Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987 Jóliaimesarpassíaii Tónlist Jón Ásgeirsson Langholtskirkja er rík kirkja, því þar er til húsa frábærlega góður kór, er Jón Stefánsson orgelleikari kirkjunnar hefur af röggsemi og miklum dugnaði stýrt til margra stórra verka und- anfarin árin. Nú eru páskarnir auðgaðir með flutningi Jóhannes- arpassíunnar eftir Jóhann Sebast- ian Bach. Með kórnum komu framm fimm einsöngvarar; Ólöf K. Harðardóttir, Sólveig Björling, Kristinn Sigmundsson, Viðar Gunnarsson og Michael Goldt- horp. Hljóðfæraleikarar voru flestir úr Sinfóníuhljómsveit Is- lands, sem auk þess að skipa hljómsveitina lögðu til nokkrar einleiksstrófur. Konsertmeistari var Júlíana Elín Kjartansdóttir og orgelleikari Gustav Jóhannesson. Stjómandinn Jón Stefánsson hélt uppi góðu „tempói", þó síðasti kórinn, Ruht wohl, hefði mátt vera ívið hægari, því þessi fallegi kór er í raun vögguvísa sungin frelsaranum sem hinsta kveðjan. Nokkra sálmana hefði mátt Helga Ingólfsdóttir semballeik- ari hélt tónleika í Kristskirkju á vegum Tónlistarfélags kirkjunnar sl. miðvikudag. Yfirskrift tónleik- anna er til komin vegna þess að tónskáldin sömdu verkin til að minnast samferðamanna sinna. Ekki er þó vitað að fyrsta verkið, sem var Ground í c-moll eftir Purcell, sé þannig tilkomið, en hann samdi fimm slík verk og einn „grándinn", sem einmitt er í c-moll, er í raun talinn vera eft- ir William Croft. Annað verkið á efnisskránni var harmljóða svíta eftir Johann Jacob Froberger, en Allemande-kaflinn (í 12. svítunni) er tileinkaður syni Ferdinands 3., er lést ungur. Næstu verk voru þijár tileinkanir úr svítu eftir For- queray eldri en fjölskyldan var fræg fyrir leikni sína á viola da gamba. Þættirnir, sem tileinkaðir voru Rameau og fiðluleikara að nafni Guignon (ítalskur en starf- aði í Versölum), voru sérlega skemmtilegir í gerð og hljómskip- an, þar sem leikið var með vel útfærðar og skýrar „sekvensur". Michael Goldthorpe. syngja eilítið veikar, til að skapa þeim sterkari andstæðu við stór- brotið tónmál kórþáttanna. Þrátt fyrir þetta var söngur kórsins með því besta sem undirritaður hefur heyrt hjá kór Langholtskirkju um langt skeið. Sá söngvari, sem mest mæddi á, var Michael Gold- thorpe. Hlutverk guðspjalla- mannsins er feikna erfitt og var söngur hans í alla staði hinn glæsilegasti. Ein arían/ sem Gold- Eftir hlé voru verk eftir Louis Couperin, föðurbróður Francois, er nefndur var „hinn mikli“, og síðast á efnisskránni var svo Krómantíska fantasían og fúgan eftir J.S. Bach. Leikur Helgu Ingólfsdóttur er ávallt mjög persónulegur og yfir- vegaður, jafnvel þar sem hún leikur fijálslega með hrynskipan og samhljóman radda, er leikmát- inn í ótrúlega góðu jafnvægi. Þessi alúð hennar við stílmótun verkanna er ekki aðeins leik- tæknileg heldur á hún sér sterkan tilfinningalegan grunn, svo að leikur hennar verður „talandi“ og áhrifamikill. Þrátt fyrir að í leik hennar slái gjaman saman sterkri tilfinningatúlkun og yfirvegaðri stílmótun, á hún það einnig til að leika samkvæmt hreinum glæs- istíl barokktímans, eins og heyra mátti í fúgunni eftir Bach. Bæði fantasían, sem er eitt af undarleg- ustu tónamynstmnum eftir meistarann, og þá ekki síst fúgan, vom glæsilega flutt. thorpe söng og ekki er almennt sungin en er prentuð í viðbæti (nr. 13), er talin geta verið samin er Bach var enn starfandi í Weim- ar. Sagnfræðingar telja mögulegt að Bach hafi samið fimm passíur, þó aðeins tvær hafi varðveist. Þessi aría, Zerschmettert mieh, er feikna skemmtileg og minnir mjög á rithátt Vivaldis. Að tví- og þrínota lag, var ekki óalgengt hjá Bach, eins og átti sér stað í H-moll messunni og einnig í Mattheusarpassíunni. Þrátt fyrir að arían sé glæsileg og hafi verið frábærlega sungin af Goldthorpe, stakk hún nokkuð í stúf við heild- arsvip verksins. Ólöf K. Harðardóttir söng tvær aríur, Ich folge dir og Zerfliesse, mein Herz, og Solveig M. Björling söng einnig tvær, Von den Strik- ken og Es ist vollbracht. Báðar sungu þær aríurnar ágætlega. Seinni altarían er að því leyti til erfið, að söngurinn er tvinnaður saman við gambaeinleik, sem því miður var of hljómdaufur til að mynda reglulegt samspil við söng altsöngkonunnar. Kristinn Sig- mundsson og Viðar Gunnarsson fóm með hlutverk Pílatusar og Jesú og sungu auk þess þijár arí- ur. Kristinn söng aríuna Eilt, ihr, mjög vel en kórinn hefði mátt vera mun veikari á móti Kristni. Sama má segja um seinni aríuna sem Kristinn söng og einnig með kórnum, sem að formi til er „kór- alforspil". Þar hefði kórinn blátt áfram átt að syngja „píanissimo". Kristinn söng aríuna mjög fallega en hraðinn í þessum þætti var einum of mikill, og hefði mátt vera í raun Adagio. Viðar átti eina aríu, auk þess að syngja hlutverk Krists, en það var Betrachte, meina Seel. Þessi aría er mjög erfið og það sem gerði Viðari erfitt fyrir, að undirleikur- inn, sem frá hendi Bachs styður lítið við einsönginn, var sérlega hljómlítill. Þrátt fyrir þetta náði hann sér á strik í seinni hluta aríunnar og söng auk þess hlut- verk frelsarans mjög fallega. í upphafi verksins var hljómsveitin ekki alveg hrein en er á leið, varð leikur hennar hreinn og í góðu jafnvægi. í heild var flutningur Jóhannesarpassíunnar mjög góð- ur og bestur og mestur var hlutur kórsins og Michael Goldthorpe, sem söng frábærlega þó aðrir ein- söngvarar svo og hljómsveitin gerðu margt ágæta vel. Vinaminni Við Dimmuborgir Tileinkun Myndlist Valtýr Pétursson í Nýlistasafninu við Vatnsstíg heldur Hollendingur að nafni Kees Visser sýningu á grafík- myndum er hann hefur gert út frá verkum Einars Jónssonar myndhöggvara. Þetta er nokkuð sérstæð sýning, byggð upp af einþrykkjum, gerðum í sterkum og hreinum litum, og eru öll til- brigði við verk Einars. Það eru þijú verk Einars, sem orðið hafa kveikjan að þessari myndgerð Vissers, — Kjaminn, Brautryðj- andinn og Visna og græna tréð. Það em yfirleitt hlutar úr hveiju verki, sem em vakinn að þessum -verkum Vissers, og hann fær furðu skemmtilega útkomu úr þeim myndaröðum, sem hann sýnir hú á veggjum Nýlistasafns- ins. Vart verður lesin úr þessum verkum aðdáun á trúarlegu inni- haldi symbólisma Einars, sem er svo sterkum þáttur í list mynd- höggvarans, sem fór ætíð ótroðn- ar götur og var sérstæður einfari í verkum sínum. Einar átti það til að gera stór og veigamikil verk, sem vom hlaðin alls konar táknmáli í minni stærðargráðu en heildarverkin, en það er ein- mitt í þetta myndamál, sem hollenzki listamaðurinn sækir mestan efnivið sinn og leggur út á sinn hátt. Ég verð að játa, að mér gengur ekki sérlega vel að skilja merkingu táknmálsins, en mikið af þessum „monotýpum" standa endanlega fyrir sínu sem myndlist, hvort heldur er litur eða teikning. Verk Vissers em unnin í myndaröðum, eins og áður seg- ir, og ég er ekki frá því, að safn Einars Jónssonar ætti að eignast sýnishorn af þeim — það er ekki algengt, að ungir listamenn sæki hugmyndir í verk Einars Jónsson- ar. Ég hafði ánægju af að sjá þessi verk með litagleði þeirra og sterkri teikningu. Hefði samt ekki verið sterkara fyrir sýning- una í heild að hafa verkin heldur færri, en raun ber vitni? Valdatafl í Washington Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Valdatafl (Power). Sýnd í Bíó- húsinu. Stjömugjöf: ☆ 'h. Bandarísk. Leikstjóri: Sidney Lumet. Handrit: David Himm- elski. Framleiðandi: Reene Schiskal og Mark Tarlan. Kvik- myndataka: Andrzej Bartkow- iak. Tónlist: Cy Coleman. Helstu hlutverk: Richard Gere, Gene Hackman og Julie Cristie. Hvað svosem segja má um myndina Valdatafl (Power) eftir Sidney Lumet, sem sýnd er í Bíó- húsinu, hittir tímasetning hennar núna rétt fyrir kosningar beint í mark. Hún er um sölu á stjórn- málamönnum, sölu á persónum frekar en málefnum og skrum og auglýsingamennsku nútíma kosn- ingabaráttu yfirleitt. Richard Gere leikur Peter St. John sem • 'Uimrur á sviði almanna- tengsla og stjómar ráðgjafafyrir- tæki fyrir frambjóðendur og verður að segjast eins og er að hlutverkið hæfir Gere betur en Davíð konungur, sem við sáum hann leika síðast. Og myndin er eins gott innlegg og markmið þeirra til fyrirmyndar. Og myndin sjálf er frekar misheppnuð. Valda- tafl gerist í heimi almanna- tengsla- eða ráðgjafafyrirtækja þar sem ríkir pólitískir frambjóð- endur komast áfram í krafti peningavaldsins með hjálp manna eins og Peter St. John. Málstaður- inn skiptir hann engu máli, aðeins það að koma sínum manni að. Óll brögð eru leyfileg til að ná árangri og sannleikurinn er eitt- hvað sem hlegið er að eftir langan vinnudag. En ráðgjafinn samviskulausi endurheimtir samviskuna þegar hann kemst á snoðir um að besta vini hans er þröngvað til að segja Innlegg í kosningabaráttuna: Richard Gere í valdatafli. af sér þingmennsku til að forðast hneykslismál, sem kona háns hef- ur flækst í að undirlagi samsæris- manna, sem eru á móti skoðunum þingmannsins og vilja koma sínum manni að. Það dagar upp fyrir St. John að kannski sé þetta ekki svo heppilegur bransi eftir allt. Blaðakona, sem Julie Cristie leikur og er fyrrverandi eiginkona St. John, kemst að hneykslinu en ákveður að þegja yfir því af því þingmannahjónin eru gamlir vinir og Gene Hackman leikur al- mannatengil á niðurleið, sem hefur eiginlega ekkert að gera í myndina nema skreyt.a hana með tilvist sinni. Yfirleitt er á Hack- man að sjá að hann viti ekki sjálfur hvaða hlutverki hann gegnir. Það er jafn erfitt að finna hinn einfalda söguþráð í myndinni og týndan krakka á 17. júní. Helsti gallinn við þessa nýjustu mynd Sidney Lumet sem hingað berst, er nefnilega sá að það er alltof mikið í henni sem litlu máli skipt- ir fyrir frásögnina. Það hefði mátt strika heilu blaðsíðurnar úr handritinu því aðalsagan hverfur einhverstaðar á milli hliðarsag- anna og skýtur upp kollinum endrum og sinnum rétt nógu lengi til að maður gleymi henni ekki. St. John þeytist á milli viðskipta- vina sem við kynnumst aldrei neitt og stór hluti myndarinnar sýnir hann í einkaflugvélinni sinni að ferðast á milli þeirra og tromma í algleymi á hné sér. Lumet er hér með pólitíska ádeilu á sínum herðum sem hon- um tekst ekki að gera nógu snarpa nema í einstaka broslegum atriðum, sem eru bestu hlutar myndarinnar. Þetta er synd vegna þess að efnið býður upp á óvægna lýsingu á pólitísku lýðskrumi og auglýsingamennsku. Lume er góður fagmaður og hefur gert ágætar myndir eins og Prince of the City (að vísu alltof löng) og The Verdict (náði því besta úr Paul Newman) og það sýnir hann líka í Valdatafli af því hún er vel gerð. En innihaldið er einn hræri- grautur og efnið er í sjálfu sér engin opinberun. Umskipti aðalpersónunnar úr samviskulausum í samviskuþrúg- aðan eru t.d. ekki sérlega átaka- mikil eða spennandi. Peter St. John, sem hefur lygina að at- vinnu, fær áfall þegar logið er að honum og fer að endurmeta líf sitt og starf. Eins og einhver hefði þurft að segja honum að það er erfitt þetta líf og þetta er vondur heimur. Það er engu líkara en Lumet og aðalleikararnir hafi aldrei náð að vinna almennilega saman. Ao vísu er persóna Hackmans heldur illa frágengin í handriti og hann getur lítið gert til að bæta úr því. Það er heldur alls ekki eins og Julie Cristie eigi nokkurntím- ann heima í hlutverki blaðakon- unnar. Tilraunir hennar til að láta líta svo út eru furðulega mátt- lausar og ósannfærandi. Richard Gere er nokkuð heilsteyptur í túlk- un sinni miðað við frammistöðu annarra leikenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.