Morgunblaðið - 22.04.1987, Page 41

Morgunblaðið - 22.04.1987, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987 41 Bandaríkin: Stríðsglæpamaður fram- seldur til Sovétríkjanna Réttarstaða hans mjög óljós Moskvu, Vínarborg, Reuter. KARL Linnas, sem var dæmdur til dauða fyrir stríðsglæpi í Sov- étrikjunum árið 1962, kann að geta áfrýjað þeim dómi, að því er Gennady Gerasimov, talsmað- ur sovéska utanríkisráðuneytis- ins, sagði í gær. Linnas er sakaður um að hafa stjórnað út- rýmingarbúðum nasista i Tartu i Eistlandi á árum siðari heims- styrjaldarinnar. Linnas hefur búið í Bandaríkjun- um frá árinu 1951 en Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði að hann skyldi sendur úr landi. Sovétmenn buðust til að taka við honum en hann var dæmdur til dauða að hon- um fjarstöddum árið 1962. Gennady Gerasimov sagði að Linn- as myndi geta áfrýjað dómnum ef Hæstiréttur Sovétríkjanna hefði ekki staðfest þann úrskurð. Gera- simov kvaðst ekki vita hvort herdómstóll hefði dæmt Linnas til dauða og því væri réttarstaða hans óljós. Linnas hélt frá New York á mánudagskvöld og kom til Sov- étríkjanna í gær eftir að hafa millilent í Tékkóslóvakíu. Á flug- vellinum í New York hrópaði Linnas til fréttamanna sem þar voru stadd- ir: „Segið bandarísku þjóðinni að hér sé verið að fremja mannrán og morð“. Að sögn sjónarvotta leiddu óeinkennisklæddir lögreglumenn Linnas út úr flugvélinni á flugvellin- um í Prag. Þaðan fór hann með tékkneskri farþegaflugvél til Moskvu. Linnas hefur neitað öllum ásök- unum um að hafa framið stríðsglæpi. Hann kveðst hafa verið í námi á árum síðari heimsstyrjald- arinnar og ekki hafa gegnt her- þjónustu er Þjóðverjar réðust á Sovétríkin árið 1941 og hernámu Eistland. í ákæru bandaríska dóms- málaráðuneytisins er Linnas sakaður um að hafa stjórnað af- tökusveitum í Eistlandi sem myrtu menn konur og börn á hinn hroða- legasta hátt. Þá er einnig fullyrt að Linnas hafi sjálfur myrt fjölda manns. Þetta er í annað skipti sem bandarísk yfirvöld framselja stríðsglæpamann til Sovétríkjanna. Árið 1984 var Feodor Fedorenko, sem var sagður hafa stjórnað skipu- legum fjöldamorðum á þúsundum manna í Treblinka-búðunum í Póll- andi, framseldur þangað og var hann síðar dæmdur til dauða. Gengi gjaldmiðla GENGI Bandaríkjadollars var á þann veg í London á hádegi S gær að sterlingspundið kostaði 1,6355 dollara. Gengi annarra helztu gjaldmiðla var þann veg að doll- arinn kostaði: 1,3220 kanadíska dollara, 1,8080 vestur-þýzk mörk, 2,0395 hollenzk gyllini, 1,4840 svissneska franka, 37,44 belgíska franka, 6,0140 franska franka, 1.288 ítalskar lírur, 142,00 japönsk jen, 6,2925 sænskar krónur, 6,7425 norskar krónur, 6,8075 danskar krónur. Únsa af gulli kostaði 454,25 dollara. Reuter Sir Geoffrey Howe í Thailandi Sir Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Bretlands, sem nú er staddur í Thailandi, hvatti í gær til þess að hersveitir Víetnama yrðu fluttar frá Kambódíu. Skoraði hann á sovéska ráðamenn, sem styðja Víetnama, að beita sér fyrir því að innrásarliðið yrði kallað á brott. Howe ræddi við fréttamenn er liann skoð- aði flóttamannabúðir í Thailandi um tvo kílómetra frá landmær- um Thailands og Kambódiu. Sagði hann að svo virtist sem sovéskir ráðamenn hefðu ekki hug á því að þrýsta á stjórnvöld í Víetnam í þessu skyni. Sagði hann að ekkert hefði komið fram sem benti til þessa í viðræðum Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, og Mikhails Gorbachev Sovétleiðtoga á dögunum. Howe var vel tekið i flóttamannabúðunum og sýnir myndin ráðherrann heilsa ungum Kambódiumönnum að hætti þeirra. Bretland: Kennarar takast á við menntamálaráðherrann St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðnri Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. TVÖ stærstu stéttarfélög breskra kennara héldu ársþing sín um páskahelgina. Annað þeirra samþykkti að neita að leggja fyrir nemendur ný próf, sem Kenneth Baker mennta- málaráðherra hefur ákveðið, að tekin verði upp. Bæði samþykktu félögin að túlka nýjan starfs- samning, sem menntamálaráð- herrann hefur ákveðið einhliða, mjög bókstaflega og krefjast þess, að kennarar telji hveija mínútu, sem þeir vinna. Þessar ákvarðanir munu valda veruleg- um erfiðleikum í skólastarfi. Menntamálaráðherrann hefur samkvæmt nýjum lögum ákveðið- einhliða nýjan starfssamning fyrir kennara. Þar er mjög nákvæmlega kveðið á um skyldur kennara og meðal annars ákveðið, hve marga tíma hver kennari á að nota til flestra hluta í starfi sínu. Sam- kvæmt samningnum eiga þeir t.d. ekki að nota meira 1095 klukku- stundir á ári með nemendum, og ekki meira en 95 stundir á ári við undirbúning kennslu og yfirferð verkefna. Ráðherra hefur einnig ákveðið, að lögð verði samræmd próf fyrir alla nemendur ijórum sinnum á skólaferlinum, við 7, 11, 14 og 17 ára aldur. Þessari tillögu hafa kenn- arar nú hafnað og ákveðið að fara mjög nákvæmlega eftir starfssamn- ingnum. Þegar þeir hafa lokið vinnutíma sínum samkvæmt samn- ingnum, hyggjast þeir ganga út. Kennarar höfnuðu með meiri- hluta atkvæða að hefja bein verk- föll. Það hefði getað kostað stéttarfélögin stórfé ogjafnvel gert þau gjaldþrota. Ráðherrann hefur skýra heimild í lögum til ákvarðana sinna og aðgerða. Þessar ákvarðanir kennarasam- takanna munu valda miklum erfið- leikum í skólastarfi í Englandi og Wales. Kennarar í Skotlandi ákváðu síðastliðið haust að ganga að kjara- samningi við ríkisvaldið, og skóla- starf þar hefur gengið snurðulaust. En kennarar í Englandi og Wales höfnuðu samningnum þrátt fyrir boð um umtalsverðar launahækk- anir til að mótmæla því, að þeir hefðu ekki lengur samningsrétt umt kaup og kjör. Sumar- fagnaður Hestamannafélagsins Fáks verður í Fáks- heimilinu, Víðidal, í kvöld, síðasta vetrar- dag. Hljómsveitin Kjarnar leikur fyrir dansi. Húsið opnað kl. 22.00. Hestamannafélagið Fákur. UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð Símar: 689004 - 689005 - 689006 Utankjörstaðakosning ferfram hjá borgarfógetanum í Reykjavík í Ármúlaskóla alla daga frá kl. 10-12,14-18 og 20-22 nema sunnudaga og aðra helgidaga kl. 14- 18. Lokað föstudaginn langa og páskadag. Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosn- ingunum. Áðstoð við kjörskrárkærur. Sjálfstæðisfólk! Hafið samband við skrifstofuna ef þið verðið ekki heima á kjördag. X-D X-D Sjálfboða- liðar D-listinn í Reykjavík auglýs- ir eftir sjálf boðaliðum til margvíslegra starfa fram að kjördegi og á kjördegi, laug- ardaginn 25. apríl nk. Allar upplýsingar eru veittar í sjálfstæðishúsinu Valhöll í síma 82900. Þar fer jafnframt fram skrán- ing sjálfboðaliða frá kl. 9.00-22.00 virka daga og frá kl. 13.00-22.00 um helgar. Stöndum vörð um Sjálfstæðisflokkinn — herðum sóknina! D-listinn í Reykjavík. Ég kýs Siálfstæðisflokkinn af því að hann vill láta einstaklinginn njóta sin. Það versta sem fólki er gert er að taka frá þvi sjálfsbjargar- viðleitnina. Rúnar Guðbjartsson, flugstjóri. Á RÉTTRi LEIÐ ... X-D

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.