Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 1
r 96 SÍÐUR B tvgmiliIaMfr STOFNAÐ 1913 71.tbl.75.árg. FIMMTUDAGUR 26. MARZ Prentsmiðja Morgunblaðsins Talsmenn skæruliða: Skipulögð útrým- ingarherferð í N-Afganistan 230 Pakistanir hafa láta lífið í árás- um afganskra orrustuþotna Islamabad AP, Keuler. MORG hundruð óbreyttra borgara og skæruliða hafa verið drepin að undanförnu í grimmilegum árásum, sem Sovétmenn hafa gert úr lofti og á landi í Norður-Afganist- an. Segja talsmenn skæruliða, að þar sé nú stunduð skipuleg útrýmingarherferð. Afgansk- ar orrustuþotur réðust aftur í gær á þorp í Pakistan og hafa þær þá ráðist á fjögur þorp á nokkrum dögum. Talsmenn Jamiat-I-Islami, stærstu skæruliðahreyfíngarinnar í Norður-Afganistan, segja frá gífurlegri eyðileggingu og mann- drápum í Kunduz-héraði, sem liggur að Sovétríkjunum. Hafi tugir eða hundruð sovéskra orr- ustuvéla og fallbyssuþyrlna gert stanslausar árásir á þorp og bæi í héraðinu og þeim síðan fylgt eftir með sókn fjölmenns herliðs á landi. Hundruð eða þúsundir óbreyttra borgara hafa fallið í þessum hernaðaraðgerðum, sem skæruliðar segja, að sé skipulögð útrýmingarherferð gegn því fólki, sem býr næst Sovétríkjunum. Sovétmenn hófu árásirnar 14. mars sl., fimm dögum eftir að skæruliðar höfðu skotið flug- skeytum inn yfir sovéskt land- svæði. Afganskar orrustuþotur réðust í dag á þorp í Pakistan og létu a.m.k. 80 manns lífið og á mánu- dag var ráðist á þrjú þorp og lágu þá um 150 manns eftir í valnum. Najib, leiðtogi afganskra komm- únista, hefur ekkert um árásirnar sagt en þær fyrri voru gerðar á þjóðhátíðardegi Pakistana, sem hafa mótmælt harðlega þessum „villimannlegu ódæðisverkum" og áskilið sér rétt til gagnráðstaf ana. Reuter Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, ræðir við utanríkisráðherra Varsjárbandalagsins. Þeir hafa skorað á Vesturveldin að samþykkja tillögur um meðaldrægu eldflaugarnar en vilja geyma viðræður um skammdrægu eldflaugarnar. UtanríkisráðherrafundurVarsjárbandalagsins: Engar viðræður um skammdrægar flaugar - nema fyrst verði samið um meðaldrægu flaugarnar Moskvu. AP, Reuter. Utanríkisráðherrar Varsjár- bandalagsríkjanna luku í gær tveggja daga viðræðum í Moskvu og skoruðu á Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra að sam- þykkja tillögu Sovétmanna um brottflutning aUra meðaldrægra eldflauga frá Evrópu. Aðstoðar- utanríkisráðherra Sovétríkjanna veik að áhyggjum vestrænna ríkja af því, að Sovétmenn ráða yfir mörgum sinnum fleiri skammdrægum eldflaugum en NATO-ríkin og sagði, að um þær mætti tala þegar búið væri að semja um meðaldrægu flaugarn- ar. „Undirritun samkomulags um meðaldrægu flaugarnar gæti orðið undanfari upprætingar allra kjarn- orkuvopna í Evrópu," sagði Vadim Loginov, aðstoðarutanríkisráðherra Sovétríkjanna, á fréttamannafundi í gær. Megihefni utanríkisráðherra- fundarins var að ræða stefnu Varsjárbandalagsríkjanna í afvopn- Bandaríkin: unarmálum með tilliti til komu George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Moskvu í næsta mánuði. Mun hann þá ræða við ráðamenn Sovétríkjanna um tilboð þeirra um sérstakan samning um meðaldrægu eldflaugarnar. Loginov veik að skammdrægu eldflaugunum og sagði, að Sovét- stjórnin væri reiðubúin til að ræða um þær en ekki fyrr en samið hefði verið um meðaldrægu flaugarnar. Samningur um þær ætti að fela í sér fækkun þeirra en ekki, að NATO-ríkin fengju að fjölga sínum til jafns við sovésku flaugarnar. Á Vesturlöndum finnst mörgum vara- samt að semja um meðaldrægu flaugarnar ef ekki verður samið jafnhliða um þær skammdrægu. Sovétmenn eiga mörg hundruð skammdrægar eldflaugar, sem draga allt að 1.000 km, en NATO- ríkin aðeins 72. Bylting boðuð í tölvuiðnaðinum Stanford, Kaliforníu. AP. SJÓNVARP jafn þunnt og gler- rúða, borðtölva, sem er afkasta- meiri en öflugustu ofurtölvur nú, og læknasjár, sem sýna myndir í þrívidd; undir þetta og ótal- margt annað er nú farið að hiUa vegna nýs kubbs eða kisilflögu, sem visindamenn segja, að muni valda byltingu í rafeindaiðnaðin- um. Rúmlega 300 tölvusérfræðingar komu í gær saman á ráðstefnu þar sem umræðuefnið var mjög stórar samrásir og voru þar kynntar ýms- ar nýjungar, sem líklegar eru til að hleypa nýju lífi í bandaríska raf- eindaiðnaðinn. Það, sem mesta athygli vakti, var kubbur, sem vísindamenn við Stanford-háskóla hafa hannað. Sögðu þeir, að vegna hans mætti eftir fá ár vænta nýrra borðtölva, sem gætu annað 100 milljónum fyrirskipana á sekúndu eða jafn miklu og öflugustu ofurtölvur, sem nú fylla heilt herbergi. Paul Losleben, forseti ráðstefn- unnar, sagði, að galdurinn við nýja kubbinn væri að „fara hinn gullna meðalveg milli þess, sem unnt er í rafeinda- eða hálfleiðaratækninni annars vegar og hugbúnaðartækn- inni hins vegar" og annar ráð- stefnugestur sagði, að kubburinn boðaði byltingu, nú blöstu við bandaríska 'rafeindaiðnaðinum óteljandi möguleikar. Reuter Evrópubandalagið 30 ára í gær voru liðin 30 ár frá undirritun Rómarsáttmálans, stofnskrár Evrópubandalagsins, og var afmælisins minnst í öllum aðildarríkjun- um. I París var efnt til mikillar skrúðgöngu og tóku þessar ungu stúlkur þátt í henni og flögguðu að sjálfsögðu Evrópufánanum. Var myndin tekin þegar gengið var undir Sigurbogann. Sjá „Aldagömul deiluefni ..." á bls. 33. Líbýumenn að flýja frá Chad? París. Reuter. LÍBÝSKA herliðið í Chad virð- ist vera að yfirgefa siðasta meginvigi sitt í norðurhluta landsins en á sunnudag misstu þeir flugvöllinn í Ouadi Doum Og urðu fyru* miklu mannfjtlli, Eru þessar fréttir hafðar eftir heimildum í Frakklandi. Heimildamennirnir sögðu, að líbýsku hermennirnir væru nú að sprengja upp eldsneytis- og skot- færabirgðir í borginni Faya Largeau, síðasta víginu, og að augljóst væri, að þeir ætluðu að forða sér burt áður en stjórnai-- herinn í Chad legði til atlögu. Talsmaður franska varnarmála- ráðuneytisins kvaðst' ekki geta staðfest þessar fréttir en embætt- ismaður í ráðuneytinu sagði, að þær væru mjög trúlegar. „Líbýu- mennirnir eru nú berskjaldaðir fyrir loftárásum og baráttuþrekið fokið út í veður og vind," sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.