Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ Þau eru ekki að biðja um neitt! eftirÁsdísi Skúladóttur í síðustu viku barst mér bréf frá Landssamtökum þroskahjálpar og Öryrkjabandalagi Islands. Þar í var hefti sem nefnist „Hver kýs hvað?" með upplýsingum um stöðu mála og helstu áherslur í málefnum fatl- aðra og bréf með spurningum til frambjóðenda. Ég settist niður með plöggin og hugsaði eitthvað á þá leið hvort þau myndu nú skjóta yfir markið í kröfugerð eins og oft er nauðsynlegt til þess að á sé hlust- að. Þó vissi ég harla vel að það hefur svo sannariega ekki verið háttur fatlaðra í baráttu sinni fyrir réttlætinu. Ég las heftið allt vandlega yfir og spurningalistann sem með fylgdi. Að lestrinum loknum skammaðist ég mín fyrir hugrenn- ingar mínar. Eg sá að nú sem oft áður eru þau ekki að biðja um neitt. Þau eru einungis að biðja um það enn og aftur að fá að njóta grundvallarmannréttinda í samfé- laginu og þess að farið sé að lögum. Lágmarks lífsgæði * Þau fara fram á að staðið verði við fjárveitingar til Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra sam- kvæmt lögum um málefni fatlaðra. •k Þau biðja um að fötluð börn fái þjálfun og kennslu við hæfi í uppeldis- og menntastofnunum. * Þau fara fram á að fötluð ung- menni eigi þess kost að fá þjálfun og kennslu eftir að grunnskóla lýkur. * Þau fara fram á að eiga kost á húsnæði við hæfi. ~k Þau fara fram á að starfsgeta fatlaðra sé nýtt Og þeim sé sköp- uð aðstaða til starfa sjálfum sér til heilla og samfélaginu til gagns. * Þau fara fram á að komast leið- ar sinnar um mannvirki og útivistarsvæði. * Þau fara fram á að staðið verði við það loforð að öryrkjar njóti samsvarandi fyrirgreiðslu við kaup á bifreið og var fyrir tolla- lækkunina 1986. * Þau fara fram á að þjónusta við fötluð börn og aðstandendur þeirra verði bætt í víðtækum skilningi. *Þau fara fram á að flýtt verði endurskoðun á almannatrygg- ingakerfinu. Of stutt skref Það var sannarlega gleðiefni þeg- ar lög um málefni fatlaðra gengu í gildi og margur horfði bjartari augum til framtíðarinnar. Enda fór það svo að mikil hreyfíng komst á þessi mál í upphafi og það skal metið sem vel hefur verið gert af hálfu opinberra aðila og svæðis- stjorna. Hitt er annað mál að það er óralangur vegur að því markmiði sem lögin setja. En um markmið þeirra segir svo m.a. í 1. gr.: „Markmið þessara laga er að tryggja fötluðum jafn- rétti og sambærileg lffskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi og hasla sér völl í samfélaginu þar sem þeim vegnar best..." Það er auðvelt að skilja vonbrigði fatlaðra og aðstandenda þeirra þegar litið er til framkvæmda laga um málefni fatlaðra. Það er líka auðvelt að taka undir afdráttarlausa kröfu þeirra um að staðið verði við þau loforð sem þau fela í sér. Linnulaus barátta Eins og sjá má af framantöldu er af mörgu að taka þegar rætt er um úrbætur í málefnum fatlaðra. En mig langar sérstaklega til að minnast á það erfiða hlutverk sem foreldrar og aðstandendur fatlaðra barna og unglinga standa andspæn- is. Vinnuálag þessa fólks er ólýsan- legt. I ágætri grein sem Ásta B. Þor- steinsdóttir skrifaði í Morgunblaðið 21. þessa mánaðar eru aðalþættir þessa máls raktir á mjög skýran hátt. En hún segir m.a. í grein sinni: „Meir en 400 fatlaðir bíða eftir úrræðum í húsnæðismálum. Foreldrar fatlaðra barna eru marg- ir hverjir að kikna undir því álagi, lfkamlegu og andlegu, sem því fylg- Asdís Skúladóttir „Eg sá að nú sem oft áður eru þau ekki að biðja um neitt. Þau eru einungis að biðja um það enn og aftur að fá að njóta grundvallar- mannréttinda í sam- félaginu og þess að farið sé að lögum." ir að annast mjög fatlað barn fram á fullorðinsár. Urræði, svo sem skammtímavistun fyrir fötluð börn, sem veitt gætu fjölskyldum þeirra stutta hvfld eru því miður af alltof skornum skammti." Þessi stutta setning felur í sér mikinn sannleik og er neyðaróp um þjónustu sem þarf að koma á f ríkari mæli og það nú þegar. For- eldrar fatlaðra barna sem ekki fá nema lítinn stuðning geta ekki sagt og segja ekki einn daginn: „Nú er- um við orðin uppgefin og getum ekki meir." Nei, foreldrarnir berjast áfram þar til orkuforðinn er búinn. Oft er fjölskyldan öll komin á fé- lagslega heljarþröm. Þennan þátt er einfaldlega hægt að leysa með því að veita meira fjármagni í skammtímavistir og I sambýli og skapa samhliða þær ytri félagslegu aðstæður sem þarf til að létta álagið sem þessar fjöl- skyldur búa við. Smánarblettur í bréfi því sem ég minntist á í upphafi er m.a. spurt á þennan veg: „Vissir þú að sumir fatlaðir og fjölskyldur þeirra lifa lífi sem þú gætir ekki hugsað þér fyrir þig og þína fjölskyldu?" Þessarar spurningar er ekki spurt að ástæðu- lausu og það þarf t.d. ekki langan starfstíma á félagsmálastofnun til að uppgötva þann sannleik. Ég ætla hér einungis að nefna eitt lítið peningadæmi. Ef þú ert öryrki færð þú í bætur á mánuði 22.523 kr. Lífeyrirv/75%örorku kr. 7.371 Full tekjutrygging kr. 10.801 Heimilisuppbót kr. 4.351 Samtals kr. 22.523 Mundir þú vilja lifa af þessum tekjum? Eða ætti ég kannski að orða spurninguna á þennan veg: Gætir þú lifað af þessum tekjum? Þessar tölur eru smánarblettur á samfélagi sem kennir sig við lýð- ræði, jofnuð og siðmenningu. Að afmá hann með öllu er fyrst og fremst spurning um pólitískan vilja þeirra sem stjórna. HSfundur er félagsfreeðingur rið Félagsmálastofnun Kópavogs og skiparþriðja sæti G-Iiatans i Heykjiuu-nkjördæmi. Gildi stangveiði á laxi og silungi eftirEinar Hannesson Allir sem veiðiskap stunda eru sammála um að það sé hressandi endurnæring og gleði sem fylgi þeirri iðju, að fara með veiðistöng. Þeim tómstundum er því vel varið, sem menn eyða við ár og vötn. Það sama má vissulega segja um ýmsa aðra holla þætti útiveru, sem menn iðka í frítíma sínum. Auk þess að vera hvfld frá amstri daganna. Rík veiðigleði Skoðun þessa um ágæti veiði- skapar má sjálfsagt rekja til þeirrar góðu hreyfingar, spennu og eftir- væntingar, sem grípur veiðimann- inn, auk ánægjunnar við að njóta náttúrufegurðar. Þá eykur það einnig gildi veiðiferðar að vera í glöðum hópi góðra félaga. Eftir- máli veiðiferðar er oft ekki síður skemmtilegur, þ.e. að rifja upp með frásögn af velheppnaðri veiðiferð í fjölskylduranni eða öðrum vinahópi að vetrinum. Þá er silungsveiðin góð fjölskylduskemmtun. 20% landsmanna stunda stangveiði í könnun sem Félagsvísinda- stofnun Háskólans gerði 1981 á tómstundaiðju landsmanna, kom í Ijós að um 20% íslendinga stunduðu stangveiði meira eða minna reglu- lega. Þeir sem svöruðu spurning- unni játandi stunduðu stangveiði frá 2—22 daga á ári. Rúmlega helmingur þeirra stunduðu einungis | silungsveiði, tæplega 17% eingöngu laxveiði og um 26% bæði lax- og Við laxveiðar f Elliðaánum undir brúnni á þjóðvegi. „Þeim tómstundum er því vel varið, sem menn eyða við ár og vötn. Það sama má vissulega segja um ýmsa aðra holla þætti útiveru, sem menn iðka í frítíma sínum." silungsveiði. Flestir veiðimenn stunduðu veiðar með einhverjum öðrum, þ.e. fjölskyldumeðlimum eða vinum, vinnufélögum, eða tæp- lega 80%. Helstu annmarkar við að stunda stangveiði töldu tæplega 50% vera tímaskort, en bara 4,5% gáfu upp að kostnaðurinn væri of hár. Af úrtaki þeirra sem svöruðu í þessari könnun Félagsvísindstofnunar voru um 67% launþegar, atvinnurekend- ur voru um 21% ogum 3% blandað. Mikil verðmæti Margt sem fylgir veiðiskapnum er unnt að meta til fjár. En annað, svo sem vægi hans fyrir manninn sjálfan sem stundar stangveiði, er erfitt að verðleggja, enda mælistika til þess vart fyrir hendi. Sumir segja að þessi þáttur sé ómetanlegur. Augljóst er þó, að miklir fjármun- ir eru í þessari grein útilífsiðkunar bæði hvað varðar tæki og búnað veiðimannsins, ferðir, gistingu og fæðiskostnað. Þá er ótalið veiðileyf- ið, sem er mjög breytilegt hvað verð snertir. Gildir það ekki síst í sambandi við hvar veiðiskapurinn fer fram og á haða tíma sumars. Þannig getur kostnaður við eina stöng á dag í silungsveiði verið frá hundruðum króna og upp í tvo tugi þúsunda, ef um dýrari laxveiðileyfi er að ræða. Breiður þjóðfélags- hópur í veiðinni Því er oft haldið fram, að aðeins fjársterkir aðilar geti stundað lax- veiði á stöng hér á landi. Það má segja að þetta sé að hluta til rétt, ef dýrustu veiðileyfi eru sýnd. En á hinn bóginn stenst það ekki al- mennt, vegna þess að svo þjóð- félagslega séð er sá hópur breiður þar sem eru íslenskir stangveiði- menn, sem laxveiði iðka. Að þessu tilefni má minna á til samanburðar ýmislegt annað en veiðiskap sem menn taka sér fyrir hendur í frítíma sínum, tímabundið eða á ársgrundvelli. Athafnir sem þeir eru tilbúnir að borga töluvert fyrir, án þess að það sé haft á orði, að aðeins efnaðir menn geti leyft sér slíkt. Stangveiddur lax á 5.300 krónur í athugun sem höfundur greinar feW^>g^^i ¦ ,;.s>. Frá Meðalfellsvatni í Kjós. þessarar gerði á leigutekjum 21 laxveiðiár víðsvegar um land árið 1985, kom í ljós að meðaltalsverð á hverjum veiddum laxi í heild í öllum þessum ám var 5.300 krónur til veiðieigenda. Lögð var til grund- vallar þessum útreikningi meðal- veiði á ári á tíu árum frá 1976—1985, sem ætla verður að gefi nokkuð rétta mynd af árlegri veiði í fyrrgreindum ám. Lægsta verð á meðaltalslaxinum f einstök- um ám var 1.600 krónur, en hæsta verð um 8.100 krónur. Á þessu má sjá, að verðmæti laxveiðihlunninda er býsna hag- stætt, hvað varðar laxveiði á stöng. Má segja að verðið hafi verið um fimmfalt betra en meðalverð á net- veiddum fiski fyrrgreint ár og er þá miðað við krónuverð á laxi. Þá á eftir að draga frá kostnað við netaveiðina frá téðri fjárhæð. Er því munurinn S raun enn meiri. Laxveiðiárnar 3.800 kmálengd Til nánari fróðleiks um fslensku . laxveiðiárnar má geta þess, að lfklegt er, að heildarlengd beggja bakka þeirra sé um 7.600 km á lengd. Hér er um gróft mat á þessu að ræða, sem tekur í heild til um 102 vatnakerfa sem ná til 134 lax- veiðiáa. Hins vegar má gera ráð fyrir, að heildarlengd allra lax- og göngusilungsáa f landinu muni vera um 11 þúsund km séu báðir bakkar taldir. Þá eru ótalin hundruð sil- ungsvatna, stór og smá, víðsvegar um land. Það er þvi yfirleitt rúmt um veiðimennina við áirnar og vötn- in okkar. Sem fyrr greinir, verður niður- staðan sú þegar skoðuð er lauslega heildariengd fslensku laxveiðiánna, að hún sé um 3.800 km. Hins veg- ar er lengd þess hluta þeirra, sem laxinn kemst um, líklega nálægt 1.900 km eða 50% af heildariengd þeirra. Hlutfall þetta er breytilegt eftir landshlutum. Þannig er það hagstæðast í Reykjavik og Reykja- neskjördæmi, eða 74% af heildar- lengd laxveiðiánna, en lægst á Norðurlandi. eystra og á Vestfjörð- um, 35% í hvorum landshluta. Mikill munur er á lengd einstakra vatnsfalla, eins og eðlilegt er. Sama gildir um meðallengd straumvatna í landshlutum. Þannig er hún mest á Norðurlandi eystra, eða 59 km, en minnst á Reykjanesi, 8 km. Meðallengd er hins vegar 28 km á landinu í heild. | Nú styttist óðum í sjóbirtings- veiðina, en veiðitíminn hefst 1. aprfl. Flestir laxveiðimenn eru líklega þegar búnir að tryggja sér veiðileyfí á næsta sumri, því flestum Ieyfum er ráðstafað með mjög góð- um fyrirvara. Hins vegar er auðvelt að komast í silungsveiði mjög víða í stöðuvötnum hér og þar um landið. Handbækur Landssambands veiði- félaga, „Vötn og veiði", eru mjög gagnlegar fyrir þá, sem stefna í silungsveiði í sumar. Höfundur er skrifstofustióri Veiðimélastofnunar. ______
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.