Morgunblaðið - 22.04.1987, Side 54

Morgunblaðið - 22.04.1987, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987 í átt að aukinni sjálfsvirðingu eftirlngunni St. Svavarsdóttur Það er sagt að trúin flytji fjöll! Ég trúi á íslenska dreifbýlismenn, engu síður en íslenska þéttbýlis- menn. Ég lít svo á að við íslendingar séum allir jafnréttháir og tek ekki í mál að skipta þjóðinni upp og stimpla manneskjur sem búa úti á landi sem annars flokks manneskj- ur. Þjóðarflokkurinn vill færa valdið út til hinna dreifðu byggða og með því að færa valdið í okkar hendur, þá aukum við sjálfsvirðingu okkar og drögum úr þeirri auðmýkingar- stefnu sem ríkt hefur og er hvað bersýnilegust þegar landsbyggðar- menn þurfa að skríða fyrir embættis- mönnum í Reykjavík til þess að fá peninga úr ríkissjóði til hinna ýmsu nauðþurfta, sem þeir hafa þó fylli- lega aflað tekna til. Þessi skrípaleik- ur gengur þannig til í dag að peningamir eru teknir suður og svo þurfum við að fara suður og biðja um að fá peningana til baka og þar syðra láta menn það greinilega í ljós að hér sé um styrkveitingar að ræða, styrki til hinna veiku byggða úti á landi eins og forstjóri Byggða- stofnunar kýs að orða það, þó hér sé ekki um að ræða annað en þá peninga sem við höfum aflað! Finnið þið ekki muninn á þessu tvennu? Að fá sjálf að ráðstafa því sem aflað er eða auðmýktina sem fylgir því að þurfa sínkt og heilagt að biðja um ölmusur sér til handa! Þjóðarflokkurinn vill að í hverjum landshluta eða fylki verði stofnaður banki, landshlutabanki, og þar komi inn sá gjaldeyrir sem landshlutinn aflar. Ef Norðurland yrði t.d. eitt fylki þá yrðu það Norðlendingar sem yrðu að sjá sér farborða í stóru og smáu, við yrðum að standa saman og vera ábyrg gerða okkar. Ég er sannfærð um að það verður auðveldara fyrir okkur að koma ósk- um okkar á framfæri við ráðamenn fylkisins en embættismenn ríkisins, þó ekki sé nema vegna þess að við höfum þá innan seilingar. Dæmi um hversu mikil fjarlægðin getur verið hér á milli norðausturhomsins og suðvesturhomsins er, að þegar ég hringdi suður í sjávarútvegsmála- ráðuneytið í vonda veðrinu, sem var hér um daginn, og bað um að fá að taka mér bíl með bílstjóra á milli staða til námskeiðahalds, var mér svarað að bragði: „Heyrðu, en því tekurðu ekki bara flugið?" Þetta sýn- ir ótrúlega mikla vanþekkingu á staðháttum. Það hefur sjaldan verið talið far- sælt, þegar einn eyðir og annar greiðir — svo hvers vegna ekki að færa þetta á sömu hendi! Ég er algjörlega frábitin þeirri trú sem virðist tröllríða öllu nú — en hún er sú — að magn sé hið sama og gæði, þ.e. að ef þú hafir bara nógu mikið af hinu og þessu þá séu gæðin tryggð. Þetta á ekki sist við um þá umræðu, sem á sér stað um litlu flokkana og stóru flokkana, gömlu SUMARIÐ87 Furðufarartækið verður með stanslausar furðuferðír um ókunnar slóðír og má búast víð að margír farí í ferð sem seínt gleymist. Skemmtíland verður, þar sem fólkí gefst kostur á að reyna hæfní sína. Sýningín opnar kl. 14 þann 23. apríl og verður opín um helgar og 1. maí kl. 13 tíl 22 en vírka daga kl. 16 til 22. SZ srOz > CQ <D cc I c CD C co CL 'D 03 A MORGUN SUMARDAGINN FYRSTA hefst stórglæsíleg sýníng og skemmtun fyrír alla gölskylduna í Laugardalshöll. Þar munu fyrirtækí sýna og kynna starfsemí sína tengda FERÐALÖGUM, FRÍTÍMA OG ÚTIVERU. Ferðaskrífstofur munu kynna möguleíka á alls konar ferð- um ínnanlands sem utan, sumarfatnaðurínn verður kynntur á nýstárlegan máta, í anddyrínu verður komíð upp fallegum géirðí þar sem fólk getur komíst í sannkall- aða sumarstemmníngu. Ingunn St. Svavarsdóttir „Þjóðarflokkurinn vill stuðia að því að sér- kenni hvers landshlutar fái að njóta sín — að menn lagi sig að að- stæðum á hveijum stað, búi að sínu og fái notið sín til fullnustu.“ flokkana og nýju flokkana. Sú villu- trú að stór flokkur sé það sama og gæðaflokkur hefur kannski beðið hvað stærst skipbrot nú. Nei — ég hef trú á fjölbreytni — það er hún sem gefur lífinu gildi. Það er fjöl- breytnin sem er kryddið í tilverunni. Ósköp yrði t.d. hjónalífið snautt ef við reyndum ekki að krydda það með ýmiskonar uppákomum! Sama má segja um íslenskt þjóðlíf — það yrði harla líflaust og umfram allt leiði- gjarnt, ef allir væru steyptir í sama mótið. Þjóðarflokkurinn vill stuðla að því að sérkenni hvers landshlutar fái að njóta sín — að menn lagi sig að að- stæðum á hveijum stað, búi að sínu og fái notið sín til fullnustu. Fylkjafyrirkomulagið hefur í för með sér stöðugleika, því það eru heimamenn sem stjóma, en ekki ut- anaðkomandi aðilar, sem hafa framleiðnina eina að leiðarljósi. Gott dæmi þar um er síldarævintýrið á Raufarhöfn, sem skyldi byggðarlagið eftir í sárum þegar búið var að not- færa sér það. Við búum í einu mesta lýðræð- isríki heims og því er ég sannfærð um að okkur mun takast að rétta við það misvægi sem orðið hefur í byggðum landsins, þar sem eitt svæði hefur verið ræktað á kostnað hinna. Til þess að friður ríki með þjóðinni þarf að koma á jafnvægi milli borgar- innar og sveitanna þannig að jafnt tillit sé tekið til allra þegna þessa lands. Tökum ábyrgðina á því bæði að afla og ráðstafa fjármununum. Auk- um virðingu fyrir okkur sjálfum! Með samstilltu átaki tekst okkur það! Ég kýs Þjóðarflokkinn. Höfundur er heilsugæslusálfræð- ingur á Kópaskeri; skipar 5. sæti á lista Þjóðarflokksins íNorður- landskjördæmi eystra. MAGN- ÞRUNGNAR RAFHliÖÐUR ## DreifingT TOLVUSPIL HF. simi: 68-72-70 \

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.