Morgunblaðið - 22.04.1987, Side 38

Morgunblaðið - 22.04.1987, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRIL 1987 Meiri þátttaka en áður á útlagaþingi PLO Staða Arafats virðist vera sterkari nú Algeirsborg, Reuter. ÞING Frelsissamtaka Palestínu - PLO- hófst í Algeirsborg í morgun, þriðjudag og sóttu það fulltrúar ýmissa klofningshópa, sem undanfarin ár hafa neitað öllum samskiptum við PLO og gert sérstaklega harða hríð að Yassir Arafat, formanni samtak- anna. Þetta á einkum við nokkra hópa, sem njóta stuðnings Sýr- lendinga. I morgun voru að minnsta kosti fulltrúar fjögurra þeirra mættir til þingsetu, þar á meðal George Habash, en langt er síðan uppstytta varð í sam- skiptum hans og Arafats. Við þingsetninguna í morgun flutti forseti Alsírs, Chadli Benjedid Svíþjóð: Leggjatil að réttar- staðabama verði bætt Stokkhólmi. Reuter. SÆNSK börn, sem þegar njóta réttarstöðu eins og hún gerist best í heiminum, eiga von á enn frekari laga- vernd, ef tillögur einnar af fastanefndum sænska þingsins þar að lútandi ná fram að ganga. Það var þessi sama nefnd, sem fékk því framgengt, að foreldrum var bannað með lög- um að berja böm sín. Nefndin leggur nú til, að bömum yfír tólf ára aldri verði heimilað að koma fram sem sjálfstæðir einstaklingar í skilnaðar- og forræðismálum. Nefndin leggur enn fremur til, að í erfiðum málum útvegi ríkið unglingunum lögfræði- lega aðstoð. Tillögumar miða að því, að réttarstaða bam- anna verði söm og foreld- ranna. Einnig er lagt til, að böm eigi kost á tryggingabótum, þegar þau eru orðin tólf ára gömul, ef þau vilja yfirgefa heimili sitt án samþykkis for- eldranna. Gert er ráð fyrir, að þau megi halda upplýsingum um læknishjálp, svo sem fóst- ureyðingu, leyndum fyrir foreldrunum eða öðmm forr- áðamönnum. „Það er kominn tími til, að börnum veitist sama réttar- staða og fullorðnir njóta; þau þurfa ekki síður á lagavemd að halda en fullorðið fólk,“ sagði Nils Wentz, formaður nefnarinnar, þegar tillögumar voru kynntar í gær. „Við stefn- um ekki að því að svipta foreldra yfirráðarétti sínum, en við verðum að hafa hugf- ast, að böm eru ekki annars flokks borgarar og verða að njóta virðingar samkvæmt lögum." Gagmýnendur tillagnanna segja, að þær muni veikja for- ræðisrétt foreldranna, ef þær verða að lögum, og sé sá rétt- ur þó veikburða fyrir í Svíþjóð. Mikið fjaðrafok varð árið 1977, þegar nefndin lagði til, að bannað yrði með lögum að beija börn. ávarp og síðan talaði Arafat. Ara- fat lýsti mikilli gleði með það, að svo virtist sem sættir væru að ta- kast milli ýmissa deilda PLO, sem hafa verið ósammála. Kvaðst hann spá því, að enn meiri samstaða myndi nást, enda væri það forsenda þess að Palestínumenn endurheimtu land sitt. Ljóst er af orðum fulltrúa á þing- inu í dag, að hópanir, sem eru að skila sér aftur til PLO ætla að krefj- ast þess að fá aukin áhrif innan samtakanna, meðal annars í mestu valdastofnun þingsins, fram- kvæmdaráðinu. Meðal þeirra hópa sem ekki láta sjá sig á þinginu eru fylgismenn Abu Nidals og hóps sem kallar sig PSF og hefur aðsetur í Beirut. Aðalstjómandi þess hóps er Samir Goshed. Og frá Damaskus sendi annar andstæðingur Arafats honum tóninn, Said Musa. Umræður á þinginu snúast meðal annars um afstöðu fulltrúa til alþjóðlegrar ráð- stefnu um Miðausturlönd, hugsan- lega breytingu á samskiptum við Egypta. Einnig verður rætt um mismunandi sjónarmið varðandi stöðu Jórdana. Reuter Læknamir Heinrich Bunke (t.v.) og Karl Ullrich mæta til réttarhalda yfir þeim í Frankfurt í gær. Þeir em sakaðir um að hafa tekið þátt í morðum á a.m.k. 15.500 geðsjúklingum í fangabúðum nasista í Brandenburg og Bernburg. Krefjast sýknunar fángabúðalækna Frankfurt. Reuter. Frankfurt, Reuter. LÖGMENN tveggja lækna, sem sakaðir em um að hafa átt aðild að dauða a.m.k. 15.500 vanheilla manna i fangabúðum nasista í Brandenburg og Bernburg, kröfðust þess fyrir rétti í gær að skjólstæðingar sínir yrðu sýknaðir. Fólk, sem lifði vistina í búðunum af, mótmælti hástöfum í réttarsaln- um þegar farið var fram á sýknuna. Ríkissaksóknari hefur krafizt þess að læknamir, Heinrich Bunke og Karl Ullrich, verði dæmdir í 6 ára fangelsi hvor. Ullrich er sakaður um að hafa verið viðriðinn morð á a.m.k. 4.500 geðsjúklingum og Bunke á a.m.k. 11 þúsund. Tóku þeir þátt í læknis- fræðilegum tilraunum nasista á stríðsárunum, svokölluðu T-4 verk- efni. Talið er að 70.000 manns hafi verið drepnir í þessum tilraun- um. Læknamir em báðir 72 ára. Þeir voru báðir sýknaðir við réttarhöld árið 1967 en dóminum var ógiltur síðar. Varnir Bretlands og Frakklands: Ræða smíði nýrrar kj amorkuflaugar London, Reuter. VARNARMÁLARÁÐHERRAR Bretlands og Frakklands hafa rætt um að ríkin tvö standi sam- eiginlega að smíði nýrrar kjarn- orkuflaugar, að því er skýrt var frá í breska dagblaðinu Tlie In- dependant í gær. Flauginni er ætlað að leysa kjarnorku- sprengju Breta af hólmi, sem er þegar orðin úrelt að því er segir í frétt blaðsins. Að sögn blaðsins hafa þeir Andre Giraud, vamarmálaráðherra Frakk- lands, og hinn breski starfsbróðir hans, George Younger, rætt um að ríkin smíði í sameiningu nýja stýri- flaug, sem komið verði fyrir í breskum Tomado-sprengjuflugvél- um. Sagði í frétt blaðsins að tækniþekking Frakka á sviði eld- flauga yrði nýtt í þessu skyni en flaugamar yrðu búnar breskum kjamaoddum. Talsmaður breska varnarmála- ráðuneytisins sagði að ráðamenn ríkjanna tveggja ræddu reglulega um vamarmál en vildi ekki láta uppi hvort rætt hefði verið sérstak- lega um smíði nýrrar kjamorku- flaugar. Samkvæmt frétt The Independ- ant mun nýja flaugin koma í stað kjarnokusprengju Breta, sem nefn- ist WE177 og er 20 ára gömul smíð. Sagði blaðið ennfremur að með því að koma eldflaugum fyrir í sprengjuvélum þyrftu þær ekki lengur að fljuga yfir skotmörk á jörðu niðri ef til átaka kæmi. Því yrði unnt að gera árásir úr mun meiri fjarlægð en ella. í fréttinni var þess getið að auk- in áhersla á samvinnu Frakka og Breta á sviði vamarmála væri til- komin vegna leiðtogafundarins í Reykjavík í október á síðasta ári. Þá ræddu þeir Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhail S. Gorbachev Sovétleiðtogi um að fækka verulega, eða útrýma með öllu, kjamorkuflaugum í Evrópu. Ítalía: Búizt við falli stj órn- ar Fanfanis innan viku Rúmaborgf, Reuter. UMRÆÐUR um vantrauststil- lögu á hina nýju ríkisstjórn Fanfanis hófust í ítalska þingsinu Lmorgun, þriðjudag. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma mun stjórnin falla í næstu viku og búizt er við kosningum í landinu í júnímánuði. Fanfani fór ekki fram á traust þingsins, eftir hann lagði fram lista yfir ráðherra í minnihlutastjóm sinni nú um helgina. Vom þá þing- menn kommúnista ekki seinir á sér að leggja fram vantrauststillögu. Þegar þingfundur hófst í morgun vom eitt hundrað þingmenn á mælendaskrá og ekki búizt við að atkvæði verði því greidd um van- traustið fyrr en undir helgi eða jafnvel í næstu viku. Þetta er sjötta ríkisstjóm Fan- fanis á íjörutíu ára þingmannsferli. Hann er nú 79 ára gamall. Ætlun- in var að koma á laggimar rfkis- stjóm sem gæti undirbúið kosningar í landinu. En aðeins fé- lagar hans úr röðum þingmanna kristilegra demókrata fengust til að taka sæti í stjóminni. Flokkar þeir sem sátu í fráfarandi ríkis- stjóm sósialistar, repúblikanar, sósíal demókratar og frjálslyndir neituðu öllu samstarfi. Talsmenn þessara flokka segjast vera á móti þvi að efna til kosninga nú, þótt ekki sé ljóst, hvemig þeir telja að eigi með öðm móti að leysa stjóm- arkreppuna í landinu, sem hefur nú staðið í sex vikur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.