Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ Stjórnarmyndunin í Finnlandi: Flokksformenn eru í feluleik Kalkútta, AP. FLOKKUR kommúnista gjör- sigraði Kongressflokk Rajivs Gandhi, forsætisráðherra, í kosn- ingum til þings í Vestur-Bengal. Hlutu kommúnistar og aðrir vinstriflokkar 151 af 178 sætum. Kosningabandalag vinstriflokka, með kommúnista í forystu, vann einnig kosningar í ríkinu Kerala, sem var eina vígi Kongressflokksins í suðurríkum landsins, hlaut 75 sæti af 138 en Kongressflokkurinn 61. Kosið var til þings í þremur ríkjum Indlands og vann Kongress- flokkurinn í Kashmir. Samstarfsnefnd miðflokkanna, þ.e. Miðflokkurinn, Kristilegi flokkurinn og Sænski þjóðarflokkurinn, kom saman á þriðjudaginn. Ætlunin var að ná samkomulagi um að Paavo Váyrynen yrði forsætisráðherraefni allra flokka í kosningabandalaginu. Talsmenn Miðflokksins hafa sagt að Váyrynen ætti rétt á forsætis- ráðherraembættinu vegna þess að kosningabandalagið fékk flest at- kvæði í kosningunum. Af 58 þingsætum bandalagsins á Sænski þjóðarflokkurinn 13 og án þeirra getur Váyrynen ekki gert kröfur til þess að verða „sjálfkjörinn" for- sætisráðherra. Sænski þjóðarflokk- urinn hefur ekki viljað gefa Váyrynen beinan stuðning enda hefur formaður hans, Christoffer Taxell, stundum verið nefndur sem hugsanlegur forsætisráðherra ef stóru flokkamir geta ekki samein- ast um hver þeirra skuli hljóta hnossið. Fundinum á þriðjudaginn lauk með því að gefín var út sameiginleg yfírlýsing um að allir miðflokkam- ir, þ.m.t. Sænski þjóðarflokkurinn, vildu sjá fulltrúa stærsta miðflokks- ins á forsætisráðherrastól. Hvorki Váyrynen né Miðflokkurinn var nefíidur beint. Sænski þjóðarflokkurinn var í kosningabandalaginu við hina mið- flokkana af tæknilegum ástæðum. Hugmyndafræðilega er hann hvorki miðflokkur, hægri flokkur né vinstri flokkur. Aðalmarkmið hans er að standa vörð um rétt sænskumæl- andi Finna. Hann hefur þess vegna gjaman setið í stjóm með hvaða flokki með er. í efnahagslífínu hefur kosninga- sigur borgaraflokkanna haft í för með sér að erlendir kaupsýslumenn hafa fengið aukinn áhuga fyrir að Qárfesta í Finnlandi. Hingað til hafa finnsk fyrirtæki ijárfest meira erlendis en sem nemur §árfesting- um útlendinga í Finnlandi. Hvort að þetta sé að breytast er enn óljóst. Verð hlutabréfa í kauphöllinni í Helsinki hækkuðu stórlega í viku- lokin. Einkum hækkuðu þau hluta- bréf sem samkvæmt lögum er hægt að selja útlendingum. Sá möguleiki að mynduð verði ríkisstjóm borg- aralegu flokkanna hefur aukið traust útlendinga á fínnskum verð- bréfum. Þróun þessi byggist einnig á því að mörg fínnsk fyrirtæki hafa á síðustu árum farið að gefa út „fíjáls" hlutabréf sem má selja út- lendingum. Einnig hafa verið gerðar lagabreytingar sem gera kleift að selja erlendum aðilum stærra hlutfall af hlutabréfum í fínnskum fyrirtækjum. Áður voru mjög ströng ákvæði um hve mörg prósent af hlutabréfum í fínnskum fyrirtækjum mætti selja erlendum aðilum. Reuter Málverk á metverði Þetta málverk eftir Vincent van Gogh verður boðið upp á upp- boði hjá Christie’s í London 30. marz nk. Búizt er við, að það fari fyrir hærra verð en nokkurt annað málverk áður eða fyr- ir 16. millj. dollara (rúml. 640 mil(j. ísl. kr.). Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgimbladsms. ÞEGAR rúm vika er liðin frá þingkosningnnum í Finnlandi virðist áhugi flokksleiðtoganna fyrir stjórnarmyndunarviðræð- um hafa minnkað í bili. Leiðtogar stærstu flokkanna hafa dregið sig í hlé en þrátt fyrir þennan feluleik vinna a.m.k. miðflokksmenn markvisst að þvi að formaður flokksins verði næsti forsætisráðherra. Kommar vinna í V-Bengal Chad: Tólf hundruð Líbýumenn felldir við Quadi Doum Parfe, AP. YFIR 1.200 líbýskir hermenn féllu og 100 skriðdrekar voru teknir herfangi eða eyðilagðir, er herlið Chad hertók flugvöll Libýumanna við Quadi Doum í Norður-Chad um helgina. Skýrðu stjórnvöld í Chad frá þessu í gær. í tilkynningu frá sendiráði Chad í í fyrradag, að hermenn Chad hefðu París var sagt, að 438 líbýskir her- menn til viðbótar hefðu verið teknir til fanga, en mannfall Chad hefði verið 29 menns fallnir og auk þess hefðu 58 særzt. Líbýumenn hafa ekki viðurkennt að hafa misst Quadi Doum og raun- ar neitað þvi statt og stöðugt, að þeir hafi herlið í Chad. Franskir embættismenn staðfestu hins vegar náð herstöðinni í Quadi Doum á sitt vald í tveggja klukkustundarlöngum bardaga á sunnudag. Andre Giraud, vamarmálaráð- herra Frakka, sagði á fundi með fréttamönnum í gær, að árangurinn af sókn Chadhersins hefði verið „áhrifameiri og skjótari" en nokkum hefði gmnað fyrirfram. Nýtt mat á þætti Stalins í síðari heimsstyijöldinni: Leiddi Sovétríkin fram á brún glötunarinnar - segir sovézkur sagnfræðingur Moskvu, Reuter. SOVÉZKUR sagnfræðingur, Alexander Samsonov, heldur því fram, að Josef Stalin, sem lengi var talinn mikill styij- aldarleiðtogi i sovézkri sagnritun, hafi framið stórfelld mistök, er leitt hafi Sovétríkin fram á brún glötunarinnar I baráttunni gegn Þýzkalandi nazista í heimstyijöldinni síðan. Samsonov staðhæfir, að Stalin hafí látið ginnast af blekkingum Þjóðverja varðandi hemaðará- form Hitlers 1941. Breytir þar engu um, þó að þessi blekkingará- form hafí ekki tekizt samkvæmt opinberum sovézkum frásögnum af þessum atburðum. Samsonov, sem ritað hefur margar bækur um heimsstyrjöld- ina síðari, sagði þetta í viðtali við vikublaðið Rök og staðreyndir (Argumenty i Fakty). Fullyrti hann þar, að það hefði verið mis- tökum Stalins að kenna, að herir nazista komust í námunda við Moskvu og næstum umrkingdu Leningrad fljótlega efír innrásina 1941. „Því fer flarri, að ég líti á hann sem mikinn herforingja," segir Samsonov I viðtalinu. i Viðtal Samsonovs við þetta blað, sem er einkum ætlað kenn- urum og flokksfræðurum kommúnistaflokksins, þykir benda til þess, að róttæk breyting sé í aðsigi á hinu opinbera mati á hlutverki Stalins í striðinu. Jafn- vel eftir að Nikita Krushchev, þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, hafði fordæmt Stalin sem harð- stjóra 1956, var Stalin eftir sem áður sagður hafa verið dugandi herforingi, sem leitt hefði land sitt til sigurs með viturlegum ákvörðunum í baráttunni við Þjóð- veija. Samsonov heldur því hins vegar fram nú, að opinberir sagnritarar hafí til þess af ásettu ráði horft framhjá mörgum erfíðum spum- ingum varðandi herstjóm Sovét- manna í striðinu og leitt hjá sér margs konar mistök og viðkvæm atvik. Á meðal þeirra mætti nefna Stalins við því að skipa hemum í viðbragðsstöðu í júní 1941 vegna yfirvofandi innrásar Þjóðveija, sú skoðun Stalins, að Þjóðveijar myndu á ný beina sókn sinni til Moskvu 1942 og loks meðferð hans á sovézkum hermönnumn, sem sluppu úr þýzkum fangabúð- um. „Því hefur verið haldið fram í verkum okkar sagnfræðinganna, að styijöldin hafi byijað með skyndilegri árás Þýzkalands á Sovétríkin. Staðreyndin er sú, að árásin var alls ekki skyndileg. óhjákvæmileiki þess, að til styij- aldar drægi við Þýzkaland, var augljós löngu áður en styijöldin hófst," segir Samsonov. Stalin, sem vissi, að Sovétríkin vom ekki undir styijöld búin, var sannfærður um, að unnt væri að draga upphaf stríðsins á langinn og byggði ákvarðanir sínar á því. Þegar það var orðið fullkomlega augljóst, að Þjóðveijar vom í þann veginn að hefja innrásina, gaf Stalin samt ekki fyrirmæli um almennt herútboð né heldur fyrir- mæli til hersveitanna á vestur- landamæmm Sovétríkjanna um að vera í ítrastu viðbragðsstöðu. Opinber yfirlýsing ráðamann- anna í Kreml aðeins nokkmm dögum fyrir innrás nazista, þar sem allar getgátur um yfirvofandi árás Þjóðveija vom fordæmdar sem ögmn, urðu einnig til þess að villa um fyrir sovézku hersveit- unum á vesturlandamæmnum. „Ef þessar röngu ályktanir hefðu ekki kömið til, þá er ég ekki í nokkmm vafa um það, að þýzka hemum hefði aldrei tekizt að komast til Moskvu og Len- ingrad, enda þótt honum hefði kannski tekizt að sækja inn á landsvæði okkar,“ segir Sam- sonov. „Það var gjaldið, sem greiða varð fyrir þau mistök, sem framin vom rétt fyrir upphaf stríðsins." Samsonov nefnir einnig þann atburð, er Stalin hélt því fram sumarið 1942, að Þjóðveijar myndu þá hefja nýja sókn til Moskvu og lét því varalið sitt taka sér stöðu á því svæði. Herir Hitl- ers beindu hins vegar sóknarað- gerðum sínum til suðausturs og bmtust í gegnum vamir Sovét- manna. Þetta leiddi til ormstunn- ar um Stalingrad síðla sumars 1942, sem var háð á meðan „land okkar var í skelfílegri aðstöðu" Samsonov heldur því fram, að mistök Stalins 1942 hafí að nokk- Josef Stalin ur mátt rekja til áætlunar Þjóð- veija, sem gekk undir heitinu „Kreml" um að blekkja sovézka ráðamenn varðandi hemaðar- áform Hitlers. Þessi áætlun tókst að vemlegu leyti, enda þótt opin- berar heimildir í Sovétríkjunum greini svo frá, þar á meðal margra binda sagnfræðirit um sfðari heimsstyijöldina, að áform Þjóð- veija með þessari áætlun hafi ekki tekizt. „Þetta er í mótsögn við stað- reyndir sögunnar," segir Sam- sonov. „Yfírhersfjóm Hitlers tókst að koma röngum upplýsingum inn hjá ráðamönnum okkar," rétt eins og henni tókst það á fjórða ára- tugnum að koma þeirri hugmynd inn hjá Stalin að æðstu hers- höfðingjar hans væm njósnarar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.