Morgunblaðið - 26.03.1987, Page 33

Morgunblaðið - 26.03.1987, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 33 Reuter Þing kínverska kommúnistaflokksins sett ZHAO Ziyang, forsætisráðherra Kina, setti árlega samkomu kínverska þjóðþingsins í gær. Hann hét því að endurbótum á sviði efnahagsmála yrði haldið áfram, en lagði áherslu á að á þessu ári þyrfti að herða sultarólamar og takast á við litla framleiðni. Zhao sagði að næst mikilvægasta verkefni á þessu ári væri að bæla niður „borgaralegt ftjálslyndi" og átti hann þar við tilhneigingu til að taka vestræn gildi og kapitalisma fram yfir sósíalisma. 2719 fulltrú- ar voru viðstaddir setningu þingsins, sem stendur sextán daga. Þeirra á meðal var Hu Yaobang, fyrrum aðalritari kínverska komm- únistaflokksins og á myndinni kastar Yu Ziuli, sem situr í stjórn- málaráðs kommúnistaflokksins, kveðju á hann. Þetta er fyrsta sinni, sem Hu kemur fram opinberlega síðan hann sagði af sér embætti í janúar. 15,4% Eþíópa flutt nauðungarflutningí AddÍH Ababa. Reutcr. UM 5,7 milljónir manna voru fluttar nauðungarflutningi frá þurrkasvæðunum í Norður-Eþíópíu til suðvesturhlut- ans, sem er frjósamari og strjálbýlli. Kom þetta fram i ræðu Mengistu Haile Mariam, leiðtoga Eþíópíu. Á miðstjómarfundi Verka- efnahagsástandinu og kenndi mannaflokks Eþíópíu sagði Mengistu, að 15,4% þjóðarinn- ar hefðu verið flutt trl nýrra heimkynna í 5.176 þorpum og að enn væri verið að vinna að nýjum byggðum, 6.000 talsins. Mengistu gaf ófagra lýsingu á aðallega um verðfallinu á kaffi, sem staðið hefur undir 60% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Sagði hann, að iðnvæðingar- áætlanir stjómarinnar hefðu ekki staðist og því yrði áfram „skortur á vissum iðnvamingi". 30 ár frá stofnun Evrópubandalagsins: Aldagömul deiluefni kveðin niður og stuðlað að sáttum Haldið upp á áfangann um alla Evrópu Róm, París, AP, Reuter. LEIÐTOGAR Evrópuríkja fögnuðu því í gær að þrjátíu ár voru liðin frá því að stofn- sáttmáli Evrópubandalagsins var undirritaður i Róm. Luku þeir í ræðum sínum lofi á þann árangur, sem Evrópuríki hafa náð í að kveða niður aldagömul deiluefni. Fánar tólf aðildarríkja Evrópu- bandalagsins blöktu á ráðhúsinu í Róm. Jaques Delors, forseti fram- kvæmdanefndar Evrópubanda- lagsins, sagði að þrír áratugir bandalags hefðu komið í stað átaka, ýfínga og styijalda um ald- ir. A Campadoglio-torgi fyrir framan ráðhúsið komu stuðnings- menn róttæka flokksins á Ítalíu saman og settu á svið jarðarför. Tilgangur hennar var að sýna að þeir væru ekki sannfærðir um að Evrópa stæði sameinuð. Héldu mótmælendur á líkkistu, sem sveipuð var bláum fána Evrópu- bandalagsins með tólf gylltum stjömum, einni fyrir hvert aðild- arríki. Um eitt hundrað manns voru viðstaddir athöfnina í ráðhúsinu. Þar á meðal voru sex þeirra, sem undirrituðu sáttmálann fyrir þremur áratugum, forseti Evrópu- þingsins, sir Henry Plumb, og Leo Tindemans, utanríkisráðherra Belgíu, var í forsvari fyrir Evrópu- ráðið. Francesco Cossiga forseti leiddi ítölsku sendinefndina. Framkvæmdanefnd Evrópu- bandalagsins hélt fund í Róm á þriðjudag, en hún hefur hingað til eingöngu fundað í Brussel í Belgíu. Reuter De Rykera, fulltrúí ungra evr- ópskra sameiningarsinna, heldur hér á lofti stækkuðu eintaki af evrópumyntinni (ECU) fyrir utan skrifstofur efnahagsnefndar Evrópu- bandalagsins. De Ryckera afhenti siðar Martens forsætis- ráðherra myntina og hvatti hann til að skora á alla ibúa aðildarríkja Evrópubandalags- ins að nota evrópumyntina. Tilefni þessa var þijátíu ára afmæli bandalagsins. „Þessir dagar í Róm hafa fyrst og fremst táknrænt gildi," sagði Tom Normanton, fulltrúi Breta í stjómmálanefnd Evrópubanda- lagsins. „En þegar tákn gera okkur kleift að ræðast við og móta hugmyndir, geta þær hmnd- ið umfangsmiklum breytingum af stað." Afmælinu var fagnað í öðmm ríkjum Evrópubandalagsins. Francois Mitterrand Frakk- landsforseti og Jaques Chirac forsætisráðherra stjómuðu athöfn í hellirigningu við Sigurbogann í París og meðfram breiðgötunni Champs Elysees höfðu fánar að- ildarríkjanna verið dregnir að húni ásamt fána Evrópubandalagsins. Söngur Evrópu, Óður til gleðinnar úr níundu sinfóníu Beethovens, var leikinn og Mitterrand og Chirac lögðu blómsveiga á gröf óþekkta hermannsins, í minningu um styijöldina, sem leiddi til stofnunar Evrópubandalagsins. Chirac sendi skilaboð til leið- toga annarra Evrópubandalags- ríkja og sagði að Evrópa þyrfti að standa saman í gjaldeyris- og efnahagsmálum, þannig að mark yrði tekið á, ef álfan ætti að geta ráðið einhveiju um framtíð sína. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, sagði að Evrópu- bandalagið hefði átt drjúgan þátt í að sættir náðust eftir heimsstyij- öldina síðari, en tók einnig fram að endurbóta væri þörf í land- búnaðar- og efnhagsstefnu þess. Evrópusáttmálinn var undirrit- aður 25. mars árið 1957, með það að leiðarljósi að sameina Evrópu. Undir hann rituðu ítalar, Frakk- ar, Vestur-Þjóðveijar, Belgar, Hollendingar og Lúxemborgarar. Síðan þá hafa Danir, Bretar, írar, Grikkjar, Spánveijar og Portúgal- ar gengið í Evrópubandalagið. Tjáning Selurinn Jónas stingur trýninu I handarbak Ady D’Ettorre, varðarí sædýrasafninu í Sidney, og þakkar fyrir matargjöf. Áhorfendur gátu fylgst með gegnum glugga á selalauginni er Jónas snæddi neðansjávar. Fingraför Caseys má sjá alls staðar Hafði bein afskipti af hernaðaraðstoðinni til kontraskæruliða - segir The New York Times BLAÐIÐ New York Times hélt því fram í gær, að Will- iam Casey, fyrrum yfirmaður bandarísku leyniþjónustunn- ar (CIA) hefði haft bein Bandaríkin: Neyðarástand vegna fár- viðris á Sléttunum miklu ^ New York, AP. ÓVEÐUR geysaði þriðja daginn í röð á Sléttunum miklu og hefur því fylgt mikil fannkoma. Tvö dauðsföll eru rakin til veðursins og þúsundir heimila eru rafmagnslaus eftir að raflínur slitnuðu. Neyðarástandi var lýst í 46 sýslum í Kansas-ríki í fyrradag og var því ekki aflétt í gær. Snjóað hefur gífurlega í Kansas og einnig í Suður-Dakóta og Nebraska. Óttast er um afdrif fólks, sem bíður í bifreiðum, sem festst hafa í snjó þar. Veður fór versnandi í Okla- hóma, hluta Texas, austurhluta Colorado og hluta Nebraska. Á þessum svæðum féll 15-35 sentimetra jafnfallinn snjór í fyrradag og var spáð áfram- haldandi snjókomu í gær. í hvassviðrinu safnaðist snjórinn víða saman í skafla og reyndust þeir allt að 2,5 metra háir í Oklahóma. í Oklahómaríki slitnuðu raflínur svo rafmagn fór af þús- undum heimila. Opnuð voru neyðarskýli til að hýsa fólk, sem komst í vandræði vegna ófærð- ar og rafmagnsleysis. Meðal annars komust hópar af skóla- fólki ekki til sinna heima og hafa gist í skýlunum. í Suður- Dakóta var lýst eftir sjálfboða- liðum til að moka sandi í sekki, sem nota átti í vamargarða vegna flóðahættu í austurhluta ríkisins. Vegna blindbyls og hvassviðris var þjóðbrautinni Interstate 70 frá Burlington í Colorado að landamærum Kans- asríkis lokað. afskipti af hemaðaraðstoð þeirri, sem Bandaríkjamenn veittu til uppreisnarmanna í Nicaragua. Blaðið kvaðst hafa þetta eftir þremur mönnum í nefnd þeirri, sem öldungadeild Bandaríkja- þings skipaði á sínum tíma til þess að rannsaka vopnasöluna til írans. Blaðið nafngreindi heimildarmenn sína hins vegar ekki. „Það má sjá fingraför Caseys alls staðar. Oliver North þurfti örugglega á sérþekkingu og að- stoð CIA að halda til þess að gera allt það, sem hann gerði í Mið-Ameríku,“ hefur New York Times eftir einum heimildar- mannanna. Blaðið Washington Post hélt því fram, að sennilega yrðu veik- indi Caseys þess valdandi, að hann gæti ekki borið vitni, er hafa myndi í för með sér miklar eyður í allri frekari rannsókn málsins. Reuter

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.