Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ íslenskar Brrruður! - því það er stutt úr bökunarofnunum okkar á borðíð tíl þín. Félagsráðgjöf á Geðdeild eftírSigrúnu Júlíusdóttur Breytt þjóðfélag — breytt þjónusta Fyrir 15 árum var félagsráðgjöf lítt þekkt starfsgrein í íslensku þjóð- félagi. í greininni voru innan við 10 félagsráðgjafar. Nú eru á annað hundrað félagsráðgjafar starfandi í heilbrigðis- og félagsmálaþjónustu, í skóla- og dómsmálakerfi. Þeir starfa bæði hjá ríki og sveitarfélög- um, en örfáir starfa jafnframt að hluta í einkaþjónustu. Á hvaða sviði sem er eiga félagsráðgjafar það sameiginlegt að þeir vinna að félags- legri velferð og tilfinningalegri vellíðan einstaklinga og fjölskyldna. Starfsgreinin félagsráðgjöf hefur þróast samstiga örum þjóðfélagsleg- um breytingum, sem hafa haft í för með sér nýjar aðstæður fyrir ein- staklinga og fjölskyldur. Áður fyrr leysti fólk vanda sinn sjálft, eða hann var alls ekki leystur. í dag eru gerðar síauknar kröfur til fólks um menntun, skilvirkni og færni á flest- um sviðum. Margir eiga fullt í fangi með að standast þessar kröfur. Þeir verða fjárhagslega, félagslega eða tilfinningalega undir í baráttunni. Fjölskyldutengslin valda oft von- brigðum, verða fjötur um fót eða enn ein krafan í stað þess að veita stuðn- ing eða bjóða upp á ný úrræði. Þannig gera einstaklingar og fjöl- skyldur vaxandi kröfur um þjónustu og bætt úrræði af hálfu þjóðfélags- ins. Heilbrigðis- og félagsmálaþjón- usta fær æ fjölbreyttari viðfangsefni og þjónustan verður sífellt sérhæfð- ari. Það sem áður var í höndum tveggja sérmenntaðra starfshópa í geðheilbrigðisþjónustu — lækna og hjúkrunarfræðinga — er nú á hönd- um margra sérhæfðra starfsgreina, því að við hafa bæst iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar, sérkennarar, sál- fræðingar, félagsráðgjafar o.fl. m FÆRIBANDA- MÓTORAR • Lokaðir.olíu- kældir og sjálfsmyrj- andi • Vatnsþétting- IP66 • Fyllsta gang- öryggi, lítið viðhald = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER Þessar starfsgreinar mynda sam- fellda samstarfs- og meðferðarkeðju, þar sem hver hlekkur hefur sitt mik- ilvæga hlutverk í starfsferlinu. Allir þessir faghópar hafa háskólamennt- un að baki og sérstakan áhuga á að vinna að andlegri, líkamlegri og félagslegri velferð barna, foreldra, hjóna, fjölskyldna og einstaklinga. Jafnhliða meðferðarstarfinu vinna þeir að rannsóknum í því skyni að efla grein sína, þannig að betri starfsaðferðir þróist og sem bestur árangur megi nást. Margir hafa bætt við sig framhaldsmenntun og sérhæfingu í ákveðnum verkefnum eða aðferðum. Þessar hjálparstéttir vinna störf sín fyrst og fremst af áhuga og inn- lifun og eiga oft á tíðum beinlínis erfitt með að hugsa sér önnur störf, þótt menntun þeirra gæti nýst á fjöl- mörgum sviðum. Það er einmitt þetta viðhorf til manneskjunnar „að láta sig varða", að vilja og þora að „skipta sér af", svo að betur megi fara, sem gefur þessum starfshópum sérstöðu. Þeir verða oft uppteknari af starfínu sjálfu og skjólstæðingum sínum, en t.d. eigin kjarabaráttu og viðurkenn- ingu. Hér hafa þó læknar náð lengra. En á það má minna, að þeir eru nánast eina hjálparstéttin, sem ekki er kvennastétt. Þeir eiga sér lengsta sögulega hefð og hafa náð að skapa sér félagslegan virðingarsess, sem aðrar hæfar og mikilvægar sam- starfsstéttir í geðheilbrigðisþjónustu eiga á sama hátt eftir að ná, þegar fram líða stundir. Ráðamenn líkt og almenningur virðast þurfa sinn tíma til að viðurkenna breytingar og sigr- ast á fordómum gegn því óþekkta og nýja, þ.e. þessum nýju stéttum. En það ásamt eigin kröfuleysi á trú- lega drýgstan þátt i lélegri launa- stöðu þeirra. Hvað gera f élags- ráðgjafar? í íslenskrí geðheilbrigðisþjónustu starfa nú u.þ.b. 20 félagsráðgjafar, þar af nokkrir, sem hafa framhalds- menntun og sérhæfingu á sviði einstaklings- og fjölskyldumeðferð- ar. Af þessum hópi eru 15 við geðdeild Landspítalans. Störf þeirra spanna stórt svið. Þeir veita þjón- STÝRIHÐAR SEGULROFAR YFIRALAGSVARNIR STJORNUÞRI- HYRNINGSRQFAR TIMALIÐAR____ ROFAHUS gæði Hagstættverð HEÐINN VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-WÓNUSTA Sigrún Júlíusdóttir „Gildur þáttur í starfi f élagsráðgjafa á geð- deild er félagsleg endurhæfing. Á und- anf örnum árum hafa félagsráðgjafar lagt æ ríkari áherslu á þennan þátt starfsins og sjá nú nokkrir f élagsráðgjaf- ar fyrst og fremst um að undirbúa skjólstæð- inga með geðræn vandamál undir virka þátttðku í atvinnu- og f élagslífi, ásamt því að efla færni þeirra til sjálfstæðs lífs." ustu á almennum móttöku- og meðferðardeíldum geðdeíldarinnar við meðferð vímuefna- og áfengis- sjúklinga, á barnageðdeild og sfðast en ekki síst við endurhæfingar- og göngudeildarþjónustu, þ.e. við eftir- meðferð og forvarnarstarf. Félags- ráðgjafar vinna öll störf sín undir faglegri umsjón yfirfélagsráðgjafa, til að tryggja viðeigandi þjónustu og að faglegum aðferðum sé beitt. Á öllum þessum þjónustusviðum vinna félagsráðgjafar ýmist sem sér- fræðingar um félagsleg málefhi í samstarfj við aðra sérfræðinga, eða þeir vinna sjálfstætt að einstökum málum einstaklinga og fjölskyldna. Þar getur verið um að ræða ýmist hagnýtar upplýsingar og aðstoð eða beint meðferðarstarf. Félagsráðgjaf- ar sjá um að halda fræðsluerindi fyrir sjúklinga og annað starfsfólk. Gildur þáttur í starfi félagsráðgjafa á geðdeild er félagsleg endurhæfing. Á undanförnum árum hafa félags- ráðgjafar lagt æ ríkari áherslu á þennan þátt starfsins og sjá nú nokkrir félagsráðgjafar fyrst og fremst um að undirbúa skjólstæð- inga með geðræn vandamál undir virka þátttöku í atvinnu- og fé- lagsiífi, ásamt því að efla færni þeirra til sjálfstæðs lífs. Höfuðvið- fangsefni félagsráðgjafa hér er að þróa samfellda atvinnuendurhæf- ingu með starfsþjálfun, starfsmati og starfsmiðlun. Þar koma til vernd- aðir vinnustaðir og náið samstarf við ráðningarskrifstofur, miðlun og almennan vinnumarkað. Ennfremur að vinna að þvi, oftast ( samvinnu við félagsmálastofhanir, að koma á fót áfangastöðum og sambýlum, skipuleggja rekstur þeirra og hafa eftirlit og umsjón með starfseminni. Aðstaða til sjálfstæðrar búsetu, atvinna og verkefni við hæfi, félags- þjálfun og persónulegur stuðningur eru allt þættir, sem eru grundvöllur andlegs- og félagslegs heilbrigðis skjólstæðinga og þeir mynda órjúf- anlega heild $ starfi félagsráðgjafa. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.