Morgunblaðið - 26.03.1987, Side 20

Morgunblaðið - 26.03.1987, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ íslenskar Brrmður! - því það er stutt úr bökunarofnunum okkar á borðíð tíl þín. Félagsráðgjöf á Geðdeild V- ■ * > * •< - eftirSigrúnu Júlíusdóttur Breytt þjóðfélag — breytt þjónusta Fyrir 15 árum var félagsráðgjöf lítt þekkt starfsgrein í íslensku þjóð- félagi. í greininni voru innan við 10 félagsráðgjafar. Nú eru á annað hundrað félagsráðgjafar starfandi í heilbrigðis- og félagsmálaþjónustu, í skóla- og dómsmálakerfi. Þeir starfa bæði hjá ríki og sveitarfélög- um, en örfáir starfa jafnframt að hluta í einkaþjónustu. Á hvaða sviði sem er eiga félagsráðgjafar það sameiginlegt að þeir vinna að félags- legri velferð og tilfinningalegri velliðan einstaklinga og fjölskyldna. Starfsgreinin félagsráðgjöf hefur þróast samstiga örum þjóðfélagsleg- um breytingum, sem hafa haft í för með sér nýjar aðstæður fyrir ein- staklinga og flölskyldur. Áður fyrr leysti fólk vanda sinn sjálft, eða hann var alls ekki leystur. í dag eru gerðar síauknar kröfur til fólks um menntun, skilvirkni og fæmi á flest- um sviðum. Margir eiga fullt í fangi með að standast þessar kröfur. Þeir verða flárhagslega, félagslega eða tilfínningalega undir í baráttunni. Fjölskyldutengslin valda oft von- brigðum, verða ijötur um fót eða enn ein krafan í stað þess að veita stuðn- ing eða bjóða upp á ný úrræði. Þannig gera einstaklingar og ijöl- skyldur vaxandi kröfur um þjónustu og bætt úrræði af hálfu þjóðfélags- ins. Heilbrigðis- og félagsmálaþjón- usta fær æ fjölbreyttari viðfangsefni og þjónustan verður sífellt sérhæfð- ari. Það sem áður var í höndum tveggja sérmenntaðra starfshópa í geðheilbrigðisþjónustu — lækna og hjúkrunarfræðinga — er nú á hönd- um margra sérhæfðra starfsgreina, því að við hafa bæst iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar, sérkennarar, sál- fræðingar, félagsráðgjafar o.fl. FÆRIBANDA- MÓTORAR • Lokaöir.olíu- kældir og sjálfsmyrj- andi • Vatnsþétting- IP 66 • Fyllsta gang- öryggi, lítið viðhald = HEÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER Þessar starfsgreinar mynda sam- fellda samstarfs- og meðferðarkeðju, þar sem hver hlekkur hefur sitt mik- ilvæga hlutverk í starfsferlinu. Allir þessir faghópar hafa háskólamennt- un að baki og sérstakan áhuga á að vinna að andlegri, líkamlegri og félagslegri velferð bama, foreldra, hjóna, íjölskyldna og einstaklinga. Jafnhliða meðferðarstarfmu vinna þeir að rannsóknum í því skyni að efla grein sína, þannig að betri starfsaðferðir þróist og sem bestur árangur megi nást. Margir hafa bætt við sig framhaldsmenntun og sérhæfíngu í ákveðnum verkefnum eða aðferðum. Þessar hjálparstéttir vinna störf sín fyrst og fremst af áhuga og inn- lifun og eiga oft á tíðum beinlínis erfitt með að hugsa sér önnur störf, þótt menntun þeirra gæti nýst á fjöl- mörgum sviðum. Það er einmitt þetta viðhorf til manneskjunnar „að láta sig varða“, að vilja og þora að „skipta sér af“, svo að betur megi fara, sem gefur þessum starfshópum sérstöðu. Þeir verða oft uppteknari af starfinu sjálfu og skjólstæðingum sínum, en t.d. eigin kjarabaráttu og viðurkenn- ingu. Hér hafa þó læknar náð lengra. En á það má minna, að þeir eru nánast eina hjálparstéttin, sem ekki er kvennastétt. Þeir eiga sér lengsta sögulega hefð og hafa náð að skapa sér félagslegan virðingarsess, sem aðrar hæfar og mikilvægar sam- starfsstéttir í geðheilbrigðisþjónustu eiga á sama hátt eftir að ná, þegar fram líða stundir. Ráðamenn líkt og almenningur virðast þurfa sinn tíma til að viðurkenna breytingar og sigr- ast á fordómum gegn því óþekkta og nýja, þ.e. þessum nýju stéttum. En það ásamt eigin kröfuleysi á trú- lega drýgstan þátt í lélegri launa- stöðu þeirra. Hvað gera félags- ráðgjafar? í íslenskri geðheilbrigðisþjónustu starfa nú u.þ.b. 20 félagsráðgjafar, þar af nokkrir, sem hafa framhalds- menntun og sérhæfmgu á sviði einstaklings- og fjölskyldumeðferð- ar. Af þessum hópi eru 15 við geðdeild Landspítalans. Störf þeirra spanna stórt svið. Þeir veita þjón- STÝRILIÐAR SEGULROFAR YFIRÁLAGSVARNIR STJORNUÞRI- HYRNINGSROFAR TIMALIÐAR ROFAHUS gæði Hagstættverð = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA Sigrún Júlíusdóttir „Gildur þáttur í starfi félagsráðgjafa á geð- deild er félagsleg endurhæf ing. A und- anförnum árum hafa félagsráðgjafar lagt æ ríkari áherslu á þennan þátt starfsins og sjá nú nokkrir félagsráðgjaf- ar fyrst og fremst um að undirbúa skjólstæð- inga með geðræn vandamál undir virka þátttöku í atvinnu- og félagslífi, ásamt því að efla færni þeirra til sjálfstæðs lífs.“ ustu á almennum móttöku- og meðferðardeildum geðdeildarinnar við meðferð vímuefna- og áfengis- sjúklinga, á bamageðdeild og síðast en ekki síst við endurhæfingar- og göngudeildarþjónustu, þ.e. við eftir- meðferð og forvamarstarf. Félags- ráðgjafar vinna öll störf sín undir faglegri umsjón yfirfélagsráðgjafa, til að tryggja viðeigandi þjónustu og _að faglegum aðferðum sé beitt. Á öllum þessum þjónustusviðum vinna félagsráðgjafar ýmist sem sér- fræðingar um félagsleg málefni í samstarfí við aðra sérfræðinga, eða þeir vinna sjálfstætt að einstökum málum einstaklinga og fjölskyldna. Þar getur verið um að ræða ýmist hagnýtar upplýsingar og aðstoð eða beint meðferðarstarf. Félagsráðgjaf- ar sjá um að halda fræðsluerindi fyrir sjúklinga og annað starfsfólk. Gildur þáttur í starfi félagsráðgjafa á geðdeild er félagsleg endurhæfing. Á undanfömum ámm hafa félags- ráðgjafar lagt æ ríkari áherslu á þennan þátt starfsins og sjá nú nokkrir félagsráðgjafar fyrst og fremst um að undirbúa skjólstæð- inga með geðræn vandamál undir virka þátttöku í atvinnu- og fé- lagslífi, ásamt því að efla fæmi þeirra til sjálfstæðs lífs. Höfuðvið- fangsefni félagsráðgjafa hér er að þróa samfellda atvinnuendurhæf- ingu með starfsþjálfun, starfsmati og starfsmiðlun. Þar koma til vemd- aðir vinnustaðir og náið samstarf við ráðningarskrifstofur, miðlun og almennan vinnumarkað. Ennfremur að vinna að því, oftast í samvinnu við félagsmálastofnanir, að koma á fót áfangastöðum og sambýlum, skipuleggja rekstur þeirra og hafa eftirlit og umsjón með starfseminni. Aðstaða til sjálfstæðrar búsetu, atvinna og verkefni við hæfi, félags- þjálfun og persónulegur stuðningur em allt þættir, sem em grundvöllur andlegs- og félagslegs heilbrigðis skjólstæðinga og þeir mynda óijúf- anlega heild í starfí félagsráðgjafa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.