Morgunblaðið - 26.03.1987, Page 30

Morgunblaðið - 26.03.1987, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 4- Aðalfundur Eimskipafélags Islands Hagiiaður af rekstri 239 milljónir á síðasta ári Flutningar fé- lagsins þeir mestu í sögu þess HAGNAÐUR að upphæð 239 miiyónir króna varð af rekstri Eimskipafélags íslands á árinu 1986. Þessi hagnaður er 6,5% af veltu félagsins á árinu. Tvö ár þar á undan varð samtals 154 milljóna króna tap á rekstri fé- lagsins á verðlagi ársins 1986. Rekstrartekjur á árinu voru sam- tals 3.665 mil^'ónir króna og var hækkun tekna milli ára 35% en hækkun verðlags milli ára var um 25% svo nærri lætur að raun- vöxtur umsvifa félagsins sé um 7%. Þetta kom fram í ræðu Hall- dórs H. Jónssonar stjómarfor- manns Eimskipafélags íslands á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær á Hótel Sögu. Heildarflutningar Eimskips á síðasta ári námu 792 þúsund tonn- um sem er það mesta í sögu félagsins og 13% aukning frá síðasta ári. Halldór sagði það eink- um vera vegna þess góðæris sem ríkti á árinu og vegna þess að Haf- skip hætti rekstri í lok ársins 1985 en Eimskip fékk 55-60% af þeirra flutningum. Aðrar skýringar á hag- Frá aðalfundi Eimskipafélags íslands sem haldinn var á Hótel Sögu í gær. Morgunblaðið/Ól.K.M. stæðri afkomu félagsins sagði Halldór vera að olíuverð hefði lækk- að og að verðlag var stöðugt á árinu og jákvæð þróun í efnahags og at- vinnulífí þjóðarinnar. Norður-Atl- antshafsflutningar félagsins hefðu einnig skilað viðunandi afkomu en þar sem samkeppni hefði harðnað verulega á þeim markaði að undan- fömu og flutnignsgjöld lækkað ríkti nokkur óvissa um framtíð þeirra flutninga. Halldór sagði að góð og traust staða Eimskips endurspeglaðist í efnahagsreikningi félagsins þar sem eigið fé í árslok að meðtöldu hlutafé nam 1.315 milljónum króna en var 904 milljónir króna í árslok 1985. Eigið fé félagsins sem hlut- fall af heildarfjármagni er 38%. Halldór rakti í ræðu sinni helstu verkefni Eimskips á síðasta ári. Félagið seldi 5 skip á árinu, keypti 4 og þurrleigði 1. Aðalbreyting á þjónustu félagsins var vegna vax- andi útflutnings á ferskum físki frá Evrópu en einnig vegna mikils inn- flutnings frá Evrópu. Strandflutn- ingaþjónusta félagsins var einnig aukin með nýju skipi. Félagið opn- aði tvær nýjar skrifstofur erlendis, í Hamborg og Gautaborg og rekur nú fjórar skrifstofur erlendis. Hall- dór rakti skipulagsbreytingar sem orðið hafa hjá félaginu og einnig kom fram hjá honum að áætlun um þróun tölvuvinnslu félagsins til næstu ára var gerð á árinu. Halldór sagði síðan þrátt fyrir jákvæða afkomu félagsins hefðu Ijárfestingar verið varfærnar á ár- inu eða samtals 255 milljónir króna sem er minna en árið á undan. Þar var langmest fjárfest í vöruaf- greiðslu félagsins og í gámum. Einnig var talsverður hluti fjárfest- inganna hlutabréfakaup í nokkrum fyrirtækjum, þar sem hæst bar hlutabréfakaup í Verzlunarbanka íslands og Pólstækni. Halldór sagði að vaxtamöguleikar í flutninga- starfsemi væru ekki ótakmarkaðir hér á landi og því væri það vel í samræmi við hugsjón stofnenda Eimskipafélagsins að félagið sé þátttakandi í nýsköpun íslensks at- vinnulífs. Taldi Halldór að Eim- skipafélagið myndi á næstu árum verða mun virkari þátttakandi í nýrri atvinnustarfsemi en þegar er orðið. Halldór sagði að lokum að ekk- ert benti til annars en árið 1987 verði árangursríkt. Vinnudeilur þær sem félagið hefði staðið í settu þó nokkum skugga á reksturinn og óvíst hvaða áhrif þær hefðu á af- komuna. Verðmætahlutfall skipanna af eignum minnkar stöðugt Halldór H. Jónsson stjórnarformaður Eimskips í ræðustól á aðal- fundi félagsins. Fremst á myndinni eru, talið frá vinstri, Davíð Oddson sem var fundarstjóri, Hörður Sigurgestsson forstjóri Eim- skips og Indriði Pálsson varaformaður stjómar félagsins. VERÐMÆTI skipa Eimskips, í hlutfalli við aðra varanlega rekstrarfjármuni félagins, var 25% á sfðasta ári og hefur aldrei verið minna f sögu félagsins. Árið 1981 var þetta hlutfall 57%. Þetta kom fram í skýringum Harðar Sigurgestssonar for- stjóra Eimskips við ársreikninga á aðalfundi félagsins í gær, og sagði Hörður að þetta undirstrik- aði þær grundvallarbreytingar sem orðið hafa í flutningastarf- seminni. í ársreikningum félagsins kemur fram að skipastóll þess árið 1986 er metinn á 492 milljónir króna en var metinn á 605 milljónir króna Hlutaféð aukið um 90 milljónir TILLAGA um 50% aukningu á hlutafé Eimskips með útgáfu jöfnunarhlutabréfa var sam- þykkt á aðalfundi félagsins og var hlutaféð aukið úr 180 milþ'- ónum króna í 270 milljónir króna. Verður hluthöfum afhent jöfnunarhlutabréfin endur- gjaldslaust í réttu hlutfalli við skrásetta eign þeirra. Gunnar Ragn- ars nýr í stj ór n HALLDÓR H. Jónsson var endur- kjörinn stjómarformaður Eim- skipafélagsins og Indriði Pálsson var endurkjörinn varaformaður félagsins á fyrsta fundi stjómar félagsins eftir aðalfund þess. Fjórir menn voru' á aðalfundinum kosnir til tveggja ára í stjóm Eim- skips og voru Halldór H. Jónsson, Pétur Sigurðsson, Jón Ingyarsson og Jón H. Bergs endurkjömir. Til eins árs voru kjömir þeir Thor Ó. Thors og Gunnar Ragnars. Thor Ó Thors tók sæti í stjóm félagsins á liðnu ári en Gunnar var kjörinn í stjóm í fyrsta skipti. Fyrir í stjóm Eimskipafélagsins vom Indriði Pálsson, Benedikt Sveinsson og Hjalti Geir Kristjánsson. Frá síðasta aðalfundi félagsins féllu frá tveir menn í stjóm félags- ins, þeir Thor R. Thors aðalræðismað- ur og Axel Einarsson hæstaréttarlög- maður. Halldór H. Jónsson minntist þeirra í ræðu sinni á aðalfundinum og einnig tveggja starfsmanna fé- lagsins sem létust á síðasta ári, þeirra Svend Dipo-Petersen skristofustjóra Eimskips í Kaupmannahöfn frá 1964 til 1978, og Jóns Jónssonar verka- manns í vöruafgreiðslu félagsins í Reykjavík. í ræðu Halldórs H. Jónssonar stjómarformanns Eimskipafélags- ins kom fram að félagið hefur gefíð út jöfnunarhlutabréf nokkuð reglu- lega undanfarin ár. Gerð hefur verið athugun á verðgildi hlutafjár Eim- skips frá stofnun félagsins fram til ársloka 1986 og það borið saman við breytingu á neysluvísitölu sem Hagstofa Islands reiknar, en það er eini mælikvarðinn sem til er fyr- ir allt það tímabil. Þannig reiknað verður verðgildi hlutafjár samtals 258 milljónir króna og sagði Halld- ór það vera í samræmi við tillögu um útgáfu jöfnunarhlutabréfa nú. Þá samþykkti aðalfundurinn til- lögu félagsstjórnarinnar um að greiddur verði 10% arður af hlutafé fyrir árið 1986. Þá voru breytingar á fjórum greinum samþykkta Eimskipafé- lagsins samþykktar á aðalfundin- um. Þama var um að ræða breytingar sem gerðar voru eftir að ríkið seldi hlutabréf sín í félaginu og voru breytingamar lagðar fyrir síðasta aðalfund. Þá var fundarsókn ekki næg til endanlegrar afgreiðslu breytinganna og því voru þær bom- ar aftur undir aðalfund. árið 1985. Gámar, flutningatæki og áhöld vom metin á 745 milljónir króna árið 1986 en 734 milljónir króna árið 1985, og fasteignir fé- lagins vom metnar á 736 milljónir króna árið 1986 en 651 milljón króna árið 1985. í þessum tölum kemur fram breytt hlutfall skipanna í rekstrarfjármunum Eimskips. í reikningunum kemur fram að rekstrartekjur félagsins á síðasta ári vom 3.665 milljónir króna en vom 2.714 milljónir árið 1985. Rekstrargjöld vom hinsvegar 3.329 milljónir á síðata ári en 2.705 árið 1985. Fjármagnsgjöld árið 1986 vom 65 milljónir króna en 62 millj- ónir króna árið 1985 og munar þama mest um lækkaða vexti af skuldum og minni verðbólgu. 14,5 milljóna tap varð síðan af sölu skipa og tækja á árinu og eftir eignar- skatt varð hagnaður af rekstri félagsins 239 milljónir króna árið 1986 á móti 47 milljóna króna tapi árið 1985. í efnahagsreikningi félagins kom fram að veltufjármunir vom árið 1986 1,276 milljóniren 816 milljón- ir árið á undan. Skammtímaskuldir vom hinsvegar 846 milljónir árið 1986 en 845 milljónir árið 1985. Hörður Sigurgestsson sagði að veltuíjárhlutfall, það er hlutfall veltufjármuna og skammtíma- skulda, hefði verið 1,51% árið 1986 miðað við 0,96% árið á undan og væri það mælikvarði á greiðslugetu fyrirtækisins. Eignir félagsins á síðasta ári námu alls 3.449 milljónum króna en skuldir námu alls 2.134 milljón- um króna. Eigið fé félagins var því 1.315 milljónir króna og hafði það aukist um 45% frá fyrra ári, en Hörður sagði að raunaukning eigin flár væri nálægt 24% frá árinu 1985. Hörður sagði að raunávöxtun eigin fjár félagsins frá 1981 hefði verið að jafnaði 8,7% á ári. Það hlyti að vera markmið stjómenda hvers fyrirtækis að ávöxtun eigin §ár sé á hveijum tíma ekki lakari en almennt gerist um ávöxtun á fjarmagnsmarkaði. í framtíðinni hljóti menn að horfa á arðsemi eig- in fjárs í félögum eins og Eimskipa- félaginu og bera það saman við arðsemi ijármagns á lánsmarkaði í miklu ríkari mæli en þegar hefur verið gert. I reikningunum er einnig gerð grein fyrir flármagnsstreymi fyrir- tækisins og þar kemur fram að eftir að fjármagni félagsins hafði verið ráðstafað árið 1986 vom eftir 430 milljónir króna í veltufé en í árs- byijun var veltufé fyrirtækisins neikvætt um 30 milljónir króna. Tillaga um vél- knúna björgun- arbáta í skipin TILLAGA um að tveir vélknúnir björgunarbátar, með stýrishúsi og fullkomnasta björgunarbúnaði innanborðs, skuli vera um borð í öllum skipum félagsins var lögð fram á aðalfundi Eimskips af Árna Jóhannsyni. Tillaga þes?i var ekki borin fram með lögformlegum fyrirvara en fund- urinn samþykkti eigi að síður að taka hana til meðferðar. Hörður Sigur- gestsson forstjóri sagði að það væri nú orðin regla að ný skip skuli byggja þannig að á þeim sé björgunarbátur af þeirri gerð sem Ámi gerði grein fyrir. Ekki væri krafa um að þannig bátum væri komið fyrir á eldri skip- um enda í sumum tilfellum ekki hægt. Hörður sagði á hverjum tima þyrfti að gæta fyllsta öryggis í sigl- ingum félagsins. Nú væru komin björgunamet í öll skip þess og Eim- skip hefði verið fyrst skipafélaga til að setja flotbúninga um borð í skip sín. Hörður lagði síðan til að tillögu Áma yrði vísað til stjómar félagsins til umræðu og var það samþykkt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.