Morgunblaðið - 22.04.1987, Side 4

Morgunblaðið - 22.04.1987, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987 Skákmótið í New York: Sævar Bjarnason vann flokk alþjóðameistara Margeir Pétursson varð í 8.-13. sæti í stórmeistaraflokki SÆVAR Bjarnason vann hæstu peningaverðlaun sem islenskum skákmanni hefur hlotnast til þessa þegar hann varð í 1.-4. sæti í B-flokki á opna alþjóðlega skákmótinu í New York um pásk- ana en fyrir það fékk Sævar 4600 dali eða um 184 þúsund krónur. Margeir Pétursson varð einnig í verðlaunasæti, eða því 8., í A-flokki en tveir skákmenn, stórmeistararnir Seirawan og Adorjan, deildu efsta sætinu í A-flokki. Margeir Pétursson tefldi úrslita- skák mótsins við Seirawan í 11. og síðustu umferð mótsins og hafði svart, aðra skákina í röð. Með sigri áttu báðir skákmennimir möguleika á efsta sætinu og jafntefli hefði dugað þeim í 2. sætið ásamt fleir- um. Margeir náði snemma að jafna taflið með peðsfórn og átti að eigin sögn öruggt jafntefli. Honum urðu síðan á smávægileg mistök og eftir það gaf Seirawan honum engin grið og vann að lokum skákina. Seirawan og Adoijan fengu því 8 vinninga af 11 en Spassky, Sax, Kudrin, Christiansen, Federovic og Spragget, voru næstir með 7,5 vinn- inga. Margeir var í 8.-13. sæti með 7 vinninga. Helgi Ólafsson, sem einnig keppti í A-flokki, fékk 5 vinn- inga. I fyrri umferðunum hafði Mar- geir gert jafntefli við Sax, en unnið Danlyanov og Alburt, og þar áður gert jafntefli við Tony Miles. Helgi vann skák sína í 7. umferð mótsins gegn bandaríska alþjóðameistaran- um Wilder en tapaði síðan fyrir Rodes, Csom og Hellers en gerði jafntefli við Taylor. Sævar Bjarnason fékk 6,5 vinn- inga af 8 mögulegum í B-flokki en þar var einskonar hraðmót og tefld- ar tvær skákir á dag í 4 daga. Fimm aðrir íslenskir skákmenn kepptu í þessum flokki, þeir Hannes Hlífar Stefánsson, Jón G. Viðarsson og Jóhann Þórir Jónsson sem fengu 3,5 vinninga og Jón Kristinsson og Ásgeir Þ. Ámason sem fengu 3 vinninga. Þráinn Vigfússon keppti síðan í 5. flokki og vann þar til verðlauna. VEÐURHORFUR IDAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Skammt vestur af landinu er 977 milli- bara djúp lægð sem þokast norönorðaustur og grynnist. SPÁ: Fremur hæg suðvestanátt á landinu. Smá skúrir verða á stöku stað sunnan- og vestanlands en þurrt í öðrum landshlutum. Hiti á bilinu 4 til 6 stig sunnan lands og vestan en 6 til 9 stig norðaust- an- og austanlands. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FIMMTUDAGUR og FÖSTUDAGUR: Suðlæg átt verður ríkjandi á landinu. Víðast rigning og hiti á bilinu 5 til 8 stig um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt og 8 til 11 stiga hiti norðaustanlands. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * f * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir * V E1 — Þoka — Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur f Þrumuveður 41 W T VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veóur Akureyri 9 skýjaö Reykjavik 7 rigning Bergen vantar Helsinki 3 Iðttskýjaö Jan Mayen 2 rigning Kaupmannah. 6 þokumóða Narssarssuaq 0 skýjaö Nuuk -5 léttskýjað Osló vantar Stokkhólmur 6 skýjaö Þórahöfn 10 súld Algarve vantar Amsterdam 12 léttskýjað Aþena 19 hálfskýjaö Barcelona 17 mistur Berlln 8 rigning Chicago 17 alskýjað Glasgow vantar Feneyjar vantar Frankfurt 11 skýjaö Hamborg 8 þokumóða Las Palmas 23 heiðskírt London 16 skýjaö LosAngeles 17 heiðskfrt Lúxemborg vantar Madríd 21 skýjað Malaga 20 þokumóða Mallorca 21 skýjað Miami 19 þokumóða Montreal 18 skýjað NewYork 17 súld Parls 13 skýjað Róm vantar Vín 12 skúr Washington 16 þokumóða Winnipeg -3 heiðskfrt Morgunblaðið/Kristján Jónsson Franski ferðamaðurinn borinn í þyrlu Landhelgisgæslunnar í Land- mannalaugum. Gæsluþyrlan sækir slasaðan ferðamann ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti franskan ferðamann á þrítugsaldri sem hafði fallið nið- ur í svokallað Grænagil í Landmannalaugum 8 metra beint falj og slasast alvarlega á hrygg. Óttast er að hann hafi hlotið mænuskaða. Frakkinn var í hópi fleiri ferða- manna á gönguskíðum við Land- mannalaugar þegar óhappið varð. Menn úr hópnum gengu að Sigöldu til að kalla á hjálp og tók sú ganga 5 klukkutíma. Þyrla Landhelgis- gæslunnar fór í loftið rétt fyrir klukkan 18 og lenti við Borgarspít- alann með sjúklinginn um klukkan 20.30 í gærkvöldi og að sögn lækn- is sem með var í ferðinni var þetta eini raunhæfi möguleikiim til að koma manninum nægilega fljótt undir læknishendur. Stefán Pjetursson fyrrum þjóðskjala- vörðurlátinn Á páskadag lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund Stef- án Pjetursson, fyrrum þjóð- skjalavörður og ritstjóri Alþýðublaðsins um árabil. Hann var 88 ára að aldri. Fljótlega eftir að heimstyrjöldinni fyrri lauk fór Stefán til Berlínar í framhaldsnám í sagnfræði og heim- speki, en að námi loknu tók hann virkan þátt í félags- og stjómmálum hér heima. Stefán var í miðstjórn Kommúnistaflokks Islands á árun- um 1932-1934 og í miðstjóm Alþýðuflokksins frá 1943-1950. Hánn átti sæti í ýmsum ráðum og nefndum, þar á meðal í útvarpsráði frá 1947-1953. Stefán þýddi ásamt Einari Olgeirssyni Kommúnistaá- varpið eftir Karl Marx og Friedrich Engels, 1924, og var útgefandi ýmissa ritverka. Hann var þjóð- skjalavörður 1957-68. Eiginkona Stefáns hét Sonja Bi- enek og var af pólskum ættum. Stefán Pjetursson Hún lést í árslok 1979. Stefán átti við hnignandi heilsu að stríða síðustu árin. Erhngur Hjaltested bankaritari látinn LATINN er í Reykjavík Erlmgur Hjaltested bankaritari, 80 ára að aldri. Erlingur var borinn og barnfæddur Reykjavíkingur og vann í tæp 40 ár hjá Utvegs- banka íslands. Erlingur fæddist 10. janúar 1907 í Reykjavík, sonur hjónanna Bjama Hjaltested prests og kennara og konu hans Stefanie Ónnu Hjaltested sem bjuggu við Suðurgötu 7. Erl- ingur lauk námi í jámsmíðaiðn í vélsmiðjunni Héðni árið 1929 en hóf fljótlega störf hjá íslandsbanka sem skömmu síðar var breytt í Útvegsbanka íslands. Þar starfaði Erlingur samfleytt til 1. febrúar 1967, lengst af sem bankaritari. Eftirlifandi kona Erlings er Guðríður Sigurbjörg Hjaltested. Þau eignuðust þijá syni. Erlingur Hjaltested.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.