Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ
51
Þá geta ég ekki stillt mig að nefna
best gerða vegarspotta landsins, sem
margar milljónir voru lagðar í að
eyðileggja. En það er Þrengslaveg-
ur. í ráðherratíð Halldórs E. var
eytt stórfé til að mjókka þennan
snilldargerða veg og hækka kafla
og kafla. Þessi vegur var þannig
gerður, að hann var breiður, og aflí-
ðandi halli út frá honum öllum, svo
ekki færi eitthvað úrskeiðis hjá öku-
mönnum í byl, þoku eða dimmviðri.
Þennan veg þurfti að skemma með
þeim afleiðingum sem strax komu í
ljós: Rúta full af fólki valt sama
haustið, og síðan hafa orðið mörg
óhöjjp þar.
Eg vil nefna dæmi enn um mis-
vitra ráðamenn. Lagðar hafa verið
„slysagildrur" eða „dauðagildrur"
ótrúlega víða. Ég læt nægja örfá
dæmi, t.d. um Vesturlandsveg í
Mosfellssveit við vegamót Reykja-
vegar. Þar var komið fyrir þessum
illræmdu umferðareyjum, með til-
heyrandi undirstöðum merkja. Þar
hefur slysum ekki linnt síðan, dauða-
slysum og örkumlum. Þeir gömlu
félagar eru ekki af baki dottnir enn-
þá! Ráðamenn Reykjavíkurborgar
linna ekki látum að heimta hrað-
braut í gegnum Fossvogsdalinn,
auðvitað með tilheyrandi slysagild-
rum við báða enda. En það er annað
og kannski enn alvarlegra sem þeir
heimta. Nú er það löngu vitað, að
dögum saman er kyrrt loft einmitt
í'Fossvogsdalnum í norðaustanátt.
Hvers vegna að eitra það beggja
megin hraðbrautar til heilsutjóns
íbúunum. Hvemig litist mönnum á
að gefa þeim gamla hugsunarhætti
um alls konar þvinganir og slys-
agildrur frí, láta víðsýnni menn með
þekkingu taka við. I stað upphróp-
ana alls konar komi krafa um tillits-
semi! Tillitssemi allra_ vegfarenda
jafnt sem ráðamanna! í stað gömlu
ófullkomnu umferðarlaganna komi
ný svo fólk geti séð alla umferð, öll
merki og merkingar. Handahófsrug-
lið hverfi í gatna- og vegagerð svo
misnotkun alþjóðamerkinga hverfi.
Loftmerkingar við gatnamót í stað
illræmdra vegatálma! Umfram allt
TILLITSSEMI!!!
Höfundur er ökukennari.
IMÚ ER MAGKVÆMT
CR ÍSKÖLD STAÐREYND
ÞRIR FRAKKAR
Café -Restaurant
Athugið
breyttan opnunartíma
Framvegis verður húsið
opið sem hér segir:
Miðvikud.-sunnud.
frá kl. 18.00-01.00
Mánud.-þriðjud.
frá kl. 18.00-23.00
Frá 22.30 til 00.30 verður
boðið upp á smáréttamatseöii.
Sama verð á öllum réttum
Baldursgata 14, Reykjavík
Borðapantanir í 23939
* Smekklegt, einfalt og ódýrt •
Ivar hiliukerfið er snjöll og ódýr lausn fyrir heimilin, skrifstofuna eða
sumarbústaðinn.
Þú getur keypt allt í einu eða byrjað smátt og bætt við eftir þörfum.
Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 108 Reykjavík. Sími 686650