Morgunblaðið - 09.04.1987, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 09.04.1987, Qupperneq 38
38° MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 Japan: Hrefnuveiðar í vísindaskvni Tókýó, Reuter. JAPANAR ætla að veiða mörg hundruð hvali í vísindaskyni á hafsvæðinu við Suðurskauts- landið á næsta ári, en þá tekur gildi bann við hvalveiðum þeirra i ágóðaskyni. Kazuo Shima, háttsettur ráðgjafi japönsku veiðimálastofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi að eitt verksmiðjuskip og tvö hvalveiðiskip myndu veiða 825 hrefnur og 50 búrhvali til að rannsaka vistfræði- legar aðstæður dýranna í hafinu undan Suðurskautslandinu. Vísindakvóti Japana á hrefnu er um helmingur hrefnukvótans á vertíðarinnar, sem lauk í mars á þessu ári. Hún stóð frá desember og var kvótinn 1941 hrefna. Fukuzo Nagasaki, settur yfir- maður japönsku hvalveiðistofnun- arinnar, sagði að áætlunin gerði ráð fyrir að 1600 hrefnur yrðu veiddar á tveimur árum. Veiðarnar myndu fara fram á hafsvæði vestur og suðvestur af Ástralíu og ætti að finna út hver st'ofnstærðin væri með fimm prósenta skekkjumörkum. Nagasaki sagði að búrhvalinn, sem lifir á fjölbreyttri fæðu, þyrfti að veiða til að kanna fæðukeðjuna í hafinu við Suðurskautslandið. Alþjóða hvalveiðiráðið, sem hefur aðsetur í London, telur að hrefnur séu um 260 þúsund en japanskir vísindamenn halda fram að 400 þúsund dýr séu á suðurhveli jarðar. Hvalveiðiráðið lagði bann við hvalveiðum í ágóðaskyni árið 1982 en Japanar mótmæltu. Bannið verð- ur endurskoðað árið 1990. Bandaríkjamenn hótuðu að reka allan úthafsflota Japana út úr 200 mílna efnahagslögsögu sinni, ef Japanar hefðu ekki ákveðið að sinna banninu á þessu ári. Á síðasta ári samþykktu þeir að hætta veiðum í ágóðaskyni. Vísindamenn, sem stjórnin skip- ar, munu stjórna veiðunum og munu þær standa frá desember og fram í mars á næsta ári. Starfs- menn Kyodo hvalveiðifélagsins, sem hefur einokað hvalveiðar Jap- ana frá lokum síðasta áratugar, sér um veiðarnar. Shima sagði að kjöts og annarra nytja af hvölunum yrði neytt í Jap- an. Grönlandsfly hækk- ar farm- og fargjöld Reuter Mörg hundruð verkamenn grafa skurð í Raipur í Bangladesh. Að launum fá þeir kornsekk dag hvern. Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunbiaðsins. GRÆNLENSKA flugfélagið Grönlandsfly hefur hækkað farm- og fargjöld innanlands um 6%. Astæða hækkunarinnar er sögð hækkaður tilkostnaður félagsins. Hækkunin nær einnig til flug- leiðarinnar á milli Nuuk og Reykjavíkur, en ekki á leiðinni Narssarssuak—Keflavík—Kaup- mannahöfn. Síðarnefndu leiðina annast Flugleiðir fyrir Grönlands- fly- Gengi gjaldmiðla Lxmdon, Reuter. BRESKA sterlingspundið kostaði 1,6145 Bandaríkjadollara á gjaldeyrismarkaði í London á hádegi í gær. Gengi annarra helstu gjaldmiðla var með þeim hætti að dollarinn kostaði: 1,3068 kanadíska dollara, 1,8335 vestur-þýsk mörk, 2,0680 hollensk gyllini, 1,5235 svissneska franka, 37,94 belgíska franka, 6,0975 franska franka, 1306 ítalskar lírur, 146,50 japönsk jen, 6,3825 sænskar krónur, 6,8525 norskar krónur og 6,9150 danskar krónur. Gengi ferðamannagjaldeyris er annað. Únsa af gulli kostaði 422,20 dollara. COLOUR PURE VOR OG SUMAR'87 Kynnum nýju litalínuna frá Jill Sander: 9. apríl: SNVRTIVÖRUBÚÐIN, Laugavegi 76. GJAFA- og SNYRTIVÖRUBÚÐIN, Suðurveri. 10. april: MIRRA, Hafnarstræti 17. Allar kynningarnar eru frá kl. 13-18. Frá réttarhöldunum yfir Vidkun Quisling 1945. Norðmenn rifja upp sárar endurminningar úr stríðinu: Heimildamynd um réttar- höldin ffeffn Quislmsf 1945 Ósló. Reuter. O O ** ö í Noregi eru nú aftur hafin réttarhöld í máli Vidkuns Quisl- ings, eins frægasta föðurlandssvikara sögunnar, og er ákæran hin sama og fyrr - glæpir gegn norsku þjóðinni. En að þessu sinni er framkvæmdin í höndum Norska sjónvarpsins, sem er að hefja tökur á löngum og umdeildum heimildamyndaflokki um réttarhöldin. Saga Quislings er efni, sem margur Norðmaðurinn telur far- sælast að láta kyrrt liggja. Hann var hallur undir nasista og varð samnefnari fyrir föðurlandssvik- ara um allan heim, eftir að hann hafði verið við stjóm í Noregi, meðan á fimm ára hemámi Þjóð- veija stóð. Framleiðendur myndarinnar segjast ætla að leggja áherslu á samvinnu Quislings við Hitler fyr- ir innrásina 9. apríl 1940, ólöglega valdatöku hans og umfangsmiklar breytingar, sem hann lét gera á stjómarskrá landsins í því skyni að færa Noreg nær Þriðja ríkinu. I valdatíð hans vom gyðingar ofsóttir og margir sendir í útrým- ingarbúðir, og gripið var til grimmúðlegra hefndaraðgerða gagnvart norskum borgumm vegna aðgerða andspyrnuhreyf- ingarinnar. Við réttarhöldin var Quisling m.a. sakaður um að hafa svikið föðurland sitt með því að veita Þjóðverjum upplýsingar um vamir Noregs. í upphafsatriði myndarinnar um réttarhöldin er leikarinn. Finn Kvalem (sem tekist hefur að gera óhugnanlega líkan Quisling eins og hann var á þessum tíma, þá 68 ára að aldri), leiddur inn í rétt- arsalinn, troðfullan af statistum í herbúningum og borgaralegum klæðnaði frá sama tfmabili. Salurinn - stór, kaldur og hrör- legur - er hinn sami og hin raunverulegu réttarhöld fóru fram í. „Það er svolítið undarleg til- finning að sitja hér nú,“ sagði roskinn leikari. „Ég var í Ósló, þegar réttarhöldin fóru fram, en það var ógemingur að komast inn í húsið. Biðraðimar fyrir utan voru endalausar." Skammt frá, handan við snævi- þakta grasflöt, er hinn fomi Akershus-kastali, þar sem lög- reglan hafði Quisling í haldi í nokkra mánuði, meðan ákæru- valdið safnaði sönnunargögnum, sem þurfti, til að dæma hann fyr- ir glæpi gegn norsku þjóðinni. „Við höfum hlotið gagnrýni fyrir að ráðast í þetta verkefni," sagði Oddvar Foss, framleiðandi myndaflokksins, „aðallega þó af hálfu eldra fólks, sem óttast að reynt verði að réttlæta Quisling á einhvem hátt og koma höggi á réttarkerfi landsins á eftirstríðs- árunum." Myndaflokkurinn er fyrsta upp- færsla Norska sjónvarpsins á fyrrnefndum réttarhöldum. Hand- ritsgerð og stjóm eru í umsjá Stein Ömhöi, fyrrum þingmanns Sósíalska vinstriflokksins. „Við erum að taka þessa mynd vegna ungu kynslóðanna, sem ekki muna stríðsárin. Okkur lang- ar að gefa þeim tækifæri til að kanna þennan mikilvæga en skelfilega kafla í sögu landsins," sagði hann. „Við munum einnig beina at- hyglinni að þeirri áþján, sem gyðingar í Noregi urðu að sæta, en það er raunar saga út af fyrir sig,“ sagði Örnhöi. Inn í þennan myndaflokk', sem sýndur verður í mars á næsta ári, verður skeytt kvikmyndabút- um og ljósmyndum frá stríðstímanum. Margt af því efni fann Örnhöi í austur-þýskum skjalasöfnum og hefur það aldrei verið sýnt í Noregi. Þá verður þar einnig að finna viðtal við Alexöndru Voronine, fyrri konu Quisiings. Hún fæddist í Rússlandi, en býr nú í San Francisco í Kaliforníu. „Við ætlum að leggja áherslu á, að Quisling var afsprengi ákveðins stjórnmálaástands, en ekki einungis einangrað sálfræði- legt eða siðferðilegt fyrirbæri," sagði Ömhöi. „Sem stjómmálamaður skil ég vel þá pólitísku nauðsyn, sem fyr- ir hendi var á tímum réttarhald- anna,“ sagði hann, „en þegar litið er til baka, sér maður, að margt hefur þar verið umdeilanlegt." Quisling var handtekinn strax eftir frelsun Noregs í maí 1945 og tekinn af lífi 24. október sama ár eftir þriggja vikna réttarhöld. Aftaka hans er enn ein af fáum undantekningum, sem gerðar hafa verið í Noregi, frá langvar- andi banni við dauðrefsingum. „Við erum enn að leita að nafni á myndaflokkinn," sagði Ömhöi. „Því miður hefur besta og bein- skeyttasta nafnið þegar verið notað; það gerði norski sagnfræð- ingurinn Sverre Hartmann, sem nefndi bók sína um Quisling Leið- togi án þjóðar."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.