Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ ÚTVARP / SJÓNVARP Helena Síðastliðinn miðvikudag settist ég í betri stofuna og hlýddi á frétta- mannamót þeirra Alberts, Þorsteins og ólafs G. í Alþingishúsinu. Satt að segja bjóst ég við að Albert hyrfi sem slqótast af vettvangi en hann sat sem fastast og ræddi málið með sínu lagi. Hvað um það þá snerist fréttamanna- mótið um tíma upp í einskonar spjall þar sem oft var erfitt að greina þann er sat í stóli spyrils. Svo mætti Albert í beina útsendingu upp í Ríkissjónvarp þar sem áhorfandinn bjóst við á hverri stundu að Ingvi Hrafn leysti framboðs- vandamál Alberts. Þá mætti Þorsteinn í Eldllnu þeirra Páls Magnússonar og Ólafs E. Friðrikssonar. Þorsteinn spurði ekki ráða enda leiðtogi flokks- ins. í gærmorgun kveikti undirritaður svo að venju á útvarpinu — um frí er víst ekki að ræða I þessu starfí — nú og gellur þar ekki í Ásgeiri herráðs- manni í Hulduhemum. Svo hófust fréttir á Bylgjunni og þar var frétta- maðurinn úti á flugvelli að taka á móti Helenu Albertsdóttur, verðandi herráðsformanni, og svo hlustaði ég bæði fyrir og eftir fréttir á fjölda manna er hringdu í símatíma útvarps- ins og ósköpuðust sumir yfír með- ferðinni á Albert. Er þjóðin að bilast? Auðvitað eru margir reiðir vegna þess að hér vaða uppi valdsmenn er fara með peninga almennings oft eins og sína eigin og ausa þeim I glæsihallir og standa svo saman eins og einn maður og vissulega finnur maður til með Albert Guð- mundssyni og fjölskyldu hans, einkum syninum Inga Bimi, er fékk ekki jafn- sjálfsögð yfírráð yfír fyrirtæki sínu og prókúm, en hvað um það þá trúi ég því ekki að Þorsteinn Pálsson segi ósatt. Sjónvarpið er ágengur miðill og undirritaður telur sig stundum geta merkt af viðbrögðum manna í hinu bjarta skini sjónvarpslampans hvort þeir hafi hreina samvisku eður ei. Þor- steinn hefur ekki sýnt nein merki þess að hann fari með rangt mál. Þannig höfðar Þorsteinn ekki til tilfínninga manna né setur sig á stól píslarvotts. Hann leggur einfaldlega spilin á borð- ið og lætur áhorfendum eftir að dæma I málinu. Slíkir menn hljóta að vekja traust því þeir sækjast ekki eftir skyndivinsældum né klappi á bakið. Þorsteinn freistar þess einfaldlega að framfylgja þeirri reglu að með lögum skal land byggja. Albertsmálið hefír hins vegar sann- fært undirritaðan um að hér á landi búa tvær þjóðir. Annars vegar laun- þegar er telja hveija krónu fram til skatts, hins vegar hópur atvinnurek- enda (vonandi mjög fáir) er telur það „eðlilega" viðskiptahætti að „gleyma" að telja ákveðnar fjárhæðir fram til skatts. Nú og ef upp kemst þá eru fjárhæðimar svo „undursmáar“ að ekki tekur því að ræða málið. Slíkar fjárhæðir geta reyndar numið hálfum árslaunum láglaunafólksins. Ólafur E. Friðriksson, fréttamaður Stöðvar 2, hefur að mínu mati gert ansi glögga grein fýrir hinum tölulegu staðreynd- um Albertsmálsins og mættu frétta- menn ljósvakamiðlanna gera meira af því að setja málin I tölfræðilegt sam- hengi, til dæmis skoða afsláttargreiðsl- umar og gjafimar í ljósi almennra launakjara í landi vom. Þess I stað spila sumir fréttamenn á tilfínningar manna líkt og pólitískir æsingamenn hafa ætíð gert, oft með hinum háska- legustu afleiðingum. Nei, leikið ykkur ekki að eldinum, fréttamenn, í því skyni einu að seðja fréttahungrið. Beinið þess í stað at- hyglinni að þeim alvarlega vanda er nú steðjar að þeim hluta íslensku þjóð- arinnar er hefír lagt í langt og oft strangt háskólanám t því skjmi að þjóna landi og þjóð. Það er heldur dapurlegt til þess að hugsa að ef ræt- ist ekki fljótlega úr vandanum þá muni tugir ef ekki hundruð sérmennt- aðra íslendinga leita til starfa er hæfa ekki hinni rándým menntun þeirra, eða hvers á kennarinn að gjalda er fréttir að nemandinn hafí hærri laun fyrir að aka kókbfl en lærifaðirinn er kom heim með sína sérmenntun og 700 þúsund króna námsskuld á bakinu? Ljósvaka- fréttamenn ættu að gera meira af því að athuga þessa hluti í köldu ljósi töl- fræðinnar — menn lifa ekki lengi á vorkunnseminni einni saman. Ólafur M. Jóhannesson Fimmtudagsleikritið: Staldrað við ■■■■ Leikritið Staldr- OAOO að við hlaut 2. verðlaun í leik- ritasamkeppni RÚV 1986. í umsögn dómnefndar um leikritið segir: „Staldrað við eftir Úlf Hjörvar er vel samið leikrit um efni sem - eftir Úlf Hjörvar löngum hefur gefist vel I leikbókmenntum; afhjúpun gamallar misgerðar sem um árabil hefur legið falin bak við hrukkulaust yfir- borð góðborgaralegs lífs. Uppistaða leiksins er flöl- skyldudrama sem óvæntur atburður verður til að end- urvekja og höfundur leiðir á markvissan hátt í ljós. Siðræn ádeila verksins ber persónusköpun og trúverð- ugleik þess ekki ofurliði. Það er spennandi og lausn átakanna í senn rökrétt og Leikendur aðalpersóna í Staldrað við ásamt leik- stjóranum. óvænt". Aðalpersónur leika þau Jón Sigurbjömsson, Guð- björg Þorbjamardóttir og Þóra Friðríksdóttir. Aðrir leikendur eru Jóhann Sig- urðarson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Valdimar Öm Flygenring, Þröstur Leó Gunnarsson, Rósa G. Þórsdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir og Karl Guðmundsson. Leikstjóri er Stefán Baldursson. UTVARP FIMMTUDAGUR 26. mars 6.46 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. — Jón Baldvin Halldórsson og Jón Guðni Kristjánsson. Fréttir eru sagöar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Guömundur Sæmundsson talar um daglegt mál kl. 7.20. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Mamma í upp- sveiflu" eftir Ármann Kr. Einarsson. Höfundur les (19). 9.20 Morguntrimm. Lesið úr forustugreinum dagblað- anna. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liönum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.46 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 I dagsins önn — Hvað vilja flokkarnir í fjölskyldu- málum? Fimmti þáttur: Kvennalist- inn. Umsjón: Anna G. Magnúsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir. 14.00 Miödegissagan: „Áfram veginn", sagan um Stefán (slandi. Indriði G. Þorsteins- son skraði. Sigríður Schiöth les (24). 14.30 Textasmiðjan. Lög við texta Sigurðar Þór- arinssonar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Umsjón: Sverrir Gauti Di- ego. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Jóhanna Haf- liöadóttir. Dagskrá 16.16 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Siðdegistónleikar. a. Konsert fyrir viólu og strengjasveit eftir George Philipp Telemann. Cino Ghedin leikur með I Musici- kammersveitinni. b. Flautusónata í F-dúr eftir Francesco Maria Veracini. Auréle Nicolet, Georg Mal- colm og Georg Donderer leika á flautu, sembal og selló. c. Brandenborgarkonsert nr. 6 í F-dúr eftir Johann Sebastian Bach. Gítartríóið í Amsterdam leikur. 17.40 Torgiö — Menningar- straumar. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guð- mundur Sæmundsson flytur. 19.45 Að utan. Fréttaþáttur um eríend málefni. 20.00 Leikrit: „Staldrað við" eftir Úlf Hjörvar Leikstjóri: Stefán Baldurs- son. Leikendur: Jóhann Sigurðsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Valdimar Örn Flygenring, Þröstur Leó Gunnarsson, Jón Sigur- björnsson, Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, Þóra Friðriks- dóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir og Karl Guð- mundsson. (Leikritið verður endurtekið nk. þriöjudags- kvöld kl. 22.20) 20.40 Tónleikar Berlínarfíl- SJÓNVARP jQfc TF FÖSTUDAGUR 27. mars 18.00 Nilli Hólmgeirsson Níundi þáttur í þýskum teiknimyndaflokki. Sögu- maður: Örn Árnason. Þýðandi: Jóhanna Þráins- dóttir. 18.26 Stundin okkar Endursýning. Endursýndur þáttur frá 22. mars. 19.00 Á döfinni Umsjón: Anna Hinriksdóttir. 19.10 Þingsjá Umsjón: Ólafur Sigurðsson 19.25 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Poppkorn Umsjónarmenn Guðmund- ur Bjarni Harðarson og Ragnar Halldórsson. 20.00 Fréttir og veður 20.36 Unglingarnirífrumskóg- inum Frá (slandsmeistarakeppn- inni í dansi með frjálsri aöferð sem háð var í Tónabæ á dögunum. Fyrri hluti: Flokkakeppni. Stjórn upptöku: Gunnlaugur Jón- asson. 21.36 Mike Hammer Níundi þáttur í bandarískum sakamálamyndaflokki. Þýð- andi: Stefán Jökulsson. 22.25 Kastljós Reyklaus dagur. Umsjónar- maður: Helgi H. Jónsson. 22.66 Seinni fréttir 23.05 Stundargriö (Prodlouzeny cas). Tékk- nesk bíómynd frá árinu 1984. Leikstjóri: Jaromil Jir- es. Aðalhlutverk: Milos Kopecky og Tatana Fisc- herova. Roskinn listfræðing- ur, sem býr með ungri konu, kvíðir ellinni og gerist sótt- hræddur mjög. Honum er tjáð að hann gangi með krabbamein og eigi skammt eftir ólifað. Þótt undarlegt megi viröast léttist heldur á karli brúnin við þá vitneskju. Hann losnar við angistina og tekur að njóta lífsins. Þýöandi: Jóhanna Þráins- dóttir. 00.40 Dagskrárlok. U 0 5TÖÐ2 FIMMTUDAGUR 26. mars §17.00 Myndrokk §18.00 Knattspyrna. Um- sjónarmaður er Heimir Karlsson. 19.05 Hardy-gengið. Teikni- mynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Opin lína. Áhorfendum Stöðvar 2 gefst kostur á að hringja í síma 673888 á milli 20.00 og 20.15. í sjón- varpssal sitja stjórnandi og einn gestur fyrir svörum. 20.60 Morðgáta (Murder She Wrote). Ferð Jessicu til Palm Springs breytist óvænt þeg- ar eiginmaður fyrrum skóla- systur hennar er myrtur þrátt fyrir mjög stranga ör- yggisgæslu. §21.35 Eiturlyfjavandinn (Toma, the Drug knot). Ný sjónvarpsmynd býggð á sönnun atburðum. David Toma er lögreglumaður sem hefur starfað mikið óeinkennisklæddur. Mynd þessi er byggð á atburðum úr lífi hans. §22.05 Af bæ f borg (Perfect Strangers). Bandarískur gamanþáttur. §22.55 Árásin á Pearl Har- bor (Toral Toral Thoral) Bandarísk- japönsk bfó- mynd með Martin Balsam og Soh Yamamura í aðal- hlutverkum. Mynd þessi segir frá aðdraganda loftár- ásarinnar frá sjónarhóli beggja aðila. §01.45 Dagskrárlok. harmoníunnar 26. júli f fyrra til heiðurs Yehudi Menuhin sjötugum. Einleikari og stjórnandi: Yehudi Menu- hin. Fiðlukonsert f D-dúr op 61 eftir Ludwig van Beet- hoven. (Hljóðritun frá Berlín- arútvarpinu.) 22.35 Atvik undir Jökli Steingrímur St. Th. Sigurðs- son segir frá. 22.16 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma Andrés Björnsson les 32. sálm. 22.30 „Drukkna skipiö" Jón Óskar les óprentaða þýðingu sina á Ijóði eftir Arthur Rimbaud og flytur formálsorð. 22.40 „Þrfr háir tónar" Fjallað um söngríóiö „Þrír háir tónar", leikin lög með þvi og talað við einn söngv- arann, Örn Gústavsson. Umsjón: Sigríður Guðna- dóttir. (Frá Akureyri.) 23.00 Túlkun í tónlist Rögnvaldur Sigurjónsson sér um þáttinn. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. |Jj| FIMMTUDAGUR 26. mars 6.00 í bítiö. Erla B. Skúladótt- ir kynnir notalega tónlist í morgunsárið. 9.05 Morgunþáttur f umsjá Kristjáns Sigurjónssonar og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Meðal efnis: Tvennir tímar á vinsældalistum, tónleikar um helgina, verölaunaget- raun og Ferðastundin með Sigmari B. Haukssyni. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Leifur Hauksson kynnir létt lög við vinnuna og spjallar við hlustendur. 16.05 Hringiðan. Umsjón:. Broddi Broddason og Mar- grét Blöndal. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Vinsældalisti rásar 2. Gunnar Svanbergsson og Georg Magnússon kynna og leika tiu vinsælustu lög- in. 20.30 I gestastofu. Erna Ind- riöadóttir tekur á móti gestum. (Frá Akureyri.) 22.05 Símsvarinn. Ólafur Þórðarson, Bogi Ágústs- son, Ólafur Guömundsson, yfirverkfræðingur Rfkisút- varpsins og Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri svara spurningum hlust- enda varðandi nýja dagskrá rásar 2. 23.00 Við rúmstokkinn. Guðrún Gunnarsdóttir býr hlustendur undir svefninn með tali og tónum. 00.10 Næturútvarp. Rafn Jónsson stendur vaktina til morguns. 2.00 Á frivaktinni. Þóra Mar- teinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. (Endurtekinn þáttur frá mánudags- morgni, þá á rás 1.) Fréttir sagöar kl. 7.00, 8.00 9.00, 10.00, 11.00, 15.00Í 16.00, 17.00, 18.00, 22.00 og 24.00. BY L GJAN FIMMTUDAGUR 26. mars 07.00—09.00 Á fætur með Siguröi G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður Iftur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar, gömul og ný. Tapaö — fund- ið, opin lína, mataruppskrift- ir og sitthvaö fleira. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Harðar- dóttur. Fréttapakkinn. Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgj- ast með því sem helst er í fréttum, segja frá og spjalla við fólk. Flóamarkaðurinn erádagskráeftirkl. 13.00. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Péturspil- ar siðdegispoppiö og spjall- ar við hlustendur og tónlistarmenn. Tónlistar- gagnrýnendur segja álit sitt á nýútkomnum plötum. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Ásta R. Jóhann- esdóttir í Reykjavfk siðdeg- is. Þægileg tónlist hjá Ástu, hún lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólkið sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—20.00 Tónlist með léttum takti. Fréttir kl. 19.00. 20.00—21.30 Jónfna Leós- dóttir á fimmtudegi. Jónína tekur á móti kaffigestum og spilar tónlist aö þeirra ' smekk. 21.30—23.00 Spurningaleikur Bylgjunnar. Jón Gústafsson stýrir verðlaunagetraun um popptónlist. 23.00—24.00 Vökulok. Frétta- tengt efni og þægileg tónlist í umsjá Karls Garðarssonar fréttamanns. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upp- lýsingar um veöur og flug- samgöngur. Fréttirkl. 3.00. Dagskrár ALFA, Utrásar og svœðisútvarps Akur- eyrar er á bls. 62 f blaftlnu f dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.