Morgunblaðið - 22.04.1987, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987
31
Áhugafólk um mið-
bæ Reykjavíkur:
Brýnt að slá
skjaldborg um
gamla bæinn
ÁHUGAFÓLK um miðbæ
Reykjavíkur efndi til baráttu-
fundar á Hressingaskálanum
fyrir nokkru. I fundarlok var
samþykkt eftirfarandi ályktun:
„Undanfarið hefur verið skammt
stórra högga á milli í skipulagsmál-
um miðbæjarins. Við stöndum
andspænis skipulagstillögu þar sem
gert er ráð fyrir að mörg eistu hús
Reykjavíkur víki fyrir háhýsum,
áform eru uppi um byggingu þing-
húsbákns sem rýmir út timbur-
húsum við Kirkjustræti og
ennfremur er auglýst eftir ráðhúsi
við Tjörnina. Tjarnarsvæðið er ein-
hver fegursti blettur höfuðborgar-
innar en jafnframt sá viðkvæmasti
vegna þess lífríkis sem í langan
tíma hefur laðað til sín innfædda
jafnt sem erlenda.
Öllum þessum nýbyggingum
fylgja að sjálfsögðu áform um bíla-
stæði, bílageymslur og breikkun
gatna samfara vaxandi umferðar-
þunga.
Svo virðist að til úrslita dragi
einmitt nú eftir samfelldan hrak-
fallabálk síðustu ára og er því brýnt
að spyrna við fótum og slá skjald-
borg um gamla bæinn.
Við skorum á borgaryfirvöld að
móta loksins stefnu í umgengni við
gamla bæinn þar sem tekið sé mið
af sögulegu gildi og núverandi
handhöfum þessara húsa gert skylt
og kleift. að sýna þeim ræktarsemi
og virðingu.
Miðbærinn er sameign þjóðarinn-
ar enda vettvangur okkar elstu sögu
og er óhæfa að ætla að skera hann
sundur með hraðbrautum, moka
burt elstu byggðinni og troða í stað-
inn nýbyggingum og bílageymslum.
Öllum slíkum fyrirætlunum verður
að vísa út fyrir miðbæjarkjamann
og gera gamla bæinn að miðstöð
þeirra samskipta sem honum hæfa.
Fortíð og nútíð verða að semja sátt
og ganga hönd í hönd til framtíðar.“
framt því sem eldra fólkinu fjölgar.
Kostnaður almannatrygginga
myndi því stóraukast í greiðslu elli-
launa, en færri þegnar myndu bera
kostnaðinn.
Það útaf fyrir sig ætti að vera
næg ástæða til að breyta 53 ára
gömlum lögum um hámarksaldur
opinberra starfsmanna, sérstaklega
þar sem meðalaldur hefur hækkað
um 14—15 ár á þessu tímabili.
Eflaust myndu svo aðrar stofnanir
fylgja í kjölfarið. Má merkilegt heita
að stjórnmálamennirnir skuli ekkert
hafa látið í sér heyra um þessi mál.
Höfundur er deildarstjóri í Fé-
lagsmála- og upplýsingadeild
Tryggingastofnunar ríkisins.
HÁTÍD í BÆ Á SELTJARNARNESI
í kvöld verður
á Eiðistorgi,
haldin hátíð fyrir alla fjölskylduna
Seltjarnarnesi, kl. 18:00-20:00
Dagskrá:
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins til Alþingiskosninga í
Reykjavík og Reykjaneskjördæmi flytja ávörp.
Lúðrasveit Seltjarnarness spilar
Glæsileg tískusýning sem Módelsamtökin sjá um frá:
versluninni Heru,
versluninni Fólki og
Sportlífi
Karnival-bandið skemmtir með léttri
Dixieland-músik og kemur öllum í stuð.
Selkórinn tekur lagið.
Allir velkomnir.
Enn um starfslok
eftir Margréti
Thoroddsen
í nóv. sl. skrifaði ég grein í Morg-
unblaðið undir yfirskriftinni „Hug-
leiðingar um starfslok“.
Vakti ég þar máls á hve þungt
áfall væri fyrir marga með fullt
starfsþrek að þurfa að hætta störf-
um við 70 ára aldur. Vitnaði ég í
greinar þriggja valinkunnra lækna
um að slíkt gæti m.a. leitt til ótíma-
bærrar hrörnunar.
Nýlega var gerð mjög athyglis-
verð könnun á högum aldraðra á
Reykjavíkursvæðinu. Voru lagðar
fyrir þá ýmsar spurningar í sam-
bandi við vandamál elliáranna. Það
vakti sérstaklega athygli mína að
60% aðspurðra kváðust vera ósátt
við verklokin.
Má merkilegt heita hve þessum
þætti öldrunarmála hefur verið lítill
gaumur gefinn. Stjórnmálamenn
okkar tala fjálglega um að hækka
þurfi ellilaunin, þannig að þau séu
a.m.k. ekki lægri en lágmarkslaun.
Það er auðvitað réttlætismál, því
margt fullorðið fólk hefur aðeins
tryggingabætur sér til framfæris.
5umir eru orðnir lasburða á þessu
aldursskeiði og treysta sér ekki til
að vinna lengur. Svo eru aðrir, sem
hlakka til að komast á eftirlaun til
að hafa tækifæri til að sinna sínum
hugðarefnum.
Hitt er staðreynd, að fjöldi fólks
á þessum aldri er við bestu heilsu
og hefur ágætt starfsþrek. Þess
vegna finnst mér ekki síður mikil-
vægt að gefa því fólki kost á að
halda áfram störfum, þó það sé
orðið 70 ára.
Ef þessu fólki væri leyft að vinna
áfram, myndu sparast mikil útgjöld
hjá því opinbera, auk þess sem ein-
staklingunum liði betur að taka
þátt í atvinnulífinu og hafa ekki á
tilfinningunni að þeim sé útskúfað
frá samfélaginu. Þjóðfélagið myndi
einnig hagnast á að nýta sér reynslu
þess.
Nú miðar þróunin í þá átt að
fæðingum fækkar stórlega jafn-
„Má merkilegt heita
hve þessum þætti öldr-
unarmála hefur verið
lítill gaumur gefinn.
Stjórnmálamenn okkar
tala fjálglega um að
hækka þurfi ellilaunin,
þannig að þau séu
a.m.k. ekki lægri en
lágmarkslaun.“
Margrét Thoroddsen