Morgunblaðið - 09.04.1987, Qupperneq 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987
„Heilbrigði allra árið 2000“
Alþjóðleg* heilbrigðisstefna
eftirHrafn V.
Friðriksson
Lögð hefur verið fram í ríkis-
stjóminni og á Alþingi „íslensk
heilbrigðisáætlun" með hliðsjón af
áætlun Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar, „Heilbrigði allra
árið 2000“. íslensku heilbrigðis-
áætluninni verður ekki gerð skil í
þessari grein en hins vegar er
ástæða til að kynna nánar hina al-
þjóðlegu heilbrigðisstefnu, tildrög
hennar, hvemig að henni er staðið
og aðalefnisatriði hennar. Er til-
gangur þessara skrifa að kynna og
auka skilning manna á því mikil-
væga starfi sem efst er á baugi
fram til næstu aldamóta hjá heil-
brigðisyfirvöldum og alþjóðastofn-
unum í því skyni að bæta líf og
heilsu manna um heim allan. Við
gerð þessarar greinar var stuðst
við skýrslur Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar.
Skipulag o g
tilgangur WHO
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin,
hér eftir nefnd WHO (World Health
Organization), er ein af sérstofnun-
um Sameinuðu þjóðanna, stofnuð
1946. Aðild að henni eiga 166 ríki.
Stofnskrá WHO tók fyrst gildi
7. apríl 1948 og er þess síðan
minnst með alþjóðaheilbrigðisdeg-
inum 7. apríl ár hvert. Á síðasta
ári, 1986, voru kjörorð alþjóðaheil-
brigðisdagsins: „Heilbrigt líf, hagur
allra", en í ár verður dagurinn til-
einkaður ónæmisaðgerðum undir
kjörorðunum: „Ónæmisaðgerðir,
öllum bömum til handa". (Immuniz-
' ation. A chance for every child.)
Tilgangur starfsemi WHO er í
aðalatriðum þessi:
1. Að hvetja og aðstoða ríkisstjóm-
ir til að axla ábyrgð sína á heilsu
þjóða og tryggja virka þátttöku
almennings í því starfí.
2. Að hvetja til þátttöku allra aðila
sem heilbrigðismálefni varða.
3. Að vera samræmingaraðili um
alþjóðaheilbrigðismál.
WHO er skipt í framkvæmda-
stjóm, svið og undirdeildir. Núver-
andi aðalframkvæmdastjóri WHO
er danski læknirinn Halfdan Mahl-
er. Yfírstjóm og stefnumarkandi
aðili fyrir WHO er allsheijarþing
WHO, sem haldið er í maí ár hvert.
- Þar sitja fulltrúar allra aðildarríkj-
anna. Á milli allsheijarþinganna er
Pýramída-
klukka á
markað
fráGlit
GLIT HF. er að setja á markað-
inn nýstárlegan grip, klukku sem
er pýramídi. Þetta verk er eftir
ungan iðnhönnuð Daða Harðar-
son. Daði er bæði lærður á
íslandi og í Danmörku og hefur
undanfarna mánuði starfað í Glit
við iðnhönnun og tækniráðgjöf.
Úrverk klukkunnar er franskt og
er liður í samvinnu Glits við önnúr
lönd. Þetta nýja verk er hið fyrsta
■f í flokki listmuna með nútímalegu
sniði. Pýramídaklukkan hefur vakið
athygli erlendis og er verið að senda
sýnishom til nokkurra landa. Fleiri
munir í þessum flokki listmuna eru
væntanlegir á markaðinn hjá Glit á
næstu mánuðum, t.d. nýtízku
lampalína, vasar, ljósker, skrín og
fleira.
(F réttatilkynning)
starfandi sérstök framkvæmda-
stjóm WHO, kosin til þriggja ára.
í henni eiga sæti 30 manns sem
tilnefndir eru af aðildarríkjunum. Á
síðasta lq'örtímabili átti ísland, eitt
Norðurlandanna, fulltrúa í fram-
kvæmdastjóminni, Almar Gríms-
son, apótekara í Hafnarfírði, sem
lengi starfaði í heilbrigðismálaráðu-
neytinu.
Aðalstöðvar WHO eru í Genf í
Sviss en auk hennar eru starfandi
sex svæðisskrifstofur: Fyrir Evr-
ópu, EURO í Kaupmannahöfn, fyrir
Ameríkuríkin, AMRO/PAHO í Was-
hington, fyrir Austur-Miðjarðar-
hafslöndin, EMRO í Alexandríu í
Egyptalandi, fyrir Suðaustur-Asíu,
SEARO í Nýju Delhí á Indlandi,
fyrir Vestur-Kyrrahafssvæðið,
WPRO í Manila á Filippseyjum og
fyrir Afríku, AFRO í Brazzaville í
Kongó.
ísland tilheyrir EURO-svæðis-
skrifstofunni í Kaupmannahöfn
ásamt 31 öðru ríki með samtals um
800 milljónir íbúa. Skrifstofan
skiptist í framkvæmdastjóm og sex
svið með fjörutíu og einni undir-
deild. Þar starfa 270 fastráðnir
starfsmenn frá 44 þjóðum auk sér-
fræðinga, sem ráðnir eru til
skemmri tíma. Yfir 1000 sérfræð-
ingar og vísindamenn taka árlega
þátt í fundum og nefndum á vegum
EURO og um 375 stofnanir og vís-
indamiðstöðvar í Evrópu eru viður-
kenndar samstarfsstofnanir EURO.
Leitarstöð Krabbameinsfélags ís-
lands og Rannsóknastöð Hjarta-
vemdar eru í þeim flokki.
Daglegum rekstri EURO er
stjórnað af framkvæmdastjóra
þess, sem nú er norski læknirinn
J.E. Asvall. Yfírstjóm og stefnu-
mörkun EURO er hins vegar í
höndum fundar svæðisnefndar
EURO, sem í eiga sæti fulltrúar
heilbrigðisráðuneyta allra 32 aðild-
arríkjanna og haldinn er árlega.
Fjárhagsárið 1984—1985 var
rekstraráætlun EURO um 45 millj-
ónir Bandaríkjadala.
Starfsemi EURO miðar að því
að færa heilsufar íbúa aðildarríkj-
anna til betri vegar með því að
hvetja og stuðla að nauðsynlegum
breytingum í því skyni.
Þetta gerir EURO á eftirfarandi
hátt:
1. Með fræðslu- og upplýsinga-
starfsemi um framfarir og
nýjungar í heilbrigðissþjónustu.
2. Með eflingu mikilvægra heil-
brigðisrannsókna.
3. Með því að stuðla að þróun heil-
brjgðisstefnu og verkefna meðal
aðildarrílqa í samræmi við
grundvallaratriði „Heilbrigði
allra" og
4. með því að auka samvinnu og
samræmingu alþjóðastofnana
sem vinna að heilbrigðismálum.
Heilbrigði allra
árið 2000
Öll starfsemi WHO og svæðis-
skrifstofanna fram til næstu
aldamóta tengist heilbrigðisstefnu
WHO, sem fengið hefur nafnið
„Heiibrigði allra árið 2000“. Með
aðild sinni að WHO hafa aðildarrík-
in einnig lýst yfír vilja sínum um
stuðning við þessa „alheims heil-
brigðisstefnu", sem samþykkt var
á 34. ailsheijarþingi WHO 1981, í
framhaldi af sérstakri samþykkt 32.
allsheijarþings WHO 1979 um að
aðildarríkin semdu og hrintu í fram-
kvæmd sérstakri heilbrigðisáætlun
hvert fyrir sig, fyrir hvert svæði
og sameiginlega fyrir allan heiminn
í því skyni að ná markmiðum um
heilbrigði allra árið 2000.
Aðdragandi þessarar stefnu var
samþykkt 30. allsheijarþings WHO
árið 1977 um að:
höfuðmarkmið WHO og aðildar-
ríkja þess næstu áratugina í félags-
málum skyldi vera heilsa, öllum
jarðarbúum til handa árið 2000 sem
gerði þeim kleift að lifa félagslega
og efnahagslega farsælu lífí.
Hrafn V. Friðriksson
„íslensk heilsugæsla og
heilbrigðiseftirlit full-
nægir öllum þessum
aðalþáttum frumheilsu-
gæslunnar og mun
meira en það, eins og
reyndar flest önnur
iðnvædd ríki í Norður-
og Vestur-Evrópu gera.
Við framkvæmd „Heil-
brigðis allra árið 2000“
gegnir heilsugæslan
eins og hún er skipu-
lögð á íslandi að sjálf-
sögðu mikilvægu
hlutverki.“
Þessi stefna er í samræmi við
ákvæði í stofnskrá WHO sem segir,
að eitt af grundvallarréttindum
hvers manns, án tillits til kyn-
stofns, trúarbragða, stjómmála-
skoðana, efnahags- eða félagslegr-
ar stöðu, er, að njóta þeirrar bestu
heilsu sem möguleg er.
1978 lýsti alþjóðleg ráðstefna um
frumheilsugæslu, þ.e. heilsugæslu
1. Fræðslu um helstu heilbrigðis-
vandamál og aðferðir til að koma
í veg fyrir þau og hafa eftirlit
með þeim.
2. Fæðubirgðir og fullnægjandi
næringu.
3. Heilnæmt neysluvatn og full-
nægjandi meðferð úrgangs.
4. Mæðra- og ungbamavemd
ásamt fjölskylduráðgjöf.
5. Ónæmisaðgerðir gegn helstu
smitsjúkdómum.
6. Vamir og eftirlit með landlæg-
um sjúkdómum.
7. Viðeigandi meðferð algengustu
sjúkdóma og slysa.
8. Nauðsjmleg lyf tiltæk.
Islensk heilsugæsla og heilbrigð-
iseftirlit fullnægir öllum þessum
aðalþáttum frumheilsugæslunnar
og mun meira en það, eins og reynd-
ar flest önnur iðnvædd ríki í
Norður- og Vestur-Evrópu gera.
Við framkvæmd „Heilbrigðis
allra árið 2000“ gegnir heilsugæsl-
an eins og hún er skipulögð á íslandi
að sjálfsögðu mikilvægu hlutverki.
Þessi heilbrigðisstefna, „Heil-
brigði allra árið 2000“, þýðir ekki
að árið 2000 muni sjúkdómar og
fötlun vera úr sögunni eða að lækn-
ar og hjúkrunarfræðingar muni
hafa tekið að sér umönnun allra.
Heilbrigðisstefnan þýðir að fólk
mun gera sér grein fyrir því að það
hefur getu til að móta eigið líf og
líf fjölskyldna sinna, laust við ok
sjúkdóma, sem hægt er að fyrir-
byggja, meðvitað um að heilsuleysi
er ekki óumflýjanlegt.
Heilbrigðisstefnan þýðir að í
huga fólks verður heilsa jákvætt
hugtak um mesta mögulega, líkam-
lega, andlega og félagslega vel-
líðan, en ekki eingöngu bundið af
fírrð sjúkdóma og fötlunar.
Heilbrigðisstefnan þýðir að
grundvöllur heilsu er lagður á heim-
ilum, í skólum og á vinnustöðum,
og að fólk muni fínna betri leiðir
til vamar sjúkdómum og draga úr
óhjákvæmilegum sjúkdómum og
fötlun.
Heilbrigðisstefnan þýðir að flár-
magni, mannafla og aðstöðu verður
betur jafnað og að allir muni njóta
nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu
með fullri þátttöku þar um.
Frumheilsugæsla er forsenda þess að ná markmiðinu um heilbrigði
allra árið 2000.
og heilbrigðiseftirlit, sem haldin var
í Alma-Ata í Sovétríkjunum, að
frumheilsugæsla væri forsenda þess
að ná markmiðinu um heilbrigði
allra árið 2000.
Hún hefur verið skilgrein þanriig:
Frumheilsugæsla byggir á hag-
nýtum, vísindalega viðurkerindum
og félagslega raunhæfum aðferðum
og tækni. Allir ættu að eiga kost á
henni, einstaklingar og fjölskyldur
á heimavelli þeirra og með fullri
þátttöku þeirra og hún ætti að vera
samfelld og á viðráðanlegu verði.
Frumheilsugæsla hefst með fyrstu
samskiptum einstaklinga við heil-
brigðiskerfíð, sem næst heimilum
þeirra og vinnustað. Hún er fyrsti
liður samfelldrar heilbrigðisþjón-
ustu og er nauðsynlegur hluti í
heilbrigðiskerfi þjóða.
Alma-Ata-yfíriýsingin skil-
greindi átta aðalþætti frumheilsu-
gæslu sem:
Heilbrigfðisstef na
og heilbrigðis-
markmið EURO
í framhaldi af samþykkt WHO
frá 1977 og 1979 samþykkti svæð-
isstjóm EURO árið 1980 sérstaka
sameiginlega heilbrigðisáætlun
Evrópuríkja um heilbrigði allra árið
2000.
Áætlunin leggur sérstaka
áherslu á eftirfarandi fjögur megin-
atriði, sem leggja þarf sérstaka
áherslu á:
1. Lífsmáti og heilsa.
2. Áhættuþættir heilsu og um-
hverfís.
3. Áherslubreytingar innan heil-
brigðiskerfísins og
4. nauðsynlegar stoðaðgerðir,
pólitískar, stjómunarlegar,
tæknilegar, varðandi mannafla,
rannsóknir og annað sem nauð-
synlegt er til að ná fram fyrr-
nefndum þremur atriðum.
Árið 1984 voru síðan samþykkt
„38 heilbrigðismarkmið1*, sem
lýsa þeim lágmarksárangri sem
Evrópuríkin verða að ná í bættri
heilsu og við lausn helstu vanda-
mála í því sambandi.
Þýðing „Heilbrigðis allra árið
2000“ fyrir Evrópuríkin, sem mörg
hver standa í fremstu röð hvað
varðar heilbrigðisþjónustu, er í
fyrsta lagi sú staðreynd að heilsa
fólks er verri en hún gæti verið
þátt fyrir miklar framfarir síðustu
þijá áratugina, einkum á sviði fjár-
mögnunar til heilbrigðiskerfísins,
þróun nýrra lyfja og í læknisfræði-
legri tækni. í öðru lagi er enn
mikill munur á heilsu fólks innan
Evrópu þrátt fyrir öra þróun á sviði
vísinda, efnahags og menntunar í
flestum löndum hennar.
Forsendur heilbrigðis allra eru
margar en nokkrar eru sérstaklega
mikilvægar og taka heilbrigðis-
markmiðin mið af þeim. Má þar
nefna að án friðar, félagslegs rétt-
lætis, nægð matar og öruggs
neysluvatns, mannsæmandi hús-
næðis, menntunar, gegns hlutverks
í þjóðfélaginu og nægra tekna fyrir
alla, er ekki hægt að búast við heil-
brigði allra, vaxtar eða félagslegrar
þróunar.
Heilbrigðismarkmiðin taka mið
af eftirfrandi sex aðalatriðum, sem
ganga eins og rauður þráður í gegn-
um þau:
1. Heilbrigði allra þýðir jöfnuð í
heilsu fólks innanlands og á
milli manna.
2. Höfuðáherslan er lögð á heilsu-
rækt og heilsuvernd því
takmarkið er að fólk líti jákvæð-
um augum á heilsu og njóti í sem
ríkasta mæli þess sem hveijum
er gefíð líkamlega, andlega og
tilfínningalega.
3. Heilbrigði allra tekur til sér-
hvers einstaklings. Til að ná
sameiginlegu markmiði er vel
upplýst, áhugasamt og virk þátt-
taka samfélagsins nauðsynleg.
4. Heilbrigði allra krefst sam-
ræmdra aðgerða alls samfé-
lagsins. Heilbrigðisgeirinn
getur aðeins leyst hluta vanda-
málanna, og þátttaka annarra
stjórnvalda er nauðsynleg til
að tryggja forsendur heilbrigðis,
stuðla að stefnumörkun sem tek-
ur tillit til heilbrigðissjónarmiða
og draga úr heilbrigðisáhættu
frá hinu efnislega, efnahagslega
og félagslega umhverfí.
5. Þungamiðja heilbrigðiskerfísins
ætti að vera frumheilsugæslan,
sem þjónar frumþörfum sam-
félagsins þar sem fólk býr og
vinnur, fullnægjandi og aðgengi-
leg öllum og byggð á . virkri
þátttöku samfélagsins.
6. Heilsuvá getur náð yfír landa-
mæri ríkja. Mengun og óhollar
vörur eru dæmi um vandamál
sem þarf að leysa með alþjóð-
legri samvinnu.
Heilsufarsstaðlar
EURO
Aðildarríki EURO hafa einnig
samþykkt að hafa eftirlit með og
meta hvemig þeim tekst til að upp-
fylla heilbrigðismarkmiðin og gefa
um það skýrslu á tveggja ára fresti,
fyrst 1983 og meiriháttar úttekt á
sex ára fresti, fyrst 1985.
Til að auðvelda þetta eftirlit hafa
65 heilsufarsstaðlar verið sam-
þykktir, sem fylgst verður með og
sérstök tímasett framkvæmdaáætl-
un um heilbrigði allra innan EURO
hefur verið lögð fram.
Markmiðin leggja enga lagalega
skyldu á herðar aðildarríkjum
WHO. Þau em ætluð til að hvetja
stjómvöld, starfshópa og almenning
hvers ríkis til að marka stefnu og
verkefni um heilbrigði allra eftir
því sem við á í hveiju landi.
Til þess að ná markmiðinu um
heilbrigði allra er öflugur og virkur
stjómmálalegur stuðningur og
stuðningur almennings og fjölmiðla
nauðsynlegur.
Hcimildir:
1. HFA-series 1—8, WHO/HQ, 1979—1982.
2. Targets for healUi for aU 2000. WHO, 1985.
Höfundur er yfirlæknir í heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu■
neytinu.