Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ Aðalf undur Eimskipaf élags íslands Hagnaður af rekstri 239 milljónir á síðasta ári Flutningar fé- lagsins þeir mestu í sögu þess HAGNAÐUR að upphæð 239 miUjónir króna varð af rekstri Eimskipafélags íslands á árinu 1986. Þessi hagnaður er 6,5% af veltu félagsins á árinu. Tvö ár þar á undan varð samtals 154 miUjóna króna tap á rekstri fé- lagsins á verðlagi ársins 1986. Rekstrartekjur á árinu voru sam- tals 3.665 ínilljónir króna og var hækkun tekna milli ára 35% en hækkun verðlags milli ára var um 25% svo nærri lætur að raun- vöxtur umsvifa félagsins sé um 7%. Þetta kom fram í ræðu Hall- dórs H. Jónssonar stjórnarfor- manns Eimskipafélags íslands á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær á Hótel Sögu. Heildarflutningar Eimskips á síðasta ári námu 792 þúsund tonn- um sem er það mesta í sögu félagsins og 13% aukning frá sfðasta ári. Halldór sagði það eink- um vera vegna þess góðæris sem ríkti á árinu og vegna þess að Haf- skip hætti rekstri í lok ársins 1985 en Eimskip fékk 55-60% af þeirra flutningum. Aðrar skýringar á hag- ! Mk, \mm\g> 3 Hi ! II 1 1 if Ifij 1 - tk ¦fiBBlÍh 11« * W' :i, ~*Í'-í*:'' wWsStow L U WM///i && Hr:^^| 1 WJ$\i I 'f ^ Tfcv V ' rl 1 í "JbI Frá aðalfundi Eimskipafélags fslands sem haldinn var á Hótel Sögu í gær. Morgunblaðifl/6l.K.M. stæðri afkomu félagsins sagði Halldór vera að olíuverð hefði lækk- að og að verðlag var stöðugt á árinu og jákvæð þróun í efnahags og at- vinnulffi þjóðarinnar. Norður-Atl- antshafsflutningar félagsins hefðu einnig skilað viðunandi afkomu en þar sem samkeppni hefði harðnað verulega á þeim markaði að undan- förnu og flutnignsgjöld lækkað ríkti nokkur óvissa um framtíð þeirra flutninga. Halldór sagði að góð og traust staða Eimskips endurspeglaðist í efnahagsreikningi félagsins þar sem eigið fé í árslók að meðtöldu hlutafé nam 1.315 milljónum króna en var 904 milljónir króna í árslok 1985. Eigið fé félagsins sem hlut- fall af heildarfjármagni er 38%. Halldór rakti í ræðu sinni helstu verkefni Eimskips á síðasta ári. Félagið seldi 5 skip á árinu, keypti 4 og þurrleigði 1. Aðalbreyting á þjónustu félagsins var vegna vax- andi útflutnings á ferskum fiski frá Evrópu en einnig vegna mikils inn- flutnings frá Evrópu. Strandflutn- ingaþjónusta félagsins var einnig aukin með nýju skipi. Félagið opn- aði tvær nýjar skrifstofur erlendis, í Hamborg og Gautaborg og rekur nú fjórar skrifstofur erlendis. Hall- dór rakti skipulagsbreytingar sem orðið hafa hjá félaginu og einnig kom fram hjá honum að áætlun um þróun tölvuvinnslu félagsins til næstu ára var gerð á árinu. Halldór sagði síðan þrátt fyrir jákvæða afkomu félagsins hefðu fjárfestingar verið varfærnar á ár- inu eða samtals 255 milljónir króna sem er minna en árið á undan. Þar var langmest fjárfest í vöruaf- greiðslu félagsins og í gámum. Einnig var talsverður hluti fjárfest- inganna hlutabréfakaup í nokkrum fyrirtækjum, þar sem hæst bar hlutabréfakaup í Verzlunarbanka íslands og Pólstækni. Halldór sagði að vaxtamöguleikar í flutninga- starfsemi væru ekki ótakmarkaðir hér á landi og því væri það vel í samræmi við hugsjón stofnenda Eimskipafélagsins að félagið sé þátttakandi í nýsköpun íslensks at- vinnulífs. Taldi Halldór að Eim- skipafélagið myndi á næstu árum verða mun virkari þátttakandi í nýrri atvinnustarfsemi en þegar er orðið. Halldór sagði að lokum að ekk- ert benti til annars en árið 1987 verði árangursríkt. Vinnudeilur þær sem félagið hefði staðið í settu þó nokkurn skugga á reksturinn og óvíst hvaða áhrif þær hefðu á af- komuna. Verðmætahlutfall skipanna af eignum minnkar stöðugt Halldór H. Jónsson stjórnarformaður Eimskips í ræðustól á aðal- fundi félagsins. Fremst á myndinni eru, talið frá vinstri, Davfð Oddson sem var f undarstjóri, Hörður Sigurgestsson forstjóri Eiin- skips og Indriði Pálsson varaformaður stjórnar félagsins. VERÐMÆTI skipa Eimskips, í hlutfalli við aðra varanlega rekstrarfjármuni félagins, var 25% á síðasta ári og hefur aldrei verið minna í sögu félagsins. Árið 1981 var þetta hlutfall 57%. Þetta kom fram í skýringum Harðar Sigurgestssonar for- stjóra Eimskips við ársreikninga á aðalfundi félagsins í gær, og sagði Hörður að þetta undirstrik- aði þær grundvallarbreytingar sem orðið hafa í flutningastarf- seminni. í ársreikningum félagsins kemur fram að skipastóll þess árið 1986 er metinn á 492 milljónir króna en var metinn á 605 milljónir króna EQutaféð aukið um 90 milljónir TILLAGA um 50% aukningu á hlutafé Eimskips með útgáfu jöfnunarhlutabréfa var sam- þykkt á aðalfundi félagsins og var hlutaféð aukið úr 180 tnillj- ónum króna í 270 milljónir króna. Verður hluthöfum afhent jöfnunarhlutabréfin endur- gjaldslaust í réttu hlutfalli við skrasetta eign þeirra. Gunnar Ragn- ars nýr í stjórn HALLDÓR H. Jónsson var endur- kjörinn stjórnarformaður Eún- skipafélagsins og Indriði Pálsson var endurkjörinn varaformaður félagsins á fyrsta fundi stjórnar félagsins eftir aðalfund þess. Fjórir menn voru' á aðalfundinum kosnir til tveggja ára I stjórn Eim- skips og voru Halldór H. Jónsson, Pétur Sigurðsson, Jón Ingvarsson og Jón H. Bergs endurkjörnir. Til eins árs voru kjörnir þeir Thor Ó. Thors og Gunnar Ragnars. Thor Ó Thors tók sæti í stjórn félagsins á liðnu ári en Gunnar var kjörinn í stjórn í fyrsta skipti. Fyrir í stjórn Eimskipafélagsins voru Indriði Pálsson, Benedikt Sveinsson og Hjalti Geir Kristjánsson. Frá síðasta aðalfundi félagsins féllu frá tveir menn í stjórn félags- ins, þeir Thor R. Thors aðalræðismað- ur og Axel Einarsson hæstaréttarlög- maður. Halldór H. Jónsson minntist þeirra í ræðu sinni á aðalfundinum og einnig tveggja starfsmanna fé- lagsins sem létust á síðasta ári, þeirra Svend Dipo-Petersen skristofustjóra Eimskips í Kaupmannahöfn frá 1964 til 1978, og Jóns Jónssonar verka- mahns í vöruafgreiðslu félagsins í Reykjavík. í ræðu Halldórs H. Jónssonar stjórnarformanns Eimskipafélags- ins kom fram að félagið hefur gefið út jöfnunarhlutabréf nokkuð reglu- lega undanfarin ár. Gerð hefur verið athugun á verðgildi hlutafjár Eim- skips frá stofnun félagsins fram til ársloka 1986 og það borið saman við breytingu á neysluvísitölu sem Hagstofa Islands reiknar, en það er eini mælikvarðinn sem til er fyr- ir allt það tímabil. Þannig reiknað verður verðgildi hlutafjár samtals 258 milljónir króna og sagði Halld- 6r það vera í samræmi við tillðgu um útgáfu jöfnunarhlutabréfa nú. Þá samþykkti aðalfundurinn til- lögu félagsstjórnarinnar um að greiddur verði 10% arður af hlutafé fyrir árið 1986. Þá voru breytingar á §6rum greinum samþykkta Eimskipafé- lagsins samþykktar á aðalfundin- um. Þarna var um að ræða breytíngar sem gerðar voru eftir að ríkið seldi hlutabréf sín í félaginu og voru breytingarnar lagðar fyrir síðasta aðalfund. Þá var fundarsókn ekki næg til endanlegrar afgreiðslu breytinganna og því voru þær born- ar aftur undir aðalfund. —^—í__________________n'.tii+.iv árið 1985. Gámar, flutningatæki og áhöld voru metin á 745 milljónir króna árið 1986 en 734 milljónir króna árið 1985, og fasteignir fé- lagins voru metnar á 736 milljónir króna árið 1986 en 651 milljón króna árið 1985. í þessum tölum kemur fram breytt hlutfall skipanna í rekstrarfjármunum Eimskips. í reikningunum kemur fram að rekstrartekjur félagsins á síðasta ári voru 3.665 milljónir króna en voru 2.714 milljónir árið 1985. Rekstrargjöld voru hinsvegar 3.329 milljónir á síðata ári en 2.705 árið 1985. Fjármagnsgjöld árið 1986 voru 65 milljónir króna en 62 millj- ónir króna árið 1985 og munar þarna mest um lækkaða vexti af skuldum og minni verðbólgu. 14,5 milljóna tap varð síðan af sölu skipa og tækja á árinu og eftir eignar- skatt varð hagnaður af rekstri félagsins 239 milljónir króna árið 1986 á móti 47 milljóna króna tapi árið 1985. í efnahagsreikningi félagins kom fram að veltufjármunir voru árið 1986 1,276 milljónir en 816 milljón- ir árið á undan. Skammtímaskuldir voru hinsvegar 846 milljónir árið 1986 en 845 milljónir árið 1985. Hörður Sigurgestsson sagði að veltufjárhlutfall, það er hlutfall veltufjármuna og skammtíma- skulda, hefði verið 1,51% árið 1986 miðað við 0,96% árið á undan og væri það mælikvarði á greiðslugetu fyrirtækisins. Eignir félagsins á síðasta ári námu alls 3.449 milljónum króna en skuldir námu alls 2.134 milljón- um króna. Eigið fé félagins var því 1.315 milljónir króna og hafði það aukist um 45% frá fyrra ári, en Hörður sagði að raunaukning eigin fjár væri nálægt 24% frá árinu 1985. Hörður sagði að raunávöxtun eigin fjár félagsins frá 1981 hefði verið að jafnaði 8,7% á ári. Það hlyti að vera markmið stjórnenda hvers fyrirtækis að ávöxtun eigin fjár sé á hverjum tíma ekki lakari en almennt gerist um ávöxtun á fjafmagnsmarkaði. í framtíðinni hljóti menn að horfa á arðsemi eig- in fjárs í félögum eins og Eimskipa- félaginu og bera það saman við arðsemi fjármagns á lánsmarkaði í miklu ríkari mæli en þegar hefur verið gert. I reikningunum er einnig gerð grein fyrir fjármagnsstreymi fyrir- tækisins og þar kemur fram að eftir að fjármagni félagsins hafði verið ráðstafað árið 1986 voru eftir 430 milljónir króna í veltufé en í árs- byrjun var veltufé fyrirtækisins neikvætt um 30 milljónir króna. Tillaga um vél- knúna björgun- arbáta í skipin TILLAGA um að tveir vélknúnir björgunarbátar, með stýrishúsi og fullkomnasta bjðrgunarbúnaði innanborðs, skuli vera um borð f ölliun skipum félagsins var lögð fram á aðalfundi Eimskips af Árna Jóhannsyni. Tillaga þes?i var ekki borin fram með lögformlegum fyrirvara en fund- urinn samþykkti eigi að síður að taka hana til meðferðar. Hörður Sigur- gestsson forstjóri sagði að það væri nú orðin regla að ný skip skuli byggja þannig að á þeim sé björgunarbátur af þeirri gerð sem Árni gerði grein fyrir. Ekki væri krafa um að þannig bátum væri komið fyrir á eldri skip- um enda í sumum tilfellum ekki hægt. Hörður sagði á hverjum tíma þyrfti að gæta fyllsta öryggis í sigl- ingum félagsins. Nú væru komin björgunarnet í öll skip þess og Eim- skip hefði verið fyrst skipafélaga til að setja flotbúninga um borð I skip sín. Hörður lagði síðan til að tillögu Árna yrði vísað til stjórnar félagsins til umræðu og var það samþykkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.