Morgunblaðið - 22.04.1987, Side 46

Morgunblaðið - 22.04.1987, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRIL 1987 Gaman og alvara í kosninga vökum ljosvakamiðlanna Morgunblaðið/Ámi Sæberg Lögreglubílar í nýjum lit FYRSTI lögreglubíllinn í nýjum lit er nú kominn á göturnar i Reykjavík, en ætlunin er að allir verði þeir komnir með þann sama lit fyrir sumarið. Bilarnir verða þá hvítir með blárri rönd, en voru áður svartir og hvítir. Þá er í undirbúningi að skipta um blikkljós á þaki bilanna og hafa þau blá í stað rauðu ljó- sanna, sem nú eru. Gert er ráð fyrir að þeirri breytingu verði lokið fyrir haustið. Sýning á handavinnu eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi LJÓSVAKAMIÐLARNIR kepp- £yst nú hver af öðrum við að dndirbúa kosninganætur sínar sem samanstanda bæði af gamni og alvöru. Sljórnmálafræðingar munu verða fréttamönnum til halds og traust við að spá í spil stjórnmálanna þegar tölur fara að berast úr kjördæmum lands- ins auk þess sem boðið verður upp á hin ýmsu skemmtiatriði. Rætt verður við unga sem aidna stjórnmálamenn og litið verður inn á kosningavökur víðsvegar. Ríkissjónvarpið verður með bein- fer útsendingar frá Akureyri, Sauðárkróki, Borgarnesi, Selfossi, Hafnarfirði og Reykjavík með hjálp örbylgjuhlekkja á kosninganótt. Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri, gerði ráð fyrir að byija útsendingar kl. 16.00 á kosningadag, en kosn- ingasjónvarpið sjálft hefst kl. 22.00. Tölvubúnaðurinn kemur frá Hew- lett Packard og Verk- og kerfis- fræðistofan hefur hannað forritin. Hermann Gunnarsson verður um- sjónarmaður skemmtidagskrár og verða Hljómar og Lónli blú bojs meðal þeirra skemmtikrafta, sem verða í beinni útsendingu ríkissjón- varpsins. í kvöld og næstu kvöld verður útvsrpsstöðin Alfa með kynningu á viðhorfum talsmanna stjórn- málaflokkanna til kristilegra ! -málefna. Útvarpsstöðin Alfa vekur athygli á því að í stjómmálaumræðum að undanförnu hafí lítið sem ekkert verið fjallað um kristna trú eða kristilegt siðgæði á íslandi. Úr því hyggst Alfa nú bæta og hefur feng- ið stjómmálamenn til umræðna um trúarlíf sitt og reynslu, auk annarra málefna. Framboðsfundum í ríkissjón- varpinu verður fram haldið í kvöld og síðustu tveimur framboðsfund- unum verður sjónvarpað beint frá Akureyri annað kvöld, sumardaginn fyrsta. Þar koma fram frambjóð- endur Norðurlands vestra og eystra. A föstudag, daginn fyrir kosningar, verður „Formannahringborðið" á dagskrá þar sem formenn þeirra sjö flokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum mæta til leiks. Stöð 2 heldur opinn framboðs- fund í Háskólabíói í kvöld, miðviku- dag, og verður fundinum sjónvarp- að beint frá kl. 20.30. Formenn flokkanna mæta og mun Páll Magn- ússon, fréttastjóri Stöðvar 2, stjórna fundinum. Kosningasjón- varp Stöðvar 2 mun standa í níu til tíu tíma og sagði Páll áð það byrjaði hálftíma til klukkutíma áður en ríkissjónvarpið byrjaði sínar út- sendingar hvenær svo sem það yrði. IBM leggur til allan tæknibúnað fyrir útreikninga og forritið er unn- ið af Tölvumyndum hf. Stuðmenn verða í beinni útsend- ingu Stöðvar 2 á kosninganótt ásamt íslenska grínlandsliðinu, þeim Sigurði Sigurjónssyni, Þór- halli Sigurðssyni, Karíi Ágústi Úlfssyni, Erni Árnasyni og Rand- í kvöld verður rætt við Kvennalis- takonur, formann Alþýðuflokksins og formann Flokks mannsins. Ann- að kvöld verður kynning á viðhorf- um Borgaraflokksins, Bandalags jafnaðarmanna og Alþýðubanda- lagsins og á föstudagskvöld Framsóknarflokksins, Sjálfstæðis- flokksins og Þjóðarflokksins. Kynningamar hefiast kl. 21.00. Stjómandi þáttanna er Gunnar Þor- steinsson, forstöðumaður Krossins, kristilegs trúfélags í Kópavogi. Alfa sendir út á FM 102,9. veri Þorlákssyni. Stöð 2 hefur nýlega keypt 20 viðbótarþætti af „Spitting Image“ og verða bútar úr því fluttir í kosningasjónvarpinu. Þá má búast við nýjum og gömlum stjómmálaleiðtogum í heimsókn auk annarra gesta. Fréttamenn munu verða á ferðinni á höfuð- borgarsvæðinu og heimsækja kosningahátíðir sunnanlands. Ríkisútvarpið heldur sinn átt- unda og síðasta kosningafund á morgun, sumardaginn fyrsta, í nýja útvarpshúsinu þar sem fram koma frambjóðendur í Reykjavík. Kosnin- gaútvarp RUV hefst kl. 22.00 á laugardagskvöld og stendur í að minnsta kosti fjórtán tíma sleitu- laust, að sögn Kára Jónassonar, fréttastjóra. Á laugardagsmorgun- inn verður þó byrjað að flytja fréttir af kjörsókn, veðri og færð. Á Rás 1 verður lögð' áhersla á tölur, viðtöl og tónlist. Á Rás 2 verður áherslan sett á tölur á hálftíma fresti og tónlist þess á milli. Á sunnudagsmórgun verður rætt við eldri stjórnmálamenn og nýja frambjóðendur. Eftir hádegis- fréttir á sunnudag verður eins og hálfs tíma þáttur um úttekt á kosn- ingunum, viðtöl við stjórnmálaleið- toga og tölfræðinga um úrslit kosninganna. Kl. 19.30 til 20.00 sama dag verður síðan kosninga- spjall um úrslitin. Kári sagði að allir fréttamenn, fréttaritarar og tæknimenn RUV yrðu við störf þessa nótt að ógleymdum fréttarit- ara Ríkisútvarpsins í ‘Suður-Lan- deyjum, Jóni Bergssyni. Kosningaútvarp Bylgjunnar hefst kl. 22.00. Beint samband verður við talningastaði í öllum kjördæmum. Fréttamenn Bylgjunn- ar verða á ferðinni um höfuðborgar- svæðið alla nóttina og líta inn á kosningavökur og fara jafnvel heim til hins almenna borgara. Hallgrím- ur Thorsteinsson, fréttastjóri Bylgjunnar, sagði að það yrði renn- andi gestagangur fram á sunnu- dagsmorgun á Bylgjunni. Spjallað yrði um tölur og spáð yrði í spilin í betri stofunni um leið og tölur bærust. SUMARDAGINN fyrsta, þann 23. apríl, kl. 14.00 verður sýning á handavinnu eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi og verður eitt- hvað af mununum til sölu. Einnig verður Kvenfélagið Seltjörn með kaffisölu á sama tíma. Sýningin verður í félagsheimilinu. Félagsstarf aldraðra á Seltjamar- nesi er fjölbreytt, s.s. föndur, félagsvist og bókband. Einnig hafa verið farnar skemmti- og fræðslu- ferðir. Hárgreiðslu- og fótsnyrti- þjónusta er veitt einu sinni í viku. Félagsstarfíð fer fram á Melabraut 5-7 og er fyrir alla Seltirninga 67 ára og eldri. Hér er verið að undirbúa sýninguna sem verður á sumardaginn fyrsta. Útvarpsstöðin Alfa; Viðhorf frambjóðenda til kristilegra málefna Alusuisse stef nir að hallalausum rekstri dótturfyrirtækja á þessu ári: ÍSAL fær 3,9 milljarða í viðbótarrekstrarfé Gjörbreytir forsendum okkar, segir Ragnar Halldórsson forstjóri ISAL ÁLVERIÐ í Straumsvik hefur fengið 150 milljónir svissneska franka eða 3,9 milljarða islenskra króna i rekstrarfé frá Alusuisse frá árslokum síðasta árs til loka þessa mánaðar. Fé þessu verður aðaHega varið til að minnka fjármagnskostnað með því að afskrifa skuldir svo afskriftir og vextir verði með eðlilegri hætti en verið hefur en þessi kostnaður hefur verið stór þáttur í tapi ÍSAL undanfarin ár. Vonast er til að rekstur fyrir- tækisins verði hallalaus á þessu ári og benda rekstrartölur fyrsta ársfjórðungs þessa árs til-að það takist. Tap af rekstri íslenska Álfélags- ins á síðasta ári var 714 milljónir króna en veltan var 4,3. milljarðar þannig_ að tapið var um 16% af veltu. I samtali við Morgunblaðið __ sagði Ragnar Halldórsson forstjóri TSAL að viðbótarrekstrarfé það sem ISAL hefur nú fengið sé liður í þeirri ákvörðun nýrra stjómenda Alusuisse að gera upp gamlar skuldir og byrja reksturinn á nýjum grunni. Alusuisse hefur selt eða lagt niður álversksmiðjur í Banda- ríkjunum og Evrópu og1 ákvað að minnka skuldahala ÍSAL og annara fyrirtækja sinna með því að lækka hlutafé sitt um helming og afskrifa skuldimar á móti. Einnig var ákveð- ið að ganga í varasjóði og leggja fyrírtækjum til rekstrarfé. Þannig er vonast til að reksturinn geti víðast hvar orðið hallalítill á þessu ári. Stjórn Alusuisse .hefur sam- þykkt þessar ráðstafanir en sú samþykkt verður lögð fyrir aðal- fund fyrirtækisins sém verður haldinn í Zurich á fimmtudaginn. Ragnar sagði að á þessum fyrsta ársfjórðungi í ár væri rekstur ISAL að heita mætti hallalaus fyrir skatta. ÍSAL fékk T00 milljónir franka til ráðstöfunar 31. desember síðastliðinn og 50 milljónir franka koma til viðbótar 30 apríl. Þessar 150 milljónir verða aðallega notaðar til að minnka afskriftarstofninn í rekstrarreikningi og hafa það í för með sér að afskriftir lækka næstu átta árin um 16,5 milljónir franka á ári. Ragnar sagði að vaxtakostn- aður ÍSAL núna væri nálægt 5% á ári þannig að um' 7,5 milljónir franka spöruðust í vöxtum og því muni afkoman batna um 24 milljón- ir franka á ársgrundvelli. „Tapið í fyrra og árið 1985 var að vísu hærra en þetta,“ sagði Ragnar, „en í fyrra voru afskrifaðar súrálsbirgðir vegna þess að súráls- verðið hafði lækkað. Miðað við núvérandi álverð út árið má gera ráð fyrir að reksturinn verði halla- laus og ef álverð hækkar verður hagnaður sem yrði þá eftir hjá ÍSAL en tap ef það lækkar. Og þetta gjör- breytir auðvitað okkar forsendum.“ Ragnar sagði að þegar stóraukið rekstrarfjármagn væri frátalið myndu þrír meginþættir setja svip sinn á endurbætur reksturs og framleiðslu ÍSAL á þessu ári. I fyrsta lagi það að full framleiðsla væri nú á ný í fyrsta skipti frá 1984. Alusuisse hefur tekið upp þá stefnu að einbeita sér að fullvinnslu sérvarnings úr áli og öðrum efnum og ennfremur gerast kaupandi á hrááli í stað þess að selja það til að geta notið þess að kaupa meira á uppboðsmarkaði þegar verðið fer niður og spara þegar verðið fer upp. Ragnar sagði að Alusuisse ætlaði sér nú eingöngu að framleiða um 60% þess hrááls sem það vinnur síðan úr og þá mætti búast við að ÍSAL geti framleitt með fullum af- köstum fyrst Alusuiésse þarf að kaupa viðbótarál. Ragnar nefndi í öðru lagi aukna hagræðingu í rekstri ogframleiðslu. „Við stefnum að því að draga enn frekar úr mannahaldi, minnka yfir- vinnu og nýta starfsmennina betur og taka upp tækni á ýmsum sviðum sem sparar mannahald. Þetta er sú þróun sem orðið hefur hvarvetna í heiminum og þeirri þróun fylgjum við einnig. í síðustu samningum náðum við síðan fram samkomulagi um aukna hagræðingu. Hún er vísu hægfara því við segjum ekki upp mönnum en ráðum ekki nýja í stað þeirra sem hætta nema að takmörk- uðu leyti. Einnig má flytja menn til. Miðað er við síðustu áramót og sparanaður vegna hagræðinga eftir þann tíma verður metin til hags- bóta bæði til starfsmanna og fyrir- tækisins," sagði Ragnar. Þriðja atriðið er aukin fjölbreytni í framleiðsluvörunum og stefnt er að því að um 70% framleiðsluvara ÍSAL fari til endanlegra nota en fram að þessu hefur hlutfallið verið um 50%. Hafin hefur verið fram- leiðsla á nýjum vörum eins og álstöngum, valsbörrum og steypu- melmi. Ragnar sagði að þetta væri í samræmi við það aðalmarkmið Alusuisse nú að framleiða verðmæt- ari vöru en áður, en það væri rauði þráðurinn í þeirri framtíðarmynd sem Alusuisse hefur gert sér. Ragnar sagði aðspurður að það væri þó ekki líklegt að ÍSAL fari að framleiða fullunnar verksmiðju- álvörur. Offramboð væri á úr- vinnsluvörum úr áli og vonlaust að keppa við verksmiðjur sem þegar væru fullafskrifaðar enda yrði að leggja mikla fjárfestingo í búnað. Að auki yrði þessi framleiðsla að miðast nær eingöngu við útflutning og flutningskostnaðurinn yrði margfaldur á við núverandi flutn- ingskostnað á vörum verksmiðjunn- ar. „Ég er þó ekki að segja að þetta geti ekki orðið þegar framí sækir. Það fer eftir því hvernig þróunin verður hjá þeim sem séð hafa sér hag í að framleiða úr áli þrátt fyrir lágt markaðsverð,“ sagði Ragnar. Ragnar var að lokum spurður hvað liði hugmyndum um stækkun álversins í Straumsvík og hvort sá kostur væri enn áhugaverður miðað við að ekki er fyrirsjánleg veruleg aukning á álnotkun eða verðhækk- un. Ragnar sagði að nokkrir aðilar í Evrópu hefðu sýnt því áhuga að taka þátt í stækkuninni. Verksmiðj- ur í Mið-Evrópu væru fyrirsjánlega dauðadæmdar því þar væri orkan dýr og ekki hægt að framleiða þar ál í samkeppni við ódýra vatns- og gasorku í öðrum heimshlutum. Framleiðslan hefði flust til landa með ódýra vatnsorku eins og Bras- ilíu, Venezuela, Afríkulanda og Suð-austur Asíu, einnig Miðaustur- landa með ónýtta gasorku. Ragnar sagði að þar sem áætlað væri að kílóvattstund af raforku frá Blönduvirkjum kosti í kringum 15 mill ætti að vera hagkvæmt að setja upp álverksmiðju hér. Því sagðist hann búast við að af stækkuninni yrði þótt það færi sjálfsagt að ein- hverju leyti eftir því hvernigtil tekst með rekstur ÍSÁL nú þegar þetta viðbótarfjármagn hefur verið veitt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.