Morgunblaðið - 26.03.1987, Page 1

Morgunblaðið - 26.03.1987, Page 1
96 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 71. tbl. 75. árg. FIMMTUDAGUR 26. MARZ Prentsmiðja Morgimblaðsins Skipulögð útrým- ingarherferð í N-Afganistan 230 Pakistanir hafa láta lífið í árás- um afganskra orrustuþotna Islamabad AP, Reuter. MÖRG hundruð óbreyttra borgara og skæruliða hafa verið drepin að undanförnu í grimmilegum árásum, sem Sovétmenn hafa gert úr lofti og á landi í Norður-Afganist- an. Segja talsmenn skæruliða, að þar sé nú stunduð skipuleg útrýmingarherferð. Afgansk- ar orrustuþotur réðust aftur í gær á þorp í Pakistan og hafa þær þá ráðist á fjögur þorp á nokkrum dögum. Talsmenn Jamiat-I-Islami, stærstu skæruliðahreyfingarinnar í Norður-Afganistan, segja frá gífurlegri eyðileggingu og mann- drápum í Kunduz-héraði, sem liggur að Sovétríkjunum. Hafi tugir eða hundruð sovéskra orr- ustuvéla og fallbyssuþyrlna gert stanslausar árásir á þorp og bæi í héraðinu og þeim síðan fylgt eftir með sókn fjölmenns herliðs á landi. Hundruð eða þúsundir óbreyttra borgara hafa fallið í þessum hernaðaraðgerðum, sem skæruliðar segja, að sé skipulögð útrýmingarherferð gegn því fólki, sem býr næst Sovétríkjunum. Sovétmenn hófu árásimar 14. mars sl., fimm dögum eftir að skæruliðar höfðu skotið flug- skeytum inn yfir sovéskt land- svæði. Afganskar orrustuþotur réðust í dag á þorp í Pakistan og létu a.m.k. 80 manns lífið og á mánu- dag var ráðist á þijú þorp og lágu þá um 150 manns eftir í valnum. Najib, leiðtogi afganskra komm- únista, hefur ekkert um árásirnar sagt en þær fyrri vom gerðar á þjóðhátíðardegi Pakistana, sem hafa mótmælt harðlega þessum „villimannlegu ódæðisverkum“ og áskilið sér rétt til gagnráðstafana. Rcuter Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, ræðir við utanríkisráðherra Varsjárbandalagsins. Þeir hafa skorað á Vesturveldin að samþykkja tillögur um meðaldrægu eldflaugamar en vilja geyma viðræður um skammdrægu eldflaugaraar. Utanríkisráðherrafundur Varsjárbandalagsins: Engar viðræður um skammdrægar flaugar - nema fyrst verði samið um meðaldrægu flaugarnar Moskvu. AP, Reuter. Utanríkisráðherrar Varsjár- bandalagsríkjanna luku í gær tveggja daga viðræðum í Moskvu og skoruðu á Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra að sam- þykkja tillögu Sovétmanna um brottflutning allra meðaldrægra eldflauga frá Evrópu. Aðstoðar- utanríkisráðherra Sovétríkjanna veik að áhyggjum vestrænna ríkja af því, að Sovétmenn ráða yfir mörgum sinnum fleiri skammdrægum eldflaugum en NATO-ríkin og sagði, að um þær mætti tala þegar búið væri að semja um meðaldrægu flaugarn- ar. „Undirritun samkomulags um meðaldrægu flaugamar gæti orðið undanfari upprætingar allra kjam- orkuvopna í Evrópu," sagði Vadim Loginov, aðstoðarutanríkisráðherra Sovétríkjanna, á fréttamannafundi í gær. Meginefni utanríkisráðherra- fundarins var að ræða stefnu Varsjárbandalagsríkjanna í afvopn- unarmálum með tilliti til komu George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Moskvu í næsta mánuði. Mun hann þá ræða við ráðamenn Sovétríkjanna um tilboð þeirra um sérstakan samning um meðaldrægu eldflaugamar. Loginov veik að skammdrægu eldflaugunum og sagði, að Sovét- stjómin væri reiðubúin til að ræða um þær en ekki fyrr en samið hefði verið um meðaldrægu flaugamar. Samningur um þær ætti að fela í sér fækkun þeirra en ekki, að NATO-ríkin fengju að fjölga sínum til jafns við sovésku flaugamar. Á Vesturlöndum finnst mörgum vara- samt að semja um meðaldrægu flaugamar ef ekki verður samið jafnhliða um þær skammdrægu. Sovétmenn eiga mörg hundruð skammdrægar eldflaugar, sem draga allt að 1.000 km, en NATO- ríkin aðeins 72. Bandaríkin: Bylting boðuð í tölvuiðnaðinum Stanford, Kalifomíu. AP. SJÓNVARP jafn þunnt og gler- rúða, borðtölva, sem er afkasta- meiri en öflugustu ofurtölvur nú, og læknasjár, sem sýna myndir í þrívídd; undir þetta og ótal- margt annað er nú farið að hilla vegna nýs kubbs eða kísilflögu, sem vísindamenn segja, að muni valda byltingu i rafeindaiðnaðin- um. Rúmlega 300 tölvusérfræðingar komu í gær saman á ráðstefnu þar sem umræðuefnið var mjög stórar samrásir og voru þar kynntar ýms- ar nýjungar, sem líklegar eru til að hleypa nýju lífi í bandaríska raf- eindaiðnaðinn. Það, sem mesta athygli vakti, var kubbur, sem vísindamenn við Stanford-háskóla hafa hannað. Sögðu þeir, að vegna hans mætti eftir fá ár vænta nýrra borðtölva, sem gætu annað 100 milljónum fyrirskipana á sekúndu eða jafn miklu og öflugustu ofurtölvur, sem nú fylla heilt herbergi. Paul Losleben, forseti ráðstefn- unnar, sagði, að galdurinn við nýja kubbinn væri að „fara hinn gullna meðalveg milli þess, sem unnt er í rafeinda- eða hálfleiðaratækninni annars vegar og hugbúnaðartækn- inni hins vegar" og annar ráð- stefnugestur sagði, að kubburinn boðaði byltingu, nú blöstu við bandaríska rafeindaiðnaðinum óteljandi möguleikar. Reuter Evrópubandalagið 30 ára í gær voru liðin 30 ár frá undirritun Rómarsáttmálans, stofnskrár Evrópubandalagsins, og var afmælisins minnst í öllum aðildarríkjun- um. I París var efnt til mikillar skrúðgöngu og tóku þessar ungu stúlkur þátt í henni og flögguðu að sjálfsögðu Evrópufánanum. Var myndin tekin þegar gengið var undir Sigurbogann. Sjá „Aldagömul deiluefni ...“ á bls. 33. Líbýumenn að flýja frá Chad? Paris. Reuter. LÍBÝSKA herliðið í Chad virð- ist vera að yfirgefa síðasta meginvígi sitt í norðurhluta landsins en á sunnudag misstu þeir flugvöllinn í Ouadi Doum og urðu fyrir miklu mannfalli. Eru þessar fréttir hafðar eftir heimildum í Frakklandi. Heimildamennimir sögðu, að líbýsku hermennimir væm nú að sprengja upp eldsneytis- og skot- færabirgðir í borginni Faya Largeau, síðasta víginu, og að augljóst væri, að þeir ætluðu að forða sér burt áður en stjómar- herinn í Chad legði til atlögu. Talsmaður franska vamarmála- ráðuneytisins kvaðst' ekki geta staðfest þessar fréttir en embætt- ismaður í ráðuneytinu sagði, að þær væm mjög trúlegar. „Líbýu- mennimir em nú berskjaldaðir fyrir loftárásum og baráttuþrekið fokið út í veður og vind,“ sagði hann. Talsmenn skæruliða:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.