúlka, Jóhanna Jóhannsdóttir, fyrst til að láta fé af hendi rakna til þessa málefnis. Hún gaf einn ríkisdal til söfnunarinnar. Sigurður Jónsson, gamall maður í Bakkabúð, gaf 20 öngla til söfnunarinnar, en formenn í Olafsvík létu öngla þessa á lóðir sínar og gáfu þann fisk sem á þá veiddist til skólabyggingar. Skóla- hús var byggt í Ólafsvík fyrir réttum 100 ámm, 1887, og hefur síðan hundrud ibúa OLAFSVIKURHREPPUR ÞRÓUN ÍBÚAFJÖLDA 1911 - 1981 1911 20 verið þar samfellt skólahald. Skóli var einnig rekinn í þorpinu á ámnum 1857—1863, en lagðist af. Jóhanna, sem fýrr er getið, átti eftir að koma mikið við félagsmála- sögu Ólafsvíkur, því hún beitti sér í opinberum fyrirlestri árið 1890 fyrir stofnun sparisjóðs í þorpinu og var ein af stofnendum „Menning- arfjelags í Neshrepp innri“ haustið 1890. Um Jóhönnu hefur Björg Ein- arsdóttir ritað frásögn í bók sinni Ur ævi og starfi íslenskra kvenna II. Hans A. Clausen seldi Sigurði E. Sæmundsen Ólafsvíkurverslun árið 1890. Einar Markússon, systursonur Sigurðar, réðst til verslunarstarfa hjá honum. Sigurður seldi verslun sína 1896, en Einar var áfram við verslunarstörf í Ólafsvík og rak þar svo eigin verslun fram til ársins 1909. Ýmsir aðrir, íslendingar og Danir, fengust við verslun í Olafsvík um og eftir aldamótin. Auk Einars Markússonar komu Proppé-bræður þar mjög við sögu. Sveitarstjórn, fólks- fjöldaþróun og bæjar- bragur fram um 1911 Ólafsvík var frá fomu fari hluti af Nqshreppi hinum foma, sem tók yfir landsvæðið frá Öndverðarnesi eða Gufuskálum allt til Búlands- höfða. Þingstaður hreppsins var að Ingjaldshóli. Árið 1787 var Nes- hreppi hinum forna skipt í Neshrepp innan og utan Ennis. Sóttu íbúar Neshrepps innri engu að síður mann talsþing á Ingjaldshóli fram til 1832 er þingstaður fyrir hreppinn var sett- ur á Brimilsvöllum. Litlar heimildir em varðveittar um hreppstjórnarmál í Neshreppi innan Ennis fyrr en kemur fram um miðja 19. öld. Af sýsluskjölum og skjölum amtmanns vesturamtsins má þó ráða að afkoma manna á þessum slóðum var einatt erfíð og sveitarsjóðimir illa staddir. Slæm staða sveitarsjóðs í Neshreppi utan Ennis varð til þess að laust fyrir 1830 kom til tals að sameina Neshreppa á nýjan leik. Sýslumaður beitti sér gegn þeirri ráðstöfun þar sem hann taldi að íbú ar Neshrepps innan Ennis ættu ekki að þurfa að gjalda óvarkárrar hrepp stjórnar utan Ennis. Hann taldi að ólagið stafaði af því að allt of mörgu fátæku þurrabúðarfólki hefði verið leyft að setjast að í Neshreppi utan Ennis með þeim afleiðingum að lítið sem ekkert væri goldið til hrepps- þarfa, en framfærslubyrðin í hreppn- um væri þung. Um 1840 komst sameining hreppanna á dagskrá á nýjan leik, en þá höfðu málavextir snúist við. Sveitarsjóðurinn í Nes- hreppi innan Ennis rambaði á barmi gjaldþrots og ekki þótti við hæfi að íbúar utan Ennis tækju á sig álögur vegna ógætilegrar hreppstjómar innan Ennis. íbúafrjöldi í Neshreppi innan Ennis var nokkuð stöðugur meginhluta 19. aldar. Árið 1840 voru íbúar Fróðár- sóknar, en landamerki hennar fóm saman við landamerki hreppsins, 358 talsins og árið 1890 voru íbúar 374. Árið 1801 voru íbúar Ólafsvík- ur 92 talsins, en 1840 hafði þeim fjölgað í 158. íbúatalan hélst svo nokkuð stöðug fram til 1880 (sjá töflu 1). Eftir 1880 urðu hins vegar snögg umskipti í íbúaþróun í Ólafsvík og þar með í Fróðársókn. Mikinn hluta 19. aldar bjó u.þ.b. helmingur íbúa sóknarinnar í Ólafsvík og helmingur- inn í innri hluta byggðarlagsins. Umtalsverð tómthúsbyggð hafði myndast á Brimilsvöllum, en þeirri byggð hrakaði nú er vöxtur hljóp í Ólafsvík. Áratuginn 1880—90 jókst íbúafjöldinn í bænum verulega, en hraðari varð vöxtur bæjarins 1890—1901. Á þeim tíma fjölgaði íbúum um 140%. Þessi fólksfjölgun stafaði einkum af aðflutningi fólks. Áratugina í kringum aldamótin hófst þéttbýlismyndun á Islandi að marki. 1860 höfðu 3% landsmanna búið í þéttbýli, 1890 12% en 1920 44%. Þéttbýlismyndun var einkum bundin við vöxt sjávarplássa á kostn- að strjálbýlis. Þessi þróun hafði í för með sér umtalsverðar breytingar á atvinnuskiptingu landsmanna og sjálfri þjóðfélagsgerðinni. Sjávarút- vegur, þjónusta, verslun og iðnaður jókst að mikilvægi, en hlutfallslegur fyöldi þeirra, sem hafði afkomu af landbúnaði, dróst saman. Vöxtur Ólafsvíkur var óvenju ör á síðasta áratugi aldarinnar ef miðað er við önnur hérlend sjávarpláss. Árið 1901 var Ólafsvík 7. stærsti bær á landinu, einungis Reykjavík, Hafnarfjörður, Akranes, Ísaíjörður, Akureyri og Seyðisfjörður voru fjöl- mennari. Eðlilegt er að spyrja hvað hafi valdið þessum öra vexti? Þeirri spurningu verður ekki svarað I mjög stuttu máli. Hér skal einungis drep- ið á nokkra þætti. íbúaþróunin var að sjálfsögðu nátengd atvinnuástandi í bænum og nærliggjandi héruðum. Mikil gróska var í Olafsvík frá því um 1890 og fram undir 1910. Verslunum fjölgaði til muna og kaupmenn, einkum þó Einar Markússon, hjálpuðu mönnum til bátakaupa. Útgerð frá þorpinu jókst verulega þessi ár og mikil umsvif voru því í mann- og atvinnu- lífi. Árin 1899, 1900 og 1901 fluttust samtals 179 manns til bæjarins og má nærri geta að talsvert umstang hefur verið því samfara í litlu þorpi að reisa húsnæði fyrir allt þetta aðflutta fólk. Aðkomufólkið kom einkum frá öðrum héruðum Snæ- fellsness en margt manna fluttist einnig til þorpsins frá Suðvestur- landi, Borgarfirði, Hnappadals-, Dalasýslu og Breiðafjarðareyjum. Meðal þess fólks sem til bæjarins fluttist á þessum árum voru margir forfeður og formæður þess fólks, sem þar býr nú, en ættir eru yfir- leitt fremur ungar í Ólafsvík. íbúaþróunin undir aldarlok og um ' TAFLA 1 Mannfjöldi í Ólafsvík, Fróðársókn og á Snæfellsnesi 1801-1910. Ár Ólafsvík Fróðársókn Snæf ellsnessýsla 1801 92 3545 1840 158 358 3572 1850 157 371 3242 1860 167 409 3499 1870 156 360 3382 1880 150 319 3282 1890 255 374 2805 1901 612 810 3495 1910 525 3933 Heimildir: Manntöl viðkomandi ár, prentuð (1801) og varðveitt á Þjóðskjalasafni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.