Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ Handahófsruglið í um- f erðarmálum hverfi eftirVilhjálm Sigurjónsson Þegar óhemju slysfarir hafa orðið, svo sem örkuml og dauði eða hvoru tveggja hrópa menn: „Þetta er voða- legtí Það verður eitthvað að gera!!" Eða: „Brjálæðislegur akstur", og skella skuldinni á vegfarandann. Hann ók of hratt, hann missti stjórn á bílnum o.s.frv. Sfðarnefndu atriðin sannfæra ráðamenn þjóðarinnar, m.ö.o. í umferðar- og skipulagsmál- um, og finna enga sök hjá sér! í ráðleysi sínu ota þeir fram ráð- lausasta ráði sem um getur og þeir hópa: „Akið varlega! Spennið beltin! Forðist slysin!", og reyndar það sem vit er í: „Akið ekki drukkin!" Það sem er meginatriðið alis staðar í heiminum nú, er ekki minnst á hér á landi. Hvergi finnanlegt orðið „Til- litssemi!" f stað orðsins tillitssemi er mikið notað orðið „Varúð". Því miður er ekki sama merking í þess- um orðum. Kannski er mesta meinið frekja, handahófskennd vinnubrögð og bráðabirgðalausnir sem notaðar eru í nokkur ár. Alþjóðamerkingar eru misnotaðar með ótrúlegustu til- brigðum eða alls ekki notaðar þar sem þeirra er þörf. En það er vegna þess að mörg ákvæði vantar í um- ferðarlögin. Þeim er vísað til dómsmálaráðuneytisins, m.ö.o. „út um gluggann". Hafa ráðamenn þjóðarinnar yfír- leitt nokkra stefnu í umferðar- og skipulagsmálum? Hver er æðsti ráðamaður þessara mála? Dóms- málaráðherra? Eða oddviti í um- ferðarlaganefnd? Kannski líka samgöngumálaráðherra? Það er ákaflega gott að geta vísað frá ein- um til annars. Þeir stóru bera enga ábyrgð!! Gera raðamenn sér yfirleitt nokkra grein fyrir hvert stefnir í skipulags- og umferðarmálum? Und- irrituðum sýnist að allir fyrrnefndir beri þunga ábyrgð á öllum þessum málum. Staðreyndin er sú að frá upphafi vega- og gatnagerðar á voru landi hafa þröngsýnustu menn, og þeirra ráðgjafar, ráðið, menn sem enn eru í frumbernsku á umferðar- öld þó aldnir séu, og langt liðið á öldina. Hér er einhver sú vitlausasta og um leið háskalegasta umferðaró- menning veraldar. Af hverju? Að mínu mati kernur þar margt og samverkandi til. Ég nefni örfá dæmi úr frumskógi fáránleikans, umferðarlögunum, sem ég kem að síðar. Óvönduð og víða háskaleg „hönnun" gatna og vega; löggæsla, sem hefur hrapað úr sæmilegri lög- gæslu 1944-1945 ofan í frumskóg- arlögmálið, sem ríkt hefur síðustu 30 árin, utan þess sem lögreglu- menn, 2—4 í ökutæki, aka um götur og vegi og fylgjast með ölvunar- akstri sem er góðra gjalda vert. Aftur á móti virðast lögreglumenn of oft misnota vald sitt við t.d. radar- mælingar og víðar. Hvar er tillits- semin þá, þegar þeir sömu lögreglumenn aka oft hraðar en aðr- ir og fylgja umferð í sömu götum? Það er nefnilega staðreynd að hin gömlu umferðarlög eru fyrir löngu pappírsplögg sem ekki eru virt, hvorki af lögreglu né almenningi, nema þegar sá gállinn er á „radar- mælingarlögreglu" og hún lætur gamminn geysa. Einmitt oft á greið- færum stöðum, sem hvað minnst hætta er á óhöppum, eru menn tekn- ir fyrir meintan of hraðan akstur, þó þeir séu að greiða fyrir eðlilegum hraða. Víða aka menn samsíða á óeðlilegum hraða, kannski langar leiðir, oft hægar á vinstri akgrein. Menn geta nefnilega tafið umferð óáreittir takmarkalaust! Samverk- andi áhrif hægfara ökumanna og radarmælinga spilla oft eðlilegri umferð. Hvað þá um tillitssemina! Merk- ingar, svo sem akreinamerki, vantar yfir hver einustu gatnamót. Bið- skyldumerkið er svo herfilega misnotað að um heimsmet er að ræða. Hvar í heiminum nema hér létu menn sér detta í hug að setja biðskyldumerki á undirstðður „götu- vita" (umferðarljósa). Merkin „bannað að stöðva" eru auk þess sett á ranga staði eða þar sem eðli- legra væri merkið bannað að leggja. Hvar er svo að finna ábendingar um hvernig á að fara eftir slíkum merk- ingum? Ekki orð að finna um slíkt í umferðarlögum. Nú er stöðvað, jafhvel lagt bflum, þar sem bannað er að stöðva, án þess að löggæslu- menn hafi nokkuð við það að athuga. Allir vita hvernig á að beygja til vinstri á umferðarljósum. En þurfi menn að beygja til vinstri úr ein- stefnubraut eða inn í einstefnubraut vandast málið. Þar taka um 70% ökumanna stóra beygju eins og á tvístefnugötum í stað þess að tveir og tveir ökumenn gætu mæst í senn á gatnamótunum. Þarna er gat í umferðarlögunum. Sama er að segja um hringtorgin, einnig um notkun stefnuljósa. Þetta er lítið brot af því sem gerir það að verkum að þeir, sem minnst vita, setja höfuðið undir sig og göslast eins og naut í flagi. Hvort sem um ráðamenn eða vegfarendur er rætt eiga þeir þetta sameiginlegt. Það er dapurlegt til þess að hugsa að kjörn- ir fulltrúar, hvort sem er á alþingi eða í borg og bæjum, skuli ekki svo mikið sem detta í hug að gera neitt til úrbóta. Þarf ekki fyrst og fremst lög um gatna- og vegagerð. Þarf ekki að setja ný umferðarlög um allar þær tegundir gatna og vega sem við ökum um? Þegar fyrstu umferðarlög voru sett, lögin sem Danir gáfu íslending- um eftir aldamótin, voru aðeins til tvær tegundir gatna í veröldinni, þ.e. mjó sund og stígar, sem fengu nafnið einstefnugötur, og svo breið- ari götur þar sem gömlu hestvagn- arnir gátu mæst og nefndust tvístefhugötur. Nú eru til margar Villijálmur Sigurjónsson „Þá get ég ekki stillt mig að nefna best gerða vegarspotta landsins, sem margar milljónir voru lagðar í að eyði- leggja. En það er Þrengslavegur." tegundir sem ekki er orð um í um- ferðarlögum. Þess vegna skapast mörg og slæm vandamál í umferð- inni. Umferðinni á íslandi má líkja við brimsund með ótal boðum og blindskerjum, þar sem aðeins örfáum þaulkunnugum mönnum er fært um, svona hér um bil. Aðeins einn mögu- leiki er fyrir hendi, þ.e. að fjarlægja boðana og blindskerin. í landi þar sem þeir gömlu bakkabræður Gísli, Eiríkur og Helgi ráða ferðinni í umferðar- og skipulagsmálum þarf stórt átak. Þeirra áhrif eru sterk og kosta þjóðina ósköp, ómælt í manns- Hfum, fjármunum, þjáningum, sorgum og örkumlum. Alla tíð hafa mestu afturhaldsöfl- in og forneskjan ráðið ferðinni í vega- og gatnaskipulagi öllu; þröng- ar götur, óeðlilegar og óþarfar beygjur á götum og vegum, öfugur halli í götum og vegum og í beygjun- um. Ekki hægt fyrir tvö ökutæki að mætast í beygjunum t.d. í Selja- hverfi í Breiðholti. Að auki eru hraðahindranir í og við hættulegar bliridbeygjur. Strætisvagnabiðstöðv- ar án útskota eru við slíka staði. Það eru engu likara en að slikir hönnuðir hlakki yfir slysum og óför- um. Alls staðar er slík hönnun gjörsamlega óþörf. Háar rennu- steinsbrúnir og gangstéttar eru með ljósastaurum í eða við rennusteins- brún. Allt slíkt er fyrir löngu talin mannréttindabrot! Hér er talið ágætt að ryðja snjónum upp á gangstétt- arnar, þrengja þjóðvegi með stein- steypuhrúgaldi og setja undirstöðu merkja í þessi hrúgöld, sem kallast víst „umferðareyjar". Ljósastaurar eru fast við götur og vegi. Allt er sem sagt gert til að kalla á slys, ef út af ber hjá ökumönnum. Því miður virðast þeir gömlu bræður teygja sig lengra og lengra við að bera sólskinið í húfunum í bæinn. Nýi spottinn frá Mjóddinni og í Hafnarfjörð, nýi Keflavíkurveg- urinn, er lýsandi dæmi um óhugnað- inn. Tugir eða hundruð tonna af steinsteypuhaugum með tilheyrandi merkjum á miðjum vegi hér og þar, mjóar akbrautir til hliðar, örmjóir kantar, svo djúpir skurðir til beggja hliða, með öllu óvarðir. Ef bíl hlek- kist á. á þessum vegi fer hann margar veltur. Auk þess er vegurin óupplýst- ur með öllu. Þar sem vegurinn liggur frá Mjóddinni vantar brýr. Eðlilegt hefði verið að leggja veginn beint á Keflavíkurveg fyrir austan Hafnar- fjörð. Nei, í þess stað þurfti að eyðileggja spottann vestur með Hafnarfirði með hinum illræmdu „umferðareyjum". Þó alvarleg umferðarslys og dauðaslys verði árlega á sömu stöð: um er ekkert gert. Tökum dæmi: I Kúagerði við Víkina lækkar vegur- inn í beygju. Þar kemur úði frá sjónum upp á veginn og veldur hálku. Ráðamenn hafa aldrei látið sér detta í hug, þrátt fyrir síendur- tekin slys á þessum stað, að breikka veginn, hvað þá að hækka hann upp og gera b'einan láréttan spotta fyrir Víkina. Því síður það sem er örugg- ast, þ.e. að skipta honum í einstefnu- braut með tveimur akreinum í hvora átt á þessum stað. Reyndar ætti fyrir löngu að vera búið að leggja annan a.m.k. jafnbreiðan veg til Suðurnesja. Meðfram hraðbrautum, með aðra eins umferð og er á þjóð- vegunum næst höfuðborgarsvæðinu, á að vera breið malbikuð akrein, eða olúmalarborin, beggja vegna. í tilefni af kosningavöku fatlaðra: Krafan er um jafn- an rétt fatlaðra - til starfs, menntunar og þátttöku eftír Svavar Gestsson í áhersluatriðum Alþýðubanda- lagsins sem birtust í DV á mánu- daginn koma meðal annars fram þessi atriði sem beinlínis snerta hag fatlaðra: 1. Lífeyrisbætur fatlaðra verði ekki lægri en nemur lágmarkslaunum þeim sem verkalýðshreyfingin semur um á hverjum tíma. 2. Stóraukið verði framboð leigu- húsnæðis. 3. Greiddar verði húsnæðisbætur til leigjenda eins og nú hefur verið ákveðið að greiða þeim sem eru að eignast húsnæði. Á kosningavöku fatlaðra á sunnudaginn gafst forystumönnum flokkanna kostur á því að gera grein fyrir þessum málum í einstökum atriðum og þá kotn meðal annars fram í ræðu minni: 1. Staðið verði undanbragðalaust við lögin um málefni fatlaðra, þar með talin ákvæðin um Fram- kvæmdasjóð fatlaðra. 2. Gerð verði áætlun til þriggja eða fjögurra ára um úrbætur í hús- næðismálum fatlaðra. Megin- áhersla verði lögð á að 1) Opna verkamannabústaða- kerfið og auðvelda fötluðum að eignast íbúðir í því kerfi með enn lengri lánum en nú eru þar. Almenn lán eru nú til 40 ára, en lán til fatl- aðra eiga að vera til lengri tíma. 2) Opna fyrir lánveitingar til leiguhúsnæðis sem samtök fatlaðra og/eða sveitarfélög- in eigi. Benda má á að nú eru 200 á biðlistum eftir íbúðum hjá Öryrkjabanda- laginu. Það kostar 400 millj. kr. að byggja þessar íbúðir. Það er helmingr þeirrar upp- hæðar sem ríkið ætlar nú að leggja fram vegna Hafskips- og Útvegsbankagjaldþrots- ins. 3) Byggja og kaupa sambýli í margvíslegu formi. 3. Lífeyrir fatlaðra var tvöfaldaður að kaupmætti í tíð Magnúsar Kjartanssonar og lögin um mál- efni fatlaðra voru sett í tíð síðustu ríkisstjórnar þegar Al- þýðubandalagið fór með félags- málaráðuneytið í fyrsta sinn. Við munum leggja áherslu á að lífeyrir fatlaðra verði aldrei lægri en þau lágmarkslaun sem um semst á hverjum tíma. 4. Atvinnumál fatlaðra hljóta að skipa veigamikinn sess í þróun málefna fatlaðra á komandi árum. Það gerist best með því að 1) efla framkvæmdasjóðinn þannig að hann geti haldið áfrarn að greiða fyrir upp- byggingu verndaðra vinnu- staða, 2) stuðla að tengslum hinna vernduðu vinnustaða við at- vinnulífið almennt og 3) tryggja félagsleg réttindi þeirra sem starfa á vernduð- um vinnustöðum. 5. Gera verður áætlun um aðgengi fatlaðra að opinberum bygging- um og öðrum þjónustustöðvum sem fatlaðir hljóta að sækja. 6. Brýn nauðsyn er að setja ný almannatryggingalög og fái Alþýðubandalagið einhverju ráð- ið í tryggingaráðuneytinu munum við skipa Helga Seljan formann endurskoðunarnefndar almannatrygginga og í þeirri nefnd eiga auðvitað að vera full- trúar Þroskahjálpar og Öryrkja- bandalagsins. Grundvallaratriði þeirra tillagna sem hér hefur verið gerð grein fyr- ir eru þau að koma góðærinu til fólksins, en við höfum reynsluna í því efni: 1. Eftir 1970 var góðærinu komið til fólksins með tvöföldun elli- og örorkulífeyris og með al- mennri hækkun kaupmáttar launa um 20 af hundraði. 2. Um 1980 var góðærinu komið Svavar Gestsson „Þessi grein er skrifuð til að skýra sjónarmið Alþýðubandalagsins, þvi þó margir hafi kom- ið á kosningavökuna eru þeir þó taldir í tug- um þúsunda sem eiga að sinna þessum mála- flokki." til fólksins með kaupmætti kauptaxta sem var mun hærri en hann er í dag og með setn- ingu laga um félagslegar umbætur eins og í málefnum fatlaðra. Reynslan sýnir afstöðu Alþýðubandalagsins í þessum efnum í verki. Á síðustu árum hefur lítt miðað. Þess ber þó að geta að virkt félags- starf fatlaðra og afstaða verkalýðs- hreyfingarinnar í kjarasamningum hefur haldið kaupmætti lífeyrisbóta uppi, en þær eru þó í dag mun lægri en lágmarkslaunin. Stjórnarandstaðan hefur litlu náð fram þó þokað hafi í einstaka mál- um ekki síst fyrir öfluga málafylgju Alþýðubandalagsins á Alþingi, meðal annarra þeirra Helga Seljans og Guðrúnar Helgadóttur. En í heild hefur ekki verið um framför að ræða í málefhum fatlaðra — það er ekki þakkarvert þó að ríkisstjórn- in hafi ekki lokað byggingum sem ákveðið hafði verið að byggja vegna fatlaðra áður en hún kom til valda. Krafa um jafnrétti Fatlaðir eru ekki að biðja um neitt. Þeir eru að benda stjórn- málamönnum á að fatlaðir eigi að njóta jafnréttis til lífs, starfs og þátttöku i samfélaginu. Jafnrétti fatlaðra er ekki aðeins spurning um siðferði — sem vissulega er for- gangsatriði — jafnrétti fatlaðra er líka spurning um skynsamlega efhahagsstjórn því framlag fatlaðra til þjóðarbúsins er ekki síður verð- mætt en annarra. Þess vegna hljóta skynsamir stjórnendur að leggja áherslu á að fatlaðir njóti jafnrétt- is. Það er það sem fatlaðir eru að leggja áherslu á: Skynsemi og breytt viðhorf. Kosningavaka fatlaðra var skyn- samleg samkoma og þakkarverð. I kosningum hljóta einstakir kjósend- ur síðan að gera málin upp við sig út frá þremur meginforsendum. 1. Verkefnum þeim sem einstakir flokkar hafa leyst. 2. Almennri stefnu flokkanna. 3. Stefnu flokkanna í viðkomandi málaflokki. Þessi grein er skrifuð til að skýra sjónarmið Alþýðubandalagsins, því þó margir hafi komið á kosninga- vökuna eru þeir þó taldir í tugum þúsunda sem eiga að sinna þessum málaflokki. En dagana fram að kosningum þurfa fatlaðir og stuðn- ingsmenn þeirra að nota til þess að halda flokkunum við efnið. Höfundur er efati maður G-liatans IReykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.