Morgunblaðið - 09.04.1987, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987
45
Morgunblaðið/Þorkell
Fullti-úar þeirra sem ætla að halda baráttuskemmtun í Hressingar-
skálanum á laugardag. Frá vinstri: Ragnheiður Þorláksdóttir,
Ríkharður Hörgdal, Guðný Helgadóttir, Björk Gísladóttir. Fyrir
framan þau standa Hildur Kjartansdóttir, Pétur Gunnarsson og
Anna Kristjánsdóttir.
Baráttuskemmt-
un gegn niður-
rifi gamalla húsa
Isafjörður:
Byggja fullkomið íþróttahús
Mor^unblaðið/Úlfar Ágústsson
Hafin er vinna við byggingu nýs íþróttahúss á Isafirði. Gert er ráð
fyrir að steypa sökkla hússins í sumar.
OLL íbúasamtök í og við gamla
miðbæinn efna til baráttu-
skemmtunar í Hressingarskálan-
um laugardaginn 11. apríl kl. 15.
Skemmtunin er haldin til að
minna á að frestur til að skila
inn athugasemdum um deili-
skipulag miðbæjarins rann út 1.
apríl síðast liðinn.
Að sögn Ragnheiðar Þorláks-
dóttur, fulltrúa íbúasamtaka
Gijótaþorps, hafa félagasamtök og
einstaklingar sent inn fjölda at-
hugasemda og mótmælt fyrirhug-
uðu niðurrifi húsa í miðbænum.
„Hressingarskálinn er eitt þeirra
húsa sem á að rífa samkvæmt
skipulaginu og þess vegna höldum
við skemmtunina þar um leið og
vakin er athygli á þeim húsum sem
fyrirhugað er að rífa,“ sagði Ragn-
heiður. „Okkur virðist sem almenn-
ingur hafi ekki áttað sig á hvað þau
eru mörg. Þetta er of stór skammt-
ur til að kyngja í einum bita.“
Onnur hús sem eiga að víkja eru
Aðalstræti 7 og 16, að stofm fra
tíma Innréttinga Skúla fógeta,
Austurstræti 8 (ísafold), Hafnar-
stræti 21 (Zimsen), Lækjargata 4,
6A, 6B og 8 (Skalli), Thorvaldsens-
stræti 2 (Kvennaskólinn, síðar
Sjálfstæðishúsið) og Vallarstræti 4
(Hótel Vík). Af lóð hins nýja al-
þingishúss mun hverfa Kirkjustræti
8 (Skjaldbreið), 8A og 10 (Kirkju-
munir) og Tjarnargata 3C og 5B.
Vegna ráðhúss við Tjömina þarf
að íjarlægja Tjarnargötu 11 (Fé-
lagsmálastofnun).
Á samkomunni í Hressingarskál-
anum munu UnnurG. Sehram, Flosi
Ólafsson, Sigurður A. Magnússon
og Ásta Kristjana Sveinsdóttir
flytja ávörp. Helgi Þorláksson og
Guðjón Friðriksson Qalla um gömlu
byggðina. Þórarinn Eldjárn og Ingi-
björg Haraldsdóttir iesa upp og
hópur leikara flytur brot úr
„Reykjavík er perla“, þættir úr sögu
Reykjavíkur eftir Stefán Baldurs-
son. Dómkirkjukórinn syngur við
innganginn.
ísafirði.
NÚ ER hafinn undirbúningur að
þyggingpi nýs íþróttahúss á
ísafirði. Húsið á að rísa sunnan
við byggingar menntaskólans á
Torfnesi. Húsið, sem er teiknað
af Vilhjálmi Hjálmarssyni arki-
tekt menntaskólans, er 2.184
fermetrar að flatarmáli, en
iþróttasalurinn er 27x45 metrar.
Þá er gert ráð fyrir að seinna
megi byggja 25 metra sundlaug
við íþróttahúsið, sem nýtir að
hluta þá aðstöðu sem skapast í
íþróttaliúsinu.
Áætlaður byggingarkostnaður er
um 86 milljónir og greiðir bæjar-
sjóður um 34,5 milljónir. í fram-
kvæmdaáætlun er gert ráð fyrir að
hægt verði að taka húsið í notkun
haustið 1991. Undirbúningur að
byggingu hússins hófst með kjöri
nefndar undir forystu Guðmundar
H. Ingólfssonar árið 1979. Nefndin
átti ítarlegar viðræður við mennta-
málaráðuneytið og gerði ýmsar
athuganir. Skilaði hún áliti þá strax
um haustið.
Ný nefnd var svo kosin 1982 og
hefur verið unnið að undirbúningi
málsins viðstöðulaust síðan. Ólafur
Erlingsson verkfræðingur hefur
verið ráðgjafi nefndarinnar og á
grundvelli tillagna hans var. gerð
hússins ákveðin. Tækniþjónusta
Vestfjarða sér um teíknivinnu og
Reynir Vilhjálmsson, landslagsarki-
tekt, hefur verið ráðinn til að
skipuleggja lóðina umhverfis húsið.
Formaður byggingamefndar húss-
ins er Haraldur L. Haraldsson,
bæjarstjóri.
Kristján K. Jónasson, forseti
Bæjarstjórnar ísafjarðar, tók fyrstu
skóflustunguna og sagði í ræðu:
Æskan er verðmætasta eign þjóð-
arinnar, því ber að búa hana sem
best undir lífið. í nútímaþjóðfélagi
em freistingarnar margar. Til að
sporna við freistingunum er það
reynsla margra sveitarfélaga að
fullbúið nútímaíþróttahús sé vörn
númer eitt. 1 samningum við
menntamálaráðuneytið var tekið til-
lit til þess, að húsið yrði það eina
um nokkra framtíð á Vestfjörðum,
sem verður löglegt til keppni í ölium
inni- og hópíþróttum, og er því
ætlað að þjóna Vestfirðingum «11-
um.
Samið hefur verið við Ögra sf. í
Bolungarvík um jarðvegsskipti, en
Ögri var með lægsta tilboð í verkið,
1,9 milljónir, en það er 61,7% af
Fræðslumiðstöðin Þrídrangur
heldur helgarnámskeið í svokall-
aðri djúpslökun um næstu helgi
og fylgir námskeiðinu snælda og
Iesefni. Leiðbeinandi verður
Gunnhildur H. Axelsdóttir.
I frétt frá fræðslumiðstöðinni
segir að hvíldarþjálfun sovéska
læknisins Dr. A. G. Odessky verði
gerð ítarleg skil á námskeiðinu, sem
hefst á laugardag. Slökunaraðferð
læknisins var sérstaklega hönnuð
með sovéska geimfara í huga og
byggir á áhrifamætti sjálfsefjunar,
öndunartækni úr þjálfunarkerfi
jóga og ákveðinni tónlist.
kostnaðaráætlun. Vinnan við jarð-
vegsskiptin er þegar hafín, en ekki
veður hægt að ljúka henni fyrr en
bæjarsjóður hefur byggt nýtt
áhaldahús og brotið hefur verið nið-
ur núverandi áhaldahús sem er að
hluta á lóð nýja íþróttahússins.
Þá segir í frétt þessari að kennd-
ar verði leiðir til að bæta sjálfsí-
mynd einstaklingsins og efla
sjálfstraust hans, fjallað um mikil-
vægi ímyndunaraflsins og kynntar
fyrirbyggjandi aðferðir gegn
streitu. Þátttaka er öllum heimil.
Leiðrétting
í greininni Pólýfónkórinn.i
flokki beztu kóra í heimi, eftir
Björgu Jakobsdóttur, birtist röng
mynd. Eru hlutaðeigandi beðnir
velvirðingar á mistökunum.
Úlfar
Námskeið í djúpslökun
Akranes:
Ólafur B. Ólafsson og Hallgrímur Jónsson, fyrrverandi og núver-
andi framkvæmdastjórar Bókaverslunar Andrésar Níelssonar.
breytt ánið 1980. Það má því segja
að Bókaverslun Andrésar Níels-
sonar hafíí gegnum árin lagað sig
að framþróun í bættum verslunar-
háttum, sem orðið hefur til
hagsbóta fyrir hina íjölmörgu við-
skiptavini verslunarinnar. Nýjasta
dæmið er að í desember 1986
urðu þau tímamót, að verslunin
setti á fót fílmuframköllun —
Hraðframköllun — en verslun með
ljósmyndavörur og móttaka á
fílmum til framköllunar fyrir
Hans Petersen hf. hefur verið
snar þáttur í starfseminni um ára-
raðir.
Bókaverslunin hefur allt frá
árunum milli 1950 og 1960 séð
um bókamarkaði á Akranesi fyrir
Féiag íslenskra bókaútgefenda.
Hafa þeir mælst vel fyrir, enda
margir gert þar góð kaup. Fyrir
utan það, sem áður hefur verið
nefnt, hefur verslunin lagt áherslu
á sölu á allskyns skrifstofuvörum,
þar á meðal reiknivélum, ritvélum,
ljósritunarvélum og tölvupappír.
Einnig má nefna listmuni, gjafa-
vörur og ýmiss konar afþreyingar-
efni fyrir böm og fullorðna.
Starfsmenn hjá fyrirtækinu eru
níu og eiga margir þeirra langan
starfsferil að baki, lengstan þó
Ólafur B. Óíafsson, sem hóf störf
1954 sem framkvæmdastjóri.
Núverandi framkvæmdastjóri er
Hallgrímur Jónsson, sonur Andr-
ésar heitins Níelssonar, en auk
hans em í stjóm fyrirtækisins þau
Margrét Jónsdóttir og Ólafur B.
Ólafsson.
Eins og áður segir mun verslun-
in minnast þessara merku
tímamóta fostudaginn 10. apríl í
verslunum sínum og em allir við-
skiptavinir og aðrir velunnarar
velkomnir þann dag til að þiggja
veitingar.
- JG
Bókaverslun Andrés-
ar Níelssonar 50 ára
Akranesi.
Bókaverslun Andrésar Níels-
sonar á Akranesi á um þessar
mundir 50 ára afmæli, en stofn-
andi hennar, Jón Andrés
Nielsson, setti verslunina á fót
í janúar 1937.
Á þessum tíma hefur verslunin
bæði eflst og dafnað og eiga Ak-
urnesingar góðar minningar um
hana, enda hefur verslunin gegnt
miklu þjónustuhlutverki í bæjarfé-
laginu í hálfa öld.
Andrés Níelsson hóf verslun í
húsinu á Skólabraut 2, sem þá
var í eigu Sláturfélags Suður-
lands, en hann hafði áður verið
útibússtjóri félagsins á Akranesi
í nokkur ár. Auk bóka og ritfanga
verslaði Andrés með leikföng, úr
og skartgripi, ljósmyndavömr og
ýmsar gjafavömr.
Andrés fæddist 10. apríl 1917,
en lést löngu fyrir aldur fram 24.
júli 1950. Hann hefði orðið sjötug-
ur næstkomandi föstudag ef hann
hefði lifað og þann dag mun þess
verða minnst í verslunum fyrir-
tækisins að það hefur starfað í
50 ár.
Enn þann dag í dag er verslun-
in rekin á upphaflegum stað. Eftir
því sem byggð á Akranesi óx og
færðist ofar á skagann var opnað
útibú verslunarinar; fyrst á Heið-
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson.
Bókaverslun Andrésar Níelssonar á Akranesi. í þessu húsnæði
hefur verslunin verið til húsa í 50 ár.
arbraut 47, en frá 1961 í eigin
húsnæði á Kirkjubraut 54. Eftir
því sem árin hafa liðið hafa kröf-
ur aukist og hafa eigendur versl-
unarinnar fylgst vel með
nýjungum á hveijum tíma. Þannig
var húsnæðið á Skólabraut 2
stækkað 1974 og versluninni
komið í nútímalegt horf og útibú-
inu á Kirkjubraut var sömuleiðis