Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.03.1987, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ Yfirlýsing frá stjórn læknaráðs Landspítalans: Stefnir í algert neyðarástand STJORN læknaráðs Landspít- alans lýsir yfir vaxandi áhyggj- um vegna verkfalla og uppsagna starfsfólks á Ríkisspí- tölunum. Staðan er þegar orðin alvarleg vegna verkfallsins. Þann 1. apríl bætast svo við uppsagnir yfir 300 sérhæfðra starfsmanna. Þar með stefnir í algert neyðarástand. Málið verður að leysa og það strax. Verkfallslög gilda ekki uni það sérmenntaða starfsfólk Rikisspitalanna, sem ætlar að hverfa til annarra starfa eftir 1. apríl. Ekki verður því hægt að beita lagaákvæðum um neyðarþjónustu gagnvart þessu fólki. Ekki er heldur unnt að ráða nýtt f ólk í þær stöður sem losna. Það hefur þegar verið reynt árangurslaust. Liðnir eru 6 mánuðir síðan þessar uppsagnir fóru að berast. Þær eru óháðar yfirstandandi verkföllum og eiga einfaldlega rætur að rekja til þess að sér- menntað starfsfólk Ríkisspítal- anna býr við verulega lakari kjör en því býðst í öðrum opinberum stofnunum svo að ekki sé talað um einkafyrirtæki. Mörgum hafa þegar boðist betur launuð störf. Stjórn Ríkisspítalanna hefur verið öll af vilja gerð til að leiðrétta þetta alvarlega misræmi en er í reynd valdalaus. Hún hefur ekki fengið til þess brautargengi hjá fjármálaráðuneytinu sem ræður ferðinni. Stjórn læknaráðs telur að hér sé um að ræða hina verstu miðstýringu. Ákvörðunarvaldið er hjá þeim, sem ekki virðast vita hvað raunverulega er að gerast. Vitanlega ætti það að vera hjá stjórnendum Ríkisspítalanna. Stoðunum er kippt undan mikil- vægustu heilbrigðisstofnun lands- ins og heilbrigðisþjónustunni stefnt í hreinar ógöngur. Meðal annars mun starfsemi Blóðbank- ans lamast. Þar með verða skurðlækningar að mestu aflagð- ar á öllum sjúkrahúsum lándsins. Einnig blóðgjafír fyrir slasaða og sjúklinga með krabbamein. Þess- ari vá verður að bægja frá. VEÐUR IDAGkl. 12.00: Heimild: Veourstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í g»n Yfir norðaustanverðu Grænlandí er 1030 millibara hæð en víðáttumikil 982 millibara djúp lægð er um 500 km suðsuðvestur af Reykjanesi og þokast austur. SPÁ: Norðaustanátt um allt land, víða strekkingsvindur (6 vlnd- stig). Él um nörðan- og austanvert landið en skýjað og sæmilega bjart um vestanvert landið. Hiti rótt um eða yfir frostmarki. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FÖSTUDAGUR og LAUGARDAGUR: Norðan- og noróaustanátt og kalt í veðri. Él á norður- og austurlandi en víða lóttskýjað á suður- og vesturlandi. TÁKN: s, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- -)0° Hitastig: 10 gráður á Celsius A stefnu og fjaðrirnar • «f \ Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður y Skúrir er 2 vindstig. * * V El "C^B Léttslq'íað / / / / / / / Rigning = Þoka 'Cjtjk Hálfskýjað / / / * / * = Þokumóða ', ' Súld ^jj||k Skýjað / * / * Slydda / * / OO Mistur j- Skafrenningur ' mk A'sl(ýÍao * * * * Snjókoma * * # YZ Þrumuveður «• rm tor c m m 1 T ^ VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 fgæraðísl. tíma m vaftur Akurayri 2 úrkomaígr. Reykjavík 4 skýjaft Bergen 6 skýjaft Helslnkl 1 skýjaft JanMayen vantar Kaupmannah. 2 þokumdða Narssarssuaq 4 moldrok Nuuk -9 snjókoma Oslo -1 skýjaft Stokkhólmur 1 þokumófta Þórshöfn 4 rigning Algarve 17 skýjaft Amsterdam 12 rignlng Aþena 13 skýjoft Barcelona 17 þokumófta Beriín 12 mistur Chicago 8 alskýjaft Glasgow vantar Feneyjar vantar Frankfurt 10 rigning Hamborg 10 þokumófta LasPalmas 22 hálfskýjaft London 10 sðld LosAngeles 8 heiftskirt Luxemborg 11 rignlng Madrfd 12 þokumófta Malaga 16 rignlng Ma llorca , 17 skýjað Miaml 23 alskýjaft Montraal 4 helftskírt NawYork 6 heiftskfrt Parfs 11 rfgnlng Rðm 17 léttskýjaft Vfn 16 skýjaft Washington 7 lóttskýjaft Winnipeg 0 skýjað ¦ m *'"w 'tti'tr iISLAND. Olahvík ló&m 'Zt,'- '¦ ~* Z£^*J~' <ý ¦ ¦¦¦ ' , "; M. M. M. M. Æ M. M. M. M. m. M. Æ. Æ. M. m M M Olafsvíkingar fagna 300 ára afmæli ÓLAFSVÍKINGAR fagna því í dag að 300 ár eru liðin síðan bærinn varð fyrstilöggilti versl- unarstaðurinn á íslandi. Hefst þar ineð af niælishátíð sem standa mun út árið. Póstur og Sími minnist afmælisins með útgáfu frímerkis með mynd af kaup- farinu „Svanurinn" sem Hans A. Clausen verslunarmaður í Ólafsvik átti. I kvöld hefst afmælisveislan með .hátíðarfundi bæjarstjórnar kl. 20.00 og verður þá tilnefndur fyrsti heiðursborgari Olafsvíkur. Að því búnu býður afmælisnefndin til sam- sætis þar sem flutt verða erindi um sögu bæjarins og afhent verðlaun í samkeppni um skjaldamerki hans. Þá verður opnuð sögusýning í Grunnskóla Ólafsvíkur. Hófinu Iýk- ur með kaffisamsæti í boði nefndar- innar. . Sjá grein um Ólafsvík á bls. 14-16. 26 félög ríkis- starfsmanna með lausa samninga Tíu hafa boðað eða eru í verkfalli SAMNINGAVIÐRÆÐUR samninganefnda félagsráðgjafa og sjúkra- þjálfara og saniriiiiganefndar ríkisins gengu vel í gær, að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissáttasemjara. Ekki var þó gengið frá endanlegum samningfum, en samninganefndirnar koma til funda í dag. Félagsráðgjafar hafa boðað verkfall í kvöld og sjúkraþjálfar eru í verkfalli. Samninganefnd múrara, málara, pípulagningarmanna og veggfóðr- ara fundaði með viðsemjanda í gær. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður. Þá voru einnig viðræður í kjaradeilu símamanna. Samninga- nefnd félags matvæla- og næring- arfræðinga og félags íslenskra náttúrufræðinga kemur til fundar með samninganefnd ríkisins í dag. Ekki hefur verið boðað til nýrra funda í deilum Hins íslenska kenn- arafélags og háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Samningar hafa ekki tekist á milli ríkisins og sextán félaga innan Bandalags háskólamanna. Fjögur félög eru í verkfalli, félög kennara frá 16. mars, sjúkraþjálfara og há- skólamenntaðra hjúkrunarfræðinga frá 19. mars og sálfræðinga frá 24. mars. Fimm félög til viðbótar hafa boðað verkfall, verkföll félaga iðju- þjálfara og félagsráðgjafa sem hefst í kvöld, náttúrufræðinga sem hefst 31. mars, matvæla- og nær- ingarfræðinga sem hefst 1. apríl og bókasafnsfræðinga sem hefst 2. apríl. Þegar er búið að semja við 7 félög innan BHM, auk tæknifræð- inga sem standa utan BHM. Rikið er búið að semja við eitt af þeim félögum sem eru innan BSRB, hjúkrungarfræðinga, en ósamið er við 10 félög. Póstmanna- félagið hefur boðað verkfall þann 9. apríl, eitt félaga innan BSRB. Lárus Salómonsson lögregluþjónn látinn LARUS Salómonsson, fyrrum lög- regluþjónn lézt í Reykjavík síðastliðinn þriðjudag eftir lang- varandi veikindi. Hann var 86 ára gamall. Lárus var fæddur 11. september árið 1905 á Laxárbakka í Kolbeins- staðahreppi. Hann var sonur hjón- anna Salómons Sigurðssonar, bónda og konu hans, Lárúsínu Fjelsted. Farið Lárusar dó er hann var þriggja ára og eftir það tvístraðist fjölskyldan yíða um land. Lárus var um tíma á ísafirðí, en síðar lá leið hans til Reykjavíkur, þar sem hann starfaði sem hafnarverkamaður. Árið 1935 varð hann lögregluþjónn í Keflavík. Nokkrum árum síðar varð hann lög- reglumaður í Reykjavik og síðast á starfsferlinum, sem lauk árið 1975, var hann yfirlögregluþjónn á Sel- tjarnarnesi. Lárus var kvæntur Kristínu Gísladóttur frá Haugi í Flóa. Hún er látin fyrir nokkru, en þeirra varð 6 barna auðið og lifa 5 þeirra. Láru^var mikill áhugamaður um glímu, Hann var glímukóngur íslands þrjú ári í röð, 1932, 33 og 34 og einn- Lárus Salómonsson ig þjálfaði hann glímu hjá Ung- mennafélagi Reykjavíkur. Hann starfaði að félagsmálum í Skautafé- lagi Reykjavíkur og Skotfélagi Reykjavíkur og hjá Slysavarnafélagi íslands. Lárus var hagyrðingur og eftir hann komu út tvær ljóðabækur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.