Morgunblaðið - 09.04.1987, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.04.1987, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 Samband ungra sjálfstæðis- manna og Samband ungra jafnaðarmanna mættust í kapp- ræðum á Hótel Borg í gær- kvöldi. Fyrir hönd SUS töluðu Sigur- björn Magnússon, Sólveig Péturs- dóttir og Arni M. Mathiesen og fyrir SUJ María Kjartansdóttir, Guðmundur Ami Stefánsson og Magnús A. Magnússon. Sjálf- stæðisinenn lögðu áherslu á að Alþýðuflokkur væri kerfisflokkur að norrænni fyrirmynd, sem myndi byggja upp ríkiskerfi með ofsaskattheimtu, kæmist hann til valda. Alþýðuflokksmenn sögðu hins vegar Sjálfstæðisflokkinn vera of hallan undir markaðskerf- ið og hlú ekki nóg að velferð þegnanna. Að loknum framsögum spurðu fulltrúar SUS og SUJ hvom annan spjömnum úr. * - segir Gunnar J. Friðriksson, formaður VSI Morgunblaðið/Einar Falur Kristín Björnsdóttir, framkvæmdastjóri bókaklúbbsins Veraldar, færði Renötu Scotto blóm við komuna til landsins. Þá var söng- konunni einnig afhent bókin Iceland Crucible. Renata Söotto komin til landsins „Það liggur ekki ennþá fyrir hvorki hjá hagfræðingum okkar né þeirra hvað raunverulega hafi verið samið um i kjarasamn- ingum opinberra starfsmanna. Að mínu mati er því ekki tíma- bært að fjalla um þetta, fyrr en það hefur verið skoðað,“ sagði Gunnar J. Friðriksson, formaður Vinnuveitendasambands Islands, þegar Morgunblaðið bar undir hann ummæli Ásmundar Stef- ánssonar, forseta Alþýðusam- bands Islands, í Morgunblaðinu i gær þess efnis að almennar hækkanir til opinberra starfs- manna, umfram það sem samdist um í desembersamningum ASI oe VSI, muni koma fram á al- mennum launamarkaði og eðli- legast sé að samningurinn frá því í desember verði endurskoð- aður. „Það er staðreynd að vissar stétt- ir opinberra starfsmanna höfðu dregist aftur úr í launum og það er það flókið mál að skoða þetta að mér finnst svona yfirlýsingar ekki tímabærar. Hins vegar ef það kemur í ljós að í samningum opin- berra starfsmanna hafi verið farið verulega fram úr því sem við gerð- um í samningunum í desember, geri ég mér grein fyrir því að þrýst- ingur frá Alþýðusambandinu um hækkun mun aukast og ég yrði ekki hissa á því, þótt sett yrði fram krafa um endurskoðun, en stað- reyndin er sú að samningar eru ekki lausir fyrr en um áramót," sagði Gunnar. - Kæmi það til greina að þínu mati að endurskoða samningana, ef reyndin verður sú að ríkið semji við sína starfsmenn um talsvert meiri hækkanir yfir höfuð, en sam- dist um í desember? „Því get ég ekki svarað meðan ekkert liggur fyrir um samninga ríkisins við opinbera starfsmenn. Þess vegna er þessi umræða ekki tímabær,“ sagði Gunnar J. Friðriks- son ennfremur. Þorsteinn Pálsson, fjármálaráð- herra, sagði aðspurður um ummæli Ásmundar Stefánssonar, að hann yrði að ræða um það við Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóra VSÍ, ef hann vildi fá fram breyting- ar á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. ÍTALSKA sópransöngkonan Renata Scotto kom til landsins í gær og mun hún syngja með Sinfóniuhljómsveit Islands á tónleikum á laugardag. Renata Scotto kemur hingað til lands á vegum bókaklúbbsins Veraldar. Hún hefur sungið rúm- lega sjötíu óperuhlutverk frá því að hún steig fyrst á svið og hljóð- ritað rúmlega sextíu hljómplötur. Á tónleikunum, sem verða í Há- skólabíói, syngur hún verk eftir Verdi, Donizetti, Rossini, Puccini j og Catalani íslenska járnblendifélagið á Grundartanga: SUS og SUJ takast á Ekki tímabært að fjalla um endur- skoðun samninga ber vitni er að útflutningsverð var mjög lágt, sem stafar af mjög óhag- stæðri verðþróun. Framleiðsla á síðastliðnu ári var um 10% meiri en hún hefur nokkurn tíma verið og sölumagn svipað og það hefur mest orðið. Jón Sigurðsson forstjóri íslenska járnblendifélagsins hf. sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að forsvarsmenn fyrirtækisins teldu að markaðsverð þyrfti ekki að hækka nema um 10% til þess að afkóma fyrirtækisins yrði jákvæð. Raunverð kísiljáms hefur aldrei verið lakara, frá því að framleiðsla á Grundartanga hófst, að því er fram kemur í frétt frá íslertska járn- blendifélaginu. Afskriftir og íjármagnskostnað- ur í íslenska reikningnum námu 337 milljónum króna, en samkvæmt þeim norska 54 milljónurri norskra króna. Hæstaréttardómur: Barnalögin ekki and- stæð stjórnarskrá HÆSTIRÉTTUR hefur kveðið upp dóm í máli þar sem meðal annars var um það deilt hvort barnalögin væru andstæð stjórnarskránni. Hæstiréttur taldi svo ekki vera. Málið fjallaði um meðlagsgreiðslur manns vegna fjögurra bama hans. Dómsmálaráðuneytið mælti svo fyrir, með tilvísun til barnalaga, að maður- inn skyldi greiða fyrrverandi konu sinni tvöfalt meðalmeðlag með börn- unum, uns þau næðu 18 ára aldri. Maðurinn kafðist þess að úrskurður ráðuneytisins yrði felldur úr gildi og voru rök hans þau, að samkvæmt 2. grein stjómarskrárinnar hafi ráðu- neytinu verið óheimilt að kveða upp úrskurðinn, þar sem ráðuneytið hafi með því beitt dómsvaldi. í 2. grein stjórnarskrárinnar segir að dómendur fari með dómsvaldið. í dómi Hæstaréttar segir, að hvað sem líði heimild dómstóla til að fjalla um gildi hins umdeilda úrskurðar eða endurskoða niðurstöðu hans, verði ekki talið, að það sé andstætt stjórn- arskránni að fela stjómvöldum að taka ákvarðanir þær sem mælt er fyrir um í bamalögunum. Krafa mannsins var því ekki tekin til greina á þessum grundvelli. Þá hélt maðurinn því einnig fram að ráðuneytið hafi brostið vald til að kveða upp úrskurðinn, þar sem valds- maður sé nefndur í barnalögunum, en það orð verði ekki notað um ráðu- neytið. I dómi Hæstaréttar er fallist á það að orðið valdsmaður nái ekki í mæltu máli yfir ráðuneytið. Hins vegar merki þetta orð meðal annars ráðuneytið í þeirri grein bamalag- anna, 22. grein, sem vitnað var í. Hæstiréttur sagði þessa skýringu byggjast á venjun um framkvæmd sifjaréttarmála og því, hvert sé hlut- verk ráðuneytisins í afgreiðslu mála á þessum vettvangi. TAP ÍSlenska jámblendifélags- ins hf á Grundartanga siðastliðið ár nam 212 milljónum króna sam- kvæmt íslenska efnahagsreikn- ingi fyrirtækisins, en 26 milljónum norskra króna sam- kvæmt norska reikningnum. Tapið samkvæmt íslenska reikn- ingnum reyndist vera 17,5% af veltu, sem var liðlega 1200 millj- ónir íslenskra króna. Tapið samkvæmt norska efnahags- reikningnum reynist hins vegar ekki vera nema um 10% af veltu. Aðalfundur félagsins var haldinn 31. mars sl. og í ársskýrslu fyrir- tækisins sem lögð var fram á fundinum kemur fram að rekstur- inn síðastliðið ár einkenndist af mikilli og tæknilega vel heppnaðri framleiðslu og mikilli sölu. Það sem gerir það að verkum að afkoma fyrirtækisins varð ekki betri en raun Suðurnes: Fjörkippur í sölu fasteigna Keflavík. FASTEIGNASALA á Suðurnesj- um hefur tekið fjörkipp á undanförnum tveim mánuðum. Fasteignasalar í Keflavík sögðu að skortur væri á eignum af millistærð í Keflavík og Ytri- Njarðvík. Þeir voru sammála um að aukið fjármagn með tilkomu nýju lánanna hjá Húsnæðismála- stofnun ætti þar mestan hlut að máli. „Fólk sem er að kaupa í dag hefur í flestum tilfellum fengið lof- orð um lán hjá Húsnæðismálstjórn," sagði Sigurður Ragnarsson hjá Eignamiðlun Suðumesja. Sigurður sagði að hjá honum hefði sala stærri eigna aukist, en mest væri eftirspumin eftir sérhæðum eða raðhúsum með bílskúr. Elías Guðrnundsson hjá Fast- eignaþjónustu Suðumesja hafði svipaða sögu að segja. Hann sagði að menn hefðu meiri peninga til að borga út og mest væri spurt eftir íbúðum á verðbilinu tvær til þtjár milljónir af miðlungsstærð. Hilmar Pétursson hjá Fasteigna- sölunni sagði að dauft hefði verið yfir markaðinum þar til í mars. Síðan hefði verið talsverð eftirspurn og hann hefði selt nokkrar stærri eignir sem ekki hefðu hreyfst áður. Hilmar sagði að mest væri spurt um 3ja til 4ja herbergja íbúðir með bílskúr — sérhæðir eða tvíbýli. - BB Tap ársins 1986 17,5% af veltu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.