Morgunblaðið - 22.04.1987, Síða 63

Morgunblaðið - 22.04.1987, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987 gagnvart erlendum gestum, að þeim sé vísað í þetta afhýsi sem nefnd er flugstöð. Að mínum dómi hefur það verið mikill smánarblettur á þjóðinni lengi að hafa ekki búið betur að alþjólegum flugsam- göngum en raun ber vitni.“ Jón Baldvin Hannibalsson (A- Rvík) sagði í sömu umræðu: „Það liggur fyrir, bæði að því er sjálfan mig varðar og minn flokk, að við höfum verið fylgjandi því markmiði að greina í milli þeirrar starfsemi sem fram fer að öryggis- málum á Keflavíkurflugvelli og almennrar flugþjónustu og sam- göngumála." Karvel Pálmason (A.-Vf.) talaði eilítið á skjön við flokksbræður sína. Hann sagði orðrétt: „í þriðja lagi er svo það sjónar- mið sem kom fram hjá hæstvirtum forsætisráðherra [Steingrími Her- mannssyni] hér áðan. Hann taldi að Bandaríkjamenn ættu að kosta þetta einir. Því sjónarmiði er ég mjög hlynntur. . . nær að nota þá möguleika, sem íslendingar hafa til erlendrar lántöku í þær fram- kvæmdir sem eru arðbærastar og láta Bandaríkjamenn borga þessa flugstöð...“ Lántaka og framkvæmdir Umræður þær, sem hér er eink- um vitnað til, til að bregða upp svipmyndum af afstöðu þingflokka og þingmanna til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, vóru að forminu til um lántöku til framkvæmdanna á þing- inu 1983-1984. Undirbúningur málsins hófst fyr- ir og um 1970. Hann komst á nokkurt skrið við endurskoðun vamarsamningsins 1974, en þá var tekin ákvörðun um aðskilnað far- þegaflugs og varnarstarfsemi, eins og alkunna er. Á árunum 1978-1979 náðist samkomulag milli ríkisstjórna ís- lands og Bandaríkjanna um 20 milljóna dala framlag til þess að hefja framkvæmdir við hina nýju flugstöð. Það samkomulag var byggt á áformum um framan- greindan aðskilnað farþegaflugs og vamarliðsstarfs, sem og því að Bandaríkjamenn fengju afnot af gömlu flugstöðinni og tengdum mannvirkjum. Bandaríkjamenn greiða einnig kostnað við flughlað, ásamt lögnum, og aðkeyrslu. Is- lendingar standa að öllu öðm leyti undir kostnaði við flugstöðina, enda þeirra eign og allur rekstur á þeirra vegum. Skoðanir íslenzkra stjórnmála- manna á Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafa verið á ýmsan veg. Að hluta til hafa þær tengst afstöðu þeirra til aðildar íslands að Atlantshafs- bandalaginu og varnarsamnings við Bandaríkin. Meginmálið hefur þó verið að búa íslenzku millilandaflugi viðunandi framtíðaraðstöðu á Keflavíkurflugvelli, hvað aðbúnað og öryggi farþega og starfsfólks varðar, samhliða því að skilja að farþegaflug og vamarliðsstarf. Nú þegar Flughöfn Leifs Eiríks- sonar er fullbúin er verðugt að leiða hugann að andstöðu, sem fyrir hendi var, og efnisrökum andmæl- enda byggingarinnar, þó hér sé hvergi nærri um tæmandi frásögn að ræða. Þeir munu þó fáir sem í dag vilja gera þau orð þingmanns Alþýðubandalagsins að sínum að þetta andlit íslands út á við sé „hroðalegur bastarður — minnis- varði forheimsku og niðurlæging- ar“. — sf UCIF«WUE íslensk framtíð er verkeftii okkar GAMAPOKKUN Fyrirhafnanninni flutningar Þú getur fengið gámana til þín og gengið frá vörunni sjálfur. Við komum og náum í hann og flytjum um borð. Þú færð kæli- og frystigáma undir matvöru og gáma undir grófa vöru, s.s. bygging- ar- og járnvörur, útgerðarvörur o.fl. Kynntu þér einfalda leið að þægilegum flutningum. NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Iðnþróunarsjóður var stofnaður af Norðurlöndunum árið 1970 við aðild íslands að EFTA. Samkvæmt stofnsamningi var upphaflegt markmið sjóðsins að efla útflutnings- iðnað og auðvelda aðlögun íslensks iðnaðar að breyttum aðstæðum vegna aðildarinnar. Megintilgangur Iðnþróunarsjóðs er nú að stuðla að alhliða uppbyggingu atvinnulífs á íslandi með fjármögnun meiriháttar fjárfestinga. Verksvið Iðnþróunarsjóðs er því ekki einvörðungu bundið langtíma fjárfestingarlánum til tækni- og iðn- þróunar. Áhersla er lögð á arðsemi fjárfestinga, styrka stjórnun og að fjárhagsleg uppbygging sé traust. Iðnþróunarsjóður veitir eftirtalin lán: • Almenn fjárfestingalán • Fjárfestingalán með áhættu- þóknun • Þróunarlán Hvaða verkefni eru lánshæf? • Bygging eða kaup á atvinnu- húsnæði • Kaup á vélum, tækjum og búnaði • Nýting tölvutækni • Vöruþróun - endurbætur og nýjungar í framleiðslu • Erlend markaðsöflun • Kaup á framleiðslurétti og tækniyflrfærsla Iðnþróunarsjóður bendir þeim á, er undirbúa fjárfestingu í íslensku atvinnulífl, framleiðslu og þjónustu, að kynna sér möguleika á fjármögnun hjá sjóðnum. Iðnþróunarsjóður er fluttur í nýtt húsnæði í nýja Seðlabankahúsinu við Kalkofnsveg, 3. hæð. IÐNÞRÓUNARSJÓÐUR KALKOFNSVEGI 1 - SÍMI 69 99 90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.