Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐŒ), FMMTUDAGUR 26. MARZ 57 í sundfélaginu Ægi. Þær systur urðu mjög þekktar sundkonur og unnu mörg afrek á því sviði. Þegar fjölskylda mín flutti úr Laugarnesi slitnuðu að mestu þau bönd er tengdu okkur því ágæta fólki sem bjó á Laugarnessvæðinu. Sveina giftist seinna mannkosta- manni, Birni Pálssyni sjúkraflug- manni, en hann fórst í flugslysi eins og flestum er kunnugt og var hann öllum harmdauði sem hann þekktu. Um það þarf ekki að ræða hversu mikil raun það hefir verið nánustu aðstandendum, eiginkonu og börn- um. En Sveina var ekki sú manngerð að láta bugast. Hún taldi sig alltaf mikla hamingjukonu, börnin öll gáfað og duglegt fólk, sem ásamt mökum sínum báru hana á höndum sér. Ég endurnýjaði kunningsskapinn við Sveinu, sem varð að vináttu, í gegnum Jóhönnu (Öddu) systur mína, en þær voru miklar vinkonur á síðustu árum. Sveina var með afbrigðum skemmtileg kona og eig- um við Helga ógleymanlegar minningar um samverustundir með henni og hennar samheldnu fjöl- skyldu. Sveina var mjög músíkölsk, hún sótti alla tónleika sem hún komst yfir að fara á, var fastagestur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinn- ar og átti mikið af úrvals tónlist á plötum. Ég hefi tæplega áttað mig á því enn að Sveina sé farin frá okkur. Við Helga og Adda vottum allri fjölskyldunni innilega samúð. Rögnvaldur Sigurjónsson Einn af kirkjunnar þjónum hafði á orði að hornsteinn lífshamingj- unnar væri þakklæti. Hvort sú sannfæring samrýmist þeirri hug- mynd að íslendingar séu hamingju- samasta þjóð veraldar skal ósagt látið. En víst er að orðin eiga við um tengdamóður mína. Jafnvel um áramótin síðustu er hún stóð and- spænis alvarlegum sjúkdómi vék þakklætið ekki úr huga hennar. Þakklæti fyrir hvern þann dag sem hún átti með ættingjum og vinum, þeim stóra hópi sem hún lagði rækt við alla tíð. Móðurhlutverkið skipaði æðstan sess í lífi Sveinu, öðrum til gæfu og henni til ánægju og lífsfyllingar. Glaðværðin var ráðandi og tónlistin í hávegum. Ungir sem aldnir voru jafningjar í samvistum við Sveinu. Undanfarna þrjá mánuði dvaldist Sveina á heimili okkar Heiðu. Við vorum svo lánsöm að búa í stóru húsi sem gat rúmað þriðju kynslóð- ina, og brátt tók að lifna yfir vistarverum. Ýmist hringdi síminn eða dyrabjallan nema hvoru tveggja væri og „Dopþa" hafði ekki við að gelta. Það var ekki laust við að húsbóndinn væri stoltur yfir tíðum mannaferðum heim traðirnar. Sveina tók á móti gestum og mannlíflð blómgaðist. í ljós kom að hafí húsið verið stórt fyrir reyndist það aldrei eins óþarflega stórt og nú. Allir voru saman komnir inni hjá Sveinu og oft þurfti að fara langar leiðir til að ná í símann. Stofurnar stóðu auðar nema ef húsbóndinn dró sig í hlé og sofnaði fyrir framan sjónvarpið. Þannig gekk um hríð og amma Sveina hafði yfirhöndina í baráttunni sem háð var í bakgrunni. Smám saman færðist erfitt stíð í forgrunn, en Sveina og börn hennar létu ekki bilbug á sér fínna. Kjarkurinn og lífsviljinn var ótrúlegur og mann- legri reisn var haldið til hinstu stundar. Svo kom að ekki varð leng- ur við ráðið og Sveina var flutt í spftalann. Þar átti hún skamma viðdvöl og getur allt eins hugsast að sjúkraflugmaðurinn Björn Páls- son hafí brugðist skjótt við og bjargað eiginkonu sinni yfir til sín í betri heim. Þakklæti fyllir hugann fyrir að hafa fengið að njóta alls þess sem Sveina veitti af örlæti sínu og lífsgleði. Guð blessi og varðveiti minningu Sveinu Sveinsdóttur. Tengdasonur Sveina Sveinsdóttir á Rauðalæk 6 f Reykjavfk andaðist að morgni laugardagsins 21. mars sl. 70 ára að aldri. Þar lauk ævidegi konu, sem verður eftirminnileg öllum þeim, sem kynntust henni. Og víst er, að í henni mun margur sakna góðs vinar, vegna þess að hún var mikill vinur vina sinna. Þar var engin hálfvelgja á ferðum. Sveina fæddist á Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd 9. maf 1916 dóttir hjónanna Sveins Einarssonar múrarameistara og Arnheiðar Björnsdóttur. Sveinn var sonur hjónanna Einars Bjarnasonar og Ragnhildar Jónsdóttur að Heiði á Síðu. Arnheiður var dóttir hjónanna Björns Magnússonar og Arndfsar Eriendsdóttur í Þjóðólfshaga í Holt- um. Þannig var Sveina komin af sunnlensku bændafólki í báðar ætt- ir. Hinn skaftfellski uppruni hennar leyndi sér ekki. Sveina var óvenju- lega glæsileg kona, hávaxin og myndarleg og yfír henni var sérstök reisn. Þessi reísn átti sér djúpar rætur í skaphöfn hennar og við- horfum hennar til lffsins og samferðarmanna. Hún vissi, hvað það er að vera maður. Hún var mjög eindregin í afstöðu sinni til alls og meðalmennskan átti ekki uppá pallborðið hjá henni. Hún var mjög stolt af sér og sínum og sagði, að ekki væri hægt að ætlast til þess að aðrir bæru virðingu fyr- ir manni, ef maður gerði það ekki sjálfur. Sveina ólst upp á Vatnsleysu- strönd og síðar í Laugarnesinu með systrum sínum, þeim Þórunni, Arn- heiði og Jónu tvíburasystur sinni. í Laugarnesinu bjó fjölskyldan lengst af að Heiði. í nafngift hússins fólst ræktarsemi föður hennar við heima- slóðir sfnar, en slík ræktarsemi var einmitt eitt af hðfuðeinkennum Sveinu. Aðeins fátt fólk hef ég heyrt tala af jafnmiklum innileik og djúpri virðingu um foreldra sína og hana tengdamóður mína. I samræmi við það kölluðu þau Björn húsið sitt í Mosfellssveit að Heiði. Og sagan endurtók sig oftast, því sömu virð- ingu og þvflíkan sess ávann hún sér í hugum barna sinna og barnabarna og einnig tengdafólks og vina. Það voru hennar óviðjafnanlegu eigin- leikar til þess að láta fólki líða vel í návist sinni, sem löðuðu fólk að henni. Árið 1939 giftist Sveina Birni Pálssyni, sem síðar varð lands- frægur flugmaður. Þau áttu fjögur börn, þau Svein, Sólrúnu, Arnheiði og Birnu. Gestrisni þeirra hjðna og samheldni var mikil. Heimilið var stórt og fjölsótt af vinum og vanda- mönnum og var þar oft giatt á hjalla. Þátbir Sveinu í rekstri sjúkraflutningsins verður seint full- metinn, en í dag eru nákvæmlega 14 ár liðin frá því að Björn Pálsson fórst með flugvél sinni Vorinu. Á sfnum yngri árum var Sveina mikil sundkona og þær systur all- ar. Hún átti um langt skeið met í 100 metra bringusundi, sett í sjón- um við Örfirisey. Einn vetur var hún á Fáskrúðsfírði og Stundaði þar sjóböð regiulega allan veturinn. Sundið átti mikil ítök í henni og stundaði hún það fram á síðustu mánuði ævi sinnar. Um áramótin kom í ljós, að hún var haldin alvarlegum sjúkdómi. Heilsu hennar hrakaði mjög fljótt. Hún tók þessu öllu af stakri karl- mennsku og hélt reisn sinni til hins síðasta. Hún fór í óperuna og á tónleika og fékk til sfn vini og kunn- ingja. Aðdáunarverð ró hennar og æðruleysi verða minnisstæð okkur, sem þekktum hana. ' í dag kveðja ættingjar og vinir Sveinu Sveinsdóttur hinstu kveðju. Með þeim mun lifa minningin um einstaka konu. Hún er lögð til hinstu hvflu við hlið eiginmanns síns. Megi hún hvíla í friði og hafí hún þðkk afkomenda sinna og sam- ferðarmanna fyrir allt. Blessuð sé minning Sveinu Sveinsdóttur. Viðar Ólafsson IngibjörgJóns- dóttir - Minning Fædd 12. júní 1918 Dáin8.marsl987 Ingibjörg Jónsdóttir fæddist á Þingeyri 12. júní 1918. Hún var dóttir hjónanna Jóns Sigurðssonar skósmiðs og Valgerðar Tómasdótt- ur. Þeim hjónum varð 6 barna auðið. Þegar Ingibjörg var innan fermingar flutti hún með foreldrum sínum að Gili í Mýrarhreppi í Dýra- firði, þar sem Oddur bróðir hennar býr nú. Eftir fermingaraldur fór Ingi- björg til Reykjavíkur. Fyrstu árin var hún í vist, en sfðan hóf hún störf í sælgætisverksmiðjunni Víkingi, þar sem hún vann í 17 ár. Ingibjörg kynntist eftirlifandi manni sínum, Jóni Vilhjálmssyni vélstjóra, árið 1946. Þau giftu sig árið 1947 og hófu búskap. Síðar keyptu þau kjallaraíbúð f Blönduhlfð sem þau innréttuðu sjálf og bjuggu í allt til 1970 en þá eignuðust þau einbýlishús í Hlíðarhvammi 7 í Kópavogi, þar sem þau bjuggu sfðan. Ingibjörg vann fyrir heimilinu á meðan Jón fór f Vélskólann. Þá naut fólk ekki námslána, en með samþjálp, vinnusemi og seiglu kom- ust þau vel af. Þegar Jóhannes og Tómas braeð- ur hennar voru ungir menn í námi hér syðra nutu þeir aðstoðar Jóns og Ingibjargar. í garðinum í Hlíðarhvammi unnu þau mikið verk, enda fengu þau verðlaun fyrir verkið. Ingíbjörg unni gróðri og tré og blóm náðu þroska f garðinum í Hlíðarhvammi svo undrun sætti. Falleg beð, hleðslur og blómaskrúð vakti athygli allra, sem framhjá fóru. Frístundum sínum eyddu þau Jón og Ingibjörg flestum f ræktunarstarfið. í Hlfðarhvammi urðu þau ná- grannar foreldra minna, Láru Pálsdóttur og Einars Guðmunds- sonar. Með þeim tókst gott og mikið samband, eins og best verður milli goðra granna. Móðir mfn og Ingi- björg skruppu gjarnan í kaffl hvor hjá annarri og gættu bús og vökv- uðu blóm, ef fara þurfti frá húsi. Þegar garðvinnan var í algleym- ingi um góðviðrishelgar á sumrin, gengu þau á milli garðanna, skipt- ust á góðum ráðum og vegsömuðu verkin. Ingibjörg var sjálfboðaliði í störf- um Garðyrkjufélags íslands og var heiðruð á 100 ára afmæli félagsins. Faðir Ingiþjargar gerði eitt sinn verkfall í vinnu hjá Norðmönnum í hvalstöð f Dýrafirði. Hann vann þar félögum sínum sigur með einarðri en sanngjarnri framgöngu sinni. Þetta sama fas hlaut Ingibjörg að erfðum og hafði vinskap og virð- ingu samferðamanna sinna. Ingi- bjðrg var borin til grafar að viðstöddum nánum vinum og venslafólki fimmtudaginn 19. mars 1987. Þegar hún lést hafði hún sáð fyrstu fræjunum í Hlíðarhvammi. í vor munu þau bera verkum hennar fagurt vitni. Guðmundur Einarsson, alþingismaður. m Flug/sigling - bíll 1987 - fjölmargir möguleikar - Bjóðum upp á námskeið fyrír ferðalanga sem hyggjast ferðast um Evrópu. 1. Undirbúningur ferðar. 2. Fjárhagsáætlun. 3. Skipulagning, áfangar og gististaðir. 4. Notkun korta og upplýsingaöflun. 5. Helstu sérákvæði í umferð erlendís. 6. Akstur á hraðbrautum. 7. Nokkrar hagnýtar ráðleggingar. Námskeiðiö verður á Akureyri laugardaginn 28. mars, kl. 10.30-15.30 í „Fiðlaranum". Ennfremur á Hótel Loftleiðum, Reykjavík, þriðju- daginn 31. mars kl. 17.45. Innifalið i námskeiðinu: Matur, kort og kennsla. Verð kr. 900,- (kr. 700,- fyrir félagsm. F.Í.B.). Afsláttur fyrir hjón. Nánari upplýsingar og innritun á Feroaskrif- stofu Akureyrar, sími 96-25000 eöa á skrif- stofu F.Í.B. í Reykjavík, síml 91-29999. FLUGLEIÐIR l FRI Feróaskrifstofa Ríkisins Námskeiðið erhaldið ísamráði við Umferðarráð. Artemis FERMINGAR- NÁTTKJÓLAR léttir og nýtískulegir náttkjólar. Margir litir — mikið úrval. Náttfatnaður fyrir allan aldur. 'lœsimepian Glæsibæ Q/ Álfheimum 74 s: 33355
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.