Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ ffclk í fréttum Framkvæmdastjóri „karlaklúbbsins", BÍKR, Hanna Símonardóttir, stýrir nú 300 manna félagi rallökumanna og skipuleggur Tommarallið um næstu helgi. Hún var keppnisstjóri Ypsilon-rallsins í fyrra og hampar hér verðlaunagripum þeirrar keppni. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Hanna er bifvélavirki að mennt og smíðaði rallbíl handa eiginmanninum. Hér vinnur hún í keppnis- bilnum, að sjálfsögðu með bros á vör. „Smíðaði rallbíl handa eiginmanninum“ Tvítug stúlka ráðin framkvæmdastjóri Bifreiðalþróttaklúbbs Reykjavíkur Hún lætur sig ekki muna um að þeysa reglulega ofan úr Borgarfirði í höfuðborgina til að stjórna á þriðja hundrað karl- mönnum. 21 árs sveitastúlka, Hanna Símonardóttir frá bænum Jaðri í Borgarfirði, var nýlega * ráðin framkvæmdastjóri Bif- reiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur, en klúbburinn er nær eingöngu skipaður karlmönnum. Að auki er hún keppnissljóri fyrir Tommarallið um næstu helgi, sem er fyrsta rallkeppni ársins og gefur stig í íslandsmeistara- keppninni. Hanna er enginn nýgræðingur á sviði rallinála, hún var keppnisstjóri rallkeppni í fyrra og hefur haft ódrepandi áhuga á rallakstri frá þrettán ára aldri. „Það er kannski skrítið að vera innan um alla þessa karlmenn, en ég tek samt aldrei eftir því nema bent sé á það,“ sagði Hanna aðspurð hvort það væri ekki einkennileg tilfinning að vera í hálf- gerðum karlaklúbbi. „Ég æfði fótbolta á mínum yngri árum innan um 20 karlmenn, þannig að ég er vön þessu. Ég hef ánetjast rallinu og er ekkert að eltast við þessa karla," sagði Hanna í gamansömum tón. „Stjóm klúbbsins hringdi í mig um daginn og bauð mér starfíð. Ég sló til, því ég hef unnið við bif- vélavirkjun, en verð að hætta því vegna bakmeiðsla. Ég hef mjög gaman af bifvélavirkjun og lærði í iðnskólanum. Ég gæti ekki búið hér nema af því pabbi á bflaverkstæði héma við hliðina. Þar hef ég smíðað rallbfl handa eiginmanni mínum. Við ætluðum að keppa saman í sumar, en bakið hindrar það og bróðir minn fer í minn stað í að- stoðarökumannssætið. Undanfarin tvö ár höfum við smíðað Escort- rallbfl sem verður með sæmilega kraftmikla vél, góða íjöðrun og bremsur." Hanna hefur margoft ekið í rall- keppni, m.a. með föður sínum. „Við lentum aldrei aftar en í áttunda sæti á Subaru og gekk vel miðað við ástand bflsins. Ég fékk ralláhug- ann 13 ára gömul og ýtti pabba af stað aftur þegar ég var 15 ára og nógu gömul til að keppa sjálf. Síðar fór ég með öðrum ökumanni í Dalarallið. Við lentum út í skurði, en komumst á stað aftur. Stuttu síðar fórum við stangarstökk á drif- skaftinu, sem brotnaði, og hent- umst út f móa og úr keppni. Það var rosalega gaman! Það er mikið verk fyrir höndum. íslandsmeistarakeppnin er að byija og við verðum með sparakstur og rally-cross-keppni á okkar snærum. Ljómarallið verður stór þáttur í verkefnum sumarsins, von er á út- lendingum, m.a. frá Tékkóslóvakíu og Englandi. Svo er stórmál að fá almenning til að skilja að við erum engir blábjánar og að rallakstur er íþrótt. í Finnlandi erþettat.d. alvin- sælasta íþróttin, enda eiga þeir fremstu ökumenn heims. Strákamir okkar eru líka góðir í akstri, en þeir mættu gjaman vera duglegri í klúbbstarfinu, ekki bara í orði heldur á borði," sagði Hanna. COSPER ©PIB At= 'W. C05PER. /036Ó — Hann fær ís fyrir að lofa að reykja ekki fyrr en hann er orðinn stúdent. Tina Turner kemst í kast við þýsku lögin Mtlnchen, frá Bergfljótu Friðriksdóttur, fréttaritara Morgunblaðsms. Afmælisgjöf sem bandaríska rokkstjaman Tina Tumer færði kunningja sínum hér í Miinchen fyrir skömmu gæti orðið henni nokkuð dýrkeypt ef marka má frétt sem birtist í Suddeutsche Zeitung á dögunum. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu hóf Tina Tumer hljóm- leikaferð sína um Þýskaland í Munchen í byijun marsmánaðar. Á meðan á dvöl hennar hér stóð átti kunningi hennar, Marcel Avr- um, afmæli, en sá stjómar hljómleikahaldi rokksöngkonunn- ar. Við hæfi þótti að halda upp á afmælið með veglegum hætti og varð skemmtistaðurinn „P 1“ fyr- ir valinu, en þangað fer maður ef maður vill rekast á frægt og ríkt fólk. Tina Tumer, sem sjaldnast fer troðnar slóðir og er þá sama hvað hún tekur sér fyrir hendur, lét prenta níu þúsund „falsaða" 500 marka seðla og var mynd af af- mælisbaminu á seðlunum í stað hinnar hefðbundnu myndar. Segir sagan að peningaseðlunum hafi bókstaflega rignt niður á skemmtistaðnum við góðar undir- tektir viðstaddra. Tina Tumer I miklum ham á hljómleikunum { MUnchen fyrr { þessum mánuði. Falsaði peningaseðillinn með mynd af afmælisbarninu, kunn- ingja Tinu. Allt var þetta auðvitað gert í gríni, segir Tina, og ekki ætlun viðstaddra að reyna að nota föls- uðu peningana á óheiðarlegan hátt, enda má ætla að afmælis- bamið svo og gestir hans hafi nóg handa á milli. Saksóknarinn hér í borg er hins vegar á öðm máli og hefur tekið mál þetta til um- fjöllunar. Komi í ljós að ætlunin hafi verið að nota folsuðu pening- ana getur Tina Tumer átt yfir höfði sér fimm til tíu þúsund marka sekt, sem samsvarar 100 til 200 þúsund íslenskum krónum. Reuter. Stutt vetrarpils ítalski tískuhönnuðurinn Emanuel Ungaro, er eins og aðrir tískuhönn- uðir, farinn að hugsa fyrir því hvemig konur eigi að klæða sig næsta vetur. Á þriðjudag hélt hann tískusýningu í París, þar sem döm- umar klæddust m.a. stuttum leðurpilsum og flanneljökkum með stómm herðapúðum. Ekki beint heppilegt fyrir íslenska veðráttu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.