Morgunblaðið - 09.04.1987, Síða 37

Morgunblaðið - 09.04.1987, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 37 Retuer Björgunarstörfum haldið áfram við Herald of Free Enterprise Nú er talið að 184 menn hafi farist þegar breska bílafeijan Herald of Free Enterprise valt á hlið- ina undan höfninni í Zeebrugge í Belgíu G. mars. Kafarar hafa farið um borð í ferjuna, sem er full af eðju, og fundið jarðneskar leifar fjölda manna. Belgískur embættismaður sagði að kafarar belgíska og breska sjóhersins hefðu náð jarðneskum leifum 28 manna úr skipinu, sem var reist við á átta klukkustundum á þriðjudag. Embættismaðurinn sagði að í gær hefði átt að skipa líkum 32 manna til viðbótar frá borði. Lík margra þeirra, sem fórust eru grafin í eðju eða föst undir hús- gögnum og braki. Á myndinni má sjá að ferjan marar í hálfu kafi, en ráðgert er að draga hana til hafnar. Fimm sovézkir kafbátar undan Bandaríkjaströnd Osló, Reuter. Embættismenn hjá NATO sögðu í gær að fimm sovézkir árásarkafbátar héldu til undan ströndum Bandaríkjanna og hefðu þeir sér til fulltingis fimm langdrægar sprengjuflugvélar, sem hafa bækistöð á Kúbu. Hafa Sovétmenn ekki haft svo marga kafbáta undan ströndum Banda- ríkjanna um árabil. Að sögn embættismannanna er kafbátasveitin að æfmgum undan hafnarborgum á austurströnd Bandaríkjanna. Tilgangur æfing- anna er að þjálfa kafbátasveitir í að verja kjamorkuhreiður Sovét- manna á Kola-skaga í hugsanlegri styijöld. Takmark vama af því tagi er að stöðva siglingar milli Banda- ríkjanna og Evrópu. Hlutverk árásarkafbáta er að leita uppi og granda öðrum kafbátum og flutn- ingaskipum. Norðmenn fylgjast grannt með skipaferðum frá flotastöðinni í Mur- mansk og sögðu embættismennirnir kafbátana hafa siglt þaðan í síðasta mánuði. Flestir þeirra væm af gerð- inni Viktor, en ekki var útilokað að sumir þeirra væm af gerðinni Akula, sem eru nýir og hljóðlátir kafbátar. ERLENT Bandaríkjaf orseti: • • Oryggisgæsla við sendirað tek- in til rækilegrar endurskoðunar Washington, Moskvu, Reuter. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að öryggis- gæsla við bandarísk sendiráð verði tekin til rækilegrar endurskoðun- ar. Þessi ákvörðun forsetans siglir í kjölfarið á njósnahneykslinu við sendiráðið í Moskvu, sem Reagan segir að geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. utanríkisráðherra, við blaðamenn að tilgangurinn væri að eitra and- rúmsloftið í afvopnunarviðræðum, sem stæðu fyrir dymm, og vekja upp einhvers konar njósnagrýlu. Danmörk: Breyting á lögum um hjónaskilnaði Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, frcttaritara Morgunblaðsins. ALLIR flokkar á danska þinginu samþykktu á þriðju- dag breytingu á reglum um skilnaði að borði og sæng og lögskilnaði. Framvegis hefur það hjóna, sem sætir vísvit- andi og freklegu ofbeldi af hálfu maka síns, rétt til tafar- lauss lögskilnaðar, án undan- farandi skilnaðar að borði og sæng. Nýju lögin gilda frá 1. júlí nk. Samkvæmt núgildandi lögum verður eins árs skilnaður að borði og sæng að vera undanfari lög- skilnaðar, en umsagnir margra hníga í þá átt, að fólk, sem tekið hefur ákvörðun um skilnað að borði og sæng, breyti sjaldan ákvörðun sinni á þessu eins árs tímabili. Akvæði nýju skilnaðarlaganna um ofbeldi taka einnig til þess, ef maki beitir böm í hjónabandinu ofbeldi. Reagan útilokaði ekki þegar hann ræddi við blaðamenn á mið- vikudagskvöld að nýtt sendiráð, sem verið er að reisa í Moskvu og sagt er að mori í hljóðnemum og hlerunartækjum, verði jafr.að niður við jörðu. Ýmsir sérfræðingar um leyniþjónustumál á Bandaríkjaþingi hafa mælst til að svo verði gert. Reagan sagði að sovéskum sendi- ráðsstarfsmönnum yrði ekki leyft að nota nýja sendiráð Sovétmanna í Washington fyrr en tryggt væri að engin hlerunartæki væru í sendi- ráðinu í Moskvu. Yfírlýsing Reagans er þó nokkuð seint á ferð ef ætlunin er að halda Sovétmönnum frá byggingunni í Washington: sovéskir stjómarerind- rekar hafa flestir búið þar í eitt ár, þótt öll opinber starfsemi fari fram í gamla sendiráðinu. í nýja sendi- ráðinu eru íbúðarhús, skóli, íþrótta- hús og átta hæða stjómunarbygg- ing. Reagan ætlar að meina sovéskum embættismönnum að- gang að stjórnunarbyggingunni. Sovétmenn hafa fordæmt um- mæli Reagans á miðvikudag og segja útilokað að tilviljun hafi ráðið að þau voru látin falla nú. Sagði Vladimir Petrovsky, aðstoðarmaður Grænland: Rækjuveiði gengur vel Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fr£ttaritara Morgunblaðsins. Uppdráttur arkitekts af sendi- ráðinu, sem Bandaríkjamenn eru að reisa i Moskvu. RÆKJUVEIÐI hefur gengið mjög vel við austurströnd Græn- lands á þessu ári. Danskir, norskir og færeyskir togarar hafa veitt þar 6300 tonn fram að þessu, en heildarkvótinn er 7220 tonn. Grænlenska landstjómin hefur enn fremur veitt leyfi til tilrauna- veiða fyrir norðan 66. breiddar- baug. Enginn heildarkvóti hefur verið ákveðinn fyrir það svæði, og samkvæmt fréttum Grænlenska útvarpsins verður aflinn ekki tekinn með í heildaraflatölum veiðiski- panna. að þegar við kaupum leð- ursófasett veljum við alltaf gegnumlitað leður og alltaf anilínsútað (krómsútað| leður og leðurhúðir af dýrum frá norðlægum slóðum eða fjallalöndum — og yfirleitt óslípaðar húðir (sem eru end- ingarbestar|. Ef þú ert í einhverjum vafa um hvort þú ert að kaupa góða vöru eða ekki, skaltu bara biðja okkur um 5 ára ábyrgð. Tegund Ceylon. Sumir eiga svo stórar stof- ur að þeir fá aldrei nógu stór homsett í þær. Þeir ættu að koma og líta á Ceylon homsófann. Litir: Svart og brúnt í úrvalsleðri með af- borgunarkjömm í 12 mánuði. húsgagna-höllín REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.