Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 33 Tjáning Selurinn Jónas stingur trýninu í handarbak Ady D'Ettorre, varðarí sædýrasafninu í Sidney.og þakkarfyrir matargjöf. Ahorfendur gátu fylgst með gegnum glugga á selalauginni er Jónas snæddi neðansjávar. Reuter Fingraf ör Caseys má sjá alls staðar Haf ði bein afskipti af hernaðaraðstoðinni til kontraskæruliða - segir The New York Times BLAÐIÐ New York Times hélt því fram í gær, að Will- iam Casey, fyrrum yf irmaður bandarísku leyniþjónustunn- ar (CIA) hefði haft bein Bandaríkin: Neyðarástand vegna fár- viðris á Sléttunum miklu New York, AP. ÖVEÐUR geysaði þriðja daginn í röð á Sléttunum miklu og hefur því fylgt mikil fannkoma. Tvö dauðsföll eru rakin til veðursins og þúsundir heimila eru rafmagnslaus eftir að raflínur slitnuðu. Neyðarástandi var lýst í 46 sýslum í Kansas-ríki í fyrradag og var því ekki aflétt í gær. Snjóað hefur gífurlega í Kansas og einnig í Suður-Dakóta og Nebraska. Óttast er um afdrif fólks, sem bíður í bifreiðum, sem festst hafa í snjó þar. Veður fór versnandi í Okla- hóma, hluta Texas, austurhluta Colorado og hluta Nebraska. Á þessum svæðum féll 15-35 sentimetra jafnfallinn snjór í fyrradag og var spáð áfram- haldandi snjókomu í gær. í hvassviðrinu safnaðist snjórinn víða saman í skafla og reyndust þeir allt að 2,5 metra háir í Oklahóma. í Oklahómaríki slitnuðu Reuter Þing kín verska kommúnistaflokksins sett ZHAO Ziyang, forsætisráðherra Kína, settí árlega samkomu kínverska þjóðþingsins í gær. Hann hét því að endurbótum á sviði efnahagsmála yrði haldið áfram, en lagði áherslu á að á þessu ári þyrfti að herða sultarólarnar og takast á við litla framleiðni. Zhao sagði að næst mikilvægasta verkefni á þessu ári væri að bæla niður „borgaralegt frjálslyndi" og átti hann þar við tilhneigingu til að taka vestræn gildi og kapitalisma fram yfir sósíalisma. 2719 fulltrú- ar voru viðstaddir setningu þingsins, sem stendur sextán daga. Þeirra á meðal var Hu Yaobang, fyrrum aðalritari kínverska komm- únistaflokksins og á myndinni kastar Yu Ziuli, sem situr í stjórn- málaráðs kommúnistaflokksins, kveðju á hann. Þetta er fyrsta sinni, sem Hu kemur fram opinberlega síðan hann sagði af sér embætti í janúar. 15,4%Eþíópaflutt irauðungarflutningi Addig Abatw. Reuter. UM 5,7 milljónir manna voru fluttar nauðungarflutningi frá þurrkasvæðunum í Norður-Eþíópíu til suðvesturhlut- ans, sem er frjósamari og strjálbýlli. Kom þetta fram í ræðu Mengistu Haile Mariam, leiðtoga Eþíópíu. Á miðstjórnarfundi Verka- efhahagsástandinu og kenndi mannaflokks Eþíópíu sagði Mengistu, að 15,4% þjóðarinn- ar hefðu verið flutt til nýrra heimkynna í 5.176 þorpum og að enn væri verið að vinna að nýjum byggðum, 6.000 talsins. Mengistu gaf ófagra lýsingu á aðallega um verðfallinu á kaffi, sem staðið hefur undir 60% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Sagði hann, að iðnvæðingar- áætlanir stjórnarinnar hefðu ekki staðist og því yrði áfram „skortur á vissum iðnvarningi". raflínur svo rafmagn fór af þús undum heimila. Opnuð voru sem neyðarskýli til að hýsa fólk, sem komst í vandræði vegna ófærð- ar og rafmagnsleysis. Meðal annars komust hópar af skóla- fólki ekki til sinna heima og hafa gist í skýlunum. í Suður- Dakóta var lýst eftir sjálfboða- liðum til að moka sandi í sekki, nota átti í varnargarða vegna flóðahættu í austurhluta ríkisins. Vegna blindbyls og hvassviðris var þjóðbrautinni Interstate 70 frá Burlington í Colorado að landamærum Kans- asríkis lokað. afskipti af hernaðaraðstoð þeirri, sem Bandaríkjamenn veittu til uppreisnarmanna í Nicaragua. Blaðið kvaðst hafa þetta eftir þremur mönnum í nefnd þeirri, sem öldungadeild Bandaríkja- þings skipaði á sínum tíma til þess að rannsaka vopnasöluna til írans. Blaðið nafngreindi heimildarmenn sína hins vegar ekki. „Það má sjá fingraför Caseys alls staðar. Oliver North þurfti örugglega á sérþekkingu og að- stoð CIA að halda til þess að gera allt það, sem hann gerði í Mið-Ameríku," hefur New York Times eftir einum heimildar- mannanna. Blaðið Washington Post hélt því fram, að sennilega yrðu veik- indi Caseys þess valdandi, að hann gæti ekki borið vitni, er hafa myndi í för með sér miklar eyður í allri frekari rannsókn málsins. 30 ár frá stofnun Evrópubandalagsins: Aldagömul deiluefni kveðin niður og stuðlað að sáttum Haldið upp á áf angann um alla Evrópu Kóm, París, AP, Reuter. LEH)TOGAR Evrópuríkja fögnuðu því í gær að þrjátíu ár voru liðin frá því að stof n- sáttmáli Evrópubandalagsins var undirritaður f Róm. Luku þeir í ræðum sínum lof i á þann árangur, sem Evrópuríki hafa náð í að kveða niður aldagömul deiluefni. Pánar tólf aðildarríkja Evrópu- bandalagsins blöktu á ráðhúsinu í Róm. Jaques Delors, forseti fram- kvæmdanefndar Evrópubanda- lagsins, sagði að þrír áratugir bandalags hefðu komið í stað átaka, ýfinga og styrjalda um ald- ir. :- Á Campadoglio-torgi fyrir framan ráðhúsið komu stuðnings- menn róttæka flokksins á ítalíu saman og settu á svið jarðarför. Tilgangur hennar var að sýna að þeir væru ekki sannfærðir um að Evrópa stæði sameinuð. Héldu mótmælendur á líkkistu, sem sveipuð var bláum fána Evrópu- bandalagsins með tólf gylltum stjðrnum, einni fyrir hvert aðild- arríki. Um eitt hundrað manns voru viðstaddir athöfnina í ráðhúsinu. Þar á meðal voru sex þeirra, sem undirrituðu sáttmálann fyrir þremur áratugum, forseti Evrópu- þingsins, sir Henry Plumb, og Leo Tindemans, utanríkisráðherra Belgíu, var í forsvari fyrir Evrópu- ráðið. Francesco Cossiga forseti leiddi ítölsku sendinefndina. Framkvæmdanefnd Evrópu- bandalagsins hélt fund í Róm á þriðjudag, en hún hefur hingað til eingöngu fundað í Brussel í Belgíu. Reuter De Rykera, fulltrúi ungra evr- ópskra sameiningarsinna, heldur hér á lofti stækkuðu eintaki af evrópumyntínni (ECU) fyrir utan skrifstofur efnahagsnefndar Evrópu- bandalagsins. De Ryckera afhenti síðar Martens forsætis- ráðherra myntina og hvatti hann til að skora á alla íbúa aðíldarrikja Evrópubandalags- ins að nota evrópumyntina. Tilefni þessa var þrjátíu ára afmæli bandalagsins. „Þessir dagar í Róm hafa fyrst og fremst táknrænt gildi," sagði Tom Normanton, fulltrúi Breta í stjórnmálanefnd Evrópubanda- lagsins. „En þegar tákn gera okkur kleift að ræðast við og móta hugmyndir, geta þær hrund- ið umfangsmiklum breytingum af stað." Afmælinu var fagnað í öðrum ríkjum Evrópubandalagsins. Francois Mitterrand Frakk- landsforseti og Jaques Chirac forsætisráðherra stjórnuðu athöfn í hellirigningu við Sigurbogann í París og meðfram breiðgötunni Champs Elysees höfðu fánar að- ildarríkjanna verið dregnir að húni ásamt fána Evrópubandalagsins. Söngur Evrópu, Óður til gleðinnar úr níundu sinfóníu Beethovens, var leikinn og Mitterrand og Chirac lögðu blómsveiga á gröf óþekkta hermannsins, í minningu um styrjöldina, sem leiddi til stofnunar Evrópubandalagsins. Chirac sendi skilaboð til leið- toga annarra Evrópubandalags- ríkja og sagði að Evrópa þyrfti að standa saman í gjaldeyris- og efnahagsmálum, þannig að mark yrði tekið á, ef álfan ætti að geta ráðið einhverju um framtíð sína. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, sagði að Evrópu- bandalagið hefði átt drjúgan þátt í að sættir náðust eftir heimsstyrj- öldina síðari, en tók einnig fram að endurbóta væri þörf í land- búnaðar- og efnhagsstefnu þess. Evrópusáttmálinn var undirrit- aður 25. mars árið 1957, með það að leiðarljósi að sameina Evrópu. Undir hann rituðu ítalar, Frakk- ar, Vestur-Þjóðverjar, Belgar, Hollendingar og Lúxemborgarar. Síðan þá hafa Danir, Bretar, Irar, Grikkjar, Spánverjar og Portúgal- ar gengið í Evrópubandalagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.