Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ ísfirðingar einangraðir ÍSAFJÖRÐUR hefur verið svo til einangraður frá því á f immtudag í síðustu viku en þá tókst Flug- leiðum að halda uppi áætlunar- flugi þangað síðast. Vegna snjóa hafa samgöngur á landi einnig legið niðri að mestu, en varðskip kom til bæjarins í vikubyrjun og flutti þaðan farþega á suðurfirð- ina. Þess má geta að bæjarstjór- inn á ísafirði hefur verið veðurtepptur í Reykjavík síðan á fðstudag. í samtali við Morgunblaðið sagði Magnús Reynir Guðmundsson bæj- arritari á ísafirði að vegna dimm- viðris og sviptivinda hefðu flugvélar Plugleiða ekki getað lent á ísafjarð- arflugvelli síðustu viku þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Ekki væri heldur hægt að nota flugvöllinn á Þing- eyri sem varaflugvöll því Breiða- dalsheiði væri ófær vegna snjóa. Magnús sagði að þetta ástand sýndi þörfina á að bæta samgöngur á Vestfjörðum svo þær yrðu viðun- andi á nútímavísu. Samkomuhús Vestmannaeyja: Stuðmenn meðal nýrra eigenda Vestmannaeyjum. STUÐMENN eru í hópi hluthafa í nýju hlutafélagi sem stofnað var í Vestmannaeyjum um helg- ina. Félagið heitir Stórhöfði hf. og er stofnað til að kaupa og reka Samkomuhús Vestmanna- eyja. Það er hlutafélag þeirra Stuð- manna, Sýrland hf. sem er skráð fyrir hlut í félaginu. Meðal hluthafa í þessu nýja félagi er Pálmi Lórens- son veitingamaður og hótelstjóri sem á skemmtistaðina Gestgjafinn og Skansinn og Hótel Gestgjafinn. Einnig eru hluthafar nokkrir ein- staklingar í Eyjum og í Reykjavík. Pálmi Lórensson segir í viðtali við vikublaðið Fréttir að það liggi fyrir að taka húsið í gegn og um- bylta því en hönnunarvinna arki- tekts mun taka um tvo mánuði. Fram kemur hjá Pálma að kaup- verð hússins sé 29 milljónir króna. Samkomuhúsið var í eigu Sjálf- stæðisfélagana í Eyjum, Kvenfé- lagsins Líkn og nokkurra einstakl- inga. Enginn rekstur hefur verið í húsinu í marga mánuði og það ve- rið undir uppboðsbeiðnum. -hkj. 1 Einar Birkir Guðbergsson Lést af slysförum LITLI drengurinn, sem lést af slysf örum á mánudag, hét Einar Birkir Guðbergsson, til heimilis að Hraunbæ 164. Einar Birkir lést er hann varð undir járnhurð. Hann var á fjórða ári, fæddur 17. júlí 1983. Dramaten til Is- lands í lok apríl? Lena Nyman í hlutverki Uglu. VIÐRÆDUR hafa staðið yfir að undanförnu milli Þjóðleik- hússins og Kungliga Dramat- iska Teatern í Stokkhólmi, um að fá „En liten ö i havet," söng- leik Hans Alfrcdson, til íslands. Söngleikurinn er gerður eftir sögu Halldórs Laxness, Atóm- stöðinni. Áætlað hefur verið að frumsýna söngleikinn hér í Þjóðleikhúsinu 23. apríl næstkomandi í tilefni af 85 ára afmæli Halldórs Laxness. Síðan hefur verið áætluð sýning 24. apríl og tvær þann 25. apríl. Þegar Morgunblaðið leitaði staðfestingar á heimsókn Dra- maten til Þjóðleikhússins, kváðu forsvarsmenn hússins leikhópinn, sem telur 46 manns, reiðubúinn að koma. Hinsvegar hefði ekki verið tekin endanleg ákvörðun, þar sem allt flug væri fullbókað frá Stokkhólmi á þessum tíma. Söngieikurinn mun vera sýndur nokkuð þétt í Stokkhólmi við mikla aðsókn og þyrfti hópurinn því að koma hingað 22. aprfl og fara aftur þann 26. apríl. Ekki munu vera nema 10—15 sæti laus til íslands á þessum tíma, svo ekki er útséð um hvort íslending- ar fá að berja sðngleik þennan augum. Síðustu ændingar af okkar vinsælu femmigarMjum komnar KARNABÆR Laugavegi 66, simi 45800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.