Morgunblaðið - 09.04.1987, Síða 31

Morgunblaðið - 09.04.1987, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 Þessir voru yngstu Jamboree-fararnir 1947. Hálfsextugir eða hvað í dag, 1987. Og hvar skyldu þeir vera nú? Jamboree-farar 1947 koma saman ásamt mökum ' Vkingasal Hótel Loftleiöa föstudaginn 10. aprl nk. kl. 19.30 södegis, en sem heild hefur hópurinn ekki hist '40 ár. Þar sem ekki er lengur til nafnallsti, var ekki hægt að senda öllum boðsbróf. Viökomandi viröi þaö til betri vegar og komi samt. Hér er séð yfir hluta af hinu geysistóra tjaldbúðasvæði á Signubökk- um, Moisson-völlunum, skammt frá Mantes, vestur af París. Frönsku skátarnir dreifðust um allar tjaldbúðirnar og bjuggu íslensku skát- arnir í tjaldbúðum með skátum frá Algiers. Ibúafjöidi fjaldbúðanna var að svipaðri stærðargráðu og íbúar Reykjavíkur voru þá eða vel yfir 50 þúsund. Kór Jamboree-fara undir stjórn Eiriks Jóhannessonar syngur kveðju- lag við brottför fyrir utan aðsetur „flugstöðvar“ Loftleiða á Reykjavíkurfiugvelli. í Maidstone, Englandi. Hver skáti sinn skammt! Ingólfur Lillienthal (nú lyfsali) útdeilir „smá“skömmtum af brauði og Jóhann Fr. Sigurðsson (nú svæðisstjóri Flugieiða í London) eys á diskana úr hinum stóra súpupotti. Við borðið standa: f.v. Guðmundur heitinn Magnússon, klæðskeri, Björn St. Bjartmars (nú skrifst.m.), Tómas Tómasson (nú sendiherra i Moskvu) og Gísli Björnsson (nú hreppstjóri, Grund í Eyjafirði). slenska tjaldbúðahliðið vakti mikla athygli með Heklu og Geysi gjósandi, skjöldum, sem minntu á landnámið, kristnitökuna, lýðveldis- stofnun o.fl. Efst var stórt íslandskort. Heigi S. Jónsson hannaði hliðið og sá um uppsetningu. Á opna deginum komu góðir gestir, hópur íslendinga, sem staddir voru í París, m.a. Kristján Albertsson, sendiherra, Halldór Þorsteins- son frá Akureyri, Þórbergur Þórðarson og frú, Hörður Ágústsson listmálari, próf. Guðbrandur Jónsson og frú, Davíð Ólafsson banka- stjóri og frú o.fl. Lokaathöfn mótsins og mótsslit þóttu mjög snjöll þjá Frökkum og hún verður þátttakendum lengi minnisstæð. Hún fól í sér að tugir þúsunda skáta frá á annað hundrað þjóðlöndum unnu saman að þvi að lyfta og flytja friðarhnöttinn áfram út um allt mótssvæðið á Moisson-völlum — enda hefur friður haldist að kaUa síðan! Si Vandaður penni, vinargjöf sem ekki gieymist t PARKER

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.