Morgunblaðið - 22.04.1987, Síða 40

Morgunblaðið - 22.04.1987, Síða 40
MOÉGÚtíBíAÖIÐ, MÍÐVÍkÚDÁGUtf Vi. ÁPRÍL 1987 r40 Lengi klappað fyrir Placido Domingo Búdapest, Reuter. SPÆNSKI tenórinn Placido Domingo hlaut góðar mótttökur er hann tók þátt i uppfærslu á óperunni Aidu eftir Verdi í Er- kel-óperunni í Búdapest í fyrra- kvöld. Klöppuðu áhorfendur Júgóslavía: Danski vöru- bílstjór- inn í sex ára fangelsi Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. honum lof i lófa i 50 mínútur að sýningu lokinni. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna og héldu þau áfram eftir að starfsmenn óperunnar höfðu lok- að leiksviðinu með sérstakri öryggisgrind og slökkt ljósin í hús- inu. Seinkun varð á flutningi verksins vegna mikilla fagnaðarláta áhorf- enda eftir fyrstu áríuna, þar sem Domingo fór með hlutverk Rama- des, egypska hermannsins sem verður ástfanginn af prinsessunni Aidu. Placido Domingo söng síðast í Búdapest árið 1973. Söng hann þá í óperunni Tosca eftir Puccini. Hin 46 ára spænska stórstjarna treður annars sjaldan upp í Austur-Evr- ópu. Hefur Domingo einu sinni sungið í Moskvu og komið fram í sjónvarpi í Austur-Þýzkalandi. DANSKUR vörubílstjóri var nýlega dæmdur í sex ára fangelsi í Nis í Júgóslavíu fyrir að vera valdur að mesta umferðarslysi þar í landi frá stríðslokum. Bílstjórinn ók 38 tonna flutn- ingabíl beint framan á júgó- slavneskan áætlunarbíl. Alls fórust 2'4 manneskjur af völdum árekstursins, þar af mörg börn. Uppreisnartilraunin í Argentínu: Alfonsin hefur styrkzt í sessi og fögnuður landa hans mikill Það var aðfararnótt 2. febrú- ar sl., sem danski flutningabíll- inn rann til á hálum vegi, þegar bílstjórinn hemlaði, og skall á áætlunarbílnum. Fyrir rétti var bílstjóranum gefið að sök að hafa ekið of hratt á hálum veg- inum og þess vegna misst stjóm á bílnum. - eftir að herforingjarnir gáfust upp Buenos Aires, Washington, Manilla, Reuter. MANNFJÖLDI safnaðist saman í Buenos Aires á sunnudag að hlýða á Raoul Alfonsin, forseta, skýra frá því, að uppreisn her- foringjanna í Cordoba hefði verið brotin á bak aftur. Fólkið fagnaði ákaft orðum forsetans, veifaði fánum og hrópaði hvatn- ingarorð til forsetans. Fréttaský- rendur segja einsýnt, að Alfonsin hafi óumdeilanlega traust þorra manna og innan hersins muni menn hugsa sig tvisvar um, áður en reynt verður að gera uppreisn aftur. Forsetanum bárust á mánudag hamingjuóskir hvað- anæva að, eftir að Ijóst var, að uppreisnin hafði farið út um þúfur. Er greinilegt, að Alfonsin þykir hafa sýnt stjórnkænsku og trúnað við lýðræðishugsjónina með framgöngu sinni. Alfonsin ákvað að skipa varnar- málaráðherrann yfirmann herafla lansins í stað Hectors Rios Erenu, unz annað yrði ákveðið. Uppreisnartilraunin í Cordoba virðist hafa byijað þannig, að nokkrir foringjar, sem áttu að mæta fyrir rétti, létu ekki sjá sig. Fyrir hópnum fór Ernesto Barreiro, majór. Hann bjó um sig í bækistöðv- um landgönguliðsins, ásamt um 600 öðrum foringjum og fullyrti, að þeir myndu beijast til síðasta blóð- dropa. Uppreisnarmennirnir kröfð- ust þess einnig, að hætt yrði við að lögsækja ýmsa herforingja, sem eiga yfir höfði sér réttarhöld vegna mannréttindabrota sem framin voru, þegar herforingjastjóm var við völd í landinu. I fyrstu voru fréttir af uppreisnartilrauninni óljósar og bar ekki saman. Síðan kom á daginn, að ýmsir fieiri höfðu gengið til liðs við Barreiro og upp- Góðar horfur t efna- hagslífi í Bretlandi St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Fi ATVINNULEYSI í Bretlandi heldur áfram að minnka, vinnu- aflskostnaður lækkar, útflutn- ingfur eykst og lántökur hins opinbera dragast saman. Allar þessar fregnir auka líkur á, að kosið verði í júní fremur en október. Atvinnuleysi minnkaði í síðast- liðnum mánuði eins og næstu sjö mánuði þar á undan. Atvinnulaus- um fækkaði um 30.100 í mars, í 3.042.900, sem eru um 11% af vinnufæru fólki. Á síðustu sex mánuðum hefur atvinnulausum fækkað að jafnaði um 25 þúsund á mánuði. „Atvinnulausum hefur nú fækkað um 180 þúsund síðan í júlí á sl. ári og hafa þeir ekki verið færri í tvö og hálft ár,“ sagði Young lávarður, atvinnumálaráð- herra bresku stjómarinnar. „Eg er ekki í nokkrum minnsta vafa um, að þessi þróun heldur áfram." Talsmaður Verkamannaflokks- ins, John Prescott, sagði, að þessi fækkun stafaði einungis af sér- nannssyni, fréttaritara Morgnnblaðsms. stökum aðgerðum stjórnarinnar og væri aðeins ætlað að blekkja kjósendur. Vinnuaflskostnaður hefur vax- ið minna á þessu ári en í fyrra samkvæmt skýrslu, sem gefin var út um helgina. Vinnuaflskostnað- ur í framleiðsluiðnaði var einungis einu prósenti hærri nú í febrúar en fyrir ári. Þá hafði hann aukist um 8% árið á undan. Ástæðan fyrir því, að hann hefur hægt á sér, er aukin framleiðsla. Búist er við, að útflutningur aukist um 4,3% á þessu ári, en innflutningur um 3,9%. Talið er, að hagvöxtur muni verða 3%. Þetta eru mun hærri tölur en í helstu samkeppnislöndum Breta. Búist er við, að útflutningur Vest- ur-Þjóðveija minnki um 0,5% á þessu ári og hagvöxtur verði um 2%. Helsta hættan fyrir breskan útflutning er, að pundið hækki frá því, sem nú er. Þrátt fyrir út- flutningsaukninguna mun halli verða á viðskiptunum við útlönd. Lántökur hins opinbera á ný- loknu fjárhagsári urðu minni en fjármálaráðherrann, Nigel Law- son, gerði ráð fyrir í fjárlagaræðu sinni 17. mars sl. Lántökurnar námu 3,3 milljörðum punda, sem er 800 milljónum neðan við það, sem reiknað var með. Lántökur hins opinbera hafa ekki verið minni síðan 1972-3. Meginástæð- an fyrir því er sú, að skatttekjur ríkisins urðu meiri en reiknað var með. Þær jukust um 7,4%, en tekj- ur ríkisins af tollum og innflutn- ingsgjöldum jukust um 9,9%. Þegar við þetta bætist, að búist er við, að verðbólga fari niður fyrir 3,7% í júní, er við því að búast, að þrýstingur aukist á, að kosningar verði haldnar í júní- mánuði. Vitað er, að ýmsir ráðherrar, sem áður studdu októ- berkosningar, eru nú eindregið þeirrar skoðunar, að kjósa beri í júní. Ekki er búist við ákvörðun í því efni fyrr en eftir sveitar- stjórnakosningarnar 7. maí. reisnartilraunin virtist vera að breiðast út meðal annars til Campo de Mayo. Alfonsin forseti ávarpaði arg- entínsku þjóðina skömmu eftir að fréttir tóku að berast. Hann sagði strax, að lýðræðislega kjörin stjóm landsins myndi ekki líða, að herinn reyndi að hrifsa völdin í landinu eina ferðina enn. Hann hvatti landa sína til þess að sýna stuðning við lýðræðið með því að þyrpast út á götur hvarvetna og fékk áskorunin góðar undirtektir. Síðan sendi hann hermenn tii Cordoba og settust þeir um bækistöðvar uppreisnar- manna. Af öllum fréttum má ráða að um tíma hefur verið mjög tæpt á því, hvort herinn sem heild stæði að baki forseta sínum ellegar gerði alvarlega tilraun til að hrifsa völdin í landinu. Stjómmálaskýrendum ber ásamt um að mjög eindreginn stuðningur almennings við forset- ann hafi að sumu leyti komið hemum á óvart og leitt til þess umfram allt, að ýmsir innan hers- ins, sem hefðu ætlað að taka þátt í valdaráni hefðu áttað sig á að slíkt tjóði ekki að sinni. Alfonsin fór síðan til Cordoba um helgina og ræddi við Barreiro. Nokkm síðar ákváðu herforingjam- ir að gefast upp. Alfonsin forseti segir, að réttarhöld sem höfðu verið ákveðin jrfir ýmsum háttsettum fyr- verandi aðilum innan hersins muni fara fram eins og ákveðið var. Bretland: Klerkinum fat- aðist j af n vægið St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðarí Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. KLERKUR í Wilt-skíri í Suðvest- ur-Englandi egndi sóknarbörn sín til reiði, þegar hann flutti nýlega líkræðu, sem ekki þótti við hæfi. Feneyjar: Atlaga gegn svefnpoka- túristum Feneyjar, Reuter. RÁÐAMENN í Feneyjum hafa lýst yfir stríði á hendur svoköll- uðum svefnpokalýð, en svo eru þeir ferðamenn nefndir sem sofa í svefnpokum úti undir berum himni á torgum borgarinnar. Rúmlega 200 þúsund ferðamenn heimsóttu Feneyjar um páskana. Þar á meðal voru svefnpokaliðs- menn og handtók lögregla þá þeirra, sem lögðust til hvílu í pokum sínum undir berum himni. Borgaryfirvöld í Feneyjum gripu til banns af þessu tagi einnig í fyrra. Hafði lögreglan þá afskipti af miklum fjölda svefnpokamanna og voru þeir sektaðir á staðnum. Séra Michael Dittmer, prestur í Nettleton, hóf ræðu sína við útför Frederick Clark, bónda og sóknar- nefndarformanns, sem Áafði látist úr hjartaslagi 52 ára að aldri, á því, hve hryggur hann væri út af fráfalli þessa manns. En syrgjend- unum, sem voru um 200, ber saman um, að framhald ræðunnar hafi verið í þá veru, að Clark hafi verið skapillur, ógeðfelldur maður og lítið gott um hann að segja, auk þess sem fáir ættu eftir sakna hans. Ekkja Fredericks Clarks, Paul- ine, og börn hennar fjögur, sem voru við útförina, kvörtuðu sam- stundis. Nefnd var send til biskups- ins í Bristol og farið fram á, að klerkur íhugaði alvarlega stöðu sína. Klerkur hefur iðrast ræðunnar og sagt: „I hverri líkræðu verður að ríkja jafnvægi milli lofs um hinn látna og bónarinnar um fyrirgefn- ingu synda hans. Það er ekki hægt að hlaða hann eintómu lofi. En í þessu tilviki hef ég augsýnilega ekki fundið þetta jafnvægi." Hann hefur nú opinberlega beðist afsök- unar í fréttabréfi sóknarinnar og sent öllum syrgjendunum afsökun- arbeiðni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.