Morgunblaðið - 09.04.1987, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987
3
Helgi og Mar-
geir gerðu
jafntefli
HELGI Ólafsson og Margeir Pét-
ursson gerðu báðir jafntefli í
fystu umferð opna skákmótsins
í New York sem hófst á þriðju-
dag. 92 keppendur eru í opna
flokknum, þar af 45 stórmeistar-
ar, og mun mótið vera sterkasta
opna mót sem haldið hefur verið.
Helgi Ólafsson gerði jafntefli við
spænska stórmeistarann Femendez
í 53 leikjum. Helgi hafði svart en
Spánverjinn tefldi til jafnteflis og
skipti fljótlega upp á flestum mönn-
um. Helgi fékk þægilega stöðu en
tókst ekki að nýtajiana til vinnings.
Margeir Pétursson tefldi við
Júgóslavann Kapetanovic og hafði
svart. Margeir náði eitthvað betra
endatafli og hafnaði jafnteflisboði
en var síðan að eigin sögn of fljótur
á sér og lenti í vandræðum. Honum
tókst samt að snúa sig út úr þeim
og jafntefli var samið eftir 50 leiki.
Mjög mikið var um jafntefli í
fyrstu umferðinni. Skákmönnunum
var raðað þannig saman að sá stiga-
hæsti tefldi við þann 46. í röðinni
og meðalstigamunur keppendanna
í þessari fyrstu umferð var aðeins
um 100 stig. Tefldar verða 11
umferðir eftir monradkerfí.
Af keppendum í mótinu má nefna
Spassky, Portisch, Seirawan, Sax,
Adorjan, Miles og Smyslov.
Heilsugæslustöðin
á Seltjarnarnesi:
Starfseminni
stefnt í óefni
vegna uppsagna
LÆKNARÁÐ heilsugæslustöðv-
arinnar á Seltjarnarnesi telur að
þjónustu stöðvarinnar sé stefnt
í óefni vegna uppsagna háskóla-
menntaðra hjúkrunaifræðinga.
í frétt frá læknaráðinu segir að
vel menntaðir og áhugasamir hjúk-
runarfræðingar hafi ráðist til
stöðvarinnar og hafi lagt metnað
sinn í að taka þátt í að byggja upp
góða þjónustu. Þetta hafi skilað
þeim árangri að aðsókn að stöðinni
sé meiri en hægt er að anna.
í fréttinni lýsir læknaráð heilsu-
gæslustöðvarinnar síðan yfir
þungum áhyggjum af uppsögnum
háskólamenntaðra hjúkrunarfræð-
inga sem tóku gildi 1. apríl og
skorar á samningsaðila að ganga
frá viðunandi kjarasamningi við
hjúkrunarfræðinga hið fyrsta þann-
ig að starfsemi geti komist á ný í
eðlilegt horf.
Fiskimjöls-
verksmiðjan
kaupir Kap VE
Vestmannaeyjum.
EIGENDASKIPTI urðu um helg-
ina á loðnuskipinu Kap II VE 4.
Einar Ólafsson skipstjóri og
Ágúst Guðmundsson vélstjóri
seldu Fiskimjölsverksmiðjunni í
Vestmannaeyjum hf. bátinn.
Kaupverð fékkst ekki uppgefið.
Hinir nýju eigendur munu taka
við skipinu að lokinni vetrarvertíð
en Kap stundar nú netaveiðar að
lokinni fengsælli loðnuvertíð. Kap
II er 335 brúttólestir að stærð,
smíðað í Garðabæ 1968. Skipið var
lengt 1972 og yfirbyggt 1974. Á
síðasta ári voru gerðar umfangs-
miklar endurbætur á skipinu.
Fiskimjölsverksmiðjan á fyrir annað
loðnuskip, Sighvat Bjamason VE.
Fyrir skömmu yfirtók fyrirtækið
Gunnar Ólafsson og Co. hf. rekstur
Helgu Jóh. VE 41, sem var í eigu
Vinnslustöðvarinnar hf. Tanginn,
eins og fyrirtækið er kallað í dag-
legu tali Eyjabúa, er dótturfyrirtæki
Vinnslustöðvarinnar. Tanginn rek-
ur stærstu matvöruverslun bæjarins
og er umboðsaðili Eimskips í Eyj-
um. Helga Jóh. er 155 brúttólesta
skutbátur keyptur frá Skotlandi
fyrir nokkrum árum. — hkj.
(ÍÍSi KARNABÆR
Laugavegi 66 og Glæsibæ
Umbodsmenn um land allt:
Adam og Eva, Vestmannaeyjum.
Báran, Grindavík.
Fataval, Keflavík.
Lindin, Selfossi.
Nína, Akranesi.
ísbjörninn, Borgarnesi.
Tessa, Ólafsvík.
Þórshamar, Stykkishólmi.
Eplið, ísafirði.
Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga.
Sparta, Sauðárkróki.
Díana, Ólafsfirði.
Mata Hari, Akureyri.
Garðarshólmi. Húsavík.
Kaupfélag Langnesinga, Þórshöfn.
Nesbær, Neskaupstað.
Skógar, Egilsstöðum.
Viðarsbúð, Fáskrúðsfirði.
Hornabær, Höfn Hornafirði.
Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli.
Ylfa, Kópavogi.