Morgunblaðið - 22.04.1987, Side 3

Morgunblaðið - 22.04.1987, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987 3 Ferðalög og tómstund- ir á sýn- ingu í Laug- ardalshöll SUMAEIÐ ’87, sýning sem helguð er ferðalögum og tóm- stundum , opnar sumardaginn fyrsta kl. 14. Pétur Ásbjöms- son, fjallgöngumaður, kom sér fyrir á þaki Laugardalshallar i gær og mun hann dvelja þar næstu þrettán daga og safna Morgunblaðið/Þorkell Sími, sjónvarp, bækur og tafl stytta Pétri stundir á þakinu áheitum til styrktar Krýsuvík- ursamtökunum. Að sögn Guðmundar Jónssonar framkvæmdastjóra Kaupstefn- unnar verður þessi sýning talsvert frábrugðin fyrri sýningum. „Það verður skemmtilegri heildarsvipur yfir sýningunni og munu fyrirtæk- in meðal annars halda upp starf- semi í básunum," sagði Guðmundur. Flugmálastjórn er sá opinberi aðili sem tengist ferða- lögum og mun stofnunin kynna starfsemi sína í samvinnu við flug- málastjómir Bretlands og Kanada. Onnur fyrirtæki sýna meðal annars tjöld og viðlegubún- að og ferðaskrifstofur kynna ferðir sem famar em á þeirra vegum í sumar og haust. Sýningin verður opin alla virka daga frá kl. 16 til 22 og frá kl. 13 til 22 um helgar. Vísitala fram- færslukostnaðar; Hækkunin minni en spáð var EFNAHAGSRÁÐGJAFI ríkis- sljórnariiinar hefur sent frá sér tilkynningu, þar sem hann vekur athygli á því, að hækk- un vísitölu framfærslukostn- aðar milli mánaðanna mars og apríl sé heidur minni en gert var ráð fyrir í spá Þjóð- hagsstofnunar í febrúarmán- uði. Samkvæmt spánni átti hækkunin að verða 1,41% en varð í reynd 1,39% í fréttatilkynningunni kemur fram, að samkvæmt spá Þjóð- hagsstofnunar hafi vísitala framfærslukostnaðar átt að vera 185,1 stig í janúar en verið 185,05 stig. í febrúar hafi spáin verið 187,8 stig en í reynd hafi vísitalan verið 187,77 stig, í mars hafi spáin verið 191,2 stig en í reynd 190,55 og í apríl 193,9 en í reynd 193,20 stig. Efnahagsráðgjafi ríkisstjóm- arinnar segir, að af þessu megi ráða að vísitala framfærslukostn- aðar hafi ekki hækkað umfram það sem síðustu spár Þjóðhags- stofnunar gerðu ráð fyrir, þar sem gert hafi verið ráð fyrir meiri hækkun á fyrsta ársfjórð- ungi heldur en á síðari hluta ársins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.