Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 23 Líf eyrir og ljóseyrir eftirJóhann J. Olafsson Lífeyrissjóðir eru stofnanir, sem jafnan njóta mikillar athygli og umræðu í þjóðfélaginu. Ástæðurnar eru nokkuð ljósar. Allur þorri fólks á kjör sín í ellinni undir því komið, hvernig starfsemi þeirra gengur. Húsbyggjendur hafa einnig í miklum mæli sótt lán til lífeyrissjóðanna, svo að ekki sé minnst á ríkið og byggingasjóði þess. Alls staðar, þar sem peningar eru, vilja menn seilast til áhrifa og afskipta. Hvað sem hinu opinbera líður verðum við að muna tilgang sjóð- anna, sem er að tryggja mönnum lífeyri. Lífeyrissjóðir eru fyrst og fremst tekjutryggingarsjóðir. Menn nálgast verkefni sjóðanna á margan hátt: Auk lífeyrissjóða tryggja fyrirtæki beinan tekjumissi í skemmri tíma og tryggingafélög greiða slysabætur. Ríkissjóður sér um almennar tryggingar. Við höf- um einnig atvinnuleysistryggingar og loks má nefna, að menn treysta á eigin sparnað og njóta aðstoðar vina, vandamanna og góðgerðarfé- laga. Af þessu sést að enginn einn aðili sér fyrir öllu. Varast skal „pat- ent"-lausnir, en sumum stjórn- málamönnum er svo gjarnt að fullyrða, að hægt sér að leysa mál í eitt skipti fyrir öll. Efnahagslífið er sífelldum breytingum undirorpið og menn verða glöggt að átta sig í stöðunni á hverjum tíma, eins og þeim frekst er unnt, og skyggnast inn í framtíðina. Tillagan um einn lífeyrissjóð fyr- ir alla landsmenn ber nokkurn keim af þeim hugsunarhætti, að búi menn til eitt bákn leysi það vanda allra. Lífeyrissjóður fyrir alla lands- menn yrði hins vegar skref í þveröfuga átt. Hann yrði skref til aukinnar miðstýringar, minni upp- lýsinga og takmarkaðri áhrifa fólks um eigin málefni. Eitt af því, sem kvartað er yfír, er að fólk sé ekki nógu nánum tengslum við lífeyrissjóðina. Stjórn- ir þeirra eru sagðar einangraðar og miðstýring mikil. Þessi gagnrýni er mjög í takt við tíðarandann. Á öld upplýsingabyltingar á hún ekki einungis við um lífeyrissjóði, heldur svo margt í síbreytilegu umhverfi okkar. Finna þarf lausn, þar sem hinn tryggði og sá sem tryggir, geta fylgst betur með og haft meiri áhrif en nú er og staðið vörð um tekjutryggingarhlutverk sjóðanna. Sjónarmið húsbyggjenda, ríkissjóðs eða landsbyggðar mega ekki skyggja á þessa viðleitni. Finna þarf aðferð, þar sem raunveruleik- inn ræður, en ekki óskhyggjan. Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur gengið lengst allra sjóða í því að veita upplýsingar. Hann einn sjóða birtir niðurstöður reikninga í öllum dagblöðum og sendir sjóðs- félögum sínum yfirlit yfir greiðslur þeirra í sjóðinn. Hægt væri að gera betur, en slíkt krefst kerfisbreyt- inga. Ég vil varpa fram þeirri hug- mynd, að lífeyrissjóðir verði gerðir að hlutasjóðum í eigu atvinnurek- enda og launþega. I sjóðunum verði seldir hlutir, sem verði eign þeirra, sem í þá greiða. Það verði hlutverk sjóðstjórna að ávaxta þetta fé á sem allra bestan hátt á hverjum tíma, en með góðri ávöxtun eykst verð- mæti þeirra hluta sem í sjóðunum eru, og sjóðirnir verða betur færir um að gegna skyldum sínum. Eig- endur, bæði atvinnurekendur og launþegar, eiga að hafa takmarkað- an yfirráðarétt yfir hlutum sínum, t.d. þannig að þeir geti flutt þá í annan sjóð, ef þeir telja hag sínum betur borgið þar, en geti hvorki eytt, selt né veðsett þessa eign sína. Hún verði fyrst laus til útborgunar, þegar kemur til greiðslu tekjutrygg- ingar. Daglega eða a.m.k. vikulega mætti deila fjölda hluta í heildar- eign sjóðsins og birta verðmæti Jóhann J. Ólafsson „Ég vil varpa fram þeirri hugmynd, að lífeyrissjóðir verði gerðir að hlutasjóðum í eigu atvinnurekenda og launþega. I sjóðunum verði seldir hlutir, sem verði eign þeirra, sem í þá greiða. Það verði hlutverk sjóðsí jórna að ávaxta þetta f é á sem allra bestan hátt á hverjum tíma, en með góðri ávöxtun eykst verðmæti þeirra hluta sem í sjóðunum eru, og sjóðirnir verða betur færir um að gegna skyldum sínum." hluta í dagblöðum. Með þessu skap- aðist samkeppni milli lífeyrissjóða um bestu ávöxtun fjár og hver og einn gæti fylgst með hvernig sínum hlut liði. Fé í lífeyrissjóði er ekki hrein séreign einstaklinga heldur einnig tryggingarfé, áhættudreifíng og jöfnunarfé. En það mætti hugsa sér þá breytingu, að 4% yrðu séreign sjóðsfélaga og gætu gengið í arf, en 6% greiðslur atvinnurekenda, yrðu notaðar til tekju- og áhættu- jöfnunar. En hvernig ætti að stjórna sjóð- unum? Nú eru menn tilnefndir af launþegum og atvinnurekendum. Þetta er eðlilegt af sögulegum ástasðum, því að þessir aðilar hafa stofnað til þeirra með samningum. En lífeyrisgjöld eru skyldusparnað- ur og þess vegna er hætta á að hagsmunum rétthafa sé ekki eins vel borgið og hægt væri, ef menn réðu meira um það sjálfir. Nauðsyn- legt er því að breikka stjórn sjóð- anna t.d. þannig að launþegar tilnefndu 3 fulltrúa, atvinnurekend- ur 3 en hlutaeigendur kysu 3. Ef þetta reyndist vel mætti end- urskoða þessa skiptingu, en nauð- synlegt er að forysta myndist um rekstur hvers sjóðs, því það getur orðið óheillavænlegt, ef völd og áhrif eru þynnt svo út, að enginn telji sér málefni sjóðanna koma við, nema þeir sem nota þurfa féð að láni. Þá verða óviðkomandi sjónar- mið of sterk og ríkið býðst til að taka verkefnið að sér og áhrif sjóðs- félaga hverfa alveg. Hningnunin heldur innreið sína. Völd mega hvorki verða of sterk í fárra manna höndum, né of veik og dreifð. Rata verður hér hinn gullna meðalveg. Þá þyrfti að stórauka ávöxtunar- möguleika sjóðanna. Nú er fé þeirra aðallega ávaxtað í lánum til ríkis- sjóðs. Sjóðirnir ættu að geta ávaxtað fé sitt í hvers konar verð- bréfum, bæði hérlendis og erlendis. Þær tekjur sem lífeyrissjóðum er ætlað að tryggja eru orðnar svo miklar að möguleikar til ávöxtunar verða að aukast. Þar sem lífeyrir framtíðar verður aðeins greiddur af atvinnurekstri framtíðar er mjög eðlilegt, já alveg nauðsynlegt að lífeyrissjóðir séu í náinni snertingu við atvinnulífið. Hér áður fyrr var lífeyrir lítill og fyrir fáa, en fasteignir stærsti hluti eigna landsmanna. Var því eðlilegt að lífeyrir væri tryggður í fasteignum eingöngu eða af ríkis- sjóði, sem bar mun minni skuld- bindingar. Þetta er ekki hægt lengur. Tekjur sem tryggja þarf hafa stóraukist í hlutfalli við fast- eignir og ríkissjóður hefur stórbætt á sig skuldbindingum. Æviskeið manna að lokinni starfsævi hefur lengst og lífskjör þau, sem tryggja þarf, eru mun betri en áður. Þess vegna verður að breikka mjög grundvöll ávöxtunar, með því að fjárfesta bæði erlendis til áhættu- dreifingar og í innlendum hlutabréf- um til að treysta tekjumyndunina í landinu. Erlend fjárfesting er eink- anlega æskileg, þar sem hún gæti gert allt í senn, styrkt gjaldeyris- forða landsmanna, verkað sem öryggisventill gegn þenslu í efna- hagslífinu og síðast en ekki síst, dreift áhættunni. Það hefur oft verið fullyrt, og það með nokkurri lítilsvirðingu, að fólk í frumstæðum þjóðfélögum hrúgi niður börnum til þess að tryggja afkomu sína í ellinni. Þá sé nú einhver munur hér á Vestur- löndum, þar sem afkoman sé tryggð með fjársöfnun til elliáranna. En þetta er hinn mesti misskilningur. Hinir „vanþróuðu" eru einungis í meiri snertingu við náttúruna. Þar er styttra á milli orsaka og afleið- inga. Gildir sjóðir okkar verða lítils virði ef ekki vaxa upp kynslóðir til þess að taka við þeim og greiða okkur út andvirði þeirra í.vörum og þjónustu, þegar við erum sjálf orðin gömul og þurfandi. Því varpa ég fram þeirri hug- mynd, að lífeyrissjóðir fái aukið hlutverk og tekjur og sjái um tekju- tryggingu í fæðingarorlofi (greiði ljóseyri). Þegar öllu er á botninn hvolft er mjög æskilegt að fjöldi fæðinga haldist nægilegur og ef „ljóseyrir" getur bætt þar eitthvað um, þá eru lífeyrissjóðir eins vel til þess fallnir og hver annar að inna hann af hendi. Nöfn sjóðanna eru þó þrátt fyrir allt kennd við líf og mættu þess vegna heita líf- og ljós- eyrissjóðir. Höfundur er formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Fyrirlestur Tordis Örjasæter: Bækur fyrir og um fatlaða FÉLAG íslenskra sérkennara og Landssamtökin Þroskahjálp ef na fimmtudaginn 26. mars til fund- ar í Norræna húsinu þar sem norski rithöfundurinn Tordis Orjasæter flytur erindi um bæk- ur fyrir og um fatlaða. Fyrirlest- urinn hefst kl. 17.00. Tordis Örjasæter skrifaði bókina Dag Tore sem kom út í íslenskri þýúingu fyrir all mörgum árum. Tordis Örjasæter er lektor við Sérkennarahaskólann í Osló en veit- ir jafnframt forstöðu starfshópi á vegum International Board on Books for Young People (IBBY) sem fjallar um bækur fyrir og um fatlaða. Hingað til lands kemur Tordis í boði nokkurra stofnana og félaga- samtaka. Öllum þeim, sem minntust min með ýmsum hcetti á nýlega UÖnu áttrœðisafmœli mínu, fœri ég af heilum hug hjartanlegar þakkir. — Fáein þakkarorð eru i huga minum harla fátœkleg móts viö allar þœr kveÖjur og gjafir og allan þann heiður, sem mér var á svo margan hátt sýndur. Öllu öðru fremur vil ég þakka fólkinu i söng- kórunum sex og stjórnendum þeirra, svo og einsöngvurum og undirleikurum, sem fluttu ýmis sönglög sem ég hafði samið á liðinni œvi, á afmœlistónleikum þeim sem haldnir voru laugardaginn 21. mars sl. á Flúðum kl. 15.00 og á Selfossi kl. 20.30 að tilhlutan og fyrir atbeina Tónlistarfélags Árnessýslu. Hjartanlegar þakkir. Siguröur Ágústsson, Birtingarholti. FERMINGARBOÐ W Göngutjald og svefnpoki: kr. 9.400 iaumc KAUPFÉLÖGIN DONIUS ILANDINU AMKUGIBDUR Þú ert öruggur með Atlas Copco FYRIRLIGGJANDI í VERSLUN OKKAR: Loftþjöppur, lofthamrar, handverkfæri, borstál, borkrónur, málningarsprautur, sandblásturstæki, loftstýribúnaður, loftstrokkar og margt fleira. Fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta. Mxiastbpcc EINKAUMBOÐÁÍSLANDI: LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Ármúla23 - Sími (91)20680
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.