Morgunblaðið - 26.03.1987, Page 3

Morgunblaðið - 26.03.1987, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ^ARZ 3 Isfirðingar einangraðir ÍSAFJÖRÐUR hefur verið svo tíl einangraður frá því á fimmtudag í síðustu viku en þá tókst Flug- leiðum að halda uppi áœtlunar- flugi þangað síðast. Vegna snjóa hafa samgöngur á landi einnig legið niðri að mestu, en varðskip kom til bæjarins í vikubyijun og flutti þaðan farþega á suðurfirð- ina. Þess má geta að bæjarstjór- inn á ísafirði hefur verið veðurtepptur í Reykjavík síðan á föstudag. í samtali við Morgunblaðið sagði Magnús Reynir Guðmundsson bæj- arritari á ísafírði að vegna dimm- viðris og sviptivinda hefðu flugvélar Flugleiða ekki getað lent á ísafjarð- arflugvelli síðustu viku þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Ekki væri heldur hægt að nota flugvöllinn á Þing- eyri sem varaflugvöll því Breiða- dalsheiði væri ófær vegna snjóa. Magnús sagði að þetta ástand sýndi þörfina á að bæta samgöngur á Vestfjörðum svo þær yrðu viðun- andi á nútímavísu. Samkomuhús V estmannaeyja: Stuðmenn meðal nýrra eigenda Vestmannaeyjum. STUÐMENN eru í hópi hluthafa í nýju hlutafélagi sem stofnað var i Vestmannaeyjum um helg- ina. Félagið heitir Stórhöfði hf. og er stofnað til að kaupa og reka Samkomuhús Vestmanna- eyja. Það er hlutafélag þeirra Stuð- manna, Sýrland hf. sem er skráð fyrir hlut í félaginu. Meðal hluthafa í þessu nýja félagi er Pálmi Lórens- son veitingamaður og hótelstjóri sem á skemmtistaðina Gestgjafínn og Skansinn og Hótel Gestgjafínn. Einnig eru hluthafar nokkrir ein- staklingar í Eyjum og í Reykjavík. Pálmi Lórensson segir í viðtali við vikublaðið Fréttir að það liggi fyrir að taka húsið í gegn og um- bylta því en hönnunarvinna arki- tekts mun taka um tvo mánuði. Fram kemur hjá Pálma að kaup- verð hússins sé 29 milljónir króna. Samkomuhúsið var í eigu Sjálf- stæðisfélagana í Eyjum, Kvenfé- lagsins Líkn og nokkurra einstakl- inga. Enginn rekstur hefur verið í húsinu í marga mánuði og það ve- rið undir uppboðsbeiðnum. -hkj. Einar Birkir Guðbergsson Lést af slysförum LITLI drengurinn, sem lést af slysförum á mánudag, hét Einar Birkir Guðbergsson, til heimilis að Hraunbæ 164. Einar Birkir lést er hann varð undir járnhurð. Hann var á fjórða ári, fæddur 17. júlí 1983. Dramaten til Is- lands í lok apríl? VIÐRÆÐUR hafa staðið yfir að undanförnu milli Þjóðleik- hússins og Kungliga Dramat- iska Teatern í Stokkhólmi, um að fá „En liten ö i havet," söng- leik Hans Alfredson, til Islands. Söngleikurinn er gerður eftir sögu Halldórs Laxness, Atóm- stöðinni. Áætlað hefur verið að frumsýna söngleikinn hér í Þjóðleikhúsinu 23. apríl næstkomandi í tilefni af 85 ára afmæli Halldórs Laxness. Síðan hefur verið áætluð sýning 24. apríl og tvær þann 25. apríl. Þegar Morgunblaðið leitaði staðfestingar á heimsókn Dra- maten til Þjóðleikhússins, kváðu forsvarsmenn hússins leikhópinn, sem telur 46 manns, reiðubúinn að koma. Hinsvegar hefði ekki verið tekin endanleg ákvörðun, þar sem allt flug væri fullbókað frá Stokkhólmi á þessum tíma. Söngleikurinn mun vera sýndur nokkuð þétt í Stokkhólmi við mikla aðsókn og þyrfti hópurinn því að koma hingað 22. apríl og fara aftur þann 26. apríl. Ekki munu vera nema 10—15 sæti laus til íslands á þessum tíma, svo ekki er útséð um hvort íslending- ar fá að beija söngleik þennan augum. Síðustu sendingar af okkar vinsælu femángaifötum komnar Föt kr. 7490.- Skyrtur m/prjóni kr. 1890.- Leðurjakkar kr. 14.800.- Stakar buxur kr. 2790.- Bindi frá kr. 690.- Bindi og klútar og margt fleira. Hægt að fá staka prjóna í skyrtur. REYKLAUS uhuur A MORGUAI TakmarfcaerroyMausthnrf (Í^í KARNABÆR P Laugavegi 66, sími 45800 JL Austurstræti 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.